Kýpurbúar munu ekki geta keypt af erlendum netverslunum!

Það hafa verið að koma upplýsingar um hverskonar takmarkanir munu felast í höftum á flæði peninga út úr Kýpur. Óneitanlega mjög sérstakt að evrusvæði virðist hafa ákveðið að umbera að slíkt fyrirkomulag sé sett á fót í aðildarlandi evru. Þó það augljóst stríði gegn reglum svokallaðs 4-frelsis. Og um sjálft gjaldmiðilssamstarfið um gjaldmiðilinn evru.

Cyprus Braces for Bank Openings

Cyprus to limit cash, credit-card use abroad

Cyprus unveils severe capital controls

  • Ef út í það er farið - hlýtur eiginlega að vera unnt að kæra höftin t.d. til Evrópudómstólsins.
  • En til þess að geta kært, þarf viðkomandi að lenda í því persónulega, að höftin bitni á viðkomandi. En það ætti að vera nóg framboð af slíku fólki!
  • En það getur verið mjög forvitnilegt að vita, hver eru mörk svokallaðs "neyðarréttar" - vs. þær reglur sem í gildi eru.

Lýsing á höftunum:

  1. "depositors will be limited to credit card transactions of up to €5,000 per month..."
  2. "...and will be able take a maximum of €3,000 of bank notes out of the country per trip."
  3. "As part of the new curbs, Cyprus will not allow any cheques to be cashed..."
  4. "Cypriot importers will be allowed to pay for goods only after showing supporting documents,..."
  5. "Cypriot students studying abroad will be able to receive only up to €10,000 a term, and only if the money is transferred by their immediate family."
  6. "(controls) will suspend electronic transactions from Cyprus to foreign countries, according to officials who described the decree to The Wall Street Journal. Such controls would prohibit anything from bank transfers to online shopping."
  7. "The measures will be in place for a week starting Thursday, according to the decree. That timeline will be revisited weekly to account for the latest deposit flight, according to one Cypriot official, who indicated that the controls could last well into the future."

Samkvæmt þessu:

  1. 797.000 kr. skv. núverandi gengi evru gagnvart krónu, er heimild hvers korthafa per mánuð.
  2. 478.200 kr. er þá sú upphæð sem heimilt er að taka með sér í farareyri til útlanda.
  3. 1.594.000 kr. er sú upphæð sem námsmaður má fá sendan til sín per misseri.

 

Mér finnst þetta merkilega rúmar heimildir!
  • Ekki síst vegna þess, að ef eins og útlit er fyrir að innstreymi fjármagns í tengslum við bankakerfið mun alfarið hætta.
  • Þá er ekki um mjög grösugan garð að ræða, hvað aðrar gjaldeyristekjur varðar.
  • Þ.e. fyrst og fremst, ferðamennska að öðru leiti.
  1. Ekki eins og á Íslandi - - að einnig er til staðar gjöful gjaldeyrisskapandi auðlind; fiskveiðar. Ekki má heldur gleyma orkufrekum iðnaði.
  2. Að auki er Kýpur allt í einu orðið töluvert skuldugra gagnvart útlöndum en Ísland.
  • Þannig að mér myndi ekki koma á óvart, að þegar heimildirnar verða endurskoðaðar, verði þær fljótlega - þrengdar.
  • En skv. fréttum, þarf að endurnýja þær vikulega.
  • Og þá er væntanlega í hvert sinn, tækifæri að endurskoða.

 

Síðan varð peningaleki á Kýpur!

Money fled Cyprus as president fumbled bailout

Cypriot Parliament Investigating Capital Flight

  1. "No one knows exactly how much money has left Cyprus' banks, or where it has gone.
  2. "The two banks at the center of the crisis - Cyprus Popular Bank, also known as Laiki, and Bank of Cyprus - have units in London which remained open throughout the week and placed no limits on withdrawals. "
  3. "Bank of Cyprus also owns 80 percent of Russia's Uniastrum Bank, which put no restrictions on withdrawals in Russia. Russians were among Cypriot banks' largest depositors."

Samkvæmt þessu virðist hafa verið mögulegt fyrir aðila í Bretlandi og Rússlandi, að taka út peningana sína - liðlanga sl. viku.

Þegar bankarnir voru harðlega lokaðir á sama tíma á eyjunni Kýpur.

---------------------------------

Þetta er áhugavert einnig vegna þess - - að ef verulegt fjármagn fór þessa dagana í gegnum þessar 3-gáttir?

Þá verður minna til skiptanna, þegar kemur að því að redda greiðslum til þeirra innistæðueigenda, sem skv. reglum ESB um innistæðutryggingar; eiga að fá tryggt lágmark að upphæð 100þ.€.

  • Ef það kemur í ljós að ekki er mögulegt að tryggja greiðslur lágmarkstryggingar - nema að hluta.
  • Þá getur það framkallað - ótta innistæðueigenda t.d. á Möltu, sem einnig hefur risabankakerfi miðað við eigið hagkerfi eða a.m.k. 7 þjóðarframleiðslur að umfangi.
  • Maður getur séð Maltverja og erlenda aðila sem eiga fé þar, verða hrædda - og það hefjist áhlaup á bankana þar.
  • Og Malta verði snögg-gjaldþrota, með svipuðum hætti og nú Kýpur!

Svo ef á Möltu einnig myndi koma í ljós, að lágmarksinnistæður eru í reynd ekki tryggðar - - gæti óttinn breiðst víðar út.

Svo er áhugaverð umfjöllun - Small states reject Cyprus comparisons

Þar er bent á Lettland, þó svo það hafi ekki risabankakerfi þá sé mjög hátt hlutfall innistæðna erlendar sbr.  - "Almost half of its total deposits – Lat6.1bn out of Lat12.5bn at the end of 2012 – came from non-residents." - Sem er mjög hátt hlutfall!

Talið líklegast að séu rússneskar innistæður fyrst og fremst, umfang bankakerfis ca. 130%.

Þó þetta sé ekki evruland ennþá - væri snöggur flótti þessara innistæðna verulegt efnahagsáfall. Gæti reynst erfitt að verja bankakerfið falli.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun haftanna sem hafa verið sett á Kýpur. Mér virðist bersýnilegt að þau verði fljótlega hert frekar. Því skuldastaða Kýpur er verri en Íslands, samtímis því að gjaldeyristekjustaða virðist óhagstæðari. Sem gefur til kynna, að líklega er verið að stilla höftin á Kýpur of rúmt fyrstu dagana.

Svo er hangandi spurning um það, hve mikið af fjármagni raunverulega flúði frá Kýpur í sl. viku?

En því meir sem flúði, því minna verður mögulegt að greiða út til þeirra innistæðueigenda, sem skv. reglum ESB eiga rétt á lágmarkstryggingu.

Ef í ljós kemur að lágmarksinnistæður voru í reynd ekki nægilega tryggðar - getur það skapað spurningar í augum innistæðueigenda í flr. löndum, þ.s. bankakerfi eru annaðhvort mjög útbólgin, eða viðkomandi lönd eru þegar í erfiðleikum; jafnvel að hvort tveggja á við samtímis.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband