Mario Soares vill að Portúgal lýsi sig einhliða gjaldþrota - Grikkland mælist í verðhjöðnun!

Best að nefna fyrst hver Mario Soares er. En hann er enginn annar en fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að ríkisstjórn Salasar einræðisherra var steypt af stóli. Það er í gegnum millibilsástandið árin 1976-1978. Síðan aftur 1983-1985. Síðan forseti Portúgals frá 1986-1996.

Í portúgölsku samhengi er hann því mjög stórt nafn - - þess vegna vekur athygli þegar hann segir eftirfarandi í útvarpsviðtali sl. föstudag.

Euro-agony grinds on

"Soares called last week for the country to rally to "bring down the government" and fight the austerity policies of the Troika. The government had become a puppet of the eurozone, he claimed."

""In their eagerness to do the bidding of (German Chancellor) Angela Merkel, they have sold everything and ruined this country. In two years this government has destroyed Portugal," he said. "Portugal will never be able to pay its debts, however much it impoverishes itself. If you can't pay, the only solution is not to pay.""

Ég get vart skilið orð hans á annan hátt, en hann sé að hvetja almenning til að rísa upp. Og gera nýja byltingu - væntanlega í anda þeirrar friðsömu byltingar er hann sjálfur fór í fylkingarbrjósti fyrir er stjórn Salasars var endanlega steypt. Án nokkurra blóðsúthellinga.

Troika to assess Portugal’s austerity plans

Í frétt FT er einnig vitnað í orð Souares. En þeir segja frá því að Þríeykið eða Þrenningin sé komin til Portúgals. Til þess að meta stöðu björgunaráætlunarinnar, eftir að Stjórnlagadómstóll landsins felldi hluta af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu síðan.

En ríkisstjórnin telur sig hafa fundið nýjar sparnaðarleiðir - og væntanlega stendur til að þær leiðir séu teknar út.

Um helgina fékk Portúgal formlegt samþykki aðildarlanda evrusvæðis fyrir 7 ára lengingu lána Portúgals. En það kemur til vegna þess - hve erfið greiðslubyrði landsins er.

Að talið var hætt við því að ekki myndi takast að koma landinu af spenanum, inn á fjármögnun skv. eigin útgáfum skuldabréfa eingöngu frá og með miðju nk. ári.

En þrátt fyrir mikinn vilja forsætisráðherrans um að beita niðurskurðarhnífnum, hefur reynst erfitt að ná markmiðum um minnkun hallarekstrar ríkisins - því að hagkerfið dregst saman stöðugt ívið meir en áætlanir hafa ráðgert. Ekki samt eins mikið og hefur verið á Grikklandi. 

-------------------------------

Eins og sést af þessu eru landsmenn í Portúgal orðnir mjög þreyttir á niðurskurði og stöðugt lækkandi lífskjörum.

Skuldirnar eru eftir allt saman - fjallháar. En heildarskuldir svipaðar og heildarskuldir Íslands, þ.e. miðað við hlutfall þjóðarframleiðslu. En ríkið ívið meira skuldsett. 

Verður áhugavert að fylgjast með því - hvað gerist nú eftir að Souares hvetur nú til æsinga gegn ríkisstjórninni, eins og hann forðum daga fór fyrir andstöðunni gegn Salasar og endanum hafði betur.

 

Grikkland í verðhjöðnun!

Deflation takes hold in Greece

Þar var alltaf reiknað með þessu - en verðbólga hefur verið einna hæst á evrusvæði í Grikklandi seinni ár. Og verið ofan við meðaltal evrusvæðis alla leið inn í kreppuna. En nú loks eru verulegar launalækkanir sem loks hófust á sl. ári að skila sér. Í lækkun verða fyrir þjónustu t.d. og í verslunum. Síðan er að sjálfsögðu atvinnuleysið farið að hafa lækkandi áhrif á eignaverð.

En þ.e. líklegt að eignaverð eigi mikla lækkun inni - - svo ég persónulega efa að verðhjöðnun nú er hún loks er hafin; hætti innan nokkurra mánaða - eins og bjartsýnir starfsm. ríkisstj. Grikkl. halda fram.

Greece secures deal on €2.8bn aid tranche

Greece on Track to Receive Next Aid Tranche

Grikkland hefur fengið stimpil "Þrenningarinnar" um það að vera að fylgja björgunarprógramminu. Skv. samkomulagi við Þrenninguna, þá skal ríkið fækka starfsmönnum um 4.000 þetta ár, en 11.000 á næsta ári.

Ég velti samt fyrir mér hvernig grísk stjv. ætla að ná þessu fram. En hluti af samkomulaginu er að 25.000 starfsm. ríkisins fari á 75% laun - eiginlega nánast "biðlaun" þ.s. ekki sé eftirspurn eftir þeirra vinnu.

En  í stjórnarskrá Grikklands er ákvæði sem bannar brottrekstur ríkisstarfsmanns - nema fyrir það eitt, að hafa brotið af sér í starfi.

Article 103

4. Civil servants holding posts provided by law shall be permanent so long as these posts exist. Their salaries shall evolve in accordance with the provisions of the law; with the exception of those retiring upon attainment of the age limit or when dismissed by court judgement, civil servants may not be transferred without an opinion or lowered in rank or dismissed without a decision of a service council consisting of at least two-thirds of permanent civil servants.

Hugmyndin að baki því ákvæði hafi verið að tryggja að ekki væri unnt að reka ríkisstarfsmenn af pólitískum ástæðum - - en þetta geri í dag nær ómögulegt fyrir gríska ríkið að minnka kostnað ríkisins af starfsmannahaldi.

Þeir ráða ekki ef einhver hættir - draga úr kaupum á þjónustu af atvinnulífinu. En ef starfsmanni er sagt upp, má reikna með því að hann klagi ríkið fyrir grískum dómstólum. 

Spurning hvernig Hæstiréttur Grikkland myndi dæma í slíku máli. Miðað við þann rétt sem starfsmenn virðast hafa fyrir tilstuðlan ákvæðis grísku stjórnarskrárinnar.

---------------------------

Svo ég velti fyrir mér hvernig gríska ríkið ætlar að mæta kröfu Þrenningarinnar um uppsögn allra þessara ríkisstarfsmanna - virðist blasa við að gríska ríkið lendi í vanda með sína dómstóla eins og portúgalska ríkið.

Nema gríska ríkisstjórnin fari í það erfiða mál að breyta þessu ákvæði stjórnarskrárinnar.

Glimmers of hope for Greek recovery

Áhugavert er að nýjar tölur sýna 8000 flr. störf verða til í mars, en á sama tíma viðurkennir Samaras forsætisráðherra. Að samdráttur í ár verði sennilega nær 5% en 4,5% sem spáð er af stofnunum ESB.

Þarna er í gangi líklega það, að starfsmönnum hefur verið sagt upp einn mánuðinn - en nýr ráðningarsamningur tekur gildi þann næsta. En á óhagstæðari kjörum.

En skv. fréttinni, hefur mikið verið um það síðan á sl. ári, að starfsmenn fyrirtækja hafa sætt sig við að allir séu formlega reknir - en síðan endurráðnir skv. nýjum samningi. Að sjálfsögðu með lakari laun og réttindi en áður. Auk þess, að samningar eru "persónulegir" þ.e. við hvern og einn í stað þess að vera á vegum verkalýðsfélaganna.

Með öðrum orðum, verið er að brjóta á bak aftur grísk verkalýðsfélög.

Það þíðir einnig að sveigjanleiki vinnumarkaðar er að aukast - en væntanlega þíðir þetta að nú er unnt að segja fólki upp án fyrirvara. Og án launagreiðsla eftir uppsögn.

----------------------------

Áhugavert í þessu samhengi - að það skuli vera helsti draumur ASÍ að ganga í ESB.

Greeks See Ray of Hope in Tourist Bookings

  • Þarna eru fyrstu raunverulega - jákvæðu fréttirnar af Grikklandi að koma fram!

En skv. þessu er aukning framundan í ferðamennsku á Grikklandi í ár, sést af aukningu bókana. 

Lækkun launa sé farin að skila sér í lægri tilboðum ferðaskrifstofa t.d. á gistingu, og það sé að skila sér nú þegar í líklegri aukningu ferðamanna þetta ár.

Þetta er það fyrsta sem ég sé, sem hægt er að kalla "raunverulega aukningu" á einhverju.

Svo að í sumar, verður líklega til einhver fjöldi nýrra starfa í ferðaþjónustu!

Ef þetta stenst - getur verið að hylli undan lok samdráttarskeiðs í Grikklandi.

Sennilega þarf þó meira til en þessa aukningu þetta ár - til að snúa hagkerfinu við. En kannski á næsta ári verður samdráttur enn minni en í ár, ef sá reynist minni í ár en sl. ár. Smám saman rétti skútan sig við - þó með þessu áframhaldi sé erfitt að sjá mikla greiðslugetu myndast af erlendum skuldum.

En þ.e. bót mála ef störf í einhverju öðru eru farin að myndast, í stað þeirra sem eru enn að tapast í öðrum greinum. Þá kannski hættir eða a.m.k. hægir á aukningu atvinnuleysis.

Þó kannski sé það ekki draumur Grikkja að starfa við ferðamennsku - sem verður að segjast að líklega felur ekki í sér hálaunaða vinnu.

En vinna er þó betra en engin vinna, sérstaklega í ástandi þ.s. bætur til atvinnulausra hafa verið skertar oftar en einu sinni, og þær að auki klárast á innan við ári. Án þess að unnt sé að treysta því að eitthvað annað taki við. Margir hafi einfaldlega ekkert.

----------------------------

Þetta getur verið framtíð Grikklands - fátækt ferðamannaland.

 

Niðurstaða

Grikkland hefur ekki mikið verið í fréttum. En þar malla mál áfram. 

  • Það er algengur misskilningur að helmingur skulda Grikklands hafi verið skorinn af!

Hið rétta er að skuldir í eigu einkaaðila voru lækkaðar og það verulega. Í staðinn komu svo frekari neyðarlán. Svo nettó staðan er í reynd - að Grikkland er ekki minna skuldugt í dag þrátt fyrir tvær afskriftir.

Á hinn bóginn er það minna skuldugt eftir þær afskriftir en það annars væri án þeirra. En skuldastaða milli 160-170% er mjög líklega ekki sjálfbær.

  • Góðu fréttirnar með aukningu ferðamennsku - eru þó raunverulegur lítill sólargeisli í drunganum.

Duga örugglega ekki til að gera skuldastöðuna sjálfbæra. Það virðist alveg ljóst, að miklu meir þarf að afskrifa.

Örugglega a.m.k. helming núverandi skulda. Grunar mig.

---------------------------------

Að Mario Souares skuli hvetja til byltingar í Portúgal - getur þítt að einhver atburðarás sé framundan í því landi. En ríkisstjórnin þar hefur sannarlega staðið sig "vel" frá sjónarhóli Angelu Merkel og Þrenningarinnar þ.e. forsætisráðherrann hefur verð mjög viljugur til að beita niðurskurðarhnífnum.

Og fengið á móti lof og mild orð frá t.d. Angelu Merkel, og kurteis viðbrögð þýskra stjórnmálamanna. Sem oftar eru mjög gagnrýnir á S-Evrópu.

Óhætt er að segja - að aðgerðir ríkisstjórnar Portúgals njóta miklu minna stuðnings heima fyrir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband