23.4.2013 | 23:40
Hnignun efnahagsmála heldur áfram á evrusvæði!
Ég er ekki alveg hættur að fylgjast með hvernig gengur í Evrópu þó það séu kosningar í nánd og athygli fólks í augnablikinu á innanlandsmálum. En málið er að Markit sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í tölfræðiupplýsingum, hefur gefið út sínar mánaðarlegu bráðabirgðatölur - um er að ræða svokallaða Innkaupastjóra-vísitölu eða "Purchasing Managers Index."
En sú tölfræði er fengin fram með þeim hætti, að í hverjum mánuði fá innkaupastjórar helstu fyrirtækja í þeim löndum sem eru í samanburðarhópnum spurningalista. Þ.s. þeir svara því hvort pantanir eru í aukningu eða minnkun.
Lagt saman yfir heilu löndin, síðan evrusvæði vítt - - fæst út hvort þ.e. veltuaukning framundan í atvinnulífinu eða ekki.
En pantanir eru alltaf dulítið að sýna ástandið fram í tímann, þ.e. veltu næstu vikna og mánaðar á eftir.
Þróun veltu í einkahagkerfinu er síðan góð vísbending um stöðu efnahagsmála.
- Yfir 50 er aukning / undir 50 er minnkun!
- Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 46.5 (46.5 in March).
- Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 46.6 (46.4 in March). Two-month high.
- Eurozone Manufacturing PMI(3) at 46.5 (46.8 in March). Four-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 46.3 (46.7 in March). Four-month low.
- Eins og sést þá er sameinuð vísitala, sem leiðir fram innkaupastjóravísitölu atvinnulífs í heild á evrusvæði, í minnkun um 3,5% eins og í mars sl. Það sem er markvert við þetta er það, að ekki vottar enn á þeim viðsnúningi til uppgangs sem menn hafa verið að vonast eftir. Nú er að hefjast annar ársfjórðungur. Og hann hefst skv. þessum tölum á sama samdrættinum og fyrsta ársfjórðungi lauk í.
- Ef vísitalan fyrir þjónustustarfsemi eingöngu er skoðuð evrusvæði vítt, þá sést agnarlítil aukning á þeirri - þ.e. úr 3,6% samdrætti í 3,4% samdrátt. Svo örlítið minni samdráttur í neyslu.
- Ef skoðuð er vísitalan fyrir iðnstarfsemi evrusvæði vítt, þá á móti er hún lægri en mánuðinn á undan þ.e. í 3,5% samdrætti nú í stað 3,2% samdráttar mánuðinn á undan.
- Síðan birtir Markit einnig tölu um iðnframleiðslu apríl, og þá kemur í ljós að velta í iðnaði á evrusvæði minnkar í apríl um 3,7% í stað 3,3% samdráttar veltu mánuðinn á undan.
Með öðrum orðum - enga ástæðu til bjartsýni er að sjá í þessum tölum.
Evrusvæði virðist statt í frekar stöðugum eða jöfnum samdrætti - sennilega um 0,4% per ársfjórðung á hagkerfi þess. Eða það kemur fram í máli hagfræðings Markit.
Þýskaland - það eru tíðindi um Þýskaland!
- Germany Composite Output Index(1) at 48.8 (50.6 in March), 6-month low.
- Germany Services Activity Index(2) at 49.2 (50.9 in March), 6-month low.
- Germany Manufacturing PMI(3) at 47.9 (49.0 in March), 4-month low.
- Germany Manufacturing Output Index(4) at 47.9 (50.0 in March), 4-month low.
- Já, samdráttur í atvinnulífinu í Þýskalandi skv. greiningu Markit, um 1,2%. Þetta er breyting. Og getur reynst vera mikilvæg breyting.
- Ástæðan sést af tölum yfir pantanir til þjónustufyrirtækja, en samdráttur um 0,8% í stað aukningar í mars um 0,9% er vísbending þess. Að loksins - loksins sé þýski neytandinn að gefa eftir sína bjartsýni. En seinni tíð hefur neysla haldið þýska hagkerfinu rétt yfir 0% í hagvexti. En ef þetta er nýtt trend, að neysla sé loks að gefa eftir. Þá sé ég ekki betur en að Þýskaland líklega detti niður fyrir 0% í líklega samdrátt, þó hann verði örugglega ekki stór.
- En pantanir til iðnfyrirtækja hafa verið í samdrætti um nokkurt skeið, meðan neysla hefur haldið hlutum uppi, en nú eykst einnig samdráttur pantana til iðnfyrirtækja í apríl í 2,1% í stað 1% samdráttar í mars.
- Síðan er skv. mælingu samdráttur í iðnframleiðslu upp á 2,1% í stað stöðu sem var í járnum í mars, þ.e. hvorki minnkun né aukning.
Greinilegt að kreppan í Evrópu er að bíta á eftirspurn - en skv. nýlegum tölum t.d. er nú að mælast verulegur samdráttur í sölu bifreiða meira að segja í Þýskalandi, ég er að tala um stórar tölur þ.e. á bilinu 10-15% eftir tegundum á fyrstu 3. mánuðum þessa árs.
Kreppan virðist loks vera að skella á þjóðverjum - Weak German car sales add to EU gloom "German car sales fell 13 per cent in the first quarter."
- Vart þarf að taka fram - að viðsnúningur yfir í kreppu innan Þýskalands eru ákaflega slæm tíðindi fyrir evrusvæði. En það getur gert Þjóðverja ef e-h er, enn minna sveigjanlega eða líklega til eftirgjafar en áður.
Það á sama tíma og efnahagsástandið í Evrópu heldur almennt séð áfram að versna. Grefur jafnt og þétt undan stuðningi við stefnuna - - enda gaf enginn annar en Barroso út örvæntingaróp um daginn er eftirfarandi ef eftir honum haft - Barroso says Europe near austerity limit
While this policy is fundamentally right, I think it has reached its limits in many aspects, Mr Barroso said. A policy to be successful not only has to be properly designed. It has to have the minimum of political and social support.
Akkúrat - í lýðræðisríkjum þarf lágmarksstuðning við stefnumörkun ef unnt á að vera að fylgja henni fram. Hann óttast hinn þverrandi vilja.
Enda er nú hvert ríkið á fætur öðru, að ræða það að slaka á niðurskurði - á Spáni er t.d. talað nú um að fókusa á lagabreytingar og aðlögun hagkerfisins af öðru tagi en beinum útgjaldaniðurskurði sbr: Spain poised to ease austerity push
Slétta og fellda yfirborðið sem Merkel var að leitast við að viðhalda fram yfir kosningar í september - virðist ekki ætla að halda.
En vindar breytinga virðast vera farnir að gára yfirborðið. Spurning hve stór bylgja það verður fyrir rest - gola eða stormur?
Niðurstaða
Ég segi það ekki af einhverri tilhlökkun. En ég hef verið að bíða eftir þeirri stund - þegar ljóst virðist að Þýskaland sé að kúpla úr vexti yfir í samdrátt. Og tölur apríl geta gefið vísbendingu um slíkan viðsnúning á 2. ársfjórðungi fyrir Þýskaland.
Ef þ.e. svo, að tölur fyrir maí sýna sömu eða svipaða stöðu - - þá fer að versna í því fyrir hana Angelu Merkel vinkonu okkar.
En kosningar eru í september. Vart er að ætla annað en að viðsnúningur yfir í samdrátt. Efli stjórnarandstöðuna.
En þ.e. einmitt þ.s. þarf innan ESB - mjög nauðsynlega. Stefnubreytingu.
Alveg eins og hér á Íslandi. Þarf að umpóla fókus yfir á hagvaxtarhvetjandi stefnu.
Ég tel það mögulegt innan evrusvæðis. En það mun kosta miklar deilur. Og niðurstaðan er að sjálfsögðu ekki fyrirfram gefin.
Sjá einnig umfjöllun Wall Street Journal: Euro Zone Slumps Again
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning