13.3.2013 | 21:32
Enn ein könnunin sýnir fylgissveiflu til Framóknar!
Ég er að tala um könnun MMR unnin á tímabilinu 7. - 12. mars sl. Sjálfsagt kallast það "punktkönnun" þ.e. könnun sem skoðar fylgi þá vikuna. Í stað þess að dreifa svörun t.d. yfir heilan mánuð eins og Gallup gjarnan gerir. En niðurstöður þessarar könnunar MMR. Eru þó ekki úr takt við aðrar kannanir undanfarið.
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar enn
- Svörun í könnuninni virðist góð, þ.e. 79,9%. Óvissa 20,1%.
- Þetta gerir þessa könnun trúverðugri til muna en annars!
- Þess vegna vekur athygli - ákaflega lítið fylgi nýrra framboða.
- En fjöldi þeirra sem að baki þeim standa, vonast til að ná til óákveðinna kjósenda, þess vegna er auðvitað áhugavert að sjá niðurstöðu könnunar með þetta háa svörun.
Að vísu, hafa þeir flokkar enn lítt kynnt sig - - en ef fólk man enn eftir forsetakosningunum, þá voru til staðar fjöldi aðila í framboði, flestir lítt þekktir, og þeirra fylgi var lítið frá byrjun.
En þ.s. meira var - > reyndist lítið alveg til enda!
-------------------------------
- Annað sem vekur athygli, er lítið fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Miðað við það, að gjarnan fær Sjálfst.fl. minna úr kjörkössum en úr könnunum, þá ætti slík niðurstaða svo skömmu fyrir kosningar. Að vekja ugg hjá forystu þess flokks.
Á sama tíma fær Framsókn vanalega ívið meir úr kjörkössum.
Á hinn bóginn, má vera að v. þess hve svörun er há. Þá sé þetta nærri niðurstöðu, ef raunverulega væri kosið segjum - næstu helgi.
-------------------------------
- Svo er það "TVÍBURARNIR" þ.e. Samfó + BF.
27,6% skv. könnun MMR kjósa Tvíburana. Þetta hlutfall hefur haldist svipað könnun eftir könnun.
Til sbr. þá fékk Samfylking 29,8% 2009.
Svo bersýnilegt er, að það er ekki að virka að búa til 2-flokka í stað eins.
Vinstrimenn virðast ítrekað fá þá hugmynd, að unnt sé að auka fylgi vinstri manna. Með því að fjölga vinstriflokkum.
Ég man vart dæmi þess, að þær tilraunir hafi virkað fram að þessu.
-------------------------------
- VG skv. þessu getur hugsanlega marið 10%.
Það sjálfsagt telst varnarsigur skv. þeim gamla frasa. En VG hefur nokkrum sinnum mælst lægra en þetta.
Niðurstaða
Ef kosning fer eitthvað nærri þessu. Þá er Framsóknarflokkurinn aftur kominn með sitt sögulega fylgi. Þannig að saman má jafna við kosningarnar 1995 þegar Framsókn fékk 23,3%. Nefna má einnig úrslitin 1974 og 1979 24,9%. Úrslitin 1971 25,3%. Og ekki síst 1967 28,1%.
Miðað við stöðu Sjálfstæðisflokks. Er það kannski ekki "brjáluð hugmynd" að Framsókn nái jafnvel að verða Nr. 1.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 863659
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tvær megin ástæður fyrir slöku fylgi Sjálfstæðisflokks:
Neikvæð ástæða: Léleg forusta Bjarna Ben. og hroki hans, það spillingarorð sem af honum fer eyðileggur fyrir flokknum.
Jákvæð ástæða (Ef hægt er að orða það svo): Flokkurinn hefur ekki viljað ganga eins langt og sumir aðrir í miklum loforðum til kjósenda, sem þeir almennt virðast mjög ginnkeyptir fyrir um þessar mundir.
Þorgeir Ragnarsson, 15.3.2013 kl. 10:59
Sammála því að stærilæti Bjarna og spillingarorð, er flokknum skaðlegt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.3.2013 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning