Tökum alla 800 milljarðana eins og Róbert Wessman leggur til!

Ef einhver missti af viðtali Egils Helgasonar við Róbert Wessman: Silfur Egils - Róbert Wessman.

  • Eins og fram kom í skýru máli Wessman, þá liggja 400ma.kr. í þrotabúum.
  • Aðrir 400ma.kr. á svokallaðri höfuðbók 27 sérstökum bankareikningum, sem eins og fram kemur í máli Róberts bera neikvæða vexti í dag. Hann skýrði málið þannig að eftir 20 ár væri þetta fé horfið.
  • Síðan eru það liðlega 2000ma.kr. í fé sem tilheyri þrotabúunum en séu erlendar eignir.

Lykilatriðið sé að kröfuhafarnir verði að fá heimild Seðlabanka Ísland til að fá erlendu eignirnar greiddar út í öðrum gjaldmiðlum en krónum.

Hugmyndin er í eðli sínu einföld. Að fá kröfuhafana til að afskrifa sem mest innlenda eign sína í krónum, þ.e. 800ma.kr. upphæðina samanlagt.

  • Síðan bendir hann réttilega á lán sem liggur í Landsbanka Íslands, sem búið var til þegar LB var endurreistur. Eins og hann útskýrir muni það kosta liðlega 300ma.kr. í gjaldeyri næstu árin.
  • Það sé nauðsynlegt að endurfjármagna það lán - helst í 25 ára með vægari til muna greiðslum.

En þó svo lánið sé formlega á vegum LB þá sé magnið af gjaldeyri sem þarf til að greiða af því, mjög krefjandi fyrir þjóðarbúið allt. Og meðan það sé til staðar - skerði það lífskjör í landinu.

En lækkun greiðslubyrði landsins í gjaldeyri - sé eitt af lykilþáttunum í því að hífa kjör landsmanna upp að nýju.

 
Augljóst meðan þessi fallöxi vomir yfir - - þorir enginn að fjárfesta á Íslandi!

Það þíðir í reynd áframhaldandi ördeyðu í hagvexti, því á vinnumarkaði. Að auki að verðlag á húseignum hækkar ekki. Ekki síst, að ríkið heldur áfram að vera í tekjuvanda. Í erfiðleikum með að fjármagna umfangsmikið heilbrigðiskerfi og styrktarkerfi.

Ég er sammála að samtímis liggur í þessum samningum mikið tækifæri ein einnig stór hætta. En ef beitt væri samningatækni á við þá sem fram kom í Svavars-samningnum, væri voðinn vís. Þ.e. að semja nær alfarið með þeim hætti, að tryggja hagsmuni hinna aðilanna.

Það er einnig stór spurning - hvað á að gera við þetta fjármagn!

  1. Einn möguleikinn er að "afskrifa það pent." Láta það hverfa. Nota ekki til nokkurs hlutar. Peningamagn króna er þá minnkað um 800ma.kr. Eða eins nærri 800ma.kr. og samningamenn komast með kröfuhafa.
  2. Annar möguleiki, er að nota t.d. helming upphæðar til að afskrifa hluta af lánum almennings. Það auðvitað fræðilega hleypir því peningamagni í hagkerfið - og þ.e. a.m.k. hugsanlegt að sú aukning peningamagns auki verðbólgu.
  • Það má samt leiða líkum af því að lánþegar sem fá lánin minnkuð, séu ekki líklegir til að eyða allri þeirri bætingu þeirra skuldastöðu strax - t.d. með því að skuldsetja sig á ný til að kaupa neysluvörur.
  • Þeir auka eyðslu að einhverju hlutfalli - við þá bættu stöðu. Gæti verið að eyðsla hvers og eins væri t.d. 5-10þ. kalli meiri per mánuð.
  • Það séu því líklega nokkrar íkjur þegar það er sagt - að almenningur myndi verða á sama stað og áður, þegar tekið væri tillit til aukningar verðbólgu.
Stærstum hluta vil ég meina ætti lækkun lána að haldast.

 

Þetta er skemmtileg deila - hvað skal gera við peninginn

Rétt að halda til haga, að gagnlegt í sjálfu sér - að afskrifa féð alfarið. En þá er það fé horfið, og getur ekki valdið neinni verðólgu. Auk þess, að við losun hafta getur ekkert af því fé þá farið út.

En lánþegar geta þarna algerlega með trúverðugum hætti, fengið bót sinna mála. Þá meina ég, að þ.e. virkilega mögulegt. Einnig er það í sjálfu sér gagnlegt - að bæta kjör þess hóps.

  • En hann er höfum í huga - hryggjarstykkið í samfélaginu.
  • Kjarninn í vinnumarkaðinum - - en einnig fólkið sem er að ala upp næstu kynslóð.
  • Svo þ.e. ekki einungis verið að bæta kjör einnar heldur tvenna kynslóða.

Síðan er þriðji möguleikinn - - sem einkum hefur heyrst frá stjórnarliðum. Sem væri að nota helming fjársins til að lækka skuldir ríkisins í krónum.

Það væri auðvitað einnig gagnlegt - í sjálfu sér. Þ.e. minni vaxtagjöld ríkisins og því minni ríkishalli. Það gæti eytt meiri peningum - þarna fást einnig einhver verðbólguáhrif því a.m.k. hluti af fénu er sett inn í hagkerfið, nema nú er það ríkið sem ráðstafar því fé en ekki fólkið sjálft.

En einhvern veginn sýnist mér það vera þynnsti þrettándinn - - gagnlegra að afskrifa féð þá alfarið.

 

Niðurstaða

Ég ætla í lokin að nefna það. Að þ.e. ekki raunhæfur valkostur að þjóðin taki það að sér að greiða þeim sem eiga þetta fé inni - það fé út skv. nokkurn veginn núverandi andvirði. 

En einhvers konar Svavars samnings útgáfa þ.s. t.d. leitast væri við að skuldsetja þjóðina til að greiða þeim út, sem næst því virði sem núverandi gengisskráning gefur.

Gæti skapað langvarandi lágstöðu lífskjara.

Síðan hafa heyrst einhverjar raddir hafa heyrst um "slæma meðferð á útlendingum" - um "eignaupptöku."

En lögum skv. hafa þeir ekki rétt til þess að fá greitt nema í krónum. Og í reynd enga kröfu til að fá greitt út með öðrum hætti. En ef slík greiðsla í krónum fer fram í samræmi við þeirra lagalega rétt.

Er algerlega ljóst - - að það virði sem birtist. Er ekki nema á bilinu í allra - allra mesta lagi. Helmingur núverandi útistandandi upphæða.

Ég held í reynd að það sé ívið minna. Hafandi það í huga, er ekki órökrétt að ætla að þeir séu til í að gefa megni til eða jafnvel alfarið eftir hina innlendu krónueign. Þ.e. 800ma.kr.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband