22.3.2013 | 23:26
Kreppan dýpkar á evrusvæði!
Tek fram að þær tölur sem ég kem fram með í þessari færslu. Eru ekki mengaðar af hinni nýju krísu sem nú er skollin á þ.e. Kýpur krísunni. Um er að ræða svokallaða Pantanastjóravísitölu. Sem fyrirtækið Markit reglulega birtir. Sú er unnin með því að senda spurningar til pantana - eða innkaupastjóra helstu fyrirtækja í þeim löndum sem þátt taka. Síðan er unnið úr þeim svörum.
- Þau svör sem þessar niðurstöður eru unnar úr - voru þegar komin inn þegar Kýpur krísan hófst.
- Þannig að þær niðurstöður - - að evrukreppan er að dýpka.
- Eru með engum hætti undir áhrifum þess atburðar!
- Heldur er um að ræða undirliggjandi trend, sem hefur ekki nema í besta falli óbeint að gera með vanda Kýpurbúa!
Tölur yfir 50 er aukning, undir 50 er minnkun!
Markit Flash Eurozone PMI - Flash, vísar til þess að þetta eru bráðabirgða niðurstöður, unnar þegar 85% svara eru komin inn. Sem gefur tækifæri að sjá síðar í mánuðinum hvort Kýpur krísan hugsanlega er að hafa einhver áhrif, þegar restin af svörunum koma inn!
- Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 46.5 (47.9 in February). Four-month low.
- Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 46.5 (47.9 in February). Five-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI(3) at 46.6 (47.9 in February). Three-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 46.5 (47.8 in February). Three-month low.
- Samkvæmt þessu, er 3,5% samdráttur í pöntunum til atvinnulífs á evrusvæði skv. bráðabirgðaniðurstöðu fyrir mars mánuð, þ.e. aukning á samdrætti miðað við febrúar er atvinnulíf dróst saman um 2,1%. Takið eftir að þetta er mesti mældi samdráttur í 4 mánuði.
- Minnkun er í pöntunum innan þjónustugeira evrusvæðislanda skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum um 3,4% sem er aukning á samdrætti pantana miðað við febrúar er samdráttur pantana innan þjónustugeira evrusvæðis var 2,1%. Þetta er mesti mældi samdráttur í 5 mánuði.
- Pantanir til iðnfyrirtækja á evrusvæði skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum dragast saman um 3,4% sem er aukning í samdrætti pantana til iðnfyrirtækja á evrusvæði miðað við febrúar mánuð þegar samdráttur pantana var 2,1%. Þetta telst mesti mældi samdráttur í 3 mánuði.
- Iðnframleiðsla á evrusvæði dróst saman um 3,5% í mars sem er aukning í samdrætti hennar miðað við febrúar er samdráttur iðnframleiðslu var 2,2%. Það telst mesti samdráttur í 3 mánuði.
Rétt að vekja sérstaka athygli á tölum fyrir Frakkland!
Markit Flash France PMI -- Það er ekki hægt að segja annað en að þetta eru skelfilegar tölur!
- France Composite Output Index(1) posts 42.1 (43.1 in February), 4-year low
- France Services Activity Index(2) drops to 41.9 (43.7 in February), 49-month low
- France Manufacturing PMI(3) unchanged at 43.9
- France Manufacturing Output Index(4) rises to 42.8 (41.8 in February), 3-month high
- Samdráttur í pöntunum til fransks atvinnulífs upp á 7,9% er ógnvekjandi, þó þetta séu bráðabirgðaniðurstöður, þá kemur þetta ofan á samdrátt mánuðinn á undan upp á 6,9%. Og þetta er mesti mældi samdráttur í 4 ár. En tölurnar síðast voru einnig þær verstu í 4 ár. Frakkland virðist því vera að sökkva í kreppu - virkilega.
- Miðað við þessar tölur, er mesti samdrátturinn í innlendri eftirspurn, sem sést á mjög miklum samdrætti mældum í pöntunum til þjónustugeira. Þ.e. 8,1% samdráttur. Það er nokkur aukning í samdrætti miðað við febrúar sbr. 6,3% samdrátt. Þetta er einnig það versta í 4 ár.
- Pantanir til iðnfyrirtækja í Frakklandi haldast stöðugar í akkúrat sama samdrættinum og í febrúar þ.e. samdráttur upp á 6,1%. Það telst mikill samdráttur samt. En þetta bætist við samdrátt fyrri mánaðar að sjálfsögðu.
- Það mælist örlítið minni samdráttur í iðnframleiðslu í febrúar eða samdráttur upp á 7,2% í stað 8,2% í febrúar. En þ.e. samt mikill samdráttur og sá bætist einnig ofan á samdrátt fyrri mánaðar.
Til samanburðar er rétt að nefna tölur um iðnframleiðslu í Grikklandi frá febrúar:
Markit Greece Manufacturing PMI :"At 43.0 in February, the Markit Greece Manufacturing Purchasing Managers Index® (PMI®) signalled a further substantial deterioration in the health of the goods producing sector. That was its highest mark in nine months, however, up from 41.7 in January."
Takið eftir að Frakkland er nú statt í svipuðum samdrætti innan atvinnulífs - - og Grikkland!
Þetta er nú búið að gerast nokkra mánuði í röð. Að Frakkland er statt í mun meira samdrætti en Spánn og Ítalía, þegar skoðaðar eru óháðar tölur Markit yfir þróun pantana til fyrirtækja.
Það segir eiginlega, að atvinnulíf í Frakklandi sé að dragast meir saman, en atvinnulíf í þeim tveim löndum a.m.k. sl. 6 mánuði.
Og ef e-h er, virðist sá samdráttur vera að aukast frekar en hitt.
Greinilega er Frakkland í efnahagssamdrætti fyrri helming þessa árs. Það getur vart annað komið til greina. Og ekki neitt sérlega litlum samdrætti heldur.
Tölur fyrir Þýskaland eru einnig áhugaverðar!
Markit Flash Germany PMI -- Þetta eru auðvitað allt aðrar tölur en fyrir Frakkland.
- Germany Composite Output Index(1) at 51.0 (53.3 in February), 3-month low.
- Germany Services Activity Index(2) at 51.6 (54.7 in February), 4-month low.
- Germany Manufacturing PMI(3) at 48.9 (50.3 in February), 3-month low.
- Germany Manufacturing Output Index(4) at 49.8 (50.7 in February), 3-month low.
- Mælist 1% aukning í pöntunum í mars til þýsks atvinnulífs, sem er nokkuð óhagstæðari staða en í febrúar er mæld aukning pantana til þýsks atvinnulífs var 3,3%. Þó aukning sé enn til staðar er það áhyggjuefni að staðan er óhagstæðari í mars.
- Það er einnig óhagstæðari staða í pöntunum til þjónustugeirans í Þýskalandi þ.e. aukning pantana um 1,6% í stað aukningar pantana í febrúar um 4,7%. Spurning hvort að bjartsýni neitenda í Þýskalandi sé komin að þanmörkum.
- Smávegis samdráttur mælist í pöntunum til iðnfyrirtækja í Þýskalandi í mars þ.e. 1,1% samanborið við mælda aukningu pantana í febrúar upp á 0,3%.
- Örlítill mældur samdráttur í iðnframleiðslu í Þýskalandi í mars upp á 0,2% í stað mældrar aukningar í febrúar upp á 0,7%.
Samkvæmt þessum tölum er innlend neysla mjög greinilega að halda uppi hagvexti í Þýskalandi fyrri hluta þessa árs.
Þetta dugar líklega til þess að Þýskaland muni mælast í hagvexti fyrri helming þessa árs, þó sá muni líklega vera mjög lítill.
Gott veganesti í kosningabaráttuna fyrir Angelu Merkel. Þó óveðursský séu greinilega á himni, því það hægir á þó enn sé aukning almennt. En sogið frá kreppunni í hinum löndunum sést líklega í þróun pantana til iðnfyrirtækja - en Þýskaland getur vart annað en verið að finna fyrir samdrættinum í mikilvægum viðskiptalöndum innan Evrópu.
Að lokum yfirlit frá Markit frá febrúar, lokatölur þess mánaðar!
Countries ranked by Manufacturing PMI® (Feb.)
Eins og sést þá er kreppa alls staðar nema hjá efstu tveim!
- Ireland 51.5 3-month high
- Germany 50.3 13-month high
- Netherlands 49.0 3-month low
- Austria 48.3 2-month low
- Spain 46.8 20-month high
- Italy 45.8 3-month low
- France 43.9 2-month high
- Greece 43.0 9-month high
Það virðist mælast raunverulegur viðsnúningur hjá Írum. Þetta eru ekki fyrstu slíkar tölur sem ég hef séð. Heldur er þetta viðvarandi - trend. En líklega þó er þetta ekki nægilega öflugur viðsnúningur til þess að skuldir Írlands séu enn algerlega sjálfbærar. Ekki víst að svo öflugur viðsnúningur sé væntanlegur í ljósi erfiðrar stöðu megins af aðildarlöndum evrusvæðis.
----------------------------
Takið eftir því að Frakkland er næsta land við Grikkland!
Niðurstaða
Ég segi það aftur sem ég sagði í febrúar er ég skoðaði niðurstöður Markit þá. Að ef ég væri hagfræðingur innan stofnana ESB. Þá hefði ég miklar áhyggjur af stöðu Frakklands.
En Frakkland er hvorki meira né minna en annað stærsta hagkerfið á evrusvæði. Ef Ítalía og Spánn eru ómissandi. Þá er Frakkland það í enn ríkara mæli.
Ég hef sagt það frá upphafi ársins. Að mér finnst afskaplega líklegt að markaðir eigi eftir að ókyrrast vegna stöðu Frakklands.
Ég veit ekki af hverju þeir hafa ekki gert það fram að þessu. En þ.e. eins og menn hafi dálítið verið fljótandi á rósrauðu skýi. Kannski að Kýpur komi mönnum niður á Jörðina. Og þeir fari að taka betur eftir því. Að efnahagsstaðan hefur í reynd haldið áfram að versna á evrusvæði.
Það sé ekki því innistæða í reynd fyrir hinni háu stöðu sem markaðir hafa verið á, síðan markaðir fóru að hækka á ný í júlí 2012.
------------------------------
Ekki sé ég þann viðsnúning sem stofnanir ESB eru alltaf að spá að sé í kortunum!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2013 kl. 10:59 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Össur segir að niðurkúrfan snúi öfugt.........
Guðmundur Böðvarsson, 23.3.2013 kl. 10:44
Össur með vissum hætti er viðkunnanlegur í einlægni sinna skoðana. Margir aðildarsinnar eru miklu mun leiðinlegri en hann.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.3.2013 kl. 11:02
'Eg treysti því að þú sért að spauga Einar.
Guðmundur Böðvarsson, 23.3.2013 kl. 11:46
Þ.e. visst barnslegt sakleysi sem afhjúpast í hans afstöðu. Hann verður því gjarnan algerlega óvart drepfindinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.3.2013 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning