Stefnir í pólitíska ringulreið á Ítalíu?

Á Ítalíu er búið að vera pólitísk pattstaða síðan í kosningunum í febrúar. 3 stórir flokkar eru nú í dag á þingi. Það er Hægri Fylking Berlusconi. Vinstri Fylking Bersani. Síðan er það mótmælahreyfing Beppe Grillo kölluð 5-Stjörnu Hreyfing.

  1. Til að einfalda málið, þverneitar 5-Stjörnu Hreyfingin að vinna með "gömlu spilltu flokkunum" og vill aðrar kosningar, sem fulltrúar hennar telja að þeir vinni. Dreymir um að komast til valda. Og hrinda í verk sinni pólitísku byltingu.
  2. Berlusconi er tja Berlusconi, eins ótraustverðugur og ótrúverðugur og hingað til, eins spilltur og hingað til. En hann hefur lagt til að Hægri Bandalagið og Vinstri Fylkingin myndi stjórn saman. Kaldhæðnir analistar segja, að Berlusconi leggi þetta tilboð fram í áróðursskyni eingöngu. En hann reikni aldrei með því að því verði tekið. Að hann þurfi að standa við það. Læt það liggja milli hluta
  3. Vinstri Fylking Bersani, tja - segist ekki taka í mál að mynda stjórn með Berlusconi. Og hefur undanfarið verið með tilraun til þess að sannfæra 5-Stjörnu Hreyfinguna um það, að umbera minnihlutastjórn sem flokkur Bersani myndi mynda. Nú, fræðilega getur það virkað ef 5-Stjörnu Hreyfingin situr alltaf hjá þegar greitt er atkvæði um vantraust. Þ.s. Vinstri Hreyfingin hefur ívið fleiri þingmenn heldur en Hægri Fylking Berlusconi. En í vikunni fyrir páska. Varð ljóst að þessar tilraunir hafa runnið út um þúfur. Og talsmaður 5-Stjörnu Hreyfingarinnar áréttaði afstöðu hennar, þess efnis að ekki komi til greina að styðja slíka stjórn með nokkrum hætti. Að ef Bersani reyndi að lýsa slíka myndaða. Myndu þingmenn 5-Stjörnu Hreyfingarinnar fella hana þegar.
  1. Bæti einu við. Að flokkarnir 3 eru sammála um eitt. Að hafna því að embættismannastjórn væri sett á fót.
  2. Svo eitt enn. Að Napolitano forseti sem er 87 ára, en víst enn klár í kollinum, hans tímabil sem forseti klárast þann 15. maí nk.
  • Vandinn er sá, að á Ítalíu er það hlutverk þingsins að kjósa forseta.
  • Og nú er það svo klofið að mjög ólíklegt er að það sé fært um að skipa nýjan.
  • Ég veit ekki hvað gerist á Ítalíu - ef tímabil forseta rennur út. Og enginn er skipaður í stað Napolitano. Ég meina - ég veit ekki hver þá hefur þingrofsvald.

Italian president at center of storm as deadlock continues

Italy’s president moves to break election deadlock

Ég veit ekki hvort þetta þíðir að stjórnlagakrísa er framundan á Ítalíu.

Hitt er víst, að Napolitano lýsti yfir nú fyrir helgi, að hann ætlaði sér að gera úrslita tilraun til að mynda nýja stjórn - líklega að láta reyna á það hvort unnt sé að fá þá Bersani og Berlusconi að vinna saman - það væri ekkert hæft í orðrómi þess efnis að hann ætlaði að hætta áður en kjörtímabil hans klárast.

En Bersani fyrir kosningar sagði í vitna viðurvist, að ef það gerist að ekki sé möguleiki að mynda meirihluta án Berlusconi, kjósi hann frekar - aðrar kosningar.

En þ.e. ljóst að menn óttast - > 5 Stjörnu Hreyfinguna!

 

Niðurstaða

Pólitíska krísan á Ítalíu hefur fallið dálítið í skuggann undanfarið. Vegna annarra atburða. En mér virðist það stefna í aðrar þingkosningar. En kannski verður mynduð þessi samflokka stjórn Berlusconi-Bersani. En ljóst er að Bersani fyrirlítur Berlusconi líklega af fullkominni einlægni. Það verður að auki erfitt fyrir hann að kyngja fyrri yfirlýsingum. Að alls ekki komi til greina að mynda stjórn með honum. Ef þ.e. eini valkosturinn, þurfi að kjósa aftur. 

En uppgangur 5-Stjörnu Hreyfingarinnar, setur ákveðinn beyg að mönnum. Og það verður að segjast. Að það getur vel verið. Að fylgi hennar aukist. Ef kosið verður aftur.

Ef hún kemst til valda. Beppe Grillo getur ekki orðið þingmaður, en kannski getur hann orðið ráðherra. Hann hefur verið með stórar yfirlýsingar um að hreinsa duglega út. Skófla út þessu spillta liði. Friðsöm bylting eiginlega.

Ef mótmælahreyfing af slíku tagi kemst til valda á Ítalíu. Hvað gerist þá?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áfram heldur spennan að hlaðast upp á Kóreuskaga.

South Korea vows fast response to North; U.S. deploys stealth jets

Nú hefur herstjórn og forseti S-Kóreu, veitt svæðisyfirmönnum hersveita heimild til þess að svara árásum handan línunnar sem skiptir löndunum í Suður vs. Norður, án þess að þurfa að fá til þess sérstaka heimild yfirherstjórnar í hvert sinn.

Hætta - atburðarás getur farið af stað, sem yfirmenn beggja herja. Í reynd ætluðu sér ekki að starta. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.4.2013 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband