Framsóknarflokkurinn virkilega virðist hafa ríflega 20% fylgi!

Eins og fram kom í fréttum, er dottin inn enn ein skoðanakönnunin, nú ný Gallup könnun: Með 19 þingmenn hvor. Sjá einnig umfjöllun um aðra könnun er kom fram í vikunni Enn ein könnunin sýnir: fylgissveiflu til Framóknar!

Báðar þessar kannanir sýna Framsókn með ríflega 25% fylgi.

  • Þátttaka í könnun, 4243 spurðir. Rúmlega 60% svara. 
  • 80,6% svarenda sögðust ætla að kjósa, en 9,2% að skila auðu eða ekki að kjósa, 6,7% tóku ekki afstöðu, og 3,5% neituðu að svara. 19,4% svarenda detta út.
Þetta er dálítið hátt brottfall.

Niðurstöður:

  1. Sjálfstæðisfl: 26,8% (23,8% fyrir mánuði), 19 þingmenn.
  2. Framsóknarflokkur: 25,5% (22,1% fyrir mánuði), 19 þingmenn.
  3. Samfylking: 14% (15,4% fyrir mánuði), 10 þingmenn.
  4. Björt Framtíð: 13,2% (16,2% fyrir mánuði), 9 þingmenn.
  5. VG: 8,9% (7,4% fyrir mánuði), 6 þingmenn.
  6. Pírataflokkur: 3,8% (2,3% fyrir mánuði)
  7. Lýðræðisvaktin: 3,3%.
  8. Hægri Grænir: 2,8%
  • Aðrir: minna en 1% fylgi hver um sig. 

Óvenju lágt fylgi Sjálfstæðisflokks: Þetta er að koma í ljós í öllum könnunum þessa dagana. Þannig að líklega er þetta raunveruleg sveifla. Þó hugsanlegt sé að Sjálfst.fl. nái vopnum sínum í kosningabaráttunni. En ef e-h þessu líkt kemur upp úr kjörkössunum. Þá verður formannsferill Bjarna Ben í mikilli hættu.

Þessar kosningar eru því ekki síst "lífróður" Bjarna Ben. Um hans eigið pólitíska líf.

Gunnar Helgi Kristinss. sagði fyrir nokkrum mánuðum, að líklega verði Bjarni að ná því að verða forsætisráðherra. Ef það myndi takast, væri hann öruggur a.m.k. á meðan.

  • Það getur auðvitað sett mark á hvaða flokk Bjarni velur að starfa með, ef hann er sammála Gunnari Helga um mikilvægi þess að verða forsætisráðherra.

Tvíburarnir: Ég hef ákveðið að slá Samfó og BF saman sem einum flokki. En samanlagt fylgi er skv. þessu: 27,2%. Í könnun MMR er sama tala 27,6%. Innan skekkjumarka að líkindum. Til sbr. fékk Samfylking 2009 29,8%. Þingmenn skv. Gallup eru 19. Eða sami fj. og hjá Sjálfst.fl. eða Framsóknarfl.

  • Það eru því 3 jafn-sterk öfl

Vinstri Grænir: 10% virðist hugsanlegt lokafylgi eftir kosningabaráttu. En VG virðist ætla aðeins að ná sér á strik. En þá einungis upp í sitt gamla kjarnafylgi.

 

Samkvæmt þessu eru 3 meirihlutastjórnir í boði!

  1. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur.
  2. Framsókn og Tvíburarnir.
  3. Tvíburarnir og Sjálfstæðisflokkur.

Það getur orðið áhugaverð stjórnarmyndun eftir kosningar.

Stóra spurningin er eiginlega Sjálfstæðisflokkur, þ.e. afstaða hans til Tvíburanna.

Ef Bjarni Ben getur hugsað sér, til að tryggja sér forsætisráðherrastólinn, sem Tvíburarnir verða örugglega til í að bjóða honum, að líta framhjá samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokks. 

En sú samþykkt virðist ella útiloka slíkt samstarf, þá er möguleiki 3. alls ekki óhugsandi. 

  • En Tvíburarnir eru örugglega til í að undirbjóða mjög hressilega, og ég hef áður bent á.
  • Að Framsóknarflokkurinn, má alls ekki fara í "undirboða" keppni.
  • Ef það er niðurstaðan sem lítur út fyrir.

Þetta fer eftir því, hve "desperat" Bjarni Ben er í forsætisráðherrastólinn.

-------------------------

  1. En ef hann stendur v. landsfundarsamþykktina, og eiginlega útilokar að starfa með Tvíburunum.
  2. Þá væri Framsókn með yfirburða samningsstöðu. Að geta algerlega ráðið því hvor stjórnin 1. eða 2. verður ofan á.
  • Við slík skilyrði myndi Framsókn geta beitt Tvíburunum og Sjálfst.fl. gegn hverjum öðrum. Og náð fram líklega nánast öllum sínum markmiðum inn í stjórnarsáttmála.

Ef það er undirboðakeppni!

Þá er það áhættan, að verða eins og VG eftir 4 ár.

  • Framsóknarflokkurinn þekkir það af eigin reynslu, og að auki hefur nýlega orðið vitni af stjórnarsetu VG.
  • Að það borgar sig ekki að fara í ríkisstjórn, ef flokkurinn sér fram á að fá nánast ekkert af sínum stefnumálum inn í stjórnarsáttmála.

-------------------------

Ég er á því að Framsóknarflokkurinn þurfi, að standa fast á því að koma sínum stefnumálum inn í stjórnarsáttmála!

Þó það geti þítt, að það geti svo farið - að Tvíburarnir og Sjálfstæðisflokkur nái saman.

Það væri sú áhætta sem þyrfti að taka, því áhættan af því að kjósendur myndu upplifa svik að 4. árum liðnum, er e-h sem Framsóknarmenn vilja ekki upplifa afleiðingar af.

  • Það getur þítt nýja "hrunstjórn." Og sannarlega er hætta fyrir Ísland, ef af henni verður.

Á hinn bóginn, yrði hún svo óskaplega óvinsæl fljótlega, því treysta má því að hún myndi leysa úr öllum málum, eins og sú ríkisstjórn sem er að fara frá, þannig að hentar hagsmunum fjármagnseigenda.

Líklega t.d. kjósa að skuldsetja þjóðarbúið, til að losa höftin. Svo dæmi sé tekið. En ein hugmynd sem heyrst hefur innan raða Sjálfst.fl. er að, umbreyta aflandskrónuvandanum í langtímaskuldabréf á ríkið sem væri í erlendum gjaldmiðli.

Það þíddi að sjálfsögðu skerðingu lífskjara hjá almenningi. Sú væri ekki skammtíma. Eða eins lengi, og það myndi taka að greiða fyrir skuldaaukninguna.

  • Í andstöðu við slíka stjórn. Yrði Framsóknarflokkurinn sennilega "stærri" en Sjálfstæðisflokkur.
  • Og það líklega yrði niðurstaða kosninganna þar á eftir.
  • Flokkurinn myndi geta myndað stjórn, með einhverjum litlum flokki. Sama staða og Sjálfstæðisfl. hefur oft verið í.

Í slíkri stjórn yrði Framsóknarfl. ákaflega ráðandi!

  1. Spurningin er einungis hvort tími Framsóknar er núna.
  2. Eða eftir kosningarnar þar á eftir.
  • En það verður örugglega ekki seinna en það.

 
Niðurstaða

Framsóknarflokkurinn stendur frammi fyrir mjög góðu tækifæri eftir kosningar. En því fylgja einnig hættur. Það verður stórt "trix" að vega og meta, hvað er rétt í stöðunni. En ef Bjarni Ben leggur allt í sölurnar fyrir forsætisráðherrastól. T.d. ef kosning Sjálfst.fl. verður þetta slæm. Þannig að, að verða forsætisráðherra verður hinsta von Bjarna, til að halda formennskunni.

Þá getur verið, að hann verði tilbúinn til þess, að líta framhjá nýlegri landsfundarsamþykkt. Og fara í stjórn með Tvíburunum.

Fyrir Framsókn, er það sennilega "OK" að bjóða Bjarna, að verða forsætisráðherra. Ef ástand í líkingu við þetta kemur upp. En sennilega er það ekki þess virði, að fara í undirboðakeppni við Tvíburana.

En þeir verða ef e-h er, enn meir örvæntingarfullir um að tryggja sér stjórnarsetu, vegna þess að það er hinsta von þess fyrir þá. Að tryggja að það mál sem þeim báðum er hugleikið - haldi áfram. 

Þeir, ef Bjarni Ben er til í tuskið, myndu þá ávallt vera til í að bjóða minna - en skynsamlegt væri fyrir Framsóknarfl. að bjóða.

Ef það er útkoman sem Framsókn stendur frammi fyrir - er líklega skárra. Að sætta sig við stjórnarandstöðu. En ég held að slík ríkisstjórn, yrði óhjákvæmilega gríðarlega óvinsæl.

Framsóknarflokkurinn yrði "risastór" eftir andstöðu við "Aðra hrunstjórn."

  • Eitt er víst, að staðan getur orðið mjög spennandi!

-------------------------

Ps: Könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, gefur Framsókn 31,9%. Sú könnun er tekin á tveim dögum. Og því "punktkönnun" í stað könnunar Gallup, sem er tekin yfir heilann mánuð. Ég er ekki alveg endilega að búast við þessu fylgi :) En ég hef nefnt það sem fræðilegan möguleika, að Framsókn verði jafnvel stærri en Sjálfstæðisflokkur. Miðað við fylgistölur. Er það a.m.k. hugsanlegt:

Framsóknarflokkurinn mælist stærstur

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband