19.4.2013 | 00:30
Eru Þjóðverjar raunverulega fátækari heldur en S-Evrópubúar?
Það er búið að vera mikil umræða í ca. viku um niðurstöður skýrslu sem gefin var út undir handarjaðri Seðlabanka Evrópu, en í reynd var unninn af sérfræðingum Bundesbank í Þýskalandi. En niðurstöðurnar eru á þá leið - að sérhver maður sem hefur fylgst með atburðarásinni í Evrópu gapir af undrun.
ECB: The Eurosystem Household Finance and Consumption Survey
En maður á virkilega erfitt með að trúa því - að millitekjuheimilið í Þýskalandi, þ.e. ef undanskilin eru þau sem eru verulega auðugari en meðaltalið og samtímis þau sem eru verulega fátækari en meðaltalið; séu umtalsvert fátækari.
Heldur en meðalheimili í löndum eins og Spáni - Ítalíu - Portúgal Grikklandi og já, á Kýpur séu ríkustu meðalheimili í Evrópu, hvorki meira né minna.
Ágæt umfjöllun á Wall Street Journal - útskýrir ágætlega hversu villandi þessi greining er!
Hana má einnig finna: Are Germans really poorer than Spaniards, Italians and Greeks?
Prófessor Paul De Grauwe tekur sig þarna til og útskýrir málið.
Myndin að neðan er sú mynd sem dregin er upp af fjölmiðlaumræðunni í Þýskalandi, og virðist sannarlega segja sögu sem er líkleg til að reita meðal Þjóðverjann til reiði!
Figure 1. Net wealth of median households (1000)
Hann vekur athygli á því, að allt önnur mynd blasir við - ef tekið er meðaltal yfir öll heimili í sömu löndum, en þá breytist myndin - tja, töluvert.
Figure 2. Mean household net wealth (1000)
Paul De Grauwe bendir á, að skýring geti legið innan Þýskalands í því, að mikill hluti auðs landsins liggi hjá tiltölulega fáum. Og bendir á áhugaverðan samanburð sem gefi vísbendingar, nefnilega samanburð á millitekjuheimilum vs. meðalheimilinu. En þá er meðaltal allra heimila tekið vs. millitekjuheimilið.
Ef meðalheimilið er ríkara heldur en millitekjuheimilið, þá er það vísbending þess að tekjuskipting heimila sé ójöfn.
Og því ójafnari, sem munurinn er stærri.
Niðurstaða, gefur vísbendingu mikinn mun á skiptingu auðs milli hópa innan Þýskalands.
Figure 3. Mean/median
Síðasta myndin er einnig áhugaverð, þ.e. munurinn milli þeirra 20% sem eiga mest vs. þeirra 20% sem eiga minnst.
Sú niðurstaða er mögnuð ekki satt - að ríkustu 20% séu rúml. 140 falt ríkari en fátækustu 20%.
Figure 4. Wealth top 20% / wealth bottom 20%
Hvað segir þetta okkur um Þýskaland?
Þetta virðist benda til þess - að í Þýskalandi sé ótrúleg tekjumisskipting.
Hvernig skýrist þá að millitekjuheimilin í S-Evrópu virðast ríkari?
Stór hluti skýringarinnar virðist liggja í því að topp 20% Þjóðverja eiga svo óskaplega hátt hlutfall af þjóðarauðnum.
Ég hafði heyrt að það væri töluvert gap milli ríkra og fátækra, en þetta gap virðist meir sambærilegt við tölur um mun milli ríkra og fátækra, sem þekkist í Ameríku.
Hef ekki skoðað tölur yfir Bandaríkin nýverið - en þar er mjög stór munur milli auðs þeirra fátækustu og þeirra ríkustu.
------------------------
En svo má ekki gleyma því, að tölurnar sem notaðar eru - eru ekki nýjar.
Það er, það hefur komið fram í fréttum að tölurnar frá Spáni, eru frá 2008. Mjög líklega vel úreltar.
Engar tölur eru yngri en frá 2010. Og kreppan hefur verið að éta upp auð fólks í S-Evr. í millitíðinni.
Að auki, er mjög algengt í Þýskalandi að fólk séu leiguliðar þ.e. leigi húsnæði það sem það býr í, hjá stórum fasteignafélögum sem reka leiguhúsnæði.
Munurinn á að hafa fasteign sem skráða eign vs. að hafa ekki fasteign sem skráða eign, geti skapað einhvern hluta af mun.
Að auki hefur verið bent á að meðaltekjuheimilið þýska hefur bara 2 persónur, meðan t.d. á Spáni sé það 2,3 persónur. 3 persónur á Kýpur.
Ekki síst, að í mörgum löndum S-Evrópu hafa verið útlánabólur - - sem hafa keyrt upp verð á húsnæði ofan við líklegt "raunvirði" meðan að í Þýskalandi hefur húsnæðisverðlag frekar en hitt verið í stöðnun, vegna fólksfækkunar.
- Málið er kannski það - - að þ.e. þýska elítan sem á skuldir S-Evrópu.
- Ekki Þýskur almenningur - - sem raunverulega virðist hlutfallslega fátækur miðað við þjóðarframleiðslu. Vegna hinnar gríðarlegu auðs-misskiptingar.
- Þeir sem tapa ef afskrifa þarf þær skuldir, væri fyrst og fremst þetta topp 20%.
Hættulegri hugmynd hefur skotið rótum í Þýskalandi út af þessari umræðu!
Der Spiegel: The Poverty Lie: How Europe's Crisis Countries Hide their Wealth
En hún er sú - að þetta sé réttæting þess, að ríkin í S-Evrópu grípi til stórfelldrar skattlagningar á meintan auð sinna þegna.
Ég þarf varla að taka fram, að ef slíkar hugmyndir myndu fara í framkvæmd - yrði líklega óskaplegur fjármagnsflótti frá þeim löndum.
Og ekki síst, að hingað til hefur merkilegur stuðningur enn verið til staðar í löndum S-Evr. gagnvart evrunni, en ef þrýstingur myndaðist frá t.d. Þýskalandi um stórfellt aukna skattlagningu sem væri eiginlega nær því að vera eignaupptaka en skattur.
Þá held ég að sé algerlega víst, að millistéttin í þeim löndum, myndi snúast mjög rækilega gegn hinum sameiginlega gjaldmiðli. Og enn frekar þeir hópar sem eru yfir meðaltali.
Niðurstaða
Það sem ég óttast er að Bundesbank hafi látið vinna þessa skýrslu, af pólitískum ástæðum ekki síst. Það er. Til þess að hafa áhrif á umræðuna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi á þessu ári.
Mér sýnist af tölum greiningar próf. Paul De Grauwe, þýskur almenningur í raun og veru vera töluvert "arðrændur" af sinni eigin elítu. Sem sé ofsalega - ofsalega ótrúlega auðug.
En ég bendi á því til sönnunar, á viðskiptaafgang þann sem Þýskaland viðheldur. En Þýska elítan selur það til þýsks almennings - að jákvæður jöfnuður sé dæmi um sparsemi og ráðdeild Þjóðverja.
En sannleikurinn er sá, að þetta þíðir að launin innan Þýskaland hafa verið lægri en þau þurfa að vera, og fyrir bragðið hefur elítan sem á fyrirtækin verið að hirða ma. evra aukreitis í gróða.
Raunverulegt arðrán - sem sagt. Síðan hefur elítan nýtt sér það að laun séu lág tiltölulega til þess, að ná þannig fram hagstæðri samkeppnisstöðu við löndin innan evrusvæðis sem þýskur iðnaður í eigu elítunnar keppir við. Svo græðir hún aftur, í gegnum lánin sem hún hefur veitt til S-Evr. búa svo þeir geti keypt meir af hennar fyrirtækjum.
Og í dag, harðneitar hún að gefa eftir svo sem eina evru í gróða, af rentunum af þeim skuldum - heldur heimtar það að S-Evr. rýi sig eins og sauðfé inn að skinni.
- Könnunin sé sett inn - til að æsa upp þýskan almenning.
- Svo hann haldi áfram að styðja þá hörðu afstöðu gagnvart Þjóðum S-Evr. sem þýska elítan vill fram halda.
- Því hún vill ekkert gefa eftir af sínum gróða.
Til þess að sjá hve alvarlegt ástandið er orðið - bendi ég á að lesa þetta:
'Like 1930s Germany': Greek Far Right Gains Ground
Ég óttast um evruna - - ef þessi verð ég að segja, óábyrga stefna elítunnar þýsku fær að halda áfram.
En ekki bara um evruna - - heldur einnig um Evrópu, sjá lýsinguna frá Grikklandi um vaxandi áhrif öfgamanna í Grikklandi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn, er þetta ekki kjörið eldsneyti fyrir öfgafólk til að efna til ófriðar?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 08:23
Það er þ.s. ég er einmitt hræddur um. Geri umræðuna á báða bóga harðari.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.4.2013 kl. 10:32
Blessaður Einar.
Einn skýringarþáttur er ósagður hér að ofan en hann er sá að í Þýskalandi eru ekki lög um lágmarkslaun og laun í mörgum starfsgreinum eru hrakleg.
Gunnar Rögnvaldsson benti á fyrir nokkru að skúringarkona, þýsk ekki asísk svo ekki er það skýringin, gæti verið með um 330 krónur á tímann. Og vísaði þá í fréttaflutning í þokkalegu virtu dagblaði.
Þýskaland er land misskiptingar, það er ekki spurning, en það er ekki Grikkjum að kenna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2013 kl. 11:43
Rétt ábending Ómar. En áhugavert í því samhengi að andstæðingar Bandaríkjanna á Íslandi horfa gjarnan til Evrópu og aðildarsinnar hafa talað um Þýskaland sem nokkurs konar fyrirmyndarríki. Þýskaland á það sameiginlegt með Bandaríkjunum að - eða ég held a.m.k. að ekki séu þar heldur nein lágmarkslaun. Þ.e. þ.s. mig rámar í að sé rétt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.4.2013 kl. 11:59
Lágmarkslaun eru í gildi í Bandaríkjunum. Alríkislágmarkslaun eru $7.25, ef ég man rétt. Einstök ríki eru svo með hærri lágmarkslaun.
Engin lágmarkslaun eru í Þýskalandi, en lágmarkslaun eru í gildi hjá ákveðnum starfsstéttum.
En það er gríðarleg misskipting í mörgum Evrópuríkjum, s.s. Þýskalandi og hefur ekki gert nema að aukast með kreppunni.
En eins og Einar bendir á, er verið að vinna með nokkurra ára gamlar tölur. Fasteignaverð var í hæstu hæðum í kringum 2008, í S-Evrópu. Síðan hefur fasteignaverð í S-Evrópu og í Þýskalandi legið í sitthvora áttina, þannig að staðan gæti verið verulega breytt í dag.
G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 12:26
það skiptir máli hvað kakan er stór sem kemur til skipta á hverju ári. Í ríkum þar sem kakan er mikið stærri getur vel verið að eignsöfnum verið meir hjá þeim 10% ríkustu. Fátæklingar geta líka haft betri leifar í ríkum en fátækari. Aðalatriðið er skoða innhald neyslu kröfunnar hjá öllum hópum.
Júlíus Björnsson, 19.4.2013 kl. 20:44
Þakka þér Einar Björn fyrir þetta og alla þörfu vinnu þína
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2013 kl. 23:08
Takk fyrir innlitið Gunnar. Langt síðan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.4.2013 kl. 23:13
Ég þurfti á þjónustu lögfræðings að halda í Noregi (vann þar áður) og þjónustan færði mér 300.000 norskar endurgreiddar, en þjónustan kostaði mig 30.000. Tímakaupið var 5000 norskar, fyrir verkið! Sjálfur var ég "bara" með ca 1000. Rafvirki er með ca 800.000 kr ísl sem mánaðartekjur. Ófaglært fólk er hins vegar á lélegum launum og þarf að lifa við hátt verðlag. Þetta í landi sem hefur verið stjórnað af vinstri mönnum um langt skeið. Ég hefði getað keypt ódýrari þjónustu, en ef það hefði kostað mig að vinna málið, þá væri það enginn sparnaður. Laun almennings í Þýskalandi eru ekki há, en bót í máli að verðlag er mjög hóflegt. Það er auðvelt að skilja nokkra gremju þeirra sem þurftu að borga sameiningu þýsku ríkjanna, sem kostaði sitt og nú þarf að bjarga stórum hluta Suður-Evrópu. Ekki vegna þess að skattar þar séu lágir, heldur vegna þess að alltof stór hluti hagkerfisins er neðanjarðar. Þeir "vitlausu" sem borga skatt eru með slæma samkeppnisstöðu og hún versnar enn við að skattar hækka. Betra hefði verið að fara í gagngera endurskoðun á löggjöf og framkvæmd hennar. Hér er eins og ég hef sagt áður: réttlæti og traust í viðskiptalífi er grundvöllur hagsældar og grunnur þess sem við köllum frelsi. Hér heima sá Kaupþing um þjónustu fyrir fólk til að skjóta peningum undan "löglega". Tóku þá jafn mikið fyrir þjónustuna og það hefði kostað að borga skattinn! Svo endaði þetta fólk sumt í tómu tjóni út af þessu og samtímis ekki til fé að borga starffólki sæmileg laun á Landspítalanum, né kaupa ný lækningatæki. Hér heima eru þvi vandamálin svipuð, þótt þau séu etv ekki nákvæmlega þau sömu. Komandi ríkisstjórn þarf að vinna vinnu sem myndi heyra undir bæði viðskiptaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti. Mikilvægt er að þar veljist fólk sem vill vel og vinnur vel. Við erum svo lítil þjóð að ekki er víst að við þolum meiri óáran af völdum fjárglæfrafólks og þjófa.
Sigurður Gunnarsson, 21.4.2013 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning