Japansbanki hleypir af stokkunum öflugri prentunaraðgerð!

Ég er með yfirlýsingu Seðlabanka Japans - hérna - en þetta virðist vera róttæk aðgerð. En talað er um að 2-falda peningamagn í Japan á 2. árum. Að auki ætlar Japansbanki að kaupa mikið af ríkisbréfum ekki bara ný heldur einnig á markaði, og þá koma allt að 40 ára bréf til greina. Ekki síst, ætlar Japansbanki að kaupa bréf í hlutabréfasjóðum, sem og sjóðum sem eiga viðskipti með fasteignir - - þannig hækka verðlag bréfa í slíkum sjóðum í von um að það glæði eftirspurn almennt eftir eignum.

  • "The Bank of Japan will conduct money market operations so that the monetary base will
    increase at an annual pace of about 60-70 trillion yen." 
  • "Under this guideline, the monetary base -- whose amount outstanding was 138 trillion yen at end-2012 -- is expected to reach 200 trillion yen at end-2013 and 270 trillion yen at end-2014"
  • "With a view to encouraging a further decline in interest rates across the yield curve, the
    Bank will purchase JGBs so that their amount outstanding will increase at an annual pace
    of about 50 trillion yen."
  • "With a view to lowering risk premia of asset prices, the Bank will purchase ETFs and
    Japan real estate investment trusts (J-REITs) so that their amounts outstanding will
    increase at an annual pace of 1 trillion yen and 30 billion yen respectively."
  • "The Bank will continue with the quantitative and qualitative monetary easing, aiming to
    achieve the price stability target of 2 percent, as long as it is necessary for maintaining
    that target in a stable manner. It will examine both upside and downside risks to
    economic activity and prices, and make adjustments as appropriate."
  1. Eins og sést af þessu, ætlar Japansbanki í reynd að lána ríkinu 50tl.yen á ári.
  2. Það ætti að vera nóg til að fjármagna verulega viðbót við framkvæmdir á vegum japanska ríkisins, sem líklega verður ætlað að örva hagkerfið.
  3. Það verður þó að koma í ljós akkúrat hvaða - en þ.e. ekki eins og að Japan skorti vegi eða brýr eftir framkvæmdagleði 10. áratugarins.
  4. Sem segir ekki að japanska ríkið geti ekkert gert - en það þarf þá líklega frekar að vera e-h annað, tja - ef ég velti fyrir mér vanda. Þá er líklega erfiðasti vandi Japans um þessar mundir. Orkumál.
  5. En eftir mjög stórt kjarnorkuslys sem fólk ætti enn að muna eftir, var flestum kjarnorkuverum lokað í Japan. En það hefur orsakað þann galla - - að innflutningur Japans hefur aukist mjög að verðmætum, sem hefur þurrkað út viðskiptaafgang þann sem Japan hefur verið vant að viðhalda.
  6. Eitthvað þarf að gera til frambúðar, til að leysa orkuvanda Japans. Aðkallandi vandi.
  1. Auðvitað verður ekki litið framhjá markmiðinu að auka verðbólgu.
  2. Það kemur sjálfsagt einhverjum á óvart, að Japansbanki vilji auka á hana.
  3. En vandi Japans síðan japanska bóluhagkerfið sprakk haustið 1989, hefur verið - efnahagstöðnun, sem Japan hefur ekki tekist almennilega að losna út úr.
  4. En með því að auka verðbólgu - - þá getur a.m.k. fræðilega náðst það markmið, að japanskur almenningur fari að eyða sínu sparifé.
  5. Að auki, getur fræðilega einnig náðst það markmið, að japönsk fyrirtæki sem eiga mikið af peningum, sjái einnig hag í því að verja því til einhvers.
  6. En í ástandi mjög lágrar verðbólgu - jafnvel verðhjöðnunar þ.e. ýmist smávegis neikvæð verðbólga eða mjög - mjög lág. Þ.e. á bilinu 0-0,5% t.d. Þá er hlutfallslega hagstætt að einfaldlega - - eiga peninga. Sitja á þeim.
  7. Ef það á einnig samtímis við, að virði eigna sé stöðugt eða fallandi frekar en hitt - - verður enn hagstæðara hlutfallslega að sitja á sínum peningum. 
  8. En slíkt ástand - - ýtir undir hagkerfisstöðnun.
  1. Eins og þið sjáið, þá ætlar Japansbanki að hækka hlutabréfaverð sem og sem og eignaverð.
  2. Það skal skoðast í samhengi við aðgerðina - að hækka verðbólgu.
  3. En ef samtímis verðbólga er hækkuð svo það verður síður áhugavert að sitja uppi með virðisrýrnandi fé, og stuðlað er að því að virði hlutabréfa fari í hækkunarferli sem og eignaverð almennt.
  4. Þá virðist kannski eða a.m.k. fræðilega unnt, að sannfæra almenning um að fjárfesta í fyrirtækjum sem og eignum.
  5. Og í samhenginu, er líklega vonast til þess að fyrirtæki einnig muni sjá sér hag í því að nota frekar jenin sín heima fyrir, fara að fjárfesta í einhverju nýju í Japan - - ef slík uppsveifla í verðum á eignum, verðum á hlutabréfum á sér stað samtímis því að verðbólgan hvetur þau til að a.m.k. nota jenin frekar en að sitja á þeim.

Bank of Japan in Bold Bid for Revival

Kuroda Jolts Japan's Markets

Kuroda takes markets by storm

 

Ég óska Seðlabanka Japans og ríkisstjórn Japans velfarnaðar í tilraun þeirra til að endurvekja japanska hagkerfið!

Þessi aðgerð Japansbanka mun einnig hafa margvísleg hliðaráhrif, ekki síst að virðisfella jenið gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Þetta er því einnig tilraun til að lækka gengi jensins, þannig skapa japönskum fyrirtækjum bætta samkeppnisstöðu gagnvart fyrirtækjum frá 3-löndum.

Áhugavert að skoða þessa ákvörðun í samhengi við vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu!

Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 4 April 2013

  1. Jamm - vextir óbreyttir. 9. mánuðinn í röð eru vextir Seðlabanka Evrópu 0,75%. 
  2. "ECB" stundar ekkert "QE."

En mín skoðun er að réttmætt sé að sjá "kaup" seðlabanka á ríkisbréfum og ýmsum öðrum bréfum, fyrir prentað fé.

Sem "neikvæða" vexti.

En þetta er viðbótar losun peningastefnu, ofan á það að setja vexti niður á "0."

------------------------------

Þetta þíðir að allt í einu er evran með mun stífari peningastefnu en Japansbanki viðhefur.

Í dag eru "US Federal Reserve" og "Bank of England" einnig á fullu að prenta.

Þó Mario Draghi tali enn á þeim nótum, að "accomodative" peningastefna hans muni örva hagkerfið í Evrópu.

Þá sést það vel af þróun gengis gjaldmiðla, hvort stefna "ECB" sé lin eða ekki, sé líkleg til að örva eða ekki.

  • "The BoJ’s moves helped push Japanese equities sharply higher, with the Nikkei 225 Average jumping 2.2 per cent.
  • The dollar, meanwhile, rose 3.4 per cent against the yen, and the euro gained more than 4 per cent against the Japanese currency."

4% hækkun evrunnar gagnvart jeni á einum degi. Það er nokkuð stór sveifla fyrir þessa risagjaldmiðla. En það verða örugglega frekari hækkanir á evrunni á móti jeninu.

Þetta þíðir - að samkeppnisstaða evrópskra fyrirtækja gagnvart japönskum keppinautum, mun versna.

Og Draghi talar enn um það, að aukin eftirspurn í Asíu og Bandaríkjunum - eigi að lyfta Evrópu upp.

Þó er hann að horfa á það að evran hefur stigið verulega gagnvart helstu heimsgjaldmiðlum umtalsvert á tæpu ári, sem vinnur gegn því - - að draumurinn um útflutningsdrifinn hagvöxt komi til með að virka.

Enda bólar hvergi á hinum meinta hagvexti sem Draghi er stöðugt að rembast við að spá, að sé á næsta leiti.

Eftirfarandi orð Draghi voru áhugaverð!

"In the coming weeks, we will monitor very closely all incoming information on economic and monetary developments and assess any impact on the outlook for price stability. It is essential for governments to intensify the implementation of structural reforms at national level and to strengthen euro area governance, including the implementation of the banking union. They should also build on progress made in fiscal consolidation and proceed with financial sector restructuring."

"We are also closely monitoring money market conditions and their potential impact on our monetary policy stance and its transmission to the economy. As said on previous occasions, we will continue with fixed rate tender procedures with full allotment for as long as necessary."

Fjöldi fréttarýnenda á erlendum fjölmiðlum, vill meina að í þessum orðum. Liggi óljósar vísbendingar þess efnis, að Draghi sé a.m.k. - íhuga frekari losun peningastefnu Seðlabanka Evrópu í framtíðinni.

En Draghi og aðrir stjórnarmenn Seðlabanka Evrópu, hljóta að verða orðnir nokkuð uggandi um þann hagvöxt, sem þeir eru ítrekað að spá á þessu ári.

T.d. þessi frétt: ECB's Draghi Hints at Rate Cuts to Revive Growth

Ég leyfi fólki að draga sínar eigin ályktanir! En vel má vera að fréttarýnendur séu ívið að oftúlka!

 

Niðurstaða

Það stendur virkilega til í Japan að koma málum af stað á ný. Eftir löng ár stöðnunar. Mun það takast? Hef ekki hugmynd. En a.m.k. stefnir í að gerð verði virkilega "góð tilraun." 

En ég get vel keypt það, að sú hugmynd Japansbanka að auka verðbólgu samtímis að bankinn kaupir bréf í hlutabréfasjóðum sem og sjóðum sem eiga húseignir - geti stuðlað að því að almenningur sem og fyrirtæki; fari að fjárfesta á ný í Japan.

En þ.e. galli umliðinna 2-ja áratuga í Japan. Að Japanir hafa verið að fjárfesta í öðrum löndum. En ekki heima fyrir. Hafa setið á sístækkandi sjóðum jena, án þess að það fé væri að vinna fyrir hagkerfið.

Það er að auki sá vandi, að skuldastaða japanska ríkisins mun vart skána - nema að aukinn hagvöxt komi til. 

-------------------------

Á meðan verður það enn meira áberandi. Hve gersamlega ólíkt Seðlabanki Evrópu hefst að, í samanburði nú einnig við Japansbanka en ekki síst Seðlabanka Bandar. sem og Bretlandseyja.

En ef Seðlabanka Evrópu væri beitt með svipuðum hætti og t.d. "US Federal Reserve" þá væri hann með virkum hætti, að stuðla að lækkun vaxta í S-Evrópu. Til að hjálpa hagkerfunum þar að komast út úr kreppunni. Það getur hann t.d. gert með því, að kaupa upp slæm lán banka í S-Evr.

Með öðrum orðum, með því að hefja "QE." Samtímis væri evran ívið lægri gagnvart dollarnum, pundinu og jeninu. Og því samkeppnisstaða evr. atvinnulífs að sama skapi skárri.

Lagt saman væri það a.m.k. hugsanlegt að Evrópa gæti hafið sig upp í niðursveiflunni. Það auðvitað þíddi töluvert hækkaða verðbólgu í N-Evr. Kannski svo háa sem t.d. 6%. En í staðinn hætti þá líklega smám saman hjöðnunin í S-Evr.

Yfir nokkur ár, myndi hærri verðbólga í N-Evr. en Suður leiðrétta samkeppnishæfnisvanda S-Evr. ríkja gagnvart N-Evr. ríkjum.

Deilan um peningastefnuna innan evrusvæðis mun örugglega halda áfram að magnast - en N-Evr. ríkin standa gegn slíkum breytingum. Meðan að S-Evr. ríkin hrópa stöðugt hærra á þær.

Og þegar ljóst verður líklega síðar í ár - að það virkilega er ekki að verða neinn viðsnúningur. Þá mun sú deila magnast enn meir.

Eitthvað þarf að láta undan - - svo ekki verði "sprenging" af einhverju tagi innan samstarfsins um evruna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband