24.3.2013 | 01:56
Merkel pirruð út í leiðtoga Kýpur!
Þetta hef ég eftir Der Spiegel. En ummæli höfð eftir Merkel sl. föstudag, þ.s. hún hafnar svokölluðu "plan B" stjv. Kýpur með vandlætingu. Er reyndar hlutur sem ég get tekið heilshugar undir.
En að mínu mati, voru hugmyndir stjv. Kýpur - ákaflega slæmar!
- Að þjóðnýta lífeyrissjóði Kýpurbúa, og nýta það fé til að henda í bankahítina.
- Láta þjóðkirkju Kýpur skuldsetja sig, til þess að kaupa skuldabréf útgefin af ríkinu, til þess að fjármagna hluta af þessari björgunartilraun stjv. Kýpur.
- Ekki síst, að bjóða veðsetningu á framtíðartekjum Kýpurbúa af jarðgasi sem fundist hefur undir setlögum á landgrunni Kýpur, til að fá út á það lán á móti - til að leggja í bankahítina.
Troika Reportedly Rejects 'Plan B' in Cyprus
Merkel Can't Contain Anger over Cyprus
Samkvæmt nýjustu fréttum hafa kýpversk stjv. gefið vilyrði fyrir því að samþykkja svokallaðan skatt á innistæður - eftir allt saman!
Cyprus weighs big bank levy; bailout goes down to wire
Skv. Reuters gerðist þetta á laugardag. En samningar munu halda áfram á sunnudag. Mig grunar að fréttir af samkomulagi komi líklega ekki fyrr en undir kvöldið. Síðan verði ætlast til þess að það samkomulag verði þegar lagt fyrir kýpv. þingið á mánudag - til samþykkis eða synjunar.
Eftir atburðarás sl. viku, er sjálfsagt ekki unnt að slá því föstu, að kýpv. þingið muni samþykkja hinn svokallaða "innistæðuskatt" sem það hafnaði vikuna á undan.
Á hinn bóginn, hefur atburðarás sl. viku líklega sýnt Kýpverjum fram á, að þeir líklega eiga einungis 2-kosti í stöðunni:
- Svokallaða björgun!
- Tafarlaust gjaldþrot, sem þíðir að flestum líkindum einnig, að Kýpur yfirgefur evruna.
Skv. fréttum getur hinn svokallaði "skattur" sem skv. frétt Reuters á nú eingöngu að leggjast á innistæður umfram 100þ., orðið svo hár sem 25%.
Það þarf varla að taka fram, að slíkur "skattur" er í reynd "niðurfærsla" á viðkomandi innistæðum.
Vandinn er sá að ég sé eiginlega ekki það sem raunhæfan möguleika að slík björgunaráætlun muni virka í tilviki Kýpur!
Þó svo að bankakerfið á Kýpur minnki nokkuð við þetta, þá eru rússneskar innistæður ca. 1/3 allra innistæðna.
Skv. tölum sem ég sá í sl. viku:
- Þjóðarframleiðsla ca. 18ma..
- Innistæður Rússa ca. 32ma..
- Heildarinnistæður ca. 70ma..
- Heildar útlán ca. 72ma.
- Björgunarlán 10ma..
Eins og sést, nærri 2-þjóðarframleiðslur Kýpur að umfangi.
Og þó svo að tekið væri 25% af, værum við samt að tala um ríflega þjóðarframleiðslu af innistæðum, sem algerlega örugglega mun vilja út.
Ég sé það ekki sem nokkurn möguleika, að björgun með einungis 10ma. láni geti dugað til að endurfjármagna bankana að nægilegu marki - að traust skapist.
- En vandinn er sá - að Kýpur hefur ekki nema þjóðarframleiðslu upp á ca. 18ma..
- Fyrir björgunarlán skilst mér að skuldsetning Kýpur sé nærri 90%.
- Björgunarlán bætir við ca. 60% af þjóðarframleiðslu af skuld, ofan á þau tæp 90%.
- Ég sé ekki hvernig svo snögg aukning skuldsetningar - - ásamt því að á sama tíma mun kýpv. hagkerfið falla fram af bjargbrún.
- Geti verið aðstæður sem sannfæri erlendar innistæður - að halda kyrru fyrir.
Og á sama tíma klárlega hefur Kýpur engin efni á því að skuldsetja sig - til þess að tryggja bönkunum nægilegt lausafé, svo að allt þetta fé geti streymt heilu og höldnu úr landi.
Gjaldþrot Kýpur hljóti að eiga sér stað á einhverjum tímapunkti meðan það útflæði stendur yfir.
----------------------------------
Skv. fréttum sl. föstudags samþykkti kýpv. þingið að veita stjv. heimild til þess, að leggja á gjaldeyrishöft. Sem væri mjög áhugavert ástand innan aðildarríkis evru.
En ég stórfellt efa að þau dugi til þess að stöðva leka á evrum frá Kýpur. Eftir allt saman eru evrur sem sleppa frá Kýpur um leið gjaldgengar í næsta evrulandi. Og þær líta nákvæmlega eins út.
Þetta geti þó ef til vill - teygt á dauðateyjum bankakerfis Eyjunnar. Seinkað greiðsluþroti eyjunnar.
Er þá alls engin leið að "björgun" geti virkað?
Tja, ef bankakerfi Kýpur væri heimilað að falla gersamlega í rúst. Og síðan væri veitt björgunarlán til fjármögnunar á endurreisn. Þá liti málið öðruvísi út.
En þá væri það fé sem meðan bankarnir standa uppi mun vilja út, vera fallið í glatkistuna. Og ekki lengur áhyggjuefni.
Þetta er eina leiðin sem ég sé sem fræðilegan möguleika - ef menn vilja halda Kýpur innan evrunnar.
- Allar tilraunir til björgunar sem fela í sér að bjarga bankakerfi eyjunnar annaðhvort að öllu leiti eða hluta.
- Séu dæmdar til að mistakast, og leiða til greiðsluþrots Kýpur.
En ef björgun fer fram eftir hrun hefur átt sér stað - - þá væri það hugsanlegt, að Kýpur myndi geta búið við svokallað björgunarferli - þ.e. ég á við, að dæmið væri a.m.k. ekki augljóslega minna sjálfbært en núverandi björgunarpakkar þeirra ríkja sem í dag eru að ganga í gegnum svokallað björgunarferli.
Tak fram að ég hef efasemdir um úthald þeirra þjóða!
Enda eftir allt saman ekkert enn sem bendir til þess að efnahagslegur viðsnúningur sé væntanlegur í bráð.
Ástand mála í þeim löndum er þegar orðið svo slæmt, að forstjóri Alþjóða Rauða Krossins lét hafa eftirfarandi eftir sér nýverið - : Millions of Europeans Require Red Cross Food Aid:"Yves Daccord, Director-General of the International Committee of the Red Cross, said on a visit to New Delhi on Monday that the scope of food distribution had not been at its current level since the end of World War II."
Og meðan enginn viðsnúningur er í sjónmáli, versnar það ástand áfram dag frá degi!
----------------------------------
Svo út í þ.e. farið, get ég ekki mælt með því við Kýpurbúa að þiggja "björgun" í nokkru formi meðan þeir eru enn meðlimir að samstarfi um evru!
Niðurstaða
Það er ekkert um annað að ræða en að fylgjast áfram með fréttum. Líklega gerist eitthvað markvert á sunnudag. Og ef ekki. Þá hefur Kýpur frest fram á mánudag frá Seðlabanka Evrópu. Sem mun skella í lás á kýpv. bankana. Ef ekki liggur fyrir samþykki björgunarpakka sem lýtur velþóknunar hins svokallaða "þríeykis/þrenningar."
Kýpur getur verið fyrsta aðildarlandið til að falla út úr evrunni.
Ef það gerist, mun það setja upp áhugavert fordæmi!
Um það að a.m.k. séu ekki öll aðildarlönd hennar - ómissandi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru stjórmálamenn á Kýpur ekki bara kaupa tima. Tíma til að undirbúa gjaldþrot.
Merkel er reið því hún sér að hún er búin að missa stjórnin á Kýpur.
Guðmundur Jónsson, 24.3.2013 kl. 11:14
Hugsanlega er það svo.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.3.2013 kl. 12:14
Ég hef auðvita ekkert vit á fjármálum, hef aldrei haft. En mér er annt um heiður minn og ber virðingu fyrir þeim sem líkt er með. Ég held að það þurfi ekkert að flækja þessi mál, nóg er flækjan fyrir.
Kípur Grikkir eiga að sína Evrópusambandinu puttann og kæra það fyrir einhverjum þeim dómstól sem til þess er bær að reka slíkt mál og krefjast skaðabóta. Kípur Grikkir geta alveg staðið upp aftur eins og þjóðir hafa gert eftir styrjaldir.
Styrjöld sú sem Þýskaland rekur nú gegn jaðarríkum í suðri og vestri er að rústa Evrópu. Hvernig stendur á því að þjóðir sem hafa lifað af öldum saman og þolað pestir og styrjaldir en eru nú allt í einu komnar að fótum fram, skömmu eftir að þær tóku upp Evru. Hvaða fífl voru það sem smíðuðu þess evru? Það sjá allir sem nenna að sjá það að Evra eins og hún er hugsuð, getur aldrei gengið upp.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.3.2013 kl. 13:01
Já Hrólfur, þegar yfirmaður Alþjóðadeilar Rauðakrossins, segir ástandið ekki hafa verið verra síðan fyrstu árin eftir Seinna Stríð. Þegar þeir sem hafa lesið þá sögu vita að milljónir Evrópumanna voru á faraldsfæti þ.e. þeir sem neyddir höfðu verið til að vinna í Þýskalandi, Þjóðverjar sem neyddir voru milljónum samana til flótta þaðan sem þeir höfðu búið um árhundruð þegar nágrannaþjóðir tóku tækifærið og ráku þá á brott. Þá veit maður að ástandið er virkilega orðið afskaplega slæmt.
Mjög sérstakt afrek að hafa búið til á einum áratug svo miklar mannlegar hörmungar - án styrrjaldar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.3.2013 kl. 13:57
Ef Markel er pirruð á Kýpurbúum, þá segi ég "you have seen nothing yet" bídu bara eftir því þegar þú færð þverhausana og þrasarana frá Íslandi í þýska sambandsríkið ESB.
Bretar og hollendingar vita allt um það Frau Keiser Markel.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 24.3.2013 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning