Að slá sig til riddara fyrir það sem þú ekki gerðir!

Svokallaður listi yfir "árangur ríkisstjórnarinnar" hefur verið að flugi um netið. Í umræðu um daginn kom einn einstaklingur með eina útgáfu af honum. Eins og sjá má hér að neðan:

1.Síðan Jóhanna tók við sem Forsætisráðherra. Hefur skuldatryggingaálag Íslenska ríkisins farið úr 1500 punktum í 150.
2. Fjárlagahalli úr 230 milljörðum niður í 3.
3. Verðbólga úr 18 % niður í 4%.
4.Vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður 1996 til 2008 en hefur verið hagstæður í hverjum einasta mánuði síðan Jóhanna Sigurðar dóttir tók við.
5. Gjaldeyristekjur hafa aldrei verið hærri
6. Atvinnuleysi er 4.6% stefndi í 20 % þegar Jóhanna tók við.
Verum jákvæð kjósum árangur kjósum Samfylkinguna.

  • Ég svaraði þessu í nokkru ítarlegu máli!
  • En ákveð að setja þau svör inn í eina bloggfærslu.
  • Ef einhver vill - má sá eða sú nota þau svör!

 

Skuldatryggingaálagið!

"Síðan Jóhanna tók við sem Forsætisráðherra. Hefur skuldatryggingaálag Íslenska ríkisins farið úr 1500 punktum í 150."

Skuldatryggingaálag fór niður stærstum hluta v. þess að viðskiptajöfnuður landsins snerist við - sjá ferilinn að neðan.

Eins og sjá má af ferlinum er mjög snöggur hápunktur, sem stendur mjög skamma stund. En meðaltalið vikurnar í kringum hrunið er álagið að sveiflast milli rúmlega 1000 punkta og upp í rétt rúmlega 1100 punkta eða 11%.

  • Af hverju fór það niður?
  • Fyrir tilstuðlan gengisfalls krónunnar!
  1. Hagstæður viðskiptajöfnuður þíðir að landið á fyrir skuldum.
  2. Og það skapar að sjálfsögðu traust sem eflist smám saman eftir því sem fram líður og landið heldur áfram að eiga fyrir skuldum.
  3. Ríkisstj. þurfti í reynd ekkert að gera, annað en að búa ekki til nýjar gjaldeyrisskuldir.
Sem hún reyndar bjó töluvert til af. Og barðist síðan um hæl og hnakka lengi vel sbr. Icesave málið, að stórfellt auka á þær - sem með miklu harðfylgi tókst að forða. Ég sé í reynd ekki neitt í þessu atriði sem hún getur hælt sér af. Nema að þegar hún var búin að tapa Icesave deilunni í tvö skipti. Gafst hún upp við þann verknað að auka okkar gjaldeyrisskuldir og þar með lækka okkar lífskjör. Ríkisstj. reyndi sem sagt lengi vel, að hækka sem mest skuldatryggingaálag landsins, sem að sjálfsögðu hefði verið afleiðing skuldaaukningarinnar í gegnum icesave.

Ferill yfir þróun skuldatryggingaálags Íslands!

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2011/09/pt%202.jpg

Endurfjármögnun fjármálastofnana!

Fjárlagahalli úr 230 milljörðum niður í 3.

Vandi við þessa tölu er að hallinn fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar var eðlilega mjög mikill, vegna þess að fyrsta árið var verið að endurreisa hrundar fjármálastofnanir - sjá t.d. eftirfarandi skýrslu: FYRIRGREIÐSLA RÍKISINS VIÐ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG STOFNANIR Í KJÖLFAR BANKAHRUNSINS 

Sumt er eðlilega umdeilt, eins og SpKef, Sjóvá Almennar, Saga Capital o.flr. En menn greinir á hvort að allt þ.s. ausið var fé í það ár, var nauðsynlegt.

En stóra málið var auðvitað "endurreisn Landsbanka." Það var líklega óhjákvæmilegt að láta ríkið a.m.k. halda eftir einum af bönkunum þrem.

En punkturinn er - - að stærsti hluti hallans þetta ár, var kostnaður sem fór fram í eitt skipti.

Ekki í reynd hluti af "rekstrarvanda ríkisins."

Næsta árið, var hallinn meira en 100ma.kr. minni. Ekki vegna stórfellds árangurs í því að ráða við rekstur ríkisins.

Í reynd ætti að taka endurfjármagnanir fjármálastofnana út fyrir sviga - til að fá eðlilegan samanburð við árin á eftir, og miklu raunhæfari samanburð á "árangri ríkisstjórnarinnar" þegar kemur að rekstri ríkisins.

Að lokum, er þegar ljóst að hagvöxtur sá sem ríkið notaði sem viðmið í sl. desember þegar verið var að ganga frá fjárlögum þessa árs - eru ekki að standast. Hallinn verður því algerlega örugglega meiri en 3ma.kr. þetta ár. En engin leið að slá nokkurri tölu fastri.

Við getum verið að tala um halla upp á ma. tugi.

 

Verðbólguholfskeflan!

Verðbólga úr 18 % niður í 4%.

Verðbólga fór sannarlega í 18% þegar mest var. Og hefur lækkað í 4%. En þ.e. villandi að kalla það árangur ríkisstjórnarinnar.

En þegar gengið féll um 50% þá þíddi það að allir innflytjendur varnings þurftu að verðleggja sína vöru á ný skv. hinu nýja gengi. Þetta tók nokkurn tíma að spila sig í gegn, þ.s. lagerar ganga til þurrðar mishratt eru endurnýjaðir á misjöfnum tímum, að auki þurfti fj. fyrirtækja að hækka verð á þjónustu vegna þess að aðföng erlendis frá urðu dýrari mæld í krónum.

  1. Eftir að aðilar hafa aðlagað verð að hinu nýja gengi.
  2. Var það gersamlega óhjákvæmilegt að verðbólgan myndi jafn harðan á ný - hverfa!
  3. Ríkisstjórnin þurfti í reynd ekkert gera, annað en að gæta sín á því að búa ekki til nýja verðbólgu sjálf, með eigin aðgerðum.

Í hagkerfinu hefur verið og enn er eftir hrun - slaki, ekki þensla. Ekkert innan hagkerfisins er því að búa til verðbólgu. 

Þannig að ef ekkert heimskulegt er gert af hálfu stjórnvalda eins og t.d. að samþykkja háar innistæðulausar launahækkanir eða að setja seðlaprentvélar á útopnu. Þá gat sú verðbólga ekki annað en horfið þegar verðhækkana skriðan leið hjá.

 

Vöruskiptajöfnuðurinn!

Vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður 1996 til 2008 en hefur verið hagstæður í hverjum einasta mánuði síðan Jóhanna Sigurðar dóttir tók við.

Viðsnúningur vöruskiptajafnaðar Íslands var einmitt - mikilvæg hliðaráhrif gengisfalls krónunnar. Síðan 2008 hefur gengið séð um að viðhalda honum, þ.e. ýmist hækkað eða lækkað á víxl, eins og fólk væntanlega hefur tekið eftir sbr. hækkun sl. sumar þegar gjaldeyristekjur fóru upp lækkun þess sl. haust þegar þær fóru niður, hækkun aftur sem er hafin v. væntinga um auknar gjaldeyristekjur v. sumarvertíðar í ferðamennsku sem er rétt að hefjast, og örugglega lækkar hún aftur nk. haust þegar ferðamannavertíð þessa árs er búin.

Þannig gætir krónan gersamlega með sjálfvirkum hætti að jöfnuðinum - sem stjv. þurfa nákvæmlega ekki neitt að skipta sér af. Þetta er einn meginkosturinn við það að hafa eigin gjaldmiðil.

Án eigin gjaldmiðils - - þarf að stýra jöfnuðinum gagnvart útlöndum með stjv. aðgerðum, sannarlega. En ekki ef þú ert með eigin gjaldmiðil. Þá þurfa stjv. ekki neitt að skipta sér af því atriði.

 

Gjaldeyristekjur!

Gjaldeyristekjur hafa aldrei verið hærri

Önnur hliðaráhrif gengisfalls krónunnar hefur verið að hagstætt gengi hennar hefur frá hruni gert Ísland að miklu mun hagstæðara ferðamannalandi en Ísland var á sl. áratug. 

Þetta hefur skapað síðan hrun - stöðuga gjaldeyristekjuaukningu frá ferðamennsku, þetta er stigmögnun þ.e. aukning ár eftir ár eftir ár.

Ég man ekki eftir nokkrum aðgerðum ríkisins til að efla ferðaþjónustu - en það sé fyrst og fremst hagstætt gengi sem hafi skapað þá aukningu í ferðamennsku.

Ríkisstj. fékk happdrættisvinning frá móður náttúru þ.e. makrílgöngur og góð loðnuvertíð.

Til samans - hefur þetta skapað þann "hagvöxt" sem ríkisstjórnarflokkarnir eru að státa sér af.

 

Atvinnuleysi!

Atvinnuleysi er 4.6% stefndi í 20 % þegar Jóhanna tók við.

  • Þ.e. skáldskapur, atvinnuleysi var rúmlega 9% er það fór hæst.
  • Þ.e. ekkert sem bendir til þess að það hafi stefnt í 20%.

Enda ferðamennska þegar sjálfvirkt án afskipta ríkisstj. í aukningu v. hagstæðs gengis krónu.

Síðan, fékk ríkisstj. happdrættisvinning frá móður náttúru í formi - makríls og góðrar loðnuveiði.

Restina af lækkun þess, skýrist af í bland brottflutningi fólks og því að fólki í námi hefur fjölgað töluvert. Með öðrum orðum, það fækkaði á vinnumarkaði. Ég man einungis eftir einni vinnuskapandi aðgerð - eitt sumarið fékk fólk skattaafslátt til þess að kaupa verktakavinnu til að laga til heima hjá sér.

 


Niðurstaða

Ríkisstj. gerði í reynd mjög lítið til þess að skapa störf. Þvert á móti gerði hún mun meir til þess, að eyða störfum - sem atvinnulífið var að skapa. Með því að auka flækjustig skattkerfis sem eykur kostnað þeirra, þíðir að þau geta haldið færri við vinnu. Að auki, hefur mikið verið aukið á ríkiseftirlit sem þíðir aukna skriffinnsku, sem einnig þíðir aukinn kostnað. Og því færri störf. Ekki má gleyma hækkun skatta á atvinnulíf, sem einnig eykur kostnað þess og leiðir til færri starfa.

Mér sýnist ríkisstjórnin ef miðað er við þennan lista ætli sér að eigna sér meintan árangur, sem verður að segjast - að er ekki fyrir hennar tilverknað.

Flest af þessu, gerðist án þess að hún kæmi nokkuð nálægt. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Góð samantekt, Einar. Ég vil þó skjóta inn athugasemd varðandi viðskiptajöfnuðinn.

 

1.  Þrátt fyrir fullyrðingar Krónu-vina um að verðmæti útflutnings hljóti að aukast vegna gengisfalls, er staðreyndin sú að það hefur ekki skeð. Ástæðan er sú að iðnaður í landinu er veikburða og getur ekki aukið framleiðslu sína. Ísland er hrávöru-framleiðandi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hagstofan stundar blekkingar með því að gefa einungis upp tölur í stöðugt verðminni Krónu.

 

2.  Vegna flotgengis Krónunnar gat hún risið í hæstu hæðir fyrir Hrun og skapað örlagaríka þenslu. Viðskiptajöfnuður var því neikvæður 1996-2008. Við fastgengi hefði þetta ekki skeð og þá hefði Krónan ekki þurft að hrynja. Raunar hefði ekkert hrun orðið við fastgengi! Flotgengið er því orsök Hrunsins og því efnahagslegt böl, en ekki sú blessun sem Krónu-vinir halda fram.

 

3.  Við fastgengi er engin þörf á handstýringu Seðlabankans. Með fastgengi er peningakerfið sett á sjálfstýringu, vextir og fjármagnsflæði þjóna þörfum hagkerfisins á sjálfvirkan hátt. Viðskiptajöfnuður verður alltaf í jafnvægi. Verðbólga og eignabruni hverfa. Seðlabankinn, sem er einkenni kommúnistiskrar hagstjórnunar, verður lagður niður.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 17.4.2013 kl. 09:25

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, við fastgengi verður gersamlega nauðsynlegt að stýra viðskiptajöfnuðinum. Annars, getur fastgengiskerfi á landi sem flytur svo hátt hlutfall neysluvara inn, ekki annað en hrunið fyrir rest. Ég útskýrði það ágætlega nýverið, að það myndi falla vegna þróunar yfir í viðskiptahalla.

Þróun yfir í viðskiptahalla er þeim peningalegu jafnvægissjónarmiðum sem þú leggur svo mikla áherslu á - óviðkomandi.

Á sér stað burtséð frá þeim. Það að snúa jöfnuðinum við - í flestum tilvikum snýst um að minnka innflutning. Ekki um að auka útflutning. Með öðrum orðum, að lækka lífskjör. En í ástandi neikvæðs viðskiptajöfnuðar - erum við hvort sem er að lifa hærra en við höfum efni á. Sem er ástand, sem ekki getur gengið - - nema e-h góður utanaðkomandi borgi þann halla fyrir okkur. Danir gerðu þetta fyrir Færeyinga um árið. En við höfum enga slíka góða mömmu gefðu okkur pening.

Ehem, þ.e. gjaldeyrisjöfnuðurinn sem skiptir máli.

Ég ítreka að þetta sníst um, debit vs. kredit, að við lifum innan marka okkar tekna. Tilraunir til fastgengis hafa ávallt hnotið um - mjög sterka tilhneygingu hérlendis til halla á jöfnuði landsins. Sem er mjög skiljanleg, í ljósi hins ákaflega háa hlutfalls þess sem er innflutt.

Sannarlega spiluðu bankarnir tímabundið með gengið, en sá viðskiptahalli þíddi einnig að sú staða var einungis tímabundin, gengi okkar gjaldmiðils sem skapar viðskiptahalla getur ekki staðist til lengdar. Þ.e. einfaldlega fullkomlega ómögulegt.

Því þá erum við að neyta meiri gjaldeyris en við höfum í tekjur, sem leiðir til þess að mánuð eftir mánuð minnkar gjaldeyrissjóðurinn. Á endanum, fellur gengið þegar gjaldeyrissjóðurinn verður það lítill að innflutning er fyrirsjáanlega ekki unnt að tryggja fram í tímann.

Þannig stýrir gengið algerlega sjálfvirkt okkar jöfnuði. Fastgengiskerfi inniber ekki slíka sjálfvirka stýringu jöfnuðarins gagnvart útlöndum.

Þá þarf nauðsynlega í staðinn - - að stýra jöfnuðinum.

Ég er ekkert að segja að fastgengiskerfi geti ekki gengið upp.

Einungis að það krefst stýringar á jöfnuðinum gagnvart útlöndum - nákvæms eftirlits með því hvernig flæðið inn og út úr landinu þróast. Hvort að nettó streymi er neikvætt eða jákvætt.

Það verði "rauð strik" þannig að laun lækki sjálfvirkt þegar nettó innfæði fjármagns verður neikvætt umfram þau rauðu strik, og það má hafa "blá strik" þ.e. ef nettó innflæði verði jákvætt umfram tiltekið viðmið.

Þetta þarf að vera samfélagslegur sáttmáli - um það að færa það til hvaða atriði tekur sveifluna, þ.e. í stað þess að það sé gengið sem svieflist sé það launin.

Þá er vel mögulegt að hafa gengið fast við hvaða gjaldmiðil sem er.

---------------------------------

Eins og ég útskýrði myndi myntráðs fyrirkomulag líklega falla á Íslandi á innan v. áratug. Ef við stýrum ekki með þessum hætti. En það gildir einu akkúrat hvernig ójöfnuðurinn myndast - hvort þ.e. vegna þess að aðhald að launahækkunum er ekki nægilegt sem framkalli halla, eða hvort hallinn verður til vegna óhagstæðrar þróunar á útfl. mörkuðum eða vegna þess að gengið þess gjaldmiðils sem tengt er við hækkaði verulega.

Allar þessar 3 ástæður geta skapað viðskiptahalla í sliku kerfi. Og án stýringar myndi kerfið falla innan fárra ára óhjákvæmilega frá því að hallin hefst.

Landið lenda í mjög djúpri kreppu á þeim endapunkti.

Ef þ.e. dollar, þá myndu dollararnir streyma út nettó og magn þeirra minnka stöðugt. Og ef á að halda reglunni um sama magn dollara og króna í umferð. Yrði þá stöðugt að minnka peningamagn í umferð. Minnkandi peningamagn væri þá sem lamandi hönd á atvinnulífið.

Á endanum, ef magn dollara minnkar áfram þ.s. í frjálsum innflutningi þarf lágmarksmagn fjármagns að vera tryggt að sé til staðar til að viðhalda trausti erlendra byrgja, þá á endanum fyllast þeir óróa og heimta staðgreiðslu.

Þá væru komin innflutningshöft. Þessi öfugþróun getur haldið áfram innan slíkra hafta þó hægi á henni, því smygl á dollurum úr landi væri erfitt að koma alfarið í veg fyrir.

Á endanum væri lausnin sú hin sama og þegar svokölluð Viðreysnarstjórn tók við, að fella gengið. Í þessu tilviki að afleggja myntráðið.

---------------------------------

OK, fræðilega er unnt að losna úr þeirri klemmu með launalækkunum - - en án þjóðarsáttar um slíkar lausnir. Er ekki tryggt að unnt verði að ná því fram. Og ef verkalýðsfélögin sýna nægilega samstöðu gegn slíku.

Þá geta þau tryggt það að kerfið yrði tekið alveg örugglega af fyrir rest.

**Slík þjóðarsátt er því nauðsynleg fyrst.

**Annars er mjög auðvetl að sjá Ísland í mjög erfiðri klemmu á innan við áratug.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.4.2013 kl. 10:31

3 Smámynd: K.H.S.

Annað með atvinnuleysið. Jóhönnustjórnin bauð fyrirtækjum uppá að reka menn í prósentum og þeir %reknu fengju bætur á móti. Mikið af fyrirtækjum nýtti sér þetta. Þessum bótum var svo hætt à miðju kjörtímabili. Þeir prósentareknu hættu að fá bætur, teljast ekki lengur með, en eru enn í prósentvinnu.

K.H.S., 17.4.2013 kl. 11:08

4 Smámynd: K.H.S.

Vantaði þarna að ég þekki þetta af eigin raun. Var boðinn samningur uppá 50% vinnnu eftir hrun og litið sem ekkert var að gera í minni atvinnugrein. Sú staða breittist ekkert er bæturnar hurfu.

K.H.S., 17.4.2013 kl. 11:14

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

K.S.H. - algengt trix í Evrópu. Ekki undarlegt að Samfylking sem telur allt frá Evrópu til fyrirmyndar, afriti þau trix sem þekkjast þar og lengi hefur verið beitt. En í flestum löndum Evr. má í reynd bæta við 2-3% á atvinnuleysið a.m.k. miðað við opinbera tölfræði sem tíðkast þar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.4.2013 kl. 11:53

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, þú gefur í skyn að fastengi hafi verið reynt hérlendis, þegar þú ritar:

 

»Tilraunir til fastgengis hafa ávallt hnotið um - mjög sterka tilhneygingu hérlendis til halla á jöfnuði landsins.«

 

Eins og ég hef útskýrt áður hefur fastgengi ekki verið reynt á Íslandi, síðustu 90 árin. Tyllt-gengi er ein tegund flotgengis, sem vissulega getur framkallað sumar jákvæðar afleiðingar fastgengis. Þau áhrif er þó ávallt tímabundin og þegar tyllt-gengi fellur skeður það með hruni!

 

Hugmyndin um jákvæð áhrif gengisfellingar, er vissulega gild tilgáta í hagfræði, en hún á einungis við um stór þróuð hagkerfi, sem hafa öfluga iðnaðar-framleiðslu. Ísland getur ekki nýtt sér gengisfall til aukinnar iðnaðar-framleiðslu, vegna takmarkaðrar framleiðslu iðnaðarvara. Evrópska efnahagssvæðið gekk af almennum iðnaði dauðum, enda var það tilgangur ESB.

 

Þú bendir á skerðingu innflutnings sem jákvæð áhrif af gengisfalli, en málið verður að skoða yfir lengra tímabil en bara eftir hrun gjaldmiðilsins. Reglan er sú að fyrir gengishrun er gengi gjaldmiðilsins spent upp og afleiðingin er óhóflegur innflutningur. Tilgangur fastgengis er ekki bara að hindra gengisfall gjaldmiðils, heldur ekki síður að hindra gengisris. Efnahagslegur stöðugleiki virkar í báðar áttir.

 

Ég tek undir mikilvægi þess, að Ísland lifi ekki umfram efni. Efnahagsleg sjálfbærni er einmitt eitt af einkennum fastgengis. Við fyrirkomulag fastgengis geta stjórnmálamenn ekki safnað ríkisskuldum og fært þær yfir á herðar þegnanna með gengisfellingum. Raunar verður uppstokkun á öllu efnahagskerfinu, stöðugleiki og skilvirkni heldur innreið sína.

 

Mér sýnist þú misskilja þegar þú segir:

 

»Ef þ.e. dollar, þá myndu dollararnir streyma út nettó og magn þeirra minnka stöðugt. Og ef á að halda reglunni um sama magn dollara og króna í umferð. Yrði þá stöðugt að minnka peningamagn í umferð. Minnkandi peningamagn væri þá sem lamandi hönd á atvinnulífið.«

 

Eitt af því sem skeður við fastgengi er, að vald ríkissins til að skammta gjaldeyri hverfur. Ríkisvaldið ræður ekki yfir gjaldeyrissjóði, nema til eigin nota. Einstaklingar, sveitafélög, fyrirtæki og ríkissjóður verða óháðir hvað varðar öflun Ríkisdals, eða stoðmyntarinnar Kanadadals. Skortur á gjaldeyri er ekki vandamál, einungis getur verið spurning um greiðslugetu skuldara. Enginn getur lengur slegið lán og endurgreitt með verðminni Krónum. Þeir sem ekki geta staðið í skilum með sín lán, fá ekki meiri lán og verða að takmarka útgjöld sín.

 

Þetta er einn mikilvægasti kosturinn við fastgengi, að hagkerfið kemst á sjálfstýringu gagnvart útlöndum, ekki síður en innanlands. Engin þörf er að minnka peningamagn í umferð, því að Kanadadalir streyma ekki úr landi þar sem fullt traust er ávallt á gengsfestingunni. Ekkert getur haggað henni, nema ákvörðum þjóðarinnar í sameiningu og með löngum fyrirvara og fyrir opnum tjöldum. Hókur-Pókus æfingar Seðlabankans er liðin tíð og hann löngu lagður niður.

 

Tal um að erlendir byrgjar hætti að veita lánafyrirgreiðslu vegna skorts á gjaldeyri er einnig miskilningur. Ef fyrirtæki eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum þá njóta þau áfram lánstrausts. Við verðum að hafa í huga að stoðmyntin er lögeyrir eins og Ríkisdalurinn. Ef landsmenn fyllast vantrausti á meirihluta Alþingis, þá færa þeir einfaldlega viðskipti sín úr Ríkisdal yfir í stoðmyntina, Kanadadal. Notkun manna á Ríkisdal/Kanadadal er því mikilvægur mælikvarði til að meta traust á stjórnvöldum.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 17.4.2013 kl. 14:26

7 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Einar Hægri flokkarnir nota lika tessa adferd td er folk virkjad i einhverju sem er algjørlega tilgangslaust og ta dettur tad ut af skra um atvinnulausa i obinberum tølum en verdur samt ad halda afram ad sækja um vinnu af tvi tad er atvinnulaust en i aktivering,tetta er notad bædi aaf hægri vinstri og mydjuflokkum i Evropu

Þorsteinn J Þorsteinsson, 17.4.2013 kl. 17:38

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn - ég nefndi ekkert um hægri eða vinstri þegar ég benti á að sú aðferð væri algeng í Evrópu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.4.2013 kl. 23:58

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Loftur - - Gengisfall á Íslandi snýst um að verja gjaldeyrissjóð landsmanna - - vegna þess að Ísland þarf að eiga gjaldeyri svo það geti flutt inn.

Því hér þarf svo margt að nota t.d. nauðsynleg lyf, sem við eigum einungis fyrir ef við höfum peninga til umráða til að greiða fyrir það.

------------------------

Ég segi að þ.s. þú nefnir síðan í framhaldinu sé froða, vegna þess að það er gersamlega útilokað að það geti virkað með þeim hætti.

En innan þessa kerfis, ef þ.e. flutt inn meir að verðmætum ár hvert, en er flutt út af verðmætum.

Þá minnkar heildarmagn dollara - hér á landi. Við erum þá eins og fjölskylda sem eyðir af reikningnum sínum meira hver mánaðamót en hún aflar, á endanum fer reikningurinn niður á "0".

Það mun einnig engu máli skipta hve litlar skuldir lögaðila eru hér á þessari eyju eða einstaklinga, þ.s. máli skiptir og getur ekki annað en skipt öllu máli.

Er að við getum ekki búið til dollara, þannig að okkar dollaraeign er takmörkuð þ.s. dollaratekjur verða takmarkaðar, þannig að ef það ástand skapast og er ekki stöðvað - fær að grassera nægilega lengi að við eyðum meir af dollurum hvert ár en við öflum af þeim. Þá endanum verða ekki nægilega margir dollarar til hér.

Til þess að greiða fyrir innflutning. Menn geta þá ekki útvegað dollara. Þeir verða ekki til á landinu í nægilegu magni lengur. Reikningurinn - verður tæmdur.

Þetta er þetta einfalt.

-------------------------

Innan evru er sambærilegur vandi leystur með svokölluðu "Target2" millifærslukerfi, þ.s. ríkissjóðir skuldsetja sig og þannig kaupa evru til að mæta skorti á evrum innan síns hagkerfis.

En ef þ.e. stöðugt nettó útstreymis gjaldeyris sem Þú getur ekki búið til, þá þarf e-h aðili innan þess kerfis að skuldsetja sig til að tryggja lágmarks framboð, ef ekki á að verða stopp atburður af því tagi sem ég er að tala um.

En það skapar annan vanda, sem er þá skuldakreppa - ef slík þróun grasserar nægilega lengi.

-------------------------------

Reyndar er ein leið til þess að þetta virki eins og þú leggur til - það að við gerumst fylki í Kanada. En það væri líka eina leiðin til þess að þannig virkaði dæmið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.4.2013 kl. 00:41

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Bara takk Einar, enn og aftur.

Sérstaklega hafði ég gaman að rökræðum ykkar Lofts, alltaf gaman að lesa debat tveggja skarpra manna.

Síðan má bæta við að einn daginn kæmi mér það ekki á óvart að blogg þitt yrði kennt sem kúrs við Háskóla Íslands.

Þegar nemendum er orðið ljóst gjaldþrot hjarðhegðunarhagfræðinganna sem ekki ennþá eru búnir að fatta af hverju evran er að hrynja.

Og af hverju ofurskuldsett þjóðfélag getur aldrei gengið til lengri tíma litið.'

Þá verður leitað í smiðju þeirra sem allan tímann héldu sig við staðreyndir og einfaldar rökleiðslur.

Spái því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2013 kl. 08:39

11 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, því miður skortir þig ennþá skilning á þeim grundvallar mismun sem er á »torgreindri peningastefnu« og »reglu-bundinni peningastefnu«, en ég er ekki búinn að gefast upp á útskýringum mínum.

 

Við höfum annars vegar: torgreinda peningastefnu, seðabanka, ríkisrekstur, flotgengi undir mismunandi nöfnum, gjaldeyrishöft, verðbólgu, eignabruna, launalækkanir,  hávexti og sífelld hagstjórnar-mistök.

 

Hins vegar eru: reglu-bundin peningastefna, myntráð, einkarekstur, fastgengi með Ríkisdal og Kanadadal, gjaldeyrisfrelsi, stöðugleiki, eignavernd, launatrygging, lágvextir og sjálfstýrt peningakerfi.

 

Einar, þú segir:

 

»Gengisfall á Íslandi snýst um að verja gjaldeyrissjóð landsmanna - - vegna þess að Ísland þarf að eiga gjaldeyri svo það geti flutt inn.«

 

Enginn deilir um nauðsyn þess að jafnvægi þarf að vera á milli innflutnings og útflutnings. Það er einnig rétt, að undir flotgengi er eina úrræði ríkisvaldsins að fella gengið, þegar búið er að ganga nærri gjaldeyrissjóðnum. Þessu er öðru vísi háttað undir fastgengi, vegna þess að peningakerfinu er ekki stjórnað af ríkisvaldinu. Við upptöku fastgengis færist valdið yfir gjaldmiðlinum til fyrirtækja og einstaklinga, ríkiseinokun er aflétt. Við fastgengi þarf jafnvægi að vera á milli útgjalda og tekna, einstaklinga og fyrirtækja!

 

Þetta atriði, að ríkiseinokun er aflétt við fastgengi, gengur fylgjendum ríkisrekstrar erfiðlega að skilja. Við flotgengi eru verðmæti almennings undir hælnum á ríkisvaldinu. Það er ríkisvaldið sem skammtar gjaldeyri, sem er fullkomlega ónauðsynlegt og er gróf skerðing á frelsi fólks. Gjaldeyrishöftin sem nú eru í gildi, eru dæmigerð skerðing á frelsi fólks til að nota eignir sínar eins og það vill. Gjaldeyrishöft eru ekki skilyrði fyrir jafnvægi í viðskiptum við útlönd, heldur birtingarform ríkisrekstrar.

 

Fastgengi færið vald til almennings, því að ríkið hefur ekki lengur möguleika að fella verðmæti gjaldmiðilsins og ekki vald til að takmarka ráðstöfun fólks á eignum sínum. Um aðgang að gjaldeyri gildir nú sama og að innlendum gjaldmiðli, enda er Ríkisdalurinn/Kanadadalurinn alþjóðlegur gjaldmiðill. Greiðslu-jafnvægi ríkir hjá einstaklingum og fyrirtækjum, á hliðstæðan hátt og gildir um ríkið undir ríkisrekstri flotgengisins.

 

Þeir sem aðhyllast ríkisrekstur eru eðlilega fylgjandi »torgreindri peningastefnu« og seðlabanka, en þeir ættu að sýna þann heiðarleika að viðurkenna afstöðu sína. Peningastefna er ekki bara tæknilegt fyrirkomulag við stjórn peningamál, heldur spurning um lífssýn.

 

Ég bendi mönnum að lesa nýgja grein eftir hagfræðinginn Steve H. Hanke:

Steve H. Hanke: Europe, A Troubled Region

 

Kveðja.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

 

 

Samstaða þjóðar, 18.4.2013 kl. 14:18

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - ef ég bæti við líkingarmálið um fjölskylduna og reikninginn hennar. Þá getur maður hugsað sér Targe2 kerfi evrusvæðis sem yfirdrátt þeirrar fjölskyldu.

Eins og með yfirdrætti er unnt að fara yfir. Í samhengi Evrusvæðis var reynd aldrei skilgreint tilekinn hámarks yfirdráttur per ríki.

En þ.e. vitað að Írland t.d. var búið að sækja sér mikið fjármagn til að forða eigin fjármálakerfi frá falli síðustu mánuðina áður en Írland var knúið í neyðarlán. Sama á við Kýpur, þ.e. vitað t.d. að Kýpur var komið með 9 milljarða evra á sinn yfirdráttarreikning sem er ca. 50% af þjóðarframleiðslu.

Til að skilja af hverju neyðarlán, þarf að vita að ef ríki getur ekki borgað yfirdráttinn sinn á evrusvæði - þá fellur sá á hin aðildarríkin, því þau eru öll sameiginlega eigendur Seðlabanka Evrópu. Stærsti einstaki eigandinn er Þýskaland.

En ef þau eru knúin til að taka neyðarlán, til að fjármagna sín vandræði - þá er það á ábyrgð skattgreiðenda þess ríkis eingöngu.

Menn geta rætt hvort þ.e. sanngjarnt eða ekki, en t.d. Þjóðverjar undir Merkelu hafa varið sig fimlega gagnvart því að kostnaður falli á þýskan almenning - með beinum hætti.

Það hefur alveg verið rauður þráður meðan Merkel hefur verið við stjórn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.4.2013 kl. 15:16

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Loftur - þú ert að halda því fram, að ríkinu komi eingöngu við sitt klassíska hlutverk að gæta að eigin útgjöldum, gæta innra öryggis - - það eigi enga ábyrgð af nokkru tagi að bera á einkaaðilum, né að líta svo á að það komi einkaútgjöld eða skuldir með nokkrum hætti við.

Síðan segir þú, að skuldir / útgjöld hvers og eins komi hverjun og einum við eingöngu.

Sama um lögaðila.

Þetta á með einhverjum dularfullum hætti, aldrei að leiða til kerfisbundinna vandræða.

Af því bara - sýnist mér vera það eina sem þú hefur upp á að bjóða sem svar.

Síðan kemur þú með einhverja frasa um ríkiseinokun - afskipti ríkisins, sem kemur málinu af.

----------------------

Þ.s. þú ert í reynd að segja, er að þú vilt klassíska 19. aldar stíl stefnu á ríkisreksturinn.

Þ.s. ríkinu kemur ekki við hvenær eða hvort verður kreppa í hagerkinu.

Þær verða þegar þær verða, og góðir tímar verða þegar þeir verða.

Ríkið á þá ekki að koma í veg fyrir kreppur, þó til staðar sé atburðarás sem fyrirsjáanlega leiðir til slíkrar.

Þetta er þ.s. ég lest út úr þessu.

Því þú hafnar algerlega augljósum ábendingum um það hvernig slíkt kerfi getur einmitt leitt til mjög djúpra kreppa.

Ég veit ekki hvernig ætti að koma í veg fyrir, þegar hyldjúpa kreppan loks skellur á eins og ég hef lýst, að almenningur kjósi þá sem - segjast munu taka kerfið af.

Og koma aftur á okkar kunnnuglega kerfi með gjaldmiðil sem fellur, þegar vandræði vegna jöfnuðarins gagnvart útlöndum skella á.

Eins og þú vilt hafa það, kemur það ekki ríkinu við, kreppan verður bara þegar hún verður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.4.2013 kl. 15:58

14 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, mér virðist þú snúa mörgum staðreyndum á haus og þá verður útkoman ekki gæfuleg. Við vitum til dæmis að engin þörf er að ríkisábyrgð sé á bönkunum. Það er raunað bannað samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins, sem Ísland tekur upp eins og páfagaukur sem endurtekur þá rullu sem honum er kennd. Úrskurður EFTA-dómstólsins frá 28. janúar 2013 staðfesti þennan skilning, sem ég barðist fyrir frá haustinu 2008. Þú ert líklega þeirrar skoðunar að ríkisábyrgð verði að vera á bönkum?

 

Íslandi var dýrkeypt að Seðlabankinn er bönkunum »lánveitandi til þrautavara«. Við fastgengi hverfur þessi óþarfa og skaðlega ríkisábyrgð. Heimskunni eru engin takmörk sett, því að Steingrímur J. Sigfússon hefur ítrekað haldið því fram, að ríkisábyrgð sé á öllum innistæðum í bönkum landsins. Samt hefur hann engin lög til að styðja þessar yfirlýsingar. Þótt þetta séu alvarleg dæmi um það sem Steve H. Hanke nefnir »statism« (ríkishyggja), þá er engin ástæða fyrir frjálsa menn að leggjast á höggstokkinn.

 

Að mínu mati á ríkið einungis að sinna þeim verkefnum sem almenn sátt er um og hægt er að fella undir hugtakið  heilbrigð skynsemi. Þar sem hvorki þú né aðrir hafa fært nein gild rök fyrir gagnsemi »torgreindrar peninastefnu« fyrir almenningi liggur í augum uppi að hana á að leggja af. Höfðingja-stéttin á Íslandi hefur næg tækifæri til að maka krókinn, þótt flotgengi komi ekki til.

 

Það er auðljós útúr-snúningur að halda því fram að ég hafni aðkomu ríkisins að öllu leyti. Hins vegar eru afskipti ríkisins af gjaldeyrismálum svo skaðleg fyrir allan almenningi að ekki verður þolað. Það er einmitt »torgreinda peningastefnan« sem veldur efnahags-kreppum, en það viðurkenna auðvitað ekki miðstýringar-öflin, sem einnig eru þekkt under nafninu kommúnistar. Ég vísa til ummæla sem Friedrich Hayek birti í The road to Serfdom:

 

»The extent of the control over all life that economic control confers is nowhere better illustrated than in the field of foreign exchanges. Nothing would at first seem to affect private life less than a state control of the dealings in foreign exchange, and most people will regard its introduction with complete indifference. Yet the experience of most Continental countries has taught thoughtful people to regard this step as the decisive advance on the path to totalitarianism and the suppression of individual liberty. It is, in fact, the complete delivery of the individual to the tyranny of the state, the final suppression of all means of escape—not merely for the rich but for everybody.«

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 18.4.2013 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband