Yfirvofandi hrun og gjaldþrot Kýpur?

Eftir að kýpverska þingið hafnaði björgunaráætlun þeirri sem soðin var saman á fundi með ráðherrum evrusvæðis sl. laugardag, en ekki einn einasti þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpi fjármálaráðherra Kýpur. Þingmenn stjórnarflokksins ákváðu hjásetu, og greiddu ekki heldur atkvæði með. Er óhætt að segja að Kýpur standi á bjargbrúninni og með jafnvel annan fótinn yfir.

Fjármálaráðherrann skv. fréttum þá lagði inn bréf um uppsögn á ríkisstjórnarfundi, en var beðinn um það af forsætisráðherra, að vera áfram í embætti. Þar virðast mál standa varðandi þann ágæta mann. 

En spurningin um Kýpur er nú á allra vörum!

  • Skv. fjármálaráðherra Hollands, er björgunaráætlunin enn á borðinu - ef Kýpur kemur fram með móttilboð á næstu dögum, sem sé ásættanlegt.
  • Seðlabanki Evrópu skv. tilkynningu - ætlar að halda áfram að styðja við Kýpv.bankana a.m.k. enn sem komið er, sjálfsagt til að gefa svigrúm til frekari samninga. 
  • Fjármálaráðherra Kýpur er farinn til Rússlands, til að athuga með hugsanlegt lán.

 

Það virðist ljóst að hrun Kýpur mun endurræsa evrukrísuna!

Líkur á hruni Kýpur virðast mjög miklar - jafnvel yfirgnæfandi. Og í framhaldinu verður Kýpur þá líklega fyrsta landið til að yfirgefa evruna!

Cyprus Parliament Rejects Bank Deposit Tax

Cyprus parliament rejects bank levy

Cyprus lawmakers reject bank tax; bailout in disarray

Cypriot banks on brink in Icelandic flashback

Samkvæmt áhugaverðri fréttaskýringu Reuters, eru:

  1. Heildarbankainnistæður: 70ma.€
  2. "Moody's rating agency said last week that Russian banks had about $12 billion placed with Cypriot banks at the end of 2012 and has estimated that Russian corporate deposits at Cypriot banks could be around $19 billion." : 31ma.€.
  3. Heildarútlán: 72ma.€.

Ástæða vanda 2-stærstu bankanna, er niðurskurður skulda Grikklands veturinn 2011 í eigu einka-aðila, sem framkallaði mikið fjárhagslegt tap kýpv. bankanna.

Það minnkaði eigið fé þeirra að sögn "hressilega."

--------------------------------

Eins og sést af þessum tölum, fer því víðsfjarri - að 10ma.€ lán dekki innistæður rússneskra aðila, og tryggi þannig að bankarnir standist áhlaup rússneskra innistæðueigenda!

Því hef ég skilning á afstöðu kýpverska þingsins, sem víst vakti furðu ráðherra annarra ríkisstjórna - en þ.e. eins og að hjá þeim sé afskaplega lítill skilningur á því hvaða áhrif það augljóslega hefur, að krukka í innistæður hinna erlendu innistæðueigenda. 

En sennilega er þegar of seint, að troða þeim "anda" ofan í flöskuna á ný.

"Loss of confidence" atburðurinn sé þegar að flestum líkindum kominn, og nær því ekkert sem Kýpur geti gert, til að tryggja að peningarnir streymi ekki út - ef bankarnir verða opnaðir aftur.

En hvers vegna hljóta menn að skilja ef menn átta sig á því, að umfang kýpv. hagkerfisins er um 18ma.€.

Það er því dvergur samanborið við þá risa sem bankarnir eru orðnir. Og augljóslega ekki fært um að bjarga þeim - alveg eins og var um ísl. bankana.

Eða þ.e. þ.s. mér sýnist, og ég tel vera líklega niðurstöðu innistæðueigenda nú.

Þannig, að ef bankarnir opna eftir nk. helgi, þá muni streyma út nærri því allar erlendar innistæður.

Eða þangað til að stjv. Kýpur verða uppiskroppa með fjármagn, til að rétta til bankanna í gegnum Seðlabankann sinn - þannig að lausafé hreinlega klárist bæði hjá ríkinu og hjá bönkunum; þann dag falla þeir þá.

Nema að Seðlabanki Evrópu sjálfur, ákveði að styðja við þá - með ótakmörkuðum hætti.

En stjv. Kýpur myndu aldrei nokkru sinni verða greiðsluhæf fyrir því fé, sem þá myndi streyma frá "ECB" til bankanna, ef Mario Draghi tæki slíka ákvörðun.

  • Ég sé það ekki gerast að "ECB" taki að sér að vernda kýpv. bankana með þeim hætti!
  1. Staðan virðist eiginlega sú sama og var hér á Íslandi, þ.e. bankarnir alltof - alltof stórir.
  2. Og augljóslega ekki mögulegt að skuldsetja landið til þess að halda þeim uppi!

En ég tók eftir því í gær, að þ.e. eins og björgunarpakkinn geri ekki ráð fyrir þessu fjárútstreymi, menn ímyndi sér að það verði ekki - þó annað sé augljóslega mjög ólíklegt.

Að auki, er eins og ekki sé gert ráð fyrir því að kýpv. hagkerfið mun hvernig sem málum er velt upp, falla fram af bjargbrún og lenda í kreppuyldýpi.

Hann virðist svo öldungis óraunhæfur, að það sé nánast hlægilegt!

Dropi í hafið! Á sama tíma að ekki sé unnt að sjá nokkurn möguleika þess, að landið geti tekið stærra lán.

--------------------------------

Svo mér virðist Kýpur allar bjargir bannaðar - eins og var um okkur.

Nema að Kýpur er inni í evru! Og aðili að ESB.

Ég vil meina að þar með, sé nú líklega að spilast fyrir augunum á okkur, hvaða sviðsmynd hefði blasað við okkur. Hefðum við verið innan evru þegar bankarnir okkar féllu!

 

Hvernig ætli að hrunið spilist fram á Kýpur?

Ég held að augljóst sé að Kýpur geti ekki verið áfram innan evru, í kjölfar þess hruns sem líklega er að verða.

En sennilegt er að bankarnir verði ekki formlega afskrifaðir strax - en ég er eiginlega þess fullviss nú, eða mjög nærri þeirri fullvissu; að þeir opni ekki aftur!

En það má vera, að menn muni hlaupa í nokkra daga jafnvel 2-3 vikur, eins og kettir í kringum heitan graut, um þá niðurstöðu - áður en hún verður formlega viðurkennd.

Það þarf þó ekki að vera að Kýpur hverfi strax úr evrunni, það getur verið að það bíði einhverja mánuði, meðan að nánast allt fjármagn hverfi þaðan og fjármagnsþurrð taki við.

Ég meina, að það verði engir peningar í umferð, nema evrur sem ferðamenn koma með.

Eyjan falli aftur á "barter."

Vart þarf að taka fram, að samdráttur hagkerfisins verði óskaplegur.

Ríkið mun sjálft líklega ekki eiga peninga til að greiða eigin fólki laun - - og það er líklega þ.s. reka mun það, til þess að hefja útgáfu eigin gjaldmiðils. 

Þó fyrst í stað, verði líklega gripið til skammtímareddinga - en ríkið sjálfsagt hefur áfram einhverjar tekjur t.d. af skatti frá rekstri ferðamannastaða, hótela, verslana sem sérhæfa sig í ferðamennsku o.s.frv.

Og það mun líklega fljótlega átta sig á því, að það verði að halda eftir þeim evrum sem það fær í tekjur þ.e. ekki nota þær í launagreiðslur.

Þess í stað, gefi það þá út - - skuldaviðurkenningar til starfsm.

Þeir fái víxil - - sem verði að bráðabirgðagjaldmiðli.

Sem aðilar á eyjunni munu taka við - - vegna hins nær algera skorts á fjármagni.

Og fólk mun þá geta nýtt þá víxla - - til að afla sér varnings sem framleiddur er á eyjunni t.d. matvæli og innlenda þjónustu.

Svipaða hluti munu innlend fyrirtæki grípa til sem hafa tekjur af ferðamennsku, þ.e. spara evrurnar sínar og skapa frekar sína eigin reddingu til þess að greiða sínum starfsm. - - sem einnig verði virt af sömu ástæðu þ.e. skorti á fjármagni.

Þannig geti skapast margir tugir jafnvel nokkur hundruð bráðabirgðagjaldmiðla allir í umferð á sama tíma, en þó líklega í mismunandi mæli eftir svæðum.

Eða þangað til að ríkið loks hefur lokið undirbúningi útgáfu nýs lögeyris.

 

Hve miklum óróa getur hrun Kýpur orsakað?

Ákvörðunin frá sl. laugardegi, þegar ráðherrar evrusvæðis tóku í reynd þá ákvörðun að skerða rétt innistæðu-eigenda. Getur átt eftir að reynast hin "stóru mistök."

En þetta þíðir væntanlega visst rof á trausti milli ráðandi stjórnmálamanna, og þeirra sem eiga innistæður í bönkum í ríkjum í vanda á evrusvæði.

Það er því sannarlega vel hugsanlegt, að skyndilegt fall Kýpur og kýpv. bankanna, skapi óróa meðal innistæðueigenda á evrusvæði.

En þá einkum, meðal þeirra sem eiga innistæður í bönkum í löndum í vanda, sem ekki eru ríkisborgarar þeirra sömu landa. 

Þ.e. erlendar innistæður muni leita heim!

--------------------------------

Ég á samt ekki von á því, að af því leiði til allsherjar fjármálahruns á evrusvæði.

Heldur á ég von á því, að Mario Draghi muni þurfa að láta virkilega reyna á það, hvað hann akkúrat átti við í júlí 2012, er hann sagðist munu gera allt sem í hans valdi væri til að tryggja tilvist evrunnar.

  1. Ég held að það blasi við - - að hefja prentun á evrum.
  2. Veita bönkum á evrusvæði - - neyðarlán án nokkurra takmarkana.
  3. Drekkja ótta innistæðueigenda - - með ofgnótt af prentuðu fé! 

Þar sem hann þarf þá líklega gera, er að láta reglur "ECB" um gæði veða lönd og leið fullkomlega, en formlega á "ECB" ávallt að veita lán gegn "tryggum" veðum. En hvað telst vera nothæf veð hefur stöðugt orðið teygjanlegra og teygjanlegra hugtak af hálfu "ECB" eftir því sem vandræði evrusvæðis hafa ágerst. Má vera að hann þurfi að ganga svo langt sem, að hætta alfarið því að taka mótveð.

En til að vera öruggur að "plottið" virki, þarf líklega "ótakmarkaða" baktryggingu "ECB" á bankakerfi evrusvæðis.

Ekkert minna en það, en samtímis er það einnig nokkuð öruggt að virka!

--------------------------------

Það verður auðvitað breyting - - að stíga það skref, að "ECB" verði hin eini raunverulegi baktryggjari evrunnar.

Þ.e. í reynd þegar svo, en ekki ennþá formlega viðurkennt.

En þýskumælandi lönd hafa ekki viljað heimila "prentun" án takmarkana hingað til.

En þ.e. eina trixið sem er alveg öruggt!

Mótkostnaður, einhver aukning á verðbólgu!

  • En sennilega mun Draghi ekki hefja eiginlega prentun - til þess að örva hagkerfið.
  • Þannig, að prentunin nemi staðar, um leið og órói innistæðna sé fyrir bý. 

En þ.e. einungis svo langt sem hann getur farið með Þjóðverja, jafnvel í ástandi mjög mikillar hræðslu.

 

Niðurstaða

Mér virðist hrun Kýpur nærri fullkomlega öruggt. Það þíðir gjaldþrot Kýpur og flestum líkindum brotthvarf úr evru. Spurning einungis um hvenær akkúrat Kýpur myndi yfirgefa hana. 

Eitt sem brotthvarf Kýpur úr evru myndi gera, ef af verður. Er að rjúfa það "tabú" um evruna, að ekki sé mögulegt að fara úr henni. En að sjálfsögðu mun Kýpur ekki yfirgefa ESB þó eyjan fari úr evrunni.

Jafnvel þó Kýpur sé dvergur. Þá getur fordæmið skipt máli. Aðrar þjóðir munu stara á vegferð Kýpur þaðan í frá, og endurmeta sína stöðu í þess ljósi eftir því sem þau mál spilast fram.

Líklega veldur hrun Kýpur og bankakerfisins á eyjunni, töluverðum boðaföllum í fjármálakerfi evrusvæðis. En það er sennilega enn frekar vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var á fundinum sl. laugardag, að grafa undan trausti innistæðueigenda á innistæðutryggingakerfi ESB.

Á móti, þá getur Seðlabanki Evrópu ágætlega varið bankakerfi evrusvæðis falli!

En til þess þarf þá að veita neyðarlán án takmarkana! Láta því lönd og leið allar fyrri reglur um mótveð gegn neyðarláni - þannig að bönkunum á evrusvæði sé ávallt tryggt nægilegt lausafé til að borga út þeim innistæðueigendum sem vilja færa sig milli banka.

En ef þ.e. gert mun óttabylgjan líða hjá fyrir rest!

Mál róast aftur á endanum!

A.m.k. aftur um sinn!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""En til þess þarf þá að veita neyðarlán án takmarkana! Láta því lönd og leið allar fyrri reglur um mótveð gegn neyðarláni - þannig að bönkunum á evrusvæði sé ávallt tryggt nægilegt lausafé til að borga út þeim innistæðueigendum sem vilja færa sig milli banka.""

Hvað land í evrópu heldur þú að mundi vilja taka við og ábyrgjast allar innistæður í spænskum bönkum ? Þetta er óframkvæmanlegt í bóluhagkerfi eins og evrunni því magnið sem þarf af nýjum evrum til að verja hana er svo mikið að það veldur algeru hruni svæðisins.

Guðmundur Jónsson, 20.3.2013 kl. 12:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - ég er að tala um að "ECB" ábyrgist kerfið með peningaprentun. Áhættan er verðbólga fyrst og fremst. "ECB" getur vel drekkt vandanum með þeim hætti, það þíðir að virði evrunnar lækkar e-h og það kemur e-h viðbótar verðbólga.

Enda augljóst eins og þú bendir á, að geta ríkjanna til að skuldsetja sig er takmörkuð. Ef það væri eina leiðin þá væri það rétt sem þú bendir á að fall kerfisins væri óhjákvæmilegt.

En þ.e. unnt að redda því með prentun.

Þegar menn stara nú í hyldýpið, held ég að menn muni stíga það skref að redda kerfinu frá hruni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.3.2013 kl. 12:39

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þetta, Einar Björn. Loksins einhver umræða um Kýpur! Stöð 2 minntist ekki einu sinni á landið í gær, þótt Kýpur hafi hafnað ESB- planinu. Hrunið bankanna þar er augljóst, en ríkið þyrfti að takmarka sinn þátt með neyðarlögum og stofna Kýpur- ríkisbanka sem sæi um neyðarþjónustu á lágmarskinnistæðum. Rússar verða svo að vera hluti af lokalausninni, en rússneska ríkið vill eflaust komast í upplýsingarnar um reikningshafana. Putinn var jú með KáGéBé forðum.

Ívar Pálsson, 20.3.2013 kl. 13:06

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já eftir hrunið þarf örugglega ríkið að koma til skjalanna og tryggja lágmarksfjármálaþjónustu. Ætli Rússar sjái sér ekki hag af að fjárfesta á Kýpur eftir hrunið þar. En þá verða eignir þar mjög ódýrar vænti ég, og enn hagstæðara fyrir rússn. ferðamenn að nýta eyjuna sem sumardvalarstað. Svo væntanlega verða rússn. aðilar fyrirferðamiklir í ferðaþjónustu í framtíðinni. Og Kýpur getur orðið mjög handgengið Moskvu í framtíðinni. Þeir eru að bjóða her- og flotastöðvar heyri ég í fréttum. Það gæti kannski komið eftir hrun. En ég á ekki von á að Putin lofi þeim að halda þeim uppi nú, en hann gæti ljáð því máls að koma til eftir að hrunið er orðið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.3.2013 kl. 15:10

5 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Hvaðan koma upplýsingar um tilboð um hernaðaraðstöðu fyrir Rússa?

Ef rétt reynist sýnir þetta fram á algjört getuleysi ESB til þess að sinna eigin öryggismálum; þ.e. ef aðildarþjóðir geta afhent hernaðaraðstöðu til ríkja sem eru helsta hernaðarógnin sem getur steðjað að löndum sambandsins!

Þorgeir Ragnarsson, 21.3.2013 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband