Kýpur á sér efnahagslega framtíð, en ekki sem bankaland!

Það áhugaverða er að innan landhelgi Kýpur hafa fundist ríkulegar gasauðlindir. Sem ekki er enn farið að dæla upp. Og mun taka a.m.k. til 2018 áður en vinnsla getur hafist. Skv. Reuters er áætlað verðmæti gass í Aphrodite lindinni um 80ma.€. Meginvandamálið er að áður en vinnsla getur hafist, verða stjv. Kýpur að ná samningi um skiptingu tekna við Tyrkneska hluta Kýpur. 

En þetta ætti að vera nóg fyrir báða hluta eyjunnar.

Desperate for bailout, Cyprus plays risky geopolitical game

Lenders Balk at New Cyprus Aid Plan

 

Hættan í millitíðinni er að kýpversk stjórnvöld virkilega semji íllilega af sér!

En kýpv. stjv. hafa verið að leita logandi ljósi að einhverri leið til að halda bönkunum í gangi, án þess að skerða þurfi réttindi erlendra innistæðueigenda.

Í örvæntri von um það, að unnt sé að bjarga "bissnes"-módeli eyjunnar.

En ég verð að segja að mér lýst bölvanlega á þær hugmyndir:

  1. Að þjóðnýta lífeyrissjóði, og nýta það fé til að setja í bankahítina.
  2. Að selja fyrirfram til Rússa, tekjurnar af gasi, gegnt láni í dag. 
  3. Láta kirkjuna stærsta landeigenda eyjunnar, veðsetja eignir sína til þess að leggja það fé fram inn í púkkið.

------------------------------

Þetta er í reynd mjög einfalt:

  1. Þjóðarframleiðsla ca. 18ma.€.
  2. Innistæður Rússa ca. 32ma.€.
  3. Heildarinnistæður ca. 70ma.€.
  4. Heildar útlán ca. 72ma.€ 
  5. Björgunarlán 10ma.€.

Þetta björgunarlán er greinilega vita gagnslaust, eða nokkurn veginn eins gagnlegt og tilraun Davíðs Oddsonar til þess að lána ísl. bönkunum rétt fyrir hrun stórfé í von um að bjarga þeim.

Bankarnir eru einfaldlega alltof - alltof stórir.

Kýpv. ríkið getur ekki með trúverðugum hætti, veitt þeim baktryggingu.

Það sem drepur málið er augljóslega umfang erlendra innistæðna, þ.e. nærri 2-föld þjóðarframleiðsla.

------------------------------

Það myndi engu máli skipta, þó þeir rýi sig inna að skinni - til að leggja í hítina.

Hítin mun brenna því fé, og samt leggjast á hliðina.

  1. Þess vegna er miklu mun betra, að láta lífeyrissjóðina ósnerta.
  2. Láta kirkjuna vera!
  3. Og að sjálfsögðu, alls ekki veðsetja framtíðartekjur landsins. 

Þetta er svo einfalt að það ætti að blasa við, en stundum í paník, fara menn í ástand afneitunar - neita að trúa því að stóru tapi verði ekki forðað; og gera íllt verra með því að leggja fram það litla sem þeir eiga að öðru leiti til þess eins að tapa því einnig.

Lenders Balk at New Cyprus Aid Plan

"Preparing for the worst, Cyprus's parliament is expected to convene Thursday to discuss two pieces of legislation to cope with a potential financial-sector collapse. The first would impose emergency capital controls to prevent a flood of cash rushing out of the country when the banks reopen. On Tuesday, the country's central bank governor warned that at much as 10% of banking deposits could flee when banks reopen, but some analysts said that could be higher. The second piece of legislation would set rules for closing insolvent banks."

Það er greinilega verið að undirbúa "neyðarlög" sem einhverju leiti minnir á neyðarlögin hin íslensku.

En ég er alveg viss um það, að þó svo Kýpur setji á höft á fjármagnsstreymi. Rýi sig inn að skinni til að styrkja bankana. Þá muni það lítt stoða.

En gallinn er með það að vera innan risastórs sameiginlegs gjaldmiðils er að þetta er sami peningurinn í mörgum löndum, ég meina - það verður nær ómögulegt að forðast það að höftin verði "hriplek."

Í besta falli myndu þau hægja á streymi innistæðna út. Það væri engin möguleiki á því að stjv. Kýpur séu fær um að skuldsetja sig til að tryggja bönkunum nægilegt lausafé til langframa. Hrun þeirra hlyti að eiga sér stað á endanum.

 

Skynsamlegri leið!

Cyprus orders banks to shut until Tuesday

"Eurozone negotiators have revived an alternative plan, originally advocated by Finland and Germany, that would merge Cyprus’ two largest banks Laiki and Bank of Cyprus. It would also create a new bank that would include all deposits of under €100,000 and a bad bank. The restructuring would mean far lower recapitalisation costs."

"However, officials said Nicos Anastasiades, the Cypriot president, continued to resist the merger plan, known among negotiators as the “Icelandic solution”, since it would put large uninsured deposits into the bad bank, effectively wiping them out."

Í fljótu bragði virðist hugmynd Finna og Þjóðverja byggja á íslensku leiðinni!

Sem er skemmtileg viðurkenning á því að sú leið hafi ekki verið vitlaus.

Það er, búa til nýjan banka sem innihaldi innlendar innistæður.

Skv. hugmyndinni virðist þó að eignum sem eftir standa myndi vera skellt saman í einn pott - svokallaðan "slæman banka" má einnig kalla það - sameinað þrotabú, í stað þess að við vorum með 3 þrotabú. Kannski hefði það verið snjallara.

  • Kostur - lán getur verið miklu mun smærra!

Óhjákvæmilega fellur kýpv. hagkerfið fram af bjargbrún!

Fé hættir að streyma inn, og við það líklega kemur í ljóst stórfelldur viðskiptahalli á landinu, sem þíðir að grimmt þarf að lækka laun svo landið sökkvi ekki mjög hratt inn í fen skulda.

Að auki kemur upp halli á ríkinu þegar hagkerfið skreppur líklega mjög hressilega saman, svo einnig þarf drakonískan niðurskurð, ef forða á ríkisþroti.

------------------------------

Það verður samt mjög erfitt fyrir Kýpur að komast hjá greiðsluþroti! Þegar með víst milli 80-90% í skuld. Sem þíðir að landið byrjar kreppu svipaða okkar í óhagstæðari stöðu.

Sem þíðir að harkalegar þarf að skera á velferðarkerfi og þjónustu á vegum ríkis og sveitafélaga.

  • Þá verður einmitt mikilvægt, að kirkjan hafi enn fjárhagslega stöðu - því þá veitir ekki af því að nota hvað sem hún hefur aflögu, til að aðstoða fátækt fólk.
  • En það á eftir að verða nóg af því.
  • Ef ekki er snert við lífeyrissjóðum, þá a.m.k. heldur lífeyrir áfram að vera greiddur.
  • Svo á eyjan nýja von í tekjum af hinni nýju auðlind, gasi!


Niðurstaða

Vegna ríkulegra gaslinda sem virðast nýtanlegar. Blasir við að Kýpur þarf ekki að enda í endalausum erfiðleikum. Á næsta áratug. Ætti vinnsla að vera hafin. Og tekjurnar farnar að streyma inn.

Hagkerfið ætti að geta tekið aftur við sér.

En í millitíðinni verður mjög hörð og erfið kreppa. Megin spurningin er í því samhengi, hvort þ.e. betra fyrir Kýpur að halda sér innan evrunnar? Eða að yfirgefa hana?

Kostur við "bæ-bæ" evra, væri að landið myndi afgreiða kostnaðaraðlögun þá sem blasir við, með einni gengisfellingu. Í stað þess sem annars getur orðið nokkurra ára þrautaganga, að smám saman ná sömu launalækkun með aðferðinni - bein lækkun launa.

Þá væru verð fyrir allar eignir komnar niður á lágmark mun fyrr, þannig að fjárfestingar gætu einnig þá hafist fyrr. En annars er hætta á að fjárfestar haldi lengur að sér höndum, meðan þeir bíða eftir því að eignaverð á lengri tíma fari niður.

Fyrir utan að vera bankaland hefur Kýpur fyrst og fremst ferðamennsku. Með gengisfellingu væri það orðið mjög hagstætt ferðamannaland. Sennilega myndu enn fleiri rússneskir ferðamenn koma. En mér skilst að Kýpur sé vinsæll sumardvalarstaður fyrir rússneska ferðamenn. Og Kýpur myndi líklega fá nýjar fjárfestingar í ferðamannahótelum og öðru tilheyrandi frá rússneskum aðilum, en Kýpur ætti ekki endilega augljóslega að tapa öllum viðskiptatengslum við Rússland þó svo að bankarnir hrynji.

  • Ef þeir vilja, geta Kýpverjar gert samning v. Putin um her og flotastöð. En það má vera að Putin sé til í að færa aðstöðu rússneska Miðjarðarhafsflotans á öruggari stað heldur en Sýrland. En sú staðsetning er líklega orðin að "liability."

------------------------------

Síðan fer gasið að streyma inn fyrir rest. Og skila landinu viðbótar tekjum.

Eftir rúman áratug. Ættu eyjaskeggjar að geta aftur verið í sæmilega góðum málum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Seðlabanki Evrópu hefur veitt Kýpur "úrslitakosti," samþykkja "björgun" eða "ECB" hættir að styðja v. kýpv. bankana frá og með nk. mánudegi:

ECB issues ultimatum to Cyprus

"Emergency liquidity to be suspended if no bailout plan by Monday" 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.3.2013 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband