5.4.2013 | 23:21
Hvað ætlar N-Kórea að gera miðvikudaginn 10. apríl?
Áhugavert frétt í Wall Street Journal, en það virðist sem að embættismenn á vegum ríkisstjórnar N-Kóreu hafi haft samband við sendiráð vestrænna ríkja. Og spurt um áætlanir viðkomandi sendiráða varðandi brottflutning frá landinu á næstunni.
Viðbrögð sendiráðsfólks eru skv. frétt á þá leið að þetta sé hluti af áróðri stjórnvalda N-Kóreu, ætlað að viðhalda spennuástandi - til þess að knýja fram tilslakanir af hálfu S-Kóreu og Bandaríkjanna.
Með öðrum orðum, reikna menn með því að stjv. N-Kóreu séu að spila sitt gamla leikrit, að keyra upp spennu - hingað til hafa slík leikrit endað með einhverri tilslökun af hálfu S-Kóreu og Bandaríkjanna.
Og hlutir hafa aftur verið rólegri um einhvern tíma. Það er skiljanlegt að menn reikni með því að verið sé að leika gamla leikritið!
Sjá frétt: North Korea Presses Embassies on Exit
Orðin sem vöktu athygli mína eru þessi!
"The U.K. said its embassy in Pyongyang had been told by officials that the North wouldn't be able to guarantee the safety of embassies and international organizations in the country in the event of conflict from April 10."
Þetta getur verið vísbending þess, að einhver aðgerð sé fyrirhuguð af hálfu N-Kóreu - þann dag.
Einn möguleikinn er, að til standi að skjóta langdrægri eldflaug þann dag, en vanalega taka skot N-Kóreu ef í hlut eiga langdrægu flaugarnar þeirra einhverja daga í undirbúningi.
En einnig hafa verið færðar til í landinu færanlegir skotpallar fyrir meðaldrægar flaugar sem þeir einnig eiga, og draga eitthvað yfir 1000 km. Líklega alla leið til Japans. Þær flaugar eru líklega mun meðfærilegri, og líklega unnt að skjóta á loft með mun skemmri fyrirvara.
-----------------------------
- Munum að heimskinginn við völd - - fyrir sl. helgi.
- Sagði upp vopnahléssamkomulaginu - - sem batt enda á Kóreustríðið 1953.
- Það hefur síðan aldrei formlega verið saminn friður - - heldur eingöngu verið til staðar þetta vopnahléssamkomulag.
- Ekki gleyma því - að skipun til sendiráða erlendra ríkja, að yfirgefa landið er "standard procedure" í undirbúningi fyrir stríð.
- Sem er atriði sem líklega sendiráðsfólkinu kom ekki til hugar - - og þ.e. a.m.k. fræðilegur möguleiki, að heimsóknirnar í sendiráðin hafi verið til að gefa þeim tækifæri til að undirbúa brottför.
- Síðan komi hin formlega skipun - síðar. Lokið og farið.
-----------------------------
Ég tek fram að það væri gersamlega órökrétt af valdaklíkunni að starta stríði.
En uppsögn vopnahléssamkomulagsins var það líka.
Það er engin leið að vita - - hvaða vitfirringa Kim Jong-un hefur safnað í kringum sig.
En þ.e. þekkt í mannkynssögunni - að það safnast viðhlæjendur sbr. "bootlickers" í kringum "absolute" stjórnendur.
Aðilar sem vonast eftir áhrifum, í gegnum það að keppast um að sleikja upp erfðaprinsinn, ef sá er ekki sjálfur sérlega skarpur - en stöku sinnum gerist það í ríkjum með einhvers konar form erfðaveldis að arftaki er ekki af skarpara taginu - þá er hættan sú að viðhlæjendurnir verði einnig ekki af skarpara taginu.
En þá hefur erfðaprinsinn ekki vit á að þekkja þá úr sem veita hollráð frá þeim sem eru einungis viðhlæjendur - - hætta sérstaklega ef erfðaprinsinn er óöruggur með sjálfan sig innst inni, samtímis að vera ekki af skarpara taginu; að hann velji þá sér til fylgilags sem eru hvað mest hástemmdir í oflofinu á honum sjálfum.
Það geti með öðrum orðum, hafa safnast upp "vitleysinganýlenda" í kringum erfðaprinsinn, sem nú er við völd.
- Sem geti skýrt afskaplega heimskulega ákvörðun - eins og þá að segja upp vopnahléinu.
-----------------------------
Í framhaldinu - ef þ.e. svo að við völd er vitleysinganýlenda, þá er engin leið að vita hve heimskulega þeir geta farið að ráði sínu á næstunni.
En þ.e. einmitt hættan í ríkjum með "absolutisma" að þá er ekkert tékk á vitleysinginn eða vitleysingana; nema að einhver utan við klíkuna rísi upp og geri uppreisn.
Eða með öðrum orðum, byltingu.
Ef ekki, gæti það vel verið svo, að liðið við völd - sé við það að starta atburðará á næstu dögum.
Sem leiði einmitt til - stríðs.
- En tilfærsla meðaldrægra flauga nær landamærunum við S-Kóreu.
- Ásamt aðvörunum til erlendra sendiráða.
- Getur verið óljós vísbending þess, að Kim Jong-un ætli að hrinda af stað einhverju, sem líklegt er til að magna spennuna frekar.
Eldflaugaskot virðast líkleg!
Líklegt að það eigi að keyra upp spennuna frekar - a.m.k.
Eftir uppsögn vopnahlésins - sem þíðir að einungis það að herirnir eru ekki að skjóta er munurinn á núverandi ástandi og stríði.
Þá er það sannarlega leikurinn að eldinum að ætla sér að - spenna ástandið enn frekar.
- En vitleysinganýlenda getur verið haldin fyrirlitningu harðstjóranna á lýðræðislegum andstæðingum sínum - - en þ.e. þekkt í sögunni t.d. 20. aldar sögu, að þeir sem þjóna harðstjórum ímynda sér að - lýðræðisríki séu "soft" þ.e. þori ekki að berjast.
- T.d. vanmat sem Hitler gerði er hann réðst á Pólland og hélt að Bretland og Frakkland, myndu aftur eins og síðast, ekkert gera. Hann myndi geta gleypt Pólland eins og hann gleypti Tékkland. Og hann þar áður gleypti Austurríki.
En S-Kórea hefur t.d. leyft N-Kóreu á sl. 4 árum að komast upp með að sökkva tundurspilli og nokkrir tugir sjóliða létu þá lífið, og að auki héldu þeir 2010 uppi stórskotahríð klukkustundum saman á S-kóreanska eyju rétt undan strönd N-Kóreu. Sem orsakaði mikið tjón án verulegs mannfalls.
En nú er nýr forseti í S-Kóreu. Sem hefur ákveðnari stefnu. Sá hefur gefið her S-Kóreu heimild til þess, að svara þegar í sömu mynnt ef það á sér stað einhver N-kóresk árás af ofangreindu tagi.
-----------------------------
Það er hugsanlegt - sérstaklega ef þ.e. vitleysinganýlenda við völd - að hún hnjóti um hina klassísku tilhneigingu harðstjóra til að vanmeta hugrekki og þrautseigju lýðræðisþjóðfélaga.
En málið með slík þjóðfélög er að þó þau séu oft deigt járn - þá á við þau eins og Hitler komst að; að deigt járn má svo hamra að það bíti.
S-Kóreumenn eru í dag bersýnilega mjög þreyttir á N-Kóreu.
Og minna líklegir en vanalega - til þess að vera eftirgefanlegir.
- Líkur á stríði hafa því líklega aldrei verið meiri á Kóreuskaganum - tja, síðan 1953.
Niðurstaða
Ég efast eiginlega ekki um það að Kim Jong-un sé líklega að leika hinn venjulega N-kóreska leik. Að keyra upp spennu í von um tilslökun.
Á hinn bóginn virðist hann leika þann leik af minni kunnáttu sbr. hin furðulega ákvörðun að segja upp vopnahléssamkomulaginu, sem í reynd hefur gerbreitt stöðunni og gert hana miklu mun hættulegri en áður.
Sem ég hef efasemdir um, að hann líklega skilji fullkomlega muninn á, og því ástandi sem hefur verið til staðar hingað til - inn í þetta getur blandast "contempt" eða fyrirlitning hrotta eða harðstjóra gagnvart mjúkum lýðræðisríkjum sem sást stað í nokkrum þekktum tilvikum á 20. öld - en fyrri viðbrögð geta hafa alið á slíkum hugsunum.
En fram að þessu hefur N-Kórea í nokkur skipti komist upp með, að keyra upp spennu. Og fá að launum pening eða tilslökun. Að auki komist upp sl. 4 ár með það að sökkva S-kóreönskum tundurspilli sem drap tugi sjóliða og það að skjóta í nokkrar klukkustundir á S-kóreanska eyju.
Hugsunin - þeir munu aldrei þora að gera neitt. Getur ráðið för!
En það leiddi til sögulegs misreiknings Hitlers - er hann hélt að hann gæti tekið Pólland án stríðs við vesturveldin.
En málið er, að lýðræðisþjóðfélög hafa stál undir niðri, sem þarf þó gjarnan að hafa nokkuð fyrir að kalla fram, sbr. "svo er unnt að hamra deigt járn að það bíti" - og viðbrögð S-Kóreu nú virðast önnur en þau vanalegu.
Sbr. ákvörðun forseta S-Kóreu að heimila hernum, að bregðast við sérhverri árás án tafar.
Það eru skýrar vísbendingar um það - að S-Kóreumenn sjálfir séu komnir á nokkuð stuttan kveikiþráð gagnvart N-Kóreu.
-----------------------------
Niðurstaðan er sem sagt sú - - að stríðshættan hafi ekki verið meiri síðan 1953.
Og alls óvíst að hinn ungi leiðtogi N-Kóreu geri sér nokkra grein fyrir því.
Hann muni því hugsanlega - - hrasa inn í styrjöld! Sem hann í reynd ætlaði ekki að starta
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.4.2013 kl. 01:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er hann ekki að draga í land - um daginn sagði hann 1-2 daga
Rafn Guðmundsson, 6.4.2013 kl. 00:18
Eigum við ekki að segja, að ágiskun eins sé eins góð og hvers annars.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.4.2013 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning