Hnignun efnahagsmála heldur áfram á evrusvæði!

Ég er ekki alveg hættur að fylgjast með hvernig gengur í Evrópu þó það séu kosningar í nánd og athygli fólks í augnablikinu á innanlandsmálum. En málið er að Markit sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í tölfræðiupplýsingum, hefur gefið út sínar mánaðarlegu bráðabirgðatölur - um er að ræða svokallaða Innkaupastjóra-vísitölu eða "Purchasing Managers Index."

En sú tölfræði er fengin fram með þeim hætti, að í hverjum mánuði fá innkaupastjórar helstu fyrirtækja í þeim löndum sem eru í samanburðarhópnum spurningalista. Þ.s. þeir svara því hvort pantanir eru í aukningu eða minnkun.

Lagt saman yfir heilu löndin, síðan evrusvæði vítt - - fæst út hvort þ.e. veltuaukning framundan í atvinnulífinu eða ekki. 

En pantanir eru alltaf dulítið að sýna ástandið fram í tímann, þ.e. veltu næstu vikna og mánaðar á eftir.

Þróun veltu í einkahagkerfinu er síðan góð vísbending um stöðu efnahagsmála.

  • Yfir 50 er aukning / undir 50 er minnkun!

Markit Eurozone PMI

  • Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 46.5 (46.5 in March).
  • Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 46.6 (46.4 in March). Two-month high.
  • Eurozone Manufacturing PMI(3) at 46.5 (46.8 in March). Four-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 46.3 (46.7 in March). Four-month low.
  1. Eins og sést þá er sameinuð vísitala, sem leiðir fram innkaupastjóravísitölu atvinnulífs í heild á evrusvæði, í minnkun um 3,5% eins og í mars sl. Það sem er markvert við þetta er það, að ekki vottar enn á þeim viðsnúningi til uppgangs sem menn hafa verið að vonast eftir. Nú er að hefjast annar ársfjórðungur. Og hann hefst skv. þessum tölum á sama samdrættinum og fyrsta ársfjórðungi lauk í.
  2. Ef vísitalan fyrir þjónustustarfsemi eingöngu er skoðuð evrusvæði vítt, þá sést agnarlítil aukning á þeirri - þ.e. úr 3,6% samdrætti í 3,4% samdrátt. Svo örlítið minni samdráttur í neyslu.
  3. Ef skoðuð er vísitalan fyrir iðnstarfsemi evrusvæði vítt, þá á móti er hún lægri en mánuðinn á undan þ.e. í 3,5% samdrætti nú í stað 3,2% samdráttar mánuðinn á undan.
  4. Síðan birtir Markit einnig tölu um iðnframleiðslu apríl, og þá kemur í ljós að velta í iðnaði á evrusvæði minnkar í apríl um 3,7% í stað 3,3% samdráttar veltu mánuðinn á undan.

Með öðrum orðum - enga ástæðu til bjartsýni er að sjá í þessum tölum.

Evrusvæði virðist statt í frekar stöðugum eða jöfnum samdrætti - sennilega um 0,4% per ársfjórðung á hagkerfi þess. Eða það kemur fram í máli hagfræðings Markit. 

 

Þýskaland - það eru tíðindi um Þýskaland!

Markit Germany PMI

  • Germany Composite Output Index(1) at 48.8 (50.6 in March), 6-month low.
  • Germany Services Activity Index(2) at 49.2 (50.9 in March), 6-month low.
  • Germany Manufacturing PMI(3) at 47.9 (49.0 in March), 4-month low.
  • Germany Manufacturing Output Index(4) at 47.9 (50.0 in March), 4-month low.
  1. Já, samdráttur í atvinnulífinu í Þýskalandi skv. greiningu Markit, um 1,2%. Þetta er breyting. Og getur reynst vera mikilvæg breyting.
  2. Ástæðan sést af tölum yfir pantanir til þjónustufyrirtækja, en samdráttur um 0,8% í stað aukningar í mars um 0,9% er vísbending þess. Að loksins - loksins sé þýski neytandinn að gefa eftir sína bjartsýni. En seinni tíð hefur neysla haldið þýska hagkerfinu rétt yfir 0% í hagvexti. En ef þetta er nýtt trend, að neysla sé loks að gefa eftir. Þá sé ég ekki betur en að Þýskaland líklega detti niður fyrir 0% í líklega samdrátt, þó hann verði örugglega ekki stór.
  3. En pantanir til iðnfyrirtækja hafa verið í samdrætti um nokkurt skeið, meðan neysla hefur haldið hlutum uppi, en nú eykst einnig samdráttur pantana til iðnfyrirtækja í apríl í 2,1% í stað 1% samdráttar í mars. 
  4. Síðan er skv. mælingu samdráttur í iðnframleiðslu upp á 2,1% í stað stöðu sem var í járnum í mars, þ.e. hvorki minnkun né aukning.

Greinilegt að kreppan í Evrópu er að bíta á eftirspurn - en skv. nýlegum tölum t.d. er nú að mælast verulegur samdráttur í sölu bifreiða meira að segja í Þýskalandi, ég er að tala um stórar tölur þ.e. á bilinu 10-15% eftir tegundum á fyrstu 3. mánuðum þessa árs.

Kreppan virðist loks vera að skella á þjóðverjum - Weak German car sales add to EU gloom "German car sales fell 13 per cent in the first quarter."

  • Vart þarf að taka fram - að viðsnúningur yfir í kreppu innan Þýskalands eru ákaflega slæm tíðindi fyrir evrusvæði. En það getur gert Þjóðverja ef e-h er, enn minna sveigjanlega eða líklega til eftirgjafar en áður.

Það á sama tíma og efnahagsástandið í Evrópu heldur almennt séð áfram að versna. Grefur jafnt og þétt undan stuðningi við stefnuna - - enda gaf enginn annar en Barroso út örvæntingaróp um daginn er eftirfarandi ef eftir honum haft - Barroso says Europe near austerity limit

“While this policy is fundamentally right, I think it has reached its limits in many aspects,” Mr Barroso said. “A policy to be successful not only has to be properly designed. It has to have the minimum of political and social support.”

Akkúrat - í lýðræðisríkjum þarf lágmarksstuðning við stefnumörkun ef unnt á að vera að fylgja henni fram. Hann óttast hinn þverrandi vilja.

Enda er nú hvert ríkið á fætur öðru, að ræða það að slaka á niðurskurði - á Spáni er t.d. talað nú um að fókusa á lagabreytingar og aðlögun hagkerfisins af öðru tagi en beinum útgjaldaniðurskurði sbr: Spain poised to ease austerity push

Slétta og fellda yfirborðið sem Merkel var að leitast við að viðhalda fram yfir kosningar í september - virðist ekki ætla að halda.

En vindar breytinga virðast vera farnir að gára yfirborðið. Spurning hve stór bylgja það verður fyrir rest - gola eða stormur?

 

Niðurstaða

Ég segi það ekki af einhverri tilhlökkun. En ég hef verið að bíða eftir þeirri stund - þegar ljóst virðist að Þýskaland sé að kúpla úr vexti yfir í samdrátt. Og tölur apríl geta gefið vísbendingu um slíkan viðsnúning á 2. ársfjórðungi fyrir Þýskaland.

Ef þ.e. svo, að tölur fyrir maí sýna sömu eða svipaða stöðu - - þá fer að versna í því fyrir hana Angelu Merkel vinkonu okkar.

En kosningar eru í september. Vart er að ætla annað en að viðsnúningur yfir í samdrátt. Efli stjórnarandstöðuna.

En þ.e. einmitt þ.s. þarf innan ESB - mjög nauðsynlega. Stefnubreytingu.

Alveg eins og hér á Íslandi. Þarf að umpóla fókus yfir á hagvaxtarhvetjandi stefnu.

Ég tel það mögulegt innan evrusvæðis. En það mun kosta miklar deilur. Og niðurstaðan er að sjálfsögðu ekki fyrirfram gefin.

Sjá einnig umfjöllun Wall Street Journal: Euro Zone Slumps Again

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband