Björgunarprógramm Portúgals komið í hugsanleg vandræði!

Það virðist hafa opnast smávegis Pandóru box út af ákvörðun Stjórnlagadómstóls Portúgals frá því um daginn, sem ég sagði frá: Stjórnarskrárdómstóll Portúgals ógildir sumar af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnar Portúgals!.

  • Næsta greiðsla virðist a.m.k. tefjast - en Þríeykið svokallaða vill fá tíma til þess að meta tillögur ríkisstjórnar um nýjar sparnaðaraðgerðir sem koma eiga í stað þeirra sem Stjórnlagadómstóllinn ógilti.
  • Síðan stóð til að lengja í neyðarlánum þeim sem Portúgal hefur fengið, þ.e. lenging um 7 ár, miðað við núverandi gjalddaga 2017 og 2021. Einkum hafa fulltrúar Framkvæmdastj. áhyggjur af gjalddaganum 2017. Vegna stærðar greiðslunnar sem þá skal fara fram. 
  • En skv. áætlun endar björgunarprógrammið 2014 ca. um mitt ár. Og þá skal Portúgal standa undir sér sjálft - en skv. áætlun stendur samt til að Portúgal fari að fjármagna sig a.m.k. að hluta á þessu ári skv:

"Portugal is scheduled to regain full access to international debt markets by September this year, ahead of bond redemptions totalling €5.8bn due in that month. Redemptions of €13.8bn follow in 2014 and €13.4bn in 2015."

Portugal may face delay to bailout funds

 

Menn óttast að tímasetningarnar raskist!

En líkur eru á því að ákvörðun um framlengingu lána - a.m.k. tefjist einnig.

Það getur skipt töluverðu máli fyrir sölur Portúgalsstjórnar á ríkisbréfum sem fyrirhugaðar eru síðar á þessu ári.

Ef þær sölur ganga ekki eins vel og reiknað var með, getur full endurkoma inn á markaði á nk. ári, reynst vandamál.

Þá getur orðið nauðsynlegt, að sníða nýtt björgunarprógramm fyrir Portúgal.

-----------------------------

Þetta þarf ekki að ganga það langt - en greinilega hefur Stjórnlagadómstóllinn gert "björgunaráætlun" Portúgals töluverða skráveifu.

Sú skráveifa þarf alls ekki að verða að banvænu höggi fyrir það prógramm.

  • En þetta þíðir að það er orðið áhugavert - a.m.k. eitthvað áhugavert, að veita málum Portúgals smá athygli á næstunni. 
  • Það líklega mun taka a.m.k. einhverjar vikur, að sníða það Plan B sem Þríeykið verður sátt með.

Líklega eru þó mál Ítalíu - mun áhugaverðari. Enda þar ennþá stjórnarkreppa! Og mál geta endað í öðrum þingkosningum - og þá er alveg möguleiki að svokölluð "5-Stjörnu Hreyfing" mótmælahreyfing gegn pólitískri spillingu og björgunaráætlun Ítalíu. Nái jafnvel völdum.

En í dag er hún stærsti einstaki þingflokkurinn á Ítalska þinginu. Útkoma sem kom mörgum í opna skjöldu.

Ef hún nær völdum, mun opnast - öllu stærra Pandóru Box fyrir evrusvæði.

En þetta sem líklega verður vart meir en skvetta úr vatnsglasi í Portúgal.

 

Niðurstaða

Forsætisráðherra Portúgals er maður sem borin er virðing fyrir innan Evrópusambandsins, enda hefur hann gengið sköruglega til verks við niðurskurð og fram að þessu náð að mestu þeim niðurskurðarmarkmiðum sem honum hafa verið uppálagt.

Þó þær aðfarir hafi ekki vakið lýðhylli. En alls staðar í S-Evr. dregur hratt úr vinsældum aðhalds og niðurskurðaráætlananna. Eftir því sem atvinnuleysi vex - og fátækt almennings fer vaxandi.

Þess vegna fær hann líklega fyrir rest - þessa 7 ára framlengingu. Enda Framkvæmdastjórnin og Seðlabanki Evrópu - frekar "desperat" að sýna fram á að áætlanirnar séu að skila árangri.

Það sé ljós við endann á göngunum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband