Verður áhlaup á bankana á Kýpur nk. þriðjudag?

Nú um helgina var samþykkt 4. björgunaráætlunin fyrir aðildarland evrusvæðis. Eyna Kýpur. Þ.s. umfang banka skilst mér hafi verið orðið rúmlega 8 þjóðarframleiðslur. Fyrir helgi, var lokað á "rafrænar" færslur svo þær eru blokkeraðar, á sama tíma og þeir lokuðu við enda starfsdags sl. föstudag. En þeir opna þó samt ekki fyrr en nk. þriðjudag þ.s. mánudagurinn 18/3 er almennur frídagur á Kýpur.

Depositors Pay Price in Cyprus Bailout Deal

Cypriot bank deposits tapped as part of €10bn eurozone bailout

Fyrsta sinn í sögu björgunarpakka á evrusvæði!

Er innistæðueigendum látið blæða!

"Accounts with more than €100,000 will be taxed at 9.9%, those with less at 6.75%, raising an expected €5.8 billion for the near-bankrupt nation."

Þó það sé kallað því nafni, að innistæðurnar séu skattlagðar. Þá í verki eru þær færðar niður um 9,9% eða 6,75%.

Á móti muni innistæðueigendur fá samsvarandi hlutafjáreign í viðkomandi bönkum, leið sem á að hvetja þá til að fara ekki, eftir að bankarnir opna.

Það sem næst fram, er að lækka þá upphæð - sem kýpverska ríkið þarf að taka að láni, til þess að endurfjármagna kýpversku bankana.

En AGS þverneitaði að taka þátt í björgun Kýpur, ef lánsupphæðin sem annar hefði verið um 17ma.€ þíddi að skuldsetning kýpverksa ríkisins, yrði 145%.

"That would have been an unmanageable burden for the island, whose annual economic output is less than €18 billion and shrinking."

Svo samningarnir snerust um það, að koma lánsupphæðinni niður í 10ma.€.

  • En auk þess, er Kýpverska ríkinu uppálagt, að hækka tekjuskatta á atvinnulíf úr 10% í 12,5%.
  • Selja ríkiseignir að upphæð  1,4ma.€.

Christine Lagarde, yfirmaður AGS, sagðist munu mæla með því á stjórnarfundi AGS í næstu viku, að það yrði samþykkt að AGS tæki þátt í björgun Kýpur upp á þessi býti.

Ekki vitað enn hvort það verður þá 1/3 af björgunarláni, eins og hingað til.

 

Samlíking við Ísland!

Bankarnir orðnir 8 þjóðarframleiðslur vs. 10. Þegar evrusinnar halda því fram að ísl. bankarnir hefðu ekki getað orðið ofvaxnir innan evru. Bendi ég alltaf á Kýpur. En þarna fljúga sögusagnir um rússneska mafíupeninga og peningaþvætti - sem vekur minningar. En svipaðar sögusagnir sveimuðu yfir ísl. bönkunum.

Eyjan hefur einnig minna en milljón íbúa þ.e. rúml. 800þ. Ísland rúml. 300þ. 

Og Kýpur stóð frammi fyrir mjög íslensku hruni, þ.e. yfirvofandi falli bankakerfisins, algerlega í íslenskum stíl.

En eins og að Seðlabanki Evrópu var hættur að lána ísl. bönkunum, en hann gerði það í gegnum þær bankastofnanir sem þeir áttu innan aðildarlanda ESB. Lokaði á þá nokkrum mánuðum fyrir hrunið.

Þá stóð Kýpur frammi fyrir því, að það var orðið ljóst að lokun af hálfu Seðlabanka Evrópu var yfirvofandi. 

  • Spennan snýst um það, hvort innistæðueigendur gera áhlaup á bankana nk. þriðjudag.
  • Eða hvort að þriðjudagurinn rennur upp, og verði venjulegur bankadagur.

Í annan stað þá hefur skuldsetning kýpverska ríkisins verið aukin verulega. Sem skaðar að sjálfsögðu tiltrú á getu kýpverskra stjv. til að ráða fram úr málum.

Á hinn bóginn, var sú tiltrú hvort sem er hrunin - spurningin meir hvort að fólk trúir því. Að björgunarpakkinn dugi til þess, að endurreisa hana að nýju.

Þá kemur að þeim klassíska vanda - framtíðar hagvaxtargetu.

En kýpverska bólan er akkúrat þessa stundina að "springa" og það má reikna með umtalsverðu falli hagkerfisins, að tekjur skreppa saman - húsnæðisverð lækkar - atvinnuleysi aukist - og skuldir í vaxandi mæli verði að vandamáli fyrir fólk.

Þetta auðvitað leiðir til þess að skuldirnar vaxa sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, enn frekar. Verður áhugavert að sjá, hvort fullyrðing talsmanns Seðlabanka Evrópu að skuldir kýpverska ríkisins verði komnar niður í 100% árið 2020 komi til með að standast.

En hver einasta áætlun sem Seðlabanki Evrópu hefur gert fyrir nágrannaland Kýpur, Grikkland.

Hefur verið - langt frá markinu.

Og Kýpur er sennilega einmitt núna, að byrja í sambærilegu samdráttartímabili. Má einnig koma með samlíkingu við bólukrassið á Írlandi 2009 sem leiddi til björgunarpakka 2010.

 

Niðurstaða

Ég vorkenni Kýpverjum, en þeirra vandamál eru rétt að hefjast. Kýpur er ca. þ.s. Írland var statt 2009. Nú er Írland búið að vera í kreppu í nærri 4 ár. Eða þ.s. Grikkland var statt í apríl 2010. Komin eru 3 ár af grískri Kreppu.

Samlíkingin við Ísland er einnig áhugaverð. Okkar kreppa hófst okt. 2008.

Ég held að margir muni bera saman ástand Kýpur og Íslands, eftir því sem ástand mála á Kýpur mun þróast.

Það á eftir að vera mjög mikill samdráttur og atvinnuleysi og vandræði.

Deilan um svokallaða íslenska leið vs. að skattgreiðendur beri kostnað af bankabjörgun. Mun halda áfram að magnast.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn, þetta sem er að gerast á kýpur er svo brutal að það hlýtur eitthað að láta undan. þetta virkar á mann eins og Brusselítan sé að taka á sig enn verri mynd a la Animal farm. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 08:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er ljóta málið. Ég velti fyrir mér hvenær kemur að alþjóðahjálparbeiðni frá Alþjóða Rauðakrossinum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.3.2013 kl. 12:18

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lestu einnig þetta:

Evictions Become Focus of Spanish Crisis

"The crisis has "altered Spain's DNA," says Francisco Lorenzo, who heads a social research group at the Catholic aid organization Caritas. Lorenzo notes that "we are currently transforming from a society with poverty to an impoverished society."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.3.2013 kl. 13:58

4 identicon

ég renndi aðeins yfir þetta, skelfilegt að lesa þetta. það hlýtur eitthvað að fara að láta undan þarna, þetta er svo ómannskjulegt sem hugsast getur.   

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 15:52

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er eins og verið sé að leitast við að endurtaka 4. áratuginn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.3.2013 kl. 17:47

6 identicon

Já og samkvæmt fréttum eru kýpurbúar í óða önn að taka peninga út úr hraðbönkum, er það byrjunin á runninu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 19:56

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það þarf ekki að vera. Seðlabanki Evrópu getur örugglega varið bankakerfi álfunnar í þetta sinn a.m.k. Hann getur endurtekið aðgerð fyrri hl. sl. árs, að veita bönkum lán út á prentaðar evrur. 1000ma.€ eins og þá, ætti alveg að duga. Kýpur er sennilega ekki nægilega stórt skvamp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.3.2013 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband