Bjarni Ben er áfram!

Þetta er að koma fram núna! Það er framboðsfundur í gangi í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Og það er haft eftir BB að ekki komi annað til greina fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn - en að hann haldi áfram.

Bjarni heldur áfram sem formaður

"Ég vil vinna fyrir þjóðina. Ég vil gera þessari þjóð gagn,“

"Bjarni sagði að hann væri þakklátur sjálfstæðismönnum að hafa gefa sér svigrúm til að íhuga sína stöðu. Hann sagðist hafa fengið mikil viðbrögð við viðtalinu á RÚV. Viðbrögðin við viðtalinu hefðu komið sér á ávart. Hann hefði fengið mikla hvatningu frá flokksmönnum og einnig fólki sem stæði utan flokksins."

-----------------------------------------

Í gær velti ég fyrir mér hver tilgangur BB hefði verið með yfirlísingu sinni sl. fimmtudag:

Ég velti upp tveim sviðsmyndum:

  1. Hann væri raunverulega að íhuga að hætta. Myndi tala við sína nánustu vini og fjölskyldu.
  2. Hitt væri, að með þessu útspili ætli BB að leitast við að kalla fram á yfirborðið þann stuðning sem hann enn telur sig hafa innan flokksins - - með öðrum orðum; yfirlýsingin sé tilraun til að breyta umræðunni!
Þetta virðist vera málið - þjappa flokknum utam um sjálfan sig!

 

Greinilega tilraun til að breyta umræðunni!

Undanfarnar vikur hefur umræðan verið ákaflega gagnrýnin á BB og Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að hann sagðis vera að íhuga afsögn. Hefur hver stuðningsmaðurinn komið fram eftir öðrum - til að kalla á Sjálfstæðismenn að snúa bökum saman um leiðtoga sinn.

Ekki síst félag aldraðra Sjálfstæðismanna hvatti hann að vera.

Félag Ungra Sjálfsstæðismanna gerði það hið sama, benti á að hann hefði tvisvar unnið sigur í formannskjöri, og væri réttkjörinn formaður.

Í fréttaviðtali - bar varaformaður Sjálfstæðisflokks, af sér allar sakir um að hafa staðið að baki umdeildri skoðanakönnun þ.s. Hanna Birna var sögð líklegri til að leiða Sjálfstæðisfl. til sigurs.

Hún sagðist ekki hafa boðið sig fram sem varaformann ef hún styddi ekki formanninn.

Það hefur verið nokkur umræða á netinu meðal sjálfstæðismanna - um meinta ómaklega aðför að BB.

 

Þetta hefur þá verið hönnuð atburðarás af BB sjálfum!

Ég á ekki von á því að hann hafi sjálfur fjármagnað könnunina umdeildu - heldur að atburðarásin frá fimmtudagskvöldi hefur snúist um það, að safna liði Sjálfstæðismanna utan um hann sjálfan.

  • Svara framkomu könnunarinnar, með því að láta reyna á styrk formannsins.
  • Ákall eftir stuðningsyfirlýsingum.
  • Eins og ríkisstjórnir í sumum ríkjum Evrópu með tæpan meirihluta, hafa stöku sinnum óskað sjálfar eftir "stuðningsyfirlýsingu þingsins" með hótun um afsögn ef þær fá hana ekki.
  • Þetta er alvanalegt í þeim ríkjum þ.s. minnihlutastjórnir eru normið.
  • Það má alveg eins kalla - tal BB um afsögn sem "hótun." 

-------------------------------

Áhættan var auðvitað sú - að ef hann fengi ekki nægilega svörun flokksmanna um stuðning.

Þá yrði hann að hætta.

Þetta sé þannig séð - örvæntingarfullt lokaútspil!

En þ.e. auðvitað tvíeggjað að hætta tveim vikum fyrir kosningar. En það hefði getað verið að við það gysu upp enn meiri deilur upp á yfirborðið. Þ.e. stuðningsmenn BB muni ílla sætta sig við hvernig fór. Og flokkurinn fari mjög bersýnilega klofinn í  herðar niður í gegmum restina af kosningabaráttunni.

Punktur sem Hanna Birna sjálf nefndi!

 

Niðurstaða

Gott og vel. Bjarni Ben ætlar ekki að hætta. Hann virðist ætla að veðja á það - að honum hafi tekist með þessu litla leikriti sem hófst sl. fimmtudagskvöld að sameina flokkinn utan um formanninn.

Hvað segja lesendur - - kemur plottið til með að virka?

Munu allt í einu kjósendur flykkjast til baka?

Umræðan um "veikan formann" og "veikann flokk" hætta?

Eða mun plottið misheppnast, og skoðanakannanir fljótlega sýna að svo sé?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef ég man rétt, eru all nokkur ár síðan Björn Bjarna hætti.   Þú hefur lent í einhverju "Time Warpi".  Ég vona að þú snúir til baka.

G. Tómas Gunnarsson, 13.4.2013 kl. 05:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Úps, það hefur orðið e-h furðuleg meinloka er ég skrifaði fyrirsögnina. Víxlað nöfnum í huganum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.4.2013 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband