9.4.2013 | 18:46
Enn eitt aðildarland evrusvæðis gæti lent í björgun!
Þetta má lesa á milli lína í nýrri skýrslu OECD - sjá: Economic Survey of Slovenia 2013. Þetta er land sem gekk inn í evruna árið 2007. Það liðu einungis 2 ár og landið var statt í kröppum dansi. Samkvæmt greiningu Lex hjá Financial Times Slovenia: simmer factor. En þá varð bólusprenging - ekki ólíkt Íslandi, Spáni og Írlandi. Var það víst húsnæðisbóla. Og því tengdist lánabóla, sem orsakaði bankavandræði þannig að ríkið lagði 3-stærstu bönkunum til eigið fé. Þeir eru og voru í eigu ríkisins ólíkt bönkunum sem féllu hérlendis.
- En seinni hl sl. árs sökk Slóvenía aftur í kreppu sbr. "double dip" og skv. fréttum er mjög mikið af slæmum útlánum hjá slóvensku bönkunum þrem. 15% af útistandandi lánum segir OECD.
- Á móti kemur að skuldastaða ríkisins er miklu hagstæðari en nokkurs annars ríkis á evrusvæði í vanda þ.e. milli 50-60% af þjóðarframleiðslu, svipað og Spánar áður en það land lenti í vanda. Skuldastaðan var 40% 2010. Sem líklega skýrir af hverju vandræði bankanna í Slóveníu hefur hingað til ekki valdið meiri usla.
- Á hinn bóginn eru markaðir farnir að ókyrrast skv. Lex er vaxtakrafa lána til slóvenska ríkisins þrátt fyrir lága skuldastöðu enn sem komið er, komin í 6,5% fyrir 8 ára, líklega hærri vaxtakrafa en Ísland stendur frammi fyrir.
- Hallinn á ríkinu stendur nú í 6% af þjóðarframleiðslu - þannig að skuldsetning er í aukningu. En líklega ræður afstöðu markaðarins - líkur á því að slóvenska ríkið lendi í verulegum viðbótar kostnaði vegna bankanna.
- "The EU forecasts a public debt to GDP ratio of 60 per cent this year."
- "Add in guarantees to underpin the bad bank, and Merrill Lynch sees 70 per cent."
Skv. OECD:
- "The authorities evaluate recapitalization needs at up to 3% of GDP (1 billion),"
- "Yet, capital needs are uncertain and could in fact be significantly higher."
Skv. Wall Street Journal - Slovenia May Need More to Shore Up Banks
Stendur til af slóvenskum stjórnvöldum að setja á fót "slæman" banka, til að taka yfir lán og aðrar eignir frá bönkunum sem líklega eru nær einskis virði.
Sambærileg við stofnun á Írlandi kölluð NAMA.
Ef eins og OECD bendir á - kostnaður við endurfjármögnun sé líklega mun meiri en slóvensk stjv. vilja meina nú, gæti aukning í skuldsetningu verið verulega meiri en upp í 70%.
80% ef til vill hljómar ekki svo afskaplegt í ljósi þess að franska ríkið skuldar meira.
En útlit fyrir viðsnúning úr kreppu - virðist ekki góð!
------------------------------------------
Slóvensku bankarnir eru ekki risastórir miðað við þjóðarframleiðslu - þ.e. ekki alveg með prósentuna, en milli 120% og 160% af þjóðarframleiðslu.
OECD skýrslan hvetur stjórnvöld til þess að hrinda í verk aðgerðum til þess að auka skilvirkni, en hagvaxtargeta sé nú umtalsvert lömuð - vegna útbreiddrar skuldsetningar innan hagkerfisins.
Skv. LEX sé hár launakostnaður að auki - bremsa á áhuga erlendra fjárfesta.
Atvinnuleysi hafi aukist mikið, skv. EUROSTAT 9,7% í febrúar.
- Slíkt ástand getur þítt - að landið sé lent í niðursveiflu sem vara mun ekki einungis þetta ár, heldur það næsta einnig; en erfitt að sjá að viðsnúningur sé í kortum meðan landið sé "ósamkeppnisfært."
- Skv. OECD verði samdráttur þetta ár 2,1%.
Meðan hagkerfið dragist saman sé erfitt að sjá aðra útkomu, en stöðugt versnandi skuldastöðu ríkisins.
Enn óvíst hve mikið hún eykst vegna bankanna!
Niðurstaða
Í samanburði við það ástand ef Slóvenía hefði verið með eigin gjaldmiðil áfram. Þá er alveg öruggt að sá hefði fallið frekar skarpt 2009. Sem auðvitað evrusinnar segja sýna hve gott er að hafa evruna. En sbr. að launakostnaður sé of hár - sem þíðir að í staðinn þarf að pína laun niður. Stendur landið líklega frammi fyrir vaxandi atvinnuleysi áfram. En þegar aðlögun þarf að fara fram með launalækkun, lækka þau ekki fyrr en almenningur fer að hræðast að missa störf sín. Það er því alltaf einhver biðtími, áður en atvinnuleysi nær þeim krítíska þröskuldi. Að laun láta undan.
Sá er misjafn eftir þjóðfélögum. Ef launakostnaður er enn of hár 3. árum eftir að kreppan hófst. Þá er líklega vinnumarkaður fremur ósveigjanlegur. Sem getur þítt, að langan tíma taki að ná fram þeirri aðlögun.
Sem væntanlega þíðir hátt atvinnuleysi og annaðhvort samdráttar eða stöðnunarskeið í mörg ár. Punkturinn er sá, að snögg gengislækkun þó hún sannarlega valdi verðbólgu. Hefði varið störin mun betur, og að auki viðsnúningur væri sennilega þegar hafinn.
Í stað þess að landið sé í "double dip recession." En þá væri líklega lágur launakostnaður að hetja til fjárfestinga, landið að laða hana til sín.
Ekki síst, skuldastaða landsins myndi líta mun hagstæðar út - með útlit fyrir vöxt. Að auki bankarnir myndu að líkindum einnig líta betur út, með jákvæða framvindu framundan.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2013 kl. 14:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru menn ekki enn búnir að sjá það að EINN MIÐSTÝRÐUR GJALDMIÐILL GETUR EKKI GENGIÐ FYRIR MÖRG MISMUNANDI HAGKERFI það er vegna þess sem við höfum evrukrísuna....................
Jóhann Elíasson, 9.4.2013 kl. 20:54
Vandamál Slóveníu er ekki gjaldmiðillinn heldur "torgreinda peningastefnan" sem gerir seðlabanka/ríkissjóði "lánveitendur til þrautavara". Þegar ríkin skuldsetja sig upp fyrir haus til að bjarga bönkunum, verður ekki við neitt ráðið. Ísland ætlaði að fara aðra leið, en við sitjum í sömu súpunni og aðrar þjóðir með "torgreinda peningastefnu".
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 9.4.2013 kl. 23:22
Loftur - ég er ekkert ósáttur við það að Seðlab. veiti bönkum bakstuðning. En þ.e. augljóst að sú lausn er verri sem er á evrusvæði - að láta aðildarríki styðja við þá með eigin skuldsetningu.
En þ.e. augljóst ekki innan getumarka ríkissjóða að verja þá falli, ef þeir eru orðnir tja - verulega stærri en þjóðarframleiðslan. Og mjög erfitt þó þeir séu smærri, t.d. rúm eða tæp þjóðarframleiðsla.
Slík skuldsetning sé að auki of harkaleg fyrir þjónustu ríkisins af öðru tagi sem þarf þá að skera mikið niður, sem ríkið veitir almenningi og þjóðfélaginu almennt. Þá er ég að tala um allt milli himins og jarðar frá viðhaldi bygginga, upp í ytra öryggi ríkisins sjálfs. Allt er undir niðurskurðarhnífnum í Evrópu.
Megin áhættan með bakstuðningi í gegnum Seðlabanka, er verðbólga.
Þ.e. mun ásættanlegri áhætta, en hrun banka þá meina ég algert raunverulegt hrun án nokkurs bakstuðnings, er einnig mjög harkalegt fyrir hagkerfi - þá er ég að meina að við það tapist líklega að miklu leiti það fjármagn sem fyrirtæki og aðrir eiga þar innan.
Þá verður mjög umfangsmikið tjón fyrir atvinnulíf og almenning, sem tapar sparifé og fyrirtæki sem tapa fjármagni sem þau áttu inni og t.d. stóð til að nýta síðar til fjárfestinga.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.4.2013 kl. 00:40
Einar, ég sé engan mun á að seðlabanki sé »lánveitandi til þrautavara« eða ríkissjóður. Hvorugur aðili ætti að koma að slíkum ábyrgðum, sem á endanum lenda á almenningi, eins og augljós dæmi sýna.
Sem lausn bendi ég á samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokks:
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 10.4.2013 kl. 14:02
Loftur - þ.e. engin leið sem kemur ekki kostnaðinum á almenning á einhverju formi. Valkostirnir eru einungis á milli þess með hvaða hætti sá kostnaður kemur fram.
Munurinn er sá að bakábyrgð Seðlabanka veldur einungis "verðbólgu." Ekki skuldsetningu.
Ef banki sem er t.d. 30% af umfangi hagkerfisins rúllar - - og þ.e. engin bakábyrgð á nokkru formi. Þá verður mikið hagkerfistjón - - vegna tapaðra innistæðna.
Þú er þá þeirrar skoðunar - að einhver aukning á verðbólgu sé verri niðurstaða. En það að sleppa við tap á innistæðum.------------------------
Varðandi fastgengisstefnu á Íslandi - - þá getur fastgengisstefna í eðli sínu ekki gengið upp hérlendis.
Nema að skilvirk aðferð sé fundin upp önnur en gengisfelling, til þess að ráða við viðskiptajöfnuðinn.
En hingað til hefur þróun yfir í viðskiptahalla - alltaf drepið allar tilraunir til fastgengisstefnu.
Það myndi einnig drepa Mynntráð og það enda líkega svipað og Mynntráðstilraun Argentínu.
Nei, ég er ekki sammála þér að Mynntráðstilraun Argentínu hafi verið ómarktæk ekki alvöru Mynntráð.
-----------------------
Þú þarft með öðrum orðum - - að láta laun vera sveigjanleg bæði upp og niður.
Annars mun Mynntráð óhjákvæmilega - - enda með "innflutningshöftum." Þegar landið eftir að hafa flutt inn of mikið miðað við tekjur í einhver ár tapar tiltrú lánveitenda. Alveg eins og lönd í vanda í S-Evr. innan evru, glötuðu tiltrú þegar þau lentu í viðskiptaójafnvægisvanda og skuldasöfnun af þess sökum sem lyktaði með tapi á tiltrú - fjármagnsflótta og harðri lendingu inn í kreppu.
Í okkar tilviki, yrði þrautalendingin líklega "innflutningshöft."
Það væri loka úrræðið til að forða kerfishruni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.4.2013 kl. 14:49
Einar, mig minnir að ég hafi bent þér á að Argentína var ekki með myntráð, nema að nafni til. Ég bendi á grein um málið eftir Steve H. Hanke:
http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1230367/
http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/29/sedlabankinn-er-ekki-naudsyn-heldur-otharfi/
Eins og ég hef oft bent á, þá kemur kostnaður af gjaldþroti banka EKKI á almenning, ef í notkun er reglu-bundin peningastefna (rule-bound monetary policy), sem er annað heiti á fyrirkomulagi myntráðs. Þá er enginn »lánveitandi til þrautavara«, hvorki seðlabanki né ríkissjóður. Ertu fastur í þeirra villu, að telja seðlabanka geta staðið fyrir fastgengi?
Innistæður tapast ekki, ef bönkum er ekki leyft að fjármagna sig nema að litlu leyti með innlánum. Icesave er gott dæmi um þetta, þar sem innistæðueigendur fá sitt, vegna þess að innistæður eru lítill hluti krafna í þrotabúið.
Undir myntráði verður nær engin verðbólga (sama og í ríki stoðmyntarinnar) og litlu skiptir þótt einhverjir bankar fari í gjaldþrot. Það eru skuldabréf bankans sem eru afskrifuð, en ekki innistæður, því að innistæðurnar eru forgangskröfur.
Að sjálfsögðu gengur fastgengisstefna upp á Íslandi eins og í öðrum ríkjum. Alvöru fastgengi hefur ekki verið reynt á Íslandi, heldur einungis blekkingar Seðlanbankans. Ekkert getur drepið myntráð, því að það heldur alltaf nægilega stoðmynt fyrir öllum útgefnum gjaldmiðli (Ríkisdal).
Myntráð getur því ekki glatað tiltrú, enda þarf það ekki á tiltrú að halda. Einungis seðlabanki sem gefur út sýndarpening þarf á tiltrú að halda.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 10.4.2013 kl. 21:40
Við höfum farið í gegnum þetta áður Loftur, það var ekkert það að myntráðsfyrirkomulagi Argentínu sem breytti því í lykilatriðum hvernig það virkaði.
Myntráð getur mjög augljóslega fallið einnig hérlendis, ef Ísland lendir í sambærilegum vanda þ.e. sá gjaldmiðill sem tengt er við fer allt í einu að hækka verulega vegna þess að seðlabanki þess lands hefur ákveðið að berjast við verðbólgu með stýrivaxtahækkunum, þá kemur fram - þörfin á að lækka laun hér innanlands á móti. Og ef einhverra hluta vegna andstaða innan samfélagsins hindrar þær launalækkanir - þá hlýtur myntráðsfyrirkomulagið einnig að falla á Íslandi sem og í Argentínu.
Loftur Ísland er ef eitthvað er - enn viðkvæmara fyrir áfalli af því tagi sem Argentína lenti í, og slík öfugþróun gæti því tekið töluvert skemmri tíma.
Líklega myndi myntráðsfyrirkomulagið enda með "innflutningshöftum" þegar skuldasöfnun hagkerfisins v. viðskiptahalla væri búið að framkalla tap á tiltrú. Og erlendir byrgjar væru farnir að krefjast - staðgreiðslu.
Eina leiðin til að Ísland geti rekið fastgengi - myntráð er ekkert líklegra að ganga upp hér en hvaða annað fastgengisfyrirkomulag annað sem er í boði; er með því að laun séu hérlendis eing sveigjanleg niður sem upp.
Það krefst þess að mjög nákvæmt eftirlit sé með jöfnuðinum gagnvart útlöndum.
Og að auki einnig með því að nægur varasjóður af gjaldeyri sé til staðar, jú við yrðum að hafa slíkan varasjóð. En sá er trygging sú sem myndar traust erlendra byrgja gagnvart Ísandi svo þeir séu tilbúnir að eiga í reikningsviðskiptum v. okkur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.4.2013 kl. 08:48
Einar, að sjálfsögðu verður fyrirkomulag myntráðs að uppfylla ákveðnar kröfur, svo að hægt sé að taka mark á nafngiftinni. Hvað önnur atriði í máli þínu varða, þá er ljóst að þú hefur enga hugmynd um hvaða munur er á torgreindri peningastefnu (discretionary monetary policy) og reglu-bundinni peningastefnu (rule-bound monetary policy). Um grundvallar mismun er að ræða.
Það er ekki nóg, að sú stofnun sem sér um gjaldmiðilinn sé nefnd Myntráð, heldur verður starfsemin að vera í samræmi við nafnið. Þetta skilyrði var ekki uppfyllt í Argentínu. Hér að neðan er tafla sem sýnir hvernig Argentína uppfyllti skilyrði um alvöru myntráð.
Skilyrði sem eru uppfyllt hjá alvöru Myntráði
Að töflunni sjáum við, að Argentína uppfyllti einungis eitt af þessum nauðsynlegu skilyrðum um alvöru Myntráð. Hindrunarlaus gjaldmiðilskipti voru leyfð, en eitt og sér dugði það ekki til.
Myntráð getur ekki fallið, vegna þess að hækkun stoðmyntarinnar hefur engin áhrif á starfsemi þess. Annað mál er hvort ríki með myntráð vill breyta stoðmyntinni, skipta um hana eða hækka/lækka skiptihlutfallið. Slíkt er hins vegar pólitísk ákvörðun og hefur ekkert með tæknilega starfsemi myntráðsins að gera. Argentína var ekki með myntráð, þannig að tilvísun til þess ríkis er marklaus.
Þar sem nauðsynlegt er að festa starfsemi myntráðs í Stjórnarskrána, þurfa breytingar á fyrirkomulagi, myntráðsins að hljóta samþykki sama meiri-hluta þjóðarinnar eins og aðrar breytingar á Stjórnarskránni. Torgreinda valdinu er haldið í skefjum og breytingar eru gerðar fyrir opnum tjöldum.
Mikilvægt er að skilja að við fastgengi eru einungis tvær af þremur stærðum peningakerfisins breytilegar. Þetta eru vextir og fjármagnsflæði. Ef vextir hækka í landinu flæðir fjármagns inn í hagkerfið, en út ef vextir lækka. Þetta er nefnt sjálvirk stýring og vegna þessa verða vextir í landinu mjög svipaðir og vextir í ríki stoðmyntarinnar.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 11.4.2013 kl. 10:39
Lokapunkturinn um myntráð vs. Argentínu er að þó þeir hefðu fylgt forskriftinni af meiri nákvæmni hefði útkoman verið sú hin sama - með öðrum orðum, breytingin var ekki mikilvæg.
-------------------------
Varðandi bankana yrði það að sjálfsögðu ákaflega dýrt fyrir þá sem eiga innistæður í bönkum í þínu fyrirkomulagi ef þeir falla.
En ekkert innistæðukerfi sem starfandi væri hérlendis er líklegt að vera nægilega öflugt til að greiða út svokallað lágmark - ef einn af stóru bönkunum fellur.
Svo við erum að tala um það sama og í Icesave, að eigendur fá ekki greitt fyrr en eftir 2 - 4 ár, þ.e. þegar þrotabúið er gert upp eignir seldar.
-----------------------
Þ.e. að sjálfsögðu mjög dýrt að hafa ekki aðgang að þinni peningalegu eign í allt að 4 ár.
Þú að sjálfsögðu lendir í vanda.
Að auki geta eignir banka verið misgóðar, og fyrirfram ekki ljóst að lágmark væri tryggt jafnvel með forgangi innistæðna.
Fyrir utan, að þó lágmark fáist greitt - þá tapast óhjákvæmilega samt mikið innistæðufé endanlega.
En þú ert væntanlega einungis að tala um að veita innistæðutryggingasjóðnum forgang að eignum þrotabúa ekki öllum innistæðum jafnt.
Ef stór banki með t.d. 30% allra innistæðna í þjóðélaginu fellur.
Er það að sjálfsögðu mjög mikið hagkerfishögg - að 33% innistæðan séu ekki aðgengilegar í allt að 4 ár.
Fyrir utan að líklega tapst eitthvert óþekkt hlutfall þeirra í öllum tilvikum, kannski helmingur í kerfi þ.s. einungis er tryggt lágmark.
------------------------
Berum þetta saman við seðlabankabaktryggingu - ég álít að í framtíðinni eigum við ekki að heimila bönkunum að opna útibú erlendis svo að einungis verði það spurnig um að triggja innistæður á Íslandi og einungis verði tryggðar innistæður í krónum.
Þá er ekkert vandamál að tryggja þess vegna 100%.
Þá er það eins og var hérlendis, að það kom ekki einu sinni einn dagur þegar fólk og fyrirtæki hafði ekki aðgang að sinni peningalegu eign.
Þá um leið, lágmarkar þú verulega hagkerfislegt og samfélagslegt högg af falli banka.
Þ.e. ekki einn dagur með lokuðum reikningum - ekki einn dagur sem þú getur ekki greitt þínar skuldbindingar - eða greitt laun; eftir því hver á í hlut.
Ef banki er endurfjármagnaður með aðstoð seðlabanka - - þá að sjálfsögðu á að núlla hlutafé.
Ef endurfjármögnun fer fram þannig - banki varinn falli en hlutafé núllað. Þá er ekki verið að skapa óeðlilegar hvatir.
Það þarf ekki að skapa skuldsetningu fyrir ríkið. Allt getur verið á ábyrgð seðlabanka og hans prentunarvald - sem verður þá tímabundið eigandi viðkomandi banka. Selur síðan hlutaféð og fær aftur stórum hluta eða alveg sitt fé aftur. Svo fremi sem endurgreiðsla væri 100% væri aðgerðin ekki verðbólguvaldandi en hún er það ef fjármagn lagt inn er meira en þ.s. fæst við sölu eignarinnar hins starfandi banka í því seinna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.4.2013 kl. 10:43
Ég ítreka að þó þeir hefðu fylgt forskriftinni af nákvæmni hefði útkoman verið sú hin sama.
Hækkun stoðmynntarinnar framkallaði kreppuástand í hagkerfinu sem samfélagið réð ekki við að leysa.
Hagkerfið gafst upp á að reka fyrirkomulagið myntráð.
Það væri hártogim að halda því fram að myntráð geti ekki fallið.
Þegar hagkerfið verður ósamkeppnisfært - atvinnuvegir loka, gríðarl. atvinnuleysi skapast. Ríkið stefnir í þrot.
Og þeir geta ekki leyst þessi vandamál. Þá að sjálfsögðu endar það með stóru hruni fyrir rest. Ef lausnirnar finnast ekki innan þess fyrirkomulags sem þú ert að reka.
En
Einar Björn Bjarnason, 11.4.2013 kl. 10:50
Að lokum, af hverju myndi myntráð líklega enda með "innflutningshöftum"?
Ísland er mjög viðkvæmt fyrir viðskiptahalla, sögulega séð er hann ítrekað vandamál. Sem er auðvelt að sjá af hverju, ef maður veit af því að um 90% neysluvara er innflutt fyrir utan matvæli.
Ímyndum okkur að við værum með myntráð með dollar. Tekin er upp íhaldsöm peningastjórnun í Bandar, vextir eru hækkaðir til að berjast við verðbólgu.
Gengi dollars fer hækkandi og fyrir rest hækkar um 20% gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Ísland er að selja varning ennþá stórum hl. á Evr. markað, og vörur okkar eru allt í einu orðnar dýrari.
Það gengur verr að selja þær, óseldar vörur fara að hlaðast upp. Útfl. fyrirt. lenda í miklum taprektri.
Í ljósi þess óska þau eftir 20% launalækkun hjá verkalýðsfélögunum, sem eins og í Argentínu taka slíkt ekki í mál.
Útfl. fyrirtækin fyrst bregðast við með því að segja upp fólki, en v. hás hlutfalls fasta kostnaðar - á endanum loka mörg þeirra.
Útfl. dregst saman, og innflutningur minnkar ekki jafnhliða - - komið er ástand viðskiptahalla.
Og þá fer að ganga á magn dollara í myntráðinu. Það bregst við með því að leitast við að draga úr peningamagni í umferð, til að viðhalda réttu hlutfalli ríkjandi gjaldmiðils á móti dollar eftir því sem magn dollars í sjóði minnkar.
En ekkert er við það ráðið, dollar minnkar stöðugt því verkal.félögin þverneita að lækka laun - þau fara í harðar verkfallsaðgerðir til að knýja fram sína afstöðu.
Afleiðing; síðasta úrræðið er að setja á -- > Innflutningshöft.
Til að hindra það nettó útstreymi dollars sem er í gangi.
Svo endurtekur sig áratugurinn 6. þ.s. stjv. halda áfram að glíma v. verkal.hreyfingu sem neitar að taka sönsum. Og heimtar launahækkanir á móti kröfu um lækkanir.
Gengið á dollar helst enn hátt, útfl. landsins hnignar frekar.
Atvinnuleysi eykst stig af stigi. Hert er þá frekar á höftum til að tryggja að magn dollara sé nægt á móti fé í umferð.
En þ.e. alltaf e-h smygl á dollurum úr landi, þrátt fyrir þessi höft. Svo ekki er algerlega mögulegt að hindra allt útstreymi.
Þannig að smám saman hnygnar hagkerfinu frekar - - vegna hnignunar hefur skapast mikill halli á ríkinu.
Á hann er beitt niðurskurði, bætur lækkaðar verulega þvert yfir línuna, stofnunum lokað. Atvinnuleysi eykst enn frekar.
Lífskjör þeirra sem eru á bótum, hafa litla möguleika á vinnu lækka, og brátt er farið að sjást betl á götum.
Fólk er farið að sofa í skúmaskotum, því bankar selja ofan af fólki. Meira að segja heilu fjölskyldurnar eru á götunni.
Á einhverjum tímapunkti - gefst þjóðin upp og velur að fara Argentínsku leiðina.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.4.2013 kl. 12:52
Einar, þú ert nokkuð seigur að finna erfið efnahagsleg útlausnarefni, en þroska þínum hefur miðað áfram og nú eru athugasemdir þínar orðnar minniháttar. Ef engin munur væri á kerfum seðlabanka og myntráða, þá væri varla ástæða til að gera skýran mun á þessu tvennu. Viðfangsefnið snýst alfarið um hvort ríki búa við fastgengi eða flotgengi.
Fastgengi er hægt að koma á með tvennu móti, annað hvort að taka upp erlendan gjaldmiðil, til dæmis Kanadadal eða taka upp innlendan gjaldmiðil Ríkisdal, undir stjórn myntráðs. Þessi tvö form eiga að vera jafngild og það geta þau varla orðið, ef ekki eru uppfylltar ströngustu kröfur um myntráð.
Þótt innistæðueigendur verði að bíða eftir að gjaldþrota banki verði gerður upp, þá getur það varla talist frágangssök. Við erum að tala um að þeir fái sitt á endanum. Er ekki sanngjarnt að þeir sem lána bönkum fjármuni taki einhverja ábyrgð á gerðum sínum? Eru ekki háværar raddir um að eðlilegt sé að lánveitendur taki ekki síður ábyrgð á lánasamningum en lántakendur?
Við eigum að losa okkur við innistæðu-trygginga-sjóðina, enda standa þeir alls ekki undir nema litlum banka-áföllum. Þetta gildir ekki síður um sjóði í ESB en á Íslandi. Kerfið einkennist af sama torgreinda kerfinu og seðlabankarnir. Raunar hverfur öll þessi heimska þegar fastgengi verður tekið upp.
Það er eðlilegt að fé tapist við gjaldþrot banka, eins og við önnur gjaldþrot. Eðlilegt er að innistæðueigendur fái forgang að eignum bankaþrotabúa, ekki tryggingasjóðir sem ég vil leggja niður. Hins vegar er vel hugsanlegt að skylda banka til að kaupa sér innistæðu-tryggingar. Þá myndi iðgjald slíkrar tryggingar ráðast af innistæðu-hlutfalli bankans og hvetja hann til að fjármagna sig sem mest með skuldabréfa-útgáfu.
Það er miklu bagalegra ástand, að bankar séu meðhöndlaðir eins og heilagar kýr, en að einhverjir fjárfestar tapi fjármunum við gjaldþrot. Oft eru fjárfestar í hæpnum bönkum erlendir stórir fjárfestar og tap þeirra því ekki óbærilegt fyrir smátt hagkerfi þess banka sem verður gjaldþrota. Í stórum hagkerfum eru miklu minni líkur til kerfishruns en í smáum.
Ekki verður skilið á milli seðlabanka og ríkisjóðs viðkomandi ríkis. Það er hins vegar gert varðandi myntráð, sem alltaf á fyrir útgefnum peningum. Við höfum sjálf séð hvernig torgreinda peningastefnan virkaði í bankahruninu. Þetta er kerfi sem ekki er á vetur setjandi og við verðum að losna við sem fyrst.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 11.4.2013 kl. 15:38
Ennþá er mikill misskilningur á ferðinni hjá þér, Einar. Með fastgengi er hagkerfi Íslands í reynd orðið hluti af hagkerfi þess ríkis sem gefur út stoðmynt myntráðs, eða þann gjaldmiðil sem notaður er. Þú ert alltaf að lýsa ástandi þar sem notast er við torgreinda peningastefnu.
Taktu eftir að myntráð er ekki skyldugt að útvega öllum gjaldeyri sem þess óska. Stoðmyntin er líka lögeyrir í landinu, þannig að þeir sem vilja komast yfir erlendan gjaldmiðil verða annað hvort að útvega hann sjálfir eða skipta hjá myntráðinu á Ríkisdölum og stoðmyntinni, Kanadadal.
Eitt af því sem skeður við fastgengi eru aukin viðskipti við útgáfuríki stoðmyntarinnar. Þótt stoðmyntin hækki eða lækki í verði, hefur það engin áhif á viðskipti á því myntsvæði. Viðskiptahalli getur ekki orðið vandamál, ekki frekar en viðskipti á milli Kópavogs og Keflavíkur. Að auki erum við að tala um alþjóðlegan gjaldmiðil sem notaður væri sem stoðmynt og því auðskiptanlegur í aðra gjaldmiðla.
Ef innkaup frá ESB verða óhagkvæm vegna lækkunar stoðmyntarinnar, þá færast innkaupin einfaldlega til annara ríkja. Viðskiptahalli er ekkert vandamál í svona umhverfi. Þetta kerfi hefur verið prófað við margskonar aðstæður og ekki er vitað af neinu tilviki þar sem það hefur farið í þrot, eins og er daglegt brauð þar sem seðlabankarnir ráða ríkjum.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 11.4.2013 kl. 16:08
Loftur - "Með fastgengi er hagkerfi Íslands í reynd orðið hluti af hagkerfi þess ríkis sem gefur út stoðmynt myntráðs, eða þann gjaldmiðil sem notaður er."
Nei, það stenst ekki - evrusinnar héldu frammi sama hlut á sl. áratug, að aðild að sameinuðum gjaldmiðli þíddi að viðskiptajöfnuður skipti ekki máli lengur.
Þvert á móti er hann algert lykilatriði í báðum tilvikum. Og slæmt að þú neitir að horfast í augu við þetta.
En jöfnuðurinn er hvorki meira né minna en grundvallarveikleiki hugmyndarinnar um - fastgengi.
Fastgengi fellur alltaf á Íslandi vegna vanda sem skapast frá ójafnvægi í jöfnuðinum gagnvart útlöndum.
Að sjálfsögðu verðu það svo áfram, að jöfnuðurinn sé lykilatriði.
Það er því gersamlega óviðkomandi að við notum t.d. dollar. Það þíðir ekki að við séum orðin hluti af þeirra hagkerfi - í sama skilningi og við værum fylki í Bandar.
Fylki í Bandar. þ.e. rétt, að jöfnuður er minniháttar atriði.
En þ.e. vegna þess, að alríkið í Bandar. beitri margvíslegum aðgerðum í gegnum skattakerfi, til að styðja við svæði sem einhverra hluta vegna láta undan síga.
Með öðrum orðum - standa ekki undir sjálfu sér.
En ójöfnuður gagnvart útlöndum er ekkert annað en það, að landið standi ekki undir sjálfu sér.
----------------------
Málið er einfaldlega það, að ef fjármagnsflæði er nettó neivkætt frá Íslandi.
Minnkar heildarfjármagn á Íslandi smátt og smátt.
Ef v. værum fylki í Bandar, þá fengjum við peninga frá Alríkinu ef v. værum í vanda.
En því er ekki að heilsa þ.s. við erm sjálfstætt ríki - ekki fylki í nokkru öðru.
Þess vegna réttir enginn okkur peninga - til að rétta af neikvætt flæði af því tagi sem neikvæður viðskiptajöfnuður er.
----------------------
Hann þíðir hvorki meira né minna, að sífellt minna yrði af peningum í landinu - þ.e. ef haldið er fast í regluna um það að dollar verði að vera á móti krónu. Þá yrði að minnka magn króna taka þær úr hagkerfinu eftir því sem dollar minnkar, ef nettó útstreymi er viðvarandi vandamál.
Annars minnka einungis dollarar, en þá rofnar reglan um dollar á móti krónu.
Það væri einungis spurning um tíma - hvenær nettó útstreymi myndi leiða til þess, að erlendir byrgjar myndu ókyrrast gagnvart Íslandi.
Þ.e. taka upp kröfu um staðgreiðslu - en vegna mikillar innflutningsþarfar þarf mikið fjármagn stöðugt að vera til staðar til að tryggja innflutning.
Þá væru innflutningshöft nauðsynleg.
Þess vegna segi ég:
Hve agað peningakerfið er - í einhverjum peningafræðilegum skilningi.
Hefur engin áhrif á veruleika þann sem tengist viðskiptajöfnuði.
Vandi sem ég kalla "debit" og kredit."
Ísland þarf að eiga fyrir innflutningi - flóknara er það ekki.
----------------------
Þessu er unnt að stýra með öðrum hætti - - þ.e. sveigjanlegum launum.
Þá þarf eins og ég tek fram - mjög náið eftirlit með vöruskiptajöfnuði.
Mjög náið eftirlit með gjaldeyrissjóðnum. Í tilviki myntráðs er sá sjóður bundinn innan þess.
Svo þarf rauð strik þ.e. eitthver viðmið um viðskiptahalla sem krefst launalækkana.
Og það þarf fyrirfram samkomulag við stéttafélögin, um það atriði - að slíka lækkanir fari fram eftir þörfum.
Á móti komi þ.s. mætti kalla blá strik, þ.e. ef afgangur af utanríkisviðskiptum verður umfram tiltekið viðmið. Þá komi launahækkun til.
Þannig að kerfið virki ekki bara í aðra átt.
-------------------
Að mínum dómi getur engin tegund af fastgengisstefnu virkað á Íslandi nema að e-h í þessa átt sé framkvæmt.
Sama á við um upptöku annars gjaldmiðils.
Einungis það að vera áfram innan krónu - gerir slíka stjórnun óþarfa. Þ.s. krónan stýrir jöfnuðinum með sjálfvirkum hætti í gegnum það að falla algerlega óhjákvæmilega þegar gengur á gjaldeyrissjóð.
------------------------------------
Varðandi bankamál, er að sjálfsögðu hægt að hafa það þannig að ekkert innistæðutryggingakerfi sé viðhaft.
Þ.e. módel sem alveg er íhugunar vert.
Það myndi leiða til flr. en smærri banka.
Á hinn bóginn, þá þarf ekki það að vera þannig að trygging Seðlabanka þíði að bankar verði aldrei gjaldþrota - tilgangur hennar væri fyrst og fremst það að tryggja að það verði aldrei tap á innistæðum.
Þá væri innistæðufé 100% öruggt. Inngrip geta verið í stigum þ.e. neyðarlán fyrsta stig ef banki er í vanda en enn fær um að komast hjá falli án frekari aðstoðar. Það eru síðan mögulegar útfærlsur á því hvað næsta stig skal vera - það getur verið gjaldþrot viðkomandi banka, að inngrip séu einungis þau að færa viðkomandi innistæður inn í annað fyrirtæki, eins og gert var með innistæður SpKef sem lagðar voru inn í Landsbanka en Landsbanki látinn fá fjármagn á móti.
Með þessu fyrirkomulagi, er ekki verið að verja þá sem lánuðu viðkomandi banka. Þá fá þeir einungis greitt úr þrotabúinu. Ekki heldur hluthafa.
Einungis innistæðuhafa - í þessu tilviki allar innistæður.
Þá er hugsunin að aldrei verði tap á innistæðufé, það sé algerlega öruggt. Þannig tapi þá ekki almenningur sínu fé - ekki fyrirtæki - eða hver annar.
Þá er mjög óverulegt hagkerfistjón af falli viðkomandi banka. Það er ekki endilega nauðsynleg framkvæmd eins og Steingrímur J. framkv. þetta að láta í því tilviki Landsb. fá skuldabréf á ríkið á móti innistæðunum. Allt eins, getur Seðlabankinn einfaldlega prentað eigið fé á móti þeim innistæðum - þ.e. látið þeirri bankastofnun í té eigið fé með þeim hætti.
Einhver aukning verðbólgu getur af hlotist. Á móti engin vaxtagjöld fyrir ríkið. Verðbólga veldur almenningi einhverjum kostnaði en í staðinn fær hann það algera öryggi að tapa aldrei innistæðum. Vita að alltaf sé sitt fé tryggt.
Í þessu liggur þá þannig enginn óeðlileg hvatning fyrir banka þ.e. þeir eru ekki ofvarðir.
Ekki heldur þeir sem lána þeim, né þeir sem leggja þeim til hlutafé.
-------------------------------
Það er óhjákvæmilega umtalsvert kostnaðarsamt að fá ekki sitt fé strax sbr. að fá það eftir 4 ár.
Þó menn fái það á endanum - geti fræðilega selt rétt sinn með afföllum. Og fengið fé strax.
Í þessu kerfi væru innistæður ekki heldur öruggar. En hafðu eitt í huga!
Þ.s. þú ert að tala um að bankar fjármagni sem með útgáfu skuldabréfa.
Væru kaupendur fyrir bragðið líklegir að krefjast mjög hárra vaxta, því þeir þurfa þá að reikna með þeim möguleika að bankinn fellur, þá fá þeir greitt einungis þegar innistæður hafa fengið sitt sem verulega eykur líkur á að þeir fái ekki neitt greitt.
Við þessar aðstæður yrðu innistæður ekki áhugaverðar fyrir banka, því þær hækka þeirra fjármögnunarkostnað.
Svo þeir myndu bjóða upp á ákaflega óhagstæð kjör - fyrir þá sem vildu varðveita fé á reikningum sem teljast vera innistæður með rétt á forgangi í þrotabú.
Á hinn bóginn, myndu þeir bjóða miklu mun hagstæðari kjör til þeirra sem væri til í að fara inn á sparnaðarreikninga sem væru ekki með slíkan forgangsaðgang, þá bundinn sparnað af einhverju tagi.
Þeir myndu með öðrum orðum - stýra mjög ákveðið fólki inn á slík sparnaðarform.
Sem myndi grafa undan þeim tilgangi hjá þér - að verja innistæður.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.4.2013 kl. 21:02
Einar, líklega það eina sem ESB-sinnar fara rétt með, er einmitt þetta:
Ég hef ekki haldið fram, að myntráð leysi allan vanda, hins vegar hef ég sagt að myntráð leysi fullkomlega þau verkefni sem því er ætlað að leysa. Eins og ég hef bent á, þá verður fastgengi komið á með tvennu móti: með myntráði og með upptöku erlends gjaldmiðils. Til einföldunar er því ráðlegt að ræða um upptöku erlends gjaldmiðils, sem lögeyris á Íslandi.
Yrði viðskiptajöfnuður eitthvað sérstakt vandamál ef Ísland hefði USD sem lögeyri? Ég fæ ekki séð að það yrði og þyrfti ekki að koma til einhverjar hjálpar-aðgerðir frá Stóra bróður. Auðvitað verður hagkerfið að aðlagast öðrum aðstæðum en ríkt hafa hérlendis í nærstum 100 ár.
Eins og þú viðurkennir yrði viðskiptajöfnuður ekki vandamál, því að Ísland verður eins og fylki í Bandaríkjunum. Ef tekjufall verður við fastgengi, þá verður auðvitað að leysa þann vanda og það er hægt að gera með margvíslegum aðgerðum.
Tekju-rýrnun verður að sjálfsögðu að mæta með útgjalda-rýrnun, þetta er augljóst mál og þarfnast ekki langrar umræðu. Nákvæmlega þetta skeður á afmörkuðum svæðum innan hagkerfis, hvort sem við erum að tala um bæjarfélag á Íslandi eða fylki í Bandaríkjunum. Síðasta úrræði í erfiðri stöðu væri að breyta um fyrirkomulag og það er ekki mjög flókið, en yrði að gera í sátt við þjóðina.
Ein þeirra aðgerða sem ég tel sjálfsagt að viðhafa, er að safna í varasjóð til mögru áranna. Þetta er mjög auðvelt á Íslandi, því að þrátt fyrir allt er landið auðugt og getur hæglega lagt fjármuni til hliðar. Þess vegna vísa ég á bug allri gagnrýni á fastgengi. Kostirnir eru miklir og hugsanlegir gallar eru fáir og auðleysanlegir.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 12.4.2013 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning