Grikkland á leið í vandræði enn á ný?

Rakst á þessa frétt á vef Financial Times: Greece and lenders fall out over firings. En það virðist að enn eina ferðina. Stefni í að Grikkland komist í vandræði með endurskoðun prógrammsins. En þær eru framkv. reglulega. Og þegar Grikkland telst vera að uppfylla sett skilyrði. Fá grísk stjv. afhent peninga af svokölluðum björgunarpakka.

En ef grísk stjv. teljast ekki standa við sitt, þá skv. settum reglum - fæst ekki næsta greiðsla afhent.

Og Grikkland stendur eina ferðina enn, frammi fyrir spurningunni um greiðsluþrot.

"It was only the second time in almost three years of regular bailout reviews of Greek progress on economic reform that the troika had left Athens without agreeing specific measures with the government."

Ásteitingarsteinninn núna er krafa Þríeykisins um brottrekstur 7000 ríkisstarfsmanna. Sem ekki hefur enn komist til framkvæmda.

"But Greek officials failed to provide sufficient details of proposals to sack 7,000 public sector workers found guilty of misdemeanours, transfer less-skilled workers to a “mobility reserve” and accelerate retirements this year."

Og ríkisstjórnin virðist ekki hafa veitt þau svör um hvenær brottrekstur þessa hóps kemst til framkvæmda, sem eftirlitsnefndin gat sætt sig við.

Tilkynning nefndarinnar var samt mjög "diplómatísk."

  1. “Significant progress has been made but a few issues remain outstanding.”
  2. It added that the mission would return in April after more technical work had been done. 

Það er alveg klárt að þessar uppsagnir eru hluti af þeirri stífu sparnaðarkröfu sem grísk stjv. eiga að uppfylla, og vafasamt að prógrammið haldist innan ramma ef grísk stjv. uppfylla ekki þessa kröfu.

Samaras talaði um þörf á meiri sveigjanleika aðspurður í fjölmiðlum, vegna þeirra erfiðleika innan grísks samfélags sem væru til staðar.

En þetta féll í grýttan jarðveg t.d. í Finnlandi þ.s: 

“There are no shortcuts to creating new jobs and growth in a sustainable manner,” said Jyrki Katainen, the Finnish prime minister. “Structural reforms might not bear fruit overnight, but are the best sustainable economic stimulus. Accumulating excessive debt is not.”

Þarna er hugmyndinni um efnahagslegan viðsnúning með niðurskurði lýst með nánast fullkomnum hætti, en vart þarf að taka fram að þessi hagfræði er vægast sagt umdeild.

--------------------------------

Það virðist sem sagt komin upp deila milli ríkisstjórnarinnar, og Þríeykisins.

Það virðist sem að grísk stjv. ætli að láta reyna á það, hvort þau komast ekki upp með að humma það fram af sér, að segja upp þessum starfsmönnum.

Þó - sem er áhugavert - að þetta er hópur sem hefur orðið uppvís að brotum í starfi.

Greece misses revenue-raising targets

Það virðist einnig vera, að skattheimta sé ekki að skila þeim fjármunum - sem miðað er við í prógramminu.

Sem væntanlega þíðir, að halli gríska ríkisins hlýtur einnig að vera meiri en gert er ráð fyrir af þeim orsökum.

Og ef bætist við, að grísk stjv. fást ekki til þess að skera niður í fj. ríkisstarfsmanna, þá auðvitað er vart unn að sjá annað en að - - forsendur prógrammsins muni ekki standast.

 

Spurning hvað grískum stjórnvöldum gangi til?

Einn möguleiki er að grísk stjv. telji, að það sé tækifæri í núverandi ástandi.

En það dregur ört að kosningum í Þýskalandi, þ.e. í september.

Það vekur athygli hve diplómatískt orðalag yfirlýsingar Þríeykisins var, miðað við tja - hvernig yfirlýsingar voru gjarnan orðaðar á sl. ári.

En það má vera, að í gangi sé áhersla á að láta hluti líta sem best út á yfirborðinu, fram yfir þær kosningar.

Og kannski halda grísk stjv. að þau geti beitt þrýstingi - einmitt núna. Hver veit.

  • En þetta er augljóslega ekki greiði v. Merkel. 

Ef grísk stjv. komast upp með þetta, þá getur það skapað fordæmi.

Spurning hvað mun gerast. En það verða örugglega mjög stífar umræður að tjalda baki. En ég á bágt með að trúa því, að Merkel gefi eftir. Þrátt fyrir að dragi nær kosningum.

Áhugavert að þetta rugg á sér stað samtímis því að óvissa er í gangi um stöðu Ítalíu.

 

Niðurstaða

Enn einu sinni virðist gríska prógrammið í vanda. Það var alltaf ástæða til að efast um getur ríkisstjórnar Grikkland um að framfylgja hinu mjög svo stífa aðhaldsprógrammi. Því má bæta einnig við, að ekki bólar enn á sölu ríkiseigna sem er eitt af því sem skal hrinda í framkvæmd.

Prógrammið virðist ætla að krassa - eitt skiptið enn.

Og Merkel tapa því veðmáli að Grikkland lafi fram yfir kosningarnar í sept. nk.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn, er þetta ekki nokkuð fyrirséð ég man ekki betur en þú hafir spáð þessu þegar Grikkland fékk síðasta peningaskammt frá Eurobank, er ekki bara best að krossa fingur og vona að neisti hlaupi ekki í púðurtunnuna Evrópu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 21:42

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já mér fannst líkurnar verulega meiri heldur en minni, að gríska prógrammið myndi ekki ganga upp.

Sannarlega er full ástæða að óttast. Sérstaklega í ljósi, lestu þetta:

Millions of Europeans Require Red Cross Food Aid

Þegar ástandið er orðið svo slæmt, að Alþjóðlegi Rauði krossinn, segir að það hafi einungis verið verra. Fyrstu árin eftir Seinna Stríð þegar milljónir manna voru á vergangi í Evrópu. Þá er alveg klárt. Að púðrið er orðið þurrt og bráðeldfimt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.3.2013 kl. 23:17

3 identicon

Já sæll, skuggalegar tölur í þessari grein. Manni er bara spurn hvers konar "fiðluleikarar" að hætti Nerós hafa hreiðrað um sig í höfuðstöðvum ESB í Brussel?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 08:29

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Menn eru staddir í fílabeinsturni, horfandi í gegnum litaðar linsur, og sjá þ.s. þeir vilja sjá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.3.2013 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband