18.3.2013 | 02:10
Verður myndað "hræðslubandalag" gegn Framsókn?
Til upprifjunar, á orðinu "Hræðslubandalagið." En það vakti athygli mína gagnrýni Bjarna Ben á Framsóknarflokkinn sem kom fram á MBL. Sjá: Langmestar líkur á samstarfi Framsóknar og vinstrimanna.
Hann segir kosningaloforð framsóknarmanna óraunsæ. Maður finnur enda að þeir eru nú þegar byrjaðir að draga í land og eiga enn eftir að gera grein fyrir því hver á að borga það sem mér viðrast vera nokkur hundruð milljarða loforð, segir Bjarni.
Bjarni segir aðspurður að fylgisaukning framsóknarmanna auki ekki líkur á því að stjórnarsamstarfi milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þeir hafa í langan tíma talað fyrir því að mynda vinstristjórn þannig að mér sýnist að í augnablikinu séu langmestu líkurnar á þannig stjórnarsamstarfi, segir hann.
Til þess að okkar stefnumál nái fram að ganga þurfum við að sækja í okkur veðrið og endurheimta þann stuðning sem við höfðum fyrir nokkrum vikum síðar, segir Bjarni. Sjálfsagt ekki undarlegt að Sjálfstæðismenn ætli að hjóla nú í Framsóknarflokkinn
Sjálfsagt ekki undarlegt að Sjálfstæðismenn ætli að hjóla í Framsóknarflokkinn!
Það hefur komið skírt fram í skoðanakönnunum undanfarnar vikur, að Framsóknarfl. er að höggva skörð í fylgi Sjálfst.fl.
Það sem mér finnst samt merkilegt við athugasemd Bjarna Ben - - er að það er eins og Bjarni, sé að afskrifa ríkisstjórn með Framsóknarflokki.
Það hefur átt sér stað breyting hjá forystu Sjálfst.fl. - allt í einu er glasið orðið "hálf full" gagnvart Framsókn.
Hún er orðin - ógn. Í stað þess að vera hugsanlegur - bandamaður.
Þú ferð ekki í bandalag með þeim - sem þú óttast.
Og þá, fer Sjálfst.fl. að hugsa í aðrar áttir - er þ.s. ég er að íja að.
-----------------------------
- En Sjálfst.fl. vill alltaf vera sterki flokkurinn í stjórnarsamstarfi, og ekki síst - Bjarni vill verða forsætisráðherra.
- Ef Framsóknarfl. heldur áfram að sækja í sig veðrið, þannig að kosningafylgi verði ca. hnífjafnt. Jafnvel, að það halli á Sjálfst.fl.
- Þá getur Bjarni ekki verið öruggur með það að verða forsætisráðherra, í stjórn með Framsókn. Hvað þá, að Sjálfst.fl. væri með þá ríkjandi stöðu sem hann ávallt vill vera í.
-----------------------------
Ég hef velt fyrir mér, við hvern Sjálfst.fl. mun við tala fyrir kosningar óformlega um hugsanlegt stjórnarsamstarf.
Nú segir hann Framsókn vera að halla til vinstri, sem ég tek sem vísbendingu þess - - að það sé einmitt þ.s. Bjarni Ben er að hugsa sér að gera.
Að halla sér að samstarfi við Samfylkingu og Bjarta Framtíð.
Takið eftir þeirri tegund af gagnrýni sem Bjarni kom fram með - - um meint óraunsæi stefnu Framsóknar.
Sem er einmitt eins og músík fyrir eyru - Bjartrar Framtíðar sem og Samfylkingar, jafnvel forystu VG. En þ.e. einmitt sú tegund gagnrýni sem hefur verið að koma frá þeim áttum.
-----------------------------
- En ljóst er af könnunum, að í samstarfi við þessa flokka. Getur Sjálfst.fl. verið - sterki flokkurinn.
- Og ekki síst, þeir munu algerlega pottþétt vera tilbúnir til að lofa Bjarna að verða forsætisráðherra.
Niðurstaða
Stefnir í hræðslubandalag gegn Framsókn? Að Sjálfst.fl. - Samfylking - Björt Framtíð. Taki sig saman, og í einum kór, ráðist að Framsókn vikurnar fram að kosningum. Í von um það, að mynda stjórn eftir kosningar?
---------------------------
Ef einhverjum finnst að ég sé að lesa of mikið í orð Bjarna, látið mig vita :)
En hann örugglega segir þetta ekki, algerlega upp úr þurru.
Gagnrýni hans á Framsókn, í svipuðum tón og gagnrýni ríkisstjórnarflokkanna og Bjartrar Framtíðar. Virðist mér augljós "ólífugrein" til þeirra flokka frá formanni Sjálfstæðisflokks.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fullyrði að það sem stjórnmálamenn segja í aðdraganda kosninganna mun ekki hafa nein áhrif á myndun nærsta meirihluta á Alþingi. Orð Bjarna Benediktssonar um Framsóknarflokk er vissulega »hræðsluáróður« en segir ekkert um í hvaða átt Flokkurinn mun líta eftir kosningar.
Ef menn vilja velta fyrir sér hvaða straumar eru í gangi í Sjálfstæðisflokki, þá er Hanna Birna Kristjánsdóttir miklu betri heimild en Bjarni Benediktsson. Ég spái því, að ef Sjálfstæðisflokkur verður ekki í forsæti fyrir nærstu ríkisstjórn, muni Hanna Birna verða kosinn formaður Flokksins á nærsta Landsfundi.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 18.3.2013 kl. 09:47
Sem einmitt rekur eftir honum að semja við þann flokk eða þá flokka sem vilja lofa honum að verða forsætisráðherra eftir allt saman. Tja, kannski er hann er á reynir til í að semja við Tvíburana upp á þau býti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.3.2013 kl. 10:09
Ég er sammála þér Einar varðandi stöðu formanns Sjálfstæðisflokks, en hann mun ekki einn ráða með hverjum hugsanlega verður myndaður meirihluti. Mikill meirihluti Sjálfstæðismanna vill ekki koma nærri samstarfi við Samfylkinguna eða afsprengi hennar. Samfylkingin má ekki koma nærri ríkisspenum nærstu 100 árin !!!
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 18.3.2013 kl. 11:59
Tja, OK. En mig grunar að Tvíburarnir verði mjög samningsliprir. Þ.e. fyrir utan prinsippmálið að halda utanríkisráðuneytinu - triggja að aðildarmálið haldi áfram. Þá hafa þeir flokkar fá eða nokkur heilög prinsipp.
Þeir vita auk þess að þeirra staða er mjög þröng.
Bjarni getur bent flokksmönnum á, að hans mati sé Sjálfst.fl. að fá meira út úr þessu. En líklega hann fengi út úr Framsóknarfl þ.e. flr. stefnumál og flr. og betri ráðuneyti. En Framsókn mun örugglega leitast við að fá sem flest stefnumál sín inn og örugglega ekki sætta sig v. minna en helmingaskipti á ráðuneytum, bæði að fj. og gæðum, sem og ekki minna en helmingaskipti á stefnumálum bæði að fj. og gæðum. Meðan, að Tvíburarnir geta verið til í að sætta sig við mjög skarðan hlut að öðru leiti en því að aðildarmálið, sé áfram í gangi.
Þetta verði tilboðið; Bjarni Ben forsætisráðherra, nánast öll stefnuskrá Sjálfst.fl. inni í stjórnarsáttmála, öll bestu ráðuneytin fyrir utan Utanríkis og líklega þarf fomaður BF að fá eitt gott ráðuneyti t.d. Félagsmál - það nánast eina sem Tvíburarnir fái af stefnumálum verði að aðildarmálið verði tryggt áfram; en segjum samkomulag að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr en undir lok kjörtímabil þ.e. ef samningur liggur fyrir áður en skammt er að lokum þess.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.3.2013 kl. 13:18
Ef Sjálfstæðisflokkurinn lítur í lægra haldi fyrir Framsókn verður það vegna þess að Sjálfstæðismenn munu fylkja sér um Framsókn þar sem þeir treysta ekki formanni flokksins. Þá á Bjarni Ben. um tvennt að velja, annað hvort að segja af sér og hætta á þingi eða að fara í samkrull með Samfylkingu og hinni Samfylkingunni [BF].
Það besta sem Bjarni myndi gera fyrir sjálfan sig og Sjálfstæðisflokkinn væri að stíga til hliðar og hleypa Hönnu Birnu að, flokkurinn myndi endurheimta fylgi sitt á tveim dögum og gott betur.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2013 kl. 13:37
Sammála Tómas að það væri best fyrir flokkinn, en ég held að það sé löngu orðið ljóst að hjá Bjarna eru ávallt hagsmunir hans sjálfs Nr. 1, þetta snýst örugglega mest um hans persónulega metnað, að leiða flokkinn, að verða forsætisráðherra. Að öðru leiti skinja ég hann sem fremur prinsippsmáan einstakling. Þess vegna getur þetta hugsast.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.3.2013 kl. 14:53
Mestu mistök í sögu Sjálfstæðisflokksins voru gerð er Þorgerður Kattrín plataði Geir, nú dæmdann sakamann af Samvinunum, til stjórnarsamstars, með Sólrúnu, Móaajóu og fylgifiskum. Við kjósum öll Framsókn nú og lýsum frati á ESB sinnana, Icesave gungurnar og óvini heimilanna.
K.H.S., 18.3.2013 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning