Óvíst að unnt sé að bjarga kýpversku bönkunum frá falli!

Miklar deilur hafa spunnist upp í kringum tilraunir evrusvæðis til að sníða enn eitt björgunarprógrammið, í þetta sinn utan um Eyríkið Kýpur þ.s. bankar hafa blásið upp í umfangið 8 þjóðarframleiðslur. Ætlun, að lána stjv. Kýpur fyrir endurfjármögnun þeirra banka.

Fyrst stóð til að lána ca. 100% af þjóðarframleiðslu, sem var upphaflega áætlaður kostnaður. En AGS heimtaði að skuldir Kýpur væru þá færðar niður - þverneitaði að taka þátt í því að skuldsetja kýpv. ríkið upp í 145%.

Eins og sést af þessu, er kýpv. ríkið tiltölulega lítt skuldugt fyrir.

Upphæðin var færð niður með ímsum trixum niður í 10ma.€ eða 60% af þjóðarframl.

Það er um þau trix - sem styrinn stendur. Einkum, svokallaðan skatt sem lagður skal á innistæður.

Þ.s. formlega þetta er skattur en ekki að innistæðurnar séu "lagaformlega séð" færðar niður, þó í reynd sé enginn munur þar um - eins og málið lítur út fyrir innistæðueigendum; þá eiga þeir ekki rétt til að fá muninn greiddan út út innistæðutryggingakerfi Kýpur.

"Accounts with more than €100,000 will be taxed at 9.9%, those with less at 6.75%, raising an expected €5.8 billion for the near-bankrupt nation."

Þannig var sagt frá því sl. sunnudag!

En mánudag fórt allt verið í háa lofti, feikn mikið rifist.

Þ.e. ekki síst út af umrótinu, sem stjv. Kýpur hafa ákveðið að fresta afgreiðslu frumvarps um björgunaráætlunina, um 2 daga. Meðan að stjv. Kýpur munu leitast við, að framkv. 11-stundar lagfæringar á áætluninni í samráði við ríkisstj. evrusvæðisríkja. Talað er einkum um það, að lækka skattinn á innistæður innan v. 100þ.€ um helming. En það hafa verið miklar mótmælaaðgerðir út af málinu í dag á Kýpur! En þá myndi þurfa að hækka álagið á stærri innistæðurnar.

Cyprus banks shut until Thursday

Euro Zone Moving Into Twilight Zone

The Cyprus Bailout

Skv. nýrri frétt Reuters, hefur verið hætt við að fresta þriðjudags fundinum á kýpv. þinginu, og ráðherrar evrusvæðis skoruðu á ríkisstj. Kýpur að undanskilja alfarið innistæður innan v. 100þ.€ frá skattinum, hækka þess í stað skattinn á innistæður umfram 100þ.€ í 15,6%. Sem kýpv. stjv. áður vildu ekki, af ótta við að fæla endanlega erlenda aðila sem hafa verið að varðveita fé á eynni af eyjunni. Sem líklega er full ástæða að óttast!

Euro zone urges Cyprus to spare smaller savers from bank levy

 

Kýpversku bankarnir áttu á opna á þriðjudag - en því er frestað fram á fimmtudag!

Það er ótrúlega margt svipað með kýpv. bönkunum og þeim ísl. T.d. buðu kýpv. bankarnir upp á hærri innlánsvexti en gerðist og gekk, þeir virðast hafa verið svipaðir þeim sem Landsbanki, Kaupþing Banki og Glitnir buðu á erlendum netreikningum á sínum tíma. Með sama hætti, hafa kýpv. bankarnir auglýst sín tilboð grimmt víða um heim. Til þess að höfða til erlendra sparifjáreigenda.

Það virðist sem að mikið af Rússum eigi fé á reikningum í kýpverskum bönkum. Í umræðunni í fjölmiðlum, virðist ljóst að mikil andstaða var við það í Þýskalandi að lána til Kýpur - - til þess sem sagt var, svo að rússneskir mafíósar fengu sparifé sitt varið að fullu. En þ.e. orðrómur um peningaþvætti, að kýpv. bankarnir hafi verið miðstöð fyrir rússeskt mafíufé.

  • Það var skv. fréttum ekki síst fyrir þrýsting frá Þýskalandi, sem farin var sú leið.
  • Að færa niður spariféð! Svo unnt væri að minnka umfang lánsins til kýpv. stjv. 

Það þarf varla að taka fram, að Rússar eru "ÆVAREIÐIR" meðferðinni á sínum sparifjáreigendum, en ljóst virðist af umræðunni t.d. innan Þýskalands, að aðferðinni er einkum beint gegn þeim!

En að sögn Financial Times, hafa rússnesk fyrirtæki verið að nota eyjuna, sem millilið milli Rússland og umheimsins, reikningar séu nýttir fyrst og fremst til að parkera fé í skamman tíma í einu, en gjarnan háum upphæðum. Rússneskt atvinnulíf geti orðið fyrir nokkrum skakkaföllum, ef bankarnir á Kýpur loka skyndilega, þannig að þau þurfi í skyndingu að skipuleggja nýja leið fyrir peninga inn og út úr Rússlandi.

Það að er bent á það, að rússnesk fyrirtæki hafi verið að hagnýta sér hagstætt skattaumhverfi á Kýpur sbr. 10% skatt, til að varðveita fé þar tímabundið sem þau nota í sínum viðskiptum. Þegar rót kemst á, skattar hækka, óvissa skapast - fari þeir líklega annað með sína peninga.

Það er ekki síst þetta - - sem setur upp efasemdir um það, hvort þessi björgun er yfirleitt möguleg!

En mér finnst ekki ólíklegt að það sé rétt sem Yakunin segir, að 10ma.€ sé einfaldlega hvergi nærri nægileg innspýting, til að koma fjárhaglegu jafnvægi á kýpversku bankana í ljósi aðstæðna.

Á sama tíma er það gersamlega augljóst, að Kýpur getur ekki tekið stærra lán!

Russia attacks Cypriot bank levy

Vladimir Yakunin, head of state-owned Russian Railways and a close associate of Mr Putin “Everyone knows that one-third of the deposits belong to Russian companies and individuals,” - “How does such a decision get made, and without even consulting with Russia? What kind of strategic, equal partnership with the EU countries can we even talk about? They are solving their problems at our expense,”

“Russian depositors are being fleeced for €1.5bn-€2bn, it’s not a solution to the problem,” “Secondly, it undermines the confidence in this zone, with very dire consequences.” - The €10bn in finance “is not enough” to be decisive in restoring confidence in the banking sector, he added. “And not only that, the consequences of this decision are that a large percentage of the deposits will simply make their way to other jurisdictions. Because most of the money there is not there to be hidden. Most of it is simply there because of generous tax treatment.”

-------------------------------------

  1. En eins og mál blasa við nú, virðist nær fullvíst að það blasir við fullt áhlaup á fimmtudaginn!
  2. Sem þíðir væntanlega, að ekkert verður af því að kýpv. bankarnir sennilega opni fyrir nk. helgi.
  3. En stjv. Kýpur fara vart að opna þá, við þær aðstæður.
  4. Og þá má vera, að ekki blasi neitt annað við - - en íslenska leiðin

 

Niðurstaða

Samanburður við Ísland er áhugaverður, þ.e. annað eyríki innan v. milljón. Okkar bankar voru 10 þjóðarframleiðslur að umfangi, þeir kýpv. 8. Kýpur hefur kreppuna m. skuldastöðuna 40% en Ísland milli 20-30%. Kýpv. og ísl. bankarnir gerðu út á erlent sparifé, og falbuðu háa vexti á innlánum. Sem þíddi á móti, að það þurfti að taka mikla áhættu í útlánum á móti. Svo hagnaður á móti kostnaði af innlánum væri nægur.

Þetta er áhugavert í ljósi þess, að hérlendis hefur því verið haldið fram "blákalt" að ísl. bankarnir hefðu ekki getað komist upp með sína hegðun, innan ESB og evru.

Sem klárt er hreinn þvættingur, enda enginn munur á lagaumhverfi því sem ísl. bankarnir starfa innan og því sem er í gildi á evrusvæði þ.s. þetta eru sömu reglurnar eftir allt saman.

Reglan um eftirlit, er að það sé "local matter" og þ.e. ekki að breytast þó verið sé að stofna svokallað "bankasamband" þ.s. enn sem komið er, á það einungis að ná til milli 20-30 stærstu bankanna á evrusvæði. Okkar bankar voru hvergi nærri það stórir og örugglega ekki heldur þeir kýpv.

Sem sýnir eiginlega hversu gagnslaust þetta svokallaða "Bankasamband" er! Skv. núverandi hugmyndum.

-----------------------------

Það sem kemur í ljóst á næstu dögum.

Er hvort kýpv. bönkunum verður yfirleitt bjargað?

  • En ef þeir hrynja, sem mér sýnist líklegt en þó ekki endilega öruggt, þá líklega fellur fyrsta aðildarland evrunnar út!

En hrun þíðir örugglega þjóðargjaldþrot Kýpur! Þó svo að skuldastaða Kýpur sé litlu verri en Íslands v. upphaf hruns, þá er algerlega ljóst að Kýpur stendur frammi fyrir mjög sambærilegum vanda og þeim sem Ísland gekk í gegnum.

Þ.e. að hagkerfið mun skreppa mikið saman, sbr. að þjóðarframleiðsla Ísl. minnkar úr ca. 58þ.$ per Íslending í rúmlega 37þ.$ per Íslending. Eða ca. 40%. Enda bjuggu bankarnir ísl. til mikla hagkerfisbólu, sem þeir kýpv. hafa örugglega einnig gert.

Segjum, að sbr. tölur fyrir Kýpur verði 30% samdráttur þjóðarframleiðslu. Þá á skuldastaða sem nú fyrst í stað verður 100% eftir að hækka mjög mikið, v. misgengis þjóðartekna og þeirra skulda sem lækka ekki.

Að auki mun snögg minnkun þjóðartekna þíða, að myndast halli á landinu sjálfu þ.s. innistæður fyrir launagreiðslum hafa hrunið og laun munu þurfa að lækka sennilega ca. 40% svo dæmið gangi upp. Ef Kýpur leitast við að hanga innan evrunnar, þá mun koma í ljós reikna ég með að laun er ekki lækkanleg með hraði. Þannig að mikill halli verður á þjóðarbúinu.

Sem mun þurfa að veita viðbótar lán fyrir. Þannig að þetta er þá bara björgunarlán No. 1.

---------------------------------

Segjum að bankarnir tóri a.m.k. nú, þá væntanlega hætta þeir alfarið að veita lán á eyjunni. Fara þess í stað að innkalla á fullu allt sem þeir geta. Lánsfé til boða þurrkast upp allt í einu til fyrirtækja sem almennings, hagkerfið fer samt í djúpa niðursveiflu.

Þó það sé ekki þetta rosalega mikið fall fyrsta árið. Þá er þá bólan samt sprungin. Eignaverð fer að falla. Eftirspurn minnkar. Skuldarar lenda í vanda. Fyrirtæki fara á hausinn þegar umsvif minnka á sama tíma og ekkert svigrúm er gefið með endurfjármögnun. Atvinnuleysi margfaldast.

Þar sem líklega traust á bönkunum er ekki endurreist, heldur tóra þeir rétt svo. Á sama tíma og samdráttur í hagkerfi Eyjunnar viðheldur ástandi ótta um stöðu ríkisvaldsins. Þá líklega er hagkerfi Eyjunnar í reynd hrunið - þ.e. ólíklegt virðist að fé haldi áfram að streyma þangað í því ástandi. Enda muni aðilar ekki treysta fjárhaglegri stöðu stjv. né bankanna.

Svo erlendi "bissnessinn" fari líklega annað. Og það þíðir væntanlega, að þegar þetta mikla innstreymi fjármagns hætti að það skapast mikill viðskiptahalli. Það virðist fyrirsjáanlegt - að eyjaskeggjar hafi verið að lifa fyrir þá peninga sem hafa verið að streyma inn.

Mér sýnist að líklega vanti fjölda blaðsíðna inn í björgunaráætlunina!

En þ.e. eins og hún geri ekki ráð fyrir því, að nú þegar Eyjan lendir í "loss of confidence" þá þíðir það, að fjármálaævintýrið sé líklega búið. Að erlendu aðilarnir sem hafa verið að nota Eyjuna, muni ekki lengur treysta aðstæðum þar. Og fara annað með sinn bissness.

Ekki gert ráð fyrir því mikla falli sem mér virðist augljóst að hagkerfi Eyjunnar eigi eftir að ganga í gegnum næstu misseri. 

Því einungis virðist gert ráð fyrir endurfjármögnun kýpv. bankanna - ekki því að eins og í tilviki Grikklands muni örugglega pottþétt einnig þurfa að lána fyrir fjármögnun ríkisins, þegar fall hagkerfisins mun alveg örugglega opna djúpar holur í bókhaldinu.

Þetta geti vart verið annað en "björgunarpakki nr. 1."

  • Ég trúi því ekki einu orði af yfirlýsingu bankaráðsmanns Seðlabanka Evrópu, þ.s. hann sagði sl. laugardag, að skuldir kýpv. ríkisins yrðu orðnar 100% árið 2020.
  • 200% er örugglega nær lagi, ef ekki verður skorið af eins og í tilviki Grikklands! 

Framundan er líklega fyrir íbúa Kýpur löng þrautaganga eins og hefur þegar átt sér stað í Grikklandi, nema þeir ákveði að verða strax gjaldþrota, yfirgefa evruna!

Ég stórlega efa að þeirra fáækt verði minni fyrir rest, ef þeir leitast við að streitast við að ráða við svo risastóra innri aðlögun innan evrunnar, sem mér virðist ljóst að eyjaskeggjar standa frammi fyrir.

Í ljósi reynslu okkar hér á klakanum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn, Svo er bara spurningin hvort Rússar supporti þá ekki ef þeir velja að fara í gjaldþrot og  segja skilið við evruna? er ekki kartaflan farin hitna óbærilega til þess að hægt sé að halda á henni á evrusvæðinu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 10:50

2 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Rússar munu ekki eyða einum eyri til þess að styðja Kýpur. Þeir munu kappkosta að flytja allar sínar eignir burtu áður en landið færi úr evru, annars lenda þeir í gengisfallinu.

Ef Kýpur ákvæði að fara úr evru er líklegt að þeir yrðu að taka upp gjaldeyrishöft. Það er augljóst ef nefnd tala, þriðjungur innistæðna í eigu Rússa eða þeirra fyrirtækja, er rétt, þá myndi það fé leitast við að streyma strax úr landi ef ekki væru höft.

Þorgeir Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 10:59

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorgeir - ég held að Rússarnir séu á förum alveg sama hvernig fer. En ef það verður tekið 15,6% af þeim, ath. skattar verða hækkaðir í 12,5%, síðan bætist við að staða ríkissjóðs verður mjög augljóslega vægt sagt erfið þ.e. hagkerfið mun hvernig sem gengur nú falla fram af bjargbrún taka við mikill halli bæði viðskipta- og á ríkinu sjálfu; þannig að við tekur hröð upphleðsla skulda, sem ekki verður leyst nema með grimmum launalækkunum og grimmum niðurskurði - - ergo hröð aukning fátæktar og atvinnumissis á Kýpur.

Spurningin sé ekki hvort þeir fara? Heldur hvort Kýpur getur mögulega lafað innan evrunnar? Hvort mögulegt er að halda kýpv. bönkunum uppi?

Þegar en ekki ef þeir fara?

------------------------------

Ég á sem sagt von á því, að fé Rússa streymi út. Ef bankarnir opna. Ath. - ef!

Þ.e. þess vegna, að ég er farinn að efast um, að kýpv. bankarnir opni nokkuð!

Þetta sé "bankahrun" núna á næstu dögum, á Kýpur. Það verði þá spurning hvort þ.e. betra fyrir Kýpur að verða gjaldrota innan eða utan evru.

En gjaldþrot sé þá ekki ef spurning!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2013 kl. 11:56

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján, ég er ekki viss að Kýpur hafi valkost um þrot. Því ég stórfellt efa það að rússneska fjármagnið haldist innan kýpv. bankanna ef þeir opna. En með því að ríkissjóður Kýpur verður stórfellt meir skuldugur, þá versnar að sjálfsögðu lánstraustið. Rússarnir vita að stjv. Kýpur munu ekki geta meir gert fyrir kýpv. bankana. Þ.e. verið að taka af þeim fé! Hækka skattana á þá einnig. Eins og rússneski ráðherrann benti á, þá sé fjármagnsinnspýtingin í bankana ekki næg, til að skapa traust.

Mér sýnist því líklegra að rússapeningarnir fari. Sem þíðir væntalega, að bankarnir geta ekki opnað aftur. Það verður að taka þá niður eins og þá ísl. - sem þíðir að til kasta kemur innistæðutryggingakerfis Kýpur.

En Kýpur er þá ca. gjaldþrota hvort sem er, og því finnst mér ólíklegt að Kýpur geti borgað lágmarkstrygginguna upp að 100þ.€, sem er lágmarksupphæðin í dag. Kýpur muni líklega "default" á þá upphæð, og verða gjaldþrota. Sem þíðir, að Rússarnir verða þá að bíða eftir því að eignir þrotabúanna séu seldar og gerðar upp.

Sem væntanlega þíðir að þeir fá aldrei nema hluta upphæðar aftur til bakar.

----------------------------------

Meginspurningin sé hvort Kýpur leitist við að lafa innan evru á ástandi þrots eða ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2013 kl. 12:05

5 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Já rétt, ég ætlaði ekki að stilla þessu þannig upp að Rússarnir hangi inni bara ef Kýpur heldur evrunni, var bara að hugsa um það ástand sem hefði skapast við að fara úr henni.

Auðvitað verða þeir farnir áður en til þess kemur, nema leyfi fengist fyrir höftum með evru, sem engin fordæmi eða leyfi eru fyrir. Það er auðvitað búið að opna á möguleikann á þessu, sem austantjalds-mafíósar láta náttúrulega ekki bjóða sér...

Rússnesk stjórnvöld munu ekki styðja Kýpur trúi ég.

Þorgeir Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 13:17

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einmitt, og ég á mjög erfitt með að sjá að bankarnir hangi uppi þrátt fyrir lánið, þegar rússn. innistæðurnar fara að streyma út. Þá hafi stjv. á Kýpur tekið lánið til einskis. Góð spurning hvort ísl. leiðin sé ekki skárri, sem þíðir að flestum líkindum nær tafarlaust þrot ríkisins. Þá eina spurningin eftir hvort betra er að vera innan evru í þroti eða utan.

Áhugavert einnig að okkur tókst að sleppa v. a.m.k. tafarlaust þrot. Og það má vera að v. sleppum við það fyrir rest.

En mér sýnist þrot Kýpur næsta öruggt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2013 kl. 15:12

7 identicon

Hvað ætli þeir hugsi sem eiga peninga í bönkum í ESB löndum sem standa höllum fæti, Írland, Spánn, Portúgal, Ítalía og Grikkland er ekki hætta á að þeir hugsi sinn gagng, er ekki komin hætta á bankaáhlaupum í þessum löndum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 17:51

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hlutfallið milli umfangs banka og stærðar ríkis er hvergi eins óhagstætt innan Evrópu og á Kýpur.

Ég hugsa að áhrifin verði í þau átt, að innistæðueigendur verði varari um sig í löndum þ.s. bankakerfin eru orðin verulega mikið stærri að umfangi en sjálft hagkerfið.

Þeir átti sig betur á því, að lítil jaðarhagkerfi og risabankakerfi er ekki góður kokteill.

---------------------

Munurinn á Kýpur og stærri löndum er einnig að það munar mun meir fyrir evrusvæði allt, ef þar skapast hræðsla.

Seðlabanki Evrópu og stofnanir ESB geta verið tilbúnar að lofa Kýpur að verða gjaldþrota, bönkunum þar að hrynja.

En líklega ef það á ný skapast óttaástand í stærri löndunum, mun Seðlabanki Evrópu eins og v. upphaf sl. árs - líklega bjóða neyðarlán fyrir prentaðar evrur. Og eins mikið af þeim og þarf.

Taka frekar þá áhættu, að skapa einhverja verðbólgu á evrusvæði. En að fjármálakerfið riði og jafnvel evran sjálf.

--------------------

Svo ef það verður víðtækara óttaástand, líklega hefst peningadæla hjá Seðlab. Evr., og hann mun bjóða bönkunum lán gegnt nánast hvaða drasl veðum sem vera skal. Jafnvel engum, ef ástandið verður nægilega erfitt.

Þá yrði verðbólgan hærri ef meir er prentað en minna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2013 kl. 18:07

9 identicon

Jæja hvað gerist nú Einar Björn?, þingið á Kýpur búið að hafna neyðarláni ESB.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 19:29

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gerði það, það virkilega. Var rétt að koma heim, og ekki enn farinn að lesa alþjóðlega fjölmiðla. Tja, svona fyrsta hugsun - án þess að hafa lesið nokkuð enn, er gjaldþrot. En það liggur að baki víst hótun Seðlab. Evr. að hætta að styðja v. kýpv. bankana, ef björgunaráætlun fæst ekki samþykkt á Kýpur. Ef þ.e. virkilega málið að ekki verði af henni. Þá væntanlega gerir "ECB" alvöru úr því. Og kýpv. bankarnir falla eins og spilaborg líkt og okkar. Erfitt að ímynda sér annað en að í kjölfar þess þurfi Kýpur að yfirgefa evruna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2013 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband