Staðan í kjölfar kosninga getur reynst flóknari en margir halda!

Það kemur engum á óvart að ríkisstjórnin verður fyrir miklu afhroði í nýliðnum kosningum. Það verður samt að segja að áfallið er bersýnilega mun þyngra fyrir Samfylkingu (Sjá Wiki síðu). Sem var stofnuð til að - loksins, loksins - sameina vinstri menn í einum stórum flokki, sem átti að verða helsti keppninautur Sjálfstæðisflokksins. Í svipuðum stíl og í Svíþjóð hefur stór krataflokkur verið annar megin flokkur landsins, mótvægi við megin hægri flokk þess lands.

Að einhverju leiti má það vera að stefna Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins á sama áratug sem tók nokkra hægri sveiflu með Framsóknarflokkinn hafi hjálpað Samfylkingu að ná þeim árangri sem varð hjá Samfylkingunni 1. áratug núverandi aldar.

Sjá kosningaárangur á 10. áratugnum og 1. áratug þessarar aldar!

.....................Framsóknarflokkurinn......................Samfylking

1995.........................23,3%...............11,4% Alþýðufl. + 7,2% Þjóðvaki + 4,9% Kvennal)= 23,5%

1999.........................18,4%.....................................26,8%

2003..........................17,7%....................................31%

2007..........................11,7%...................................26,8%

2009..........................14,8%...................................29,8%

Ef við tökum úrlit sömu flokka 2013

2012...........................24,4%...................................12,9%

Þá er það ægilegur ósigur, en samtímis er Björt Framtíð að fá 8,3% og Lýðræðisvaktin 2,5%.

Fylgi sem öllu jöfnu hefði ratað til Samfylkingar, meina þetta séu óánægðir Samfylkingarsinnar upp til hópa, sem hafa lagt þeim tveim flokkum sitt atkvæði: 12,9% + 8,3% + 2,5%: 23,7%.

  • Kosningaófarir Samfylkingar snúast því meir um klofning en samt er þetta verulegur ósigur þó tekið sé tillit til þeirra talna. 
  • Takið eftir því, hve nærri því sama fylgi og þetta er 1995 skv. samlagningunni fyrir það ár á fylgi Alþýðuflokks, Þjóðvaka og Kvennalista.

Alþýðubandalag náði það ár 14,3% fylgi. Sumir myndu sjálfsagt bæta því fylgi einnig við fræðilegt fylgi Samfylkingar 1995, en hafa ber í huga að þegar Samfylking varð til árið 2000 og Alþýðubandalagið var einn af þeim flokkum sannarlega sem rann þá þar í púkkið, var stofnaður nýr vinstriflokkur Vinstri-Grænir, sem ég lít á sem arftaka Alþýðubandalags. 

Fylgi VG í gegnum árin er ívið minna að jafnaði en fylgi Alþýðubandalags var, það má því hugsanlega færa hluta fylgis Alþýðubandalags yfir það ár, og fá svipaða tölu og Samfylking náði 1999. 

Miðað við samanburð á 1995 og 2013 virðist manni að Framsóknarflokknum, hafi nú ef til vill tekist að ná til baka því vinstri fylgi sem hann hafði fyrir þann tíma.

Á sama tíma og hann einnig fær einhverja Sjálfstæðismenn með í púkkið, sem skilar örlítið meira fylgi en 1995 þ.e. 24,4% í stað 23,3%.

Það getur þó verið, að hlutfallslega séu Sjálfstæðismennirnir ívið fleiri en þetta virðist gefa vísbendingar um, og vinstrimennirnir sem Framsókn hefur bætt við sig - örlítið færri.

Þannig að samsetning Framsóknarflokksins 2013 sé ekki akkúrat hin sama og 1995.

Það er þó spurning hvort Sigmundi Davíð sé ekki að takast að færa Framsóknarflokkinn aftur inn á miðjuna, í íslenskum stjórnmálum svo að eins og í tíð Steingríms Hermannssonar, sé hann að teygja sig nokkurn veginn jafnt í báðar áttir yfir hina pólitísku miðju.

Með því að horfa jafnt til beggja átta, vera hófsamur miðjuflokkur, tókst Framsóknarflokknum í tíð Steingríms, að hafa bæði vinstri-menn og hægri-menn meðal sinna raða.

Meðan að almennt er talið að Halldór Ásgrímsson, hafi með þeirri hægri sveiflu er hann fór með Framsóknarflokkinn í, reitt af honum vinstri mennina - - sem hafi farið yfir til Samfylkingar.

Sem hafi gert Samfylkingu kleyft að stækka úr fræðilegu fylgi 1995, kosningafylgi 1999, í það að fara mest í kringum eða rétt rúmlega 30%.

  • Eftir þessar kosningar er megin spurningin fyrir vinstri vænginn, hve varanlegur klofningur Samfylkingar verður!
  • En endursameining, myndi sennilega endurreisa Samfylkingu sem a.m.k. flokk með ekki minna fylgi en það fræðilega fylgi sem ég fann til með samlagningu fyrir árið 1995. 

 

Úrslit kosninganna!

  1. Sjálfstæðisflokkurinn.......26,7%.............19 þingmenn.......bætir við sig  3
  2. Framsóknarflokkurinn......24,4%.............19 þingmenn......bætir við sig 10
  3. Samfylkingin..................12,9%...............9 þingmenn...............missir 11
  4. Vinstri-græn...................10,9%...............7 þingmenn................missir 7
  5. Björt framtíð....................8,3%...............6 þingmenn
  6. Píratar.............................5,1%...............3 þingmenn
  7. Dögun.............................3,1%
  8. Flokkur heimilanna............3,0%
  9. Lýðræðisvaktin.................2,5%
  10. Hægri-grænir...................1,7%
  11. Regnboginn.....................1,0%
  12. Landsbyggðaflokkurinn......0,2%
  13. Alþýðufylkingin.................0,1%
  14. Húmanistaflokkurinn.........0,1%
  15. Sturla Jónsson..................0,1%
  16. Auð og ógild.....................2,5%
  • Kjörsókn var 81,4% þ.e. 193.792 miðað við 237.957 á kjörskrá.
  • Síðustu 3 flokkunum raðað í stafrófsröð.
  • Flokkar sem ekki ná inn manni voru samtals með 11,8%.
  • 11,8% + 2,5% = 14,3%. Atkvæði sem ekki nýtast.
  • 4 flokkur samtals = 74,9%.
  • En ef við bætum BF við: 83,2%.
En mér finnst það ekki ósanngjarnt, þ.s. ég lít ekki á BF sem nýframboð, heldur mótmælaframboð við Samfylkingu. BF muni líklega aftur renna saman við Samfylkingu á kjörtímabilinu.
Þá er staða 4 flokks ekkert veikari en oft áður.

Fræðilegar meirihlutastjórnir - EF SDG fær umboð.

  1. Mið-Vinstri: Framsóknarflokks, Samfylkingar  + VG: 35 þingmenn.
  2. Miðjustjórn: Framsóknarflokks, Samfylkingar + BF: 34 þingmenn.
  3. Mið-Hægri: Framsóknarflokks + Sjálfstæðisflokks: 38 þingmenn.

Fræðilegar meirihlutastjórnir - Ef BB fær umboð.

  1. Mið-Hægri: Framsóknarflokks + Sjálfstæðisflokks: 38 þingmenn.
  2. Mið-Hægri2: Sjálfstæðisflokks + Samfylkingar + BF: 34 þingmenn.
  3. Hægri-Vinstri: Sjálfstæðisflokks + Samfylkingar + VG: 35 þingmenn.
  • Minnsti starfhæfi meirihluti er 33 eins og við þekkjum.

Rétt er að halda til haga - - Að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar getur reynst minna tryggur en fljótt á virðist, því tveir þingmenn:

  1. Brynjar Þór Níelsson nú 5 þingmaður Rvk. norður.
  2. Vilhjálmur Bjarnason, nú 9. þingmaður Suðvestur.

Hafa báðir gagnrýnt harkalega stefnu Framsóknar í málefnum heimila.
Brynjar tók mjög djúpt í árinni í pistli á pressunni: Að gefnu tilefni

Telur hugmyndir Framsóknar um leiðréttingu til heimilanna, bersýnilega algerlega óásættanlegar. 

Vilhjálmur virðist einnig telja að tillögur Framsóknar flækist fyrir sbr.: „Syndir framsóknarmanna eru stórar“. Þetta er ein tegund af gagnrýni - að leiðrétting heimila sé "stundarlausn."

Ef báðir fá að ráða - - væri innan stjórnarsáttmála, eingöngu sett inn almennt markmið um leiðréttingu stöðu skuldara - - en í reynd ekki farið í þá aðgerð sem Framsóknarfl. leggur á áherslu.

  • Þ.e. ekki víst, hve ákveðnir þeir tveir eru í þeirri andstöðu - - t.d. hvort þeir myndu ekki treysta sér til að styðja ríkisstjórn, sem fer fram með slíka stefnu. 
  • Það væri einnig hugsanlegt, að þeir lýstu yfir andstöðu við tiltekin mál, styddu þau ekki. 

En þó svo að öruggur meirihluti sé ef vil vill einungis 36, þá er það samt öruggasti meirihlutinn í boði.

Ef aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, sætta sig við stefnuna.


Fljótt á litið virðist það borðleggjandi, eiginlega fátt annað koma til greina, en að mynda stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks!

En dýpra skoðað, er staðan ekki endilega þetta einföld.

Ríkisstjórnarumleitanir ekki hafnar

Málið er að í öllum þeim samtölum sem ég hef átt sjálfur við SDG hefur hann verið sammála því, að Framsóknarflokkurinn - hefur alls ekki efni á því að fara í stjórn.

Ef ekki tekst að ná fram þeim málum, sem Framsóknarflokkurinn leggur á höfuðáherslu.

Það eru málefni heimilanna - - þ.e. skuldaleiðréttingin.

En hérna kemur til fortíð flokksins, margir upplifðu það að Framsóknarflokkurinn hafi ílla brugðist í tíð Halldórs Ásgrímssonar, það viðbótar fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur nú fengið.

Er ekki enn orðið neinskonar "fastafylgi" og er alveg ljóst að það tapast um leið, og í ljós kemur að Framsókn fer í stjórn - án þess að ná fram þeim markmiðum sem það ágæta fólk, lítur á með réttu að Framsókn sé búin að lofa því.

Að auki, skiptir miklu máli hvort SDG eða BB verði forsætisráðherra - - ef það fer saman að BB verður forsætisráðherra, og Framsókn nær ekki að koma málefnunum nægjanlega til skila inn í stjórnarsamstarfið - - gæti Framsókn endað töluvert neðar en þau 13-14% sem Framsókn mældist með, áður en fylgissveiflan hófst í kjölfar Icesave dómsins.

Síðan er einnig rétt að árétta, að Sigmundur Davíð hefur mikinn metnað fyrir hönd Framsóknarflokks, hann vill endurtaka gullöld flokksins er hann var lengi vel með að jafnaði 20% + og jafnvel upp í 30% + hlutfall atkvæða.

Hann hefur einnig metnað til að verða formaður Framsóknarflokksins til langs tíma, með öðrum orðum - - þ.e. einfaldlega ekki rétt sem gagnrýnendur íja að.

Að tillögur Framsóknar snúist um skammtímasjónarmið - - þvert á móti sjá margir innan Framsóknarflokksins, þau málefni sem brenna á kjósendum.

Sem stórfellt tækifæri fyrir flokkinn, til þess að komast í þann drauma sess, sem virðist mögulega vera innan seilingar - - ef tekst að standa við stóri orðin.

  • Þ.e. þessi draumur - sem mun þíða að Framsókn verður í þetta sinn!
  • Mjög staðföst á markaðri stefnu um sérstaka aðstoð við skuldug heimili, og aðra skulduga Íslendinga.
  • Framsóknarmenn vita einnig algerlega fyrir víst, um það getur ekki verið hinn minnsti vafi, að fylgið fer burt ef ekki er staðið við fyrirheitin.

Séð í þeim langtíma-tímaramma, er mun betri kostur fyrir Framsóknarflokkinn.

Að vera utan við næstu ríkisstjórn.

Leyfa BB að mynda stjórn með vinstriflokkunum.

Ef þ.e. ljóst að skuldaleiðréttingin - fær ekki brautargengi!

Sú ríkisstjórn yrði mjög óvinsæl - - óhjákvæmilega, ef hún fer fram skv. vilja þeirra, sem eru; andvígir skuldaleiðréttingu, andvígir afnámi verðtryggingar.

Framsóknarflokkurinn veit - - að eftir slíka andstöðu, myndi hann að líkindum stækka aftur um ca. 10%.

  • Það er vegna þess, að þrautin þyngri getur reynst, að yfirvinna andstöðu gagnvart skuldaleiðréttingu, innan Sjálfstæðisflokks eða vinstriflokkanna.
  • Að samningaviðræður um myndun stjórnar, geta dregist - jafnvel mánuði.

 

Niðurstaða

Þeir sem eru vanir þeim dæmigerðu pólitísku skammtímasjónarmiðum sem hér ríkja gjarnan. Reikna nær allir með því að SDG og BB myndi stjórn á næstu dögum, jafnvel fyrir næstu helgi.

Það verði saminn stjórnarsáttmáli, þ.s. skuldaleiðrétting verði sett inn í fremur óljósu orðalagi, þannig að lítið þurfi í reynd gera af hálfu stjórnarinnar til að uppfylla ákvæðin í stjórnarsáttmálanum.

En til þess að svo verði, þarf SDG í reynd að svíkja stóru loforðin strax með sambærilegum hætti og VG gerði þegar VG myndaði stjórn með Samfylkingu, þó svo VG hafi hátíðlega lofað fyrir kosningar að vera brjóstvörn íslenskra kjósenda gagnvart aðild að ESB.

Í öllum þeim samtölum sem ég hef átt við SDG og aðra þá sem eru að verða þingmenn Framsóknarflokksins, hafa slík svik alltaf verið séð sem framkvæmd sem ekki komi til greina.

Allir sem ég hef rætt við, hafa verið sammála um það - að svik myndu leiða til stórfellds taps Framsóknarflokks, í næstu kosningum.

Framsóknarmenn hafa ekki áhuga á að endurtaka þá vegferð sem flokkurinn gekk í gegnum á umliðnum áratug, að njóta lítils fylgis - lítils stuðnings - búa við mikla tortryggni; þetta er eignlega "brennt barn" forðast eldinn. Slæmi tíminn er of ferskur. Og við bætist að hafa horft á útkomu VG nú.

Þess vegna held ég að stjórnarmyndun taki líklega mun lengri tíma en gamalreyndir og kannski smávegis kaldhæðnir einstaklingar eins og Gunnar Helgi, halda líklegt.

Og það getur vel farið svo, að á endanum verði mynduð stjórn Sjálfstæðisflokks yfir til vinstri eða yfir til aðildarsinna. Því ekki reynist unnt að ná samstöðu um hugmyndir Framsóknarfl. um leiðréttingu.

Skv. nýjustu fréttum - hefur Ólafur Ragnar samþykkt lausnarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttir.

Embætti forseta hefur kynnt að fundur forseta með leiðtogum stjórnmálaflokka fari fram mánudagsmorgun.

Jóhanna leiðir starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við: Fundað með formönnum á morgun

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Ég reikna með því að Bjarni verði forsætisráðherra í stjórn með framsókn. Til þess að fá forsætisráðuneytið verða sjálfstæðismenn að sættast á skuldaafskriftir og líka breytingar á vísitölunni í sambandi við neytendalán. Vilhjálmur Bjarnarsson og Brynjar verða settir til hliðar.

Ef sjálfstæðisflokkur fær forsætisráðuneytið verður Sigmundur Davíð fjármálaráðherra og líklegt er að framsókn fái líka utanríkisráðuneytið. Þannig koma þeir til með að leiða viðræður við kröfuhafa.

Annars er ómögulegt að spá í það hvernig þetta raðast en ég sé alveg fyrir mér þessa sviðsmynd fyrir ofan.

Þórhallur Kristjánsson, 28.4.2013 kl. 23:38

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta hljómar langt í frá galið, að selja forsætisráðuneytið fyrir skuldaleiðréttingu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.4.2013 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband