Nýr andstöðuflokkur gegn evru myndaður í Þýskalandi!

Það sem vekur athygli við þessa flokksstofnun "Alternative für Deutschland". Að þetta eru engin smánöfn sem koma að því máli. Til dæmis enginn annar en fyrrverandi formaður sambands þýskra iðnfyrirtækja, Hans-Olaf Henkel. Fyrrum evrusinni sem í dag segir, fyrri stuðning sinn hafa verið verstu mistök síns lífs. Svo er þarna á listanum, að finna fjölda prófessora í hagfræði, sem eru þekktir íhaldsmenn.

Þ.e. sennilega ekki síst þetta, sem gerir þennan flokk. Hugsanlega skeinuhættan fyrir Kristilega Demókrata, flokk Angelu Merkel.

Germany's New Anti-Euro Party

Germany's anti-euro party is a nasty shock for Angela Merkel

  1. Þeir vilja, minnka það sem Evrópusambandið gerir. Og skila því valdi aftur til meðlimaríkjanna.
  2. Einnig einfalda regluverk þess, sem þeir telja of íþyngjandi orðið fyrir atvinnulíf.
  3. En ekki síst, vilja þeir annað af tvennu. Slá evruna af alfarið. Eða, að Þýskaland a.m.k. taki upp sitt gamla ríkismark. Og þá er þeirri hugmynd fleygt upp. Að Þýskaland ef til vill bjóði, líkt hugsandi þjóðum að vera með í markinu. Sem er hugmyndin um Norður vs. Suður gjaldmiðil.

Þessi hugsun að einfalda Evrópusambandið - skila valdinu aftur til baka. Og að einfalda reglukerfið.

Tónar mjög vel við afstöðu t.d. breskra íhaldsmanna gagnvart Evrópusambandinu. Að það sé orðið of þungt í vöfum, rétt að minnka umsvif þess, og einfalda regluverk.

Þeir benda á, að hinir flokkarnir séu komnir í öngstræti. Allt sé lagt í sölurnar til að halda evrunni gangandi, þrátt fyrir að S-Evrópa sé á leið í fátæktargildru.

Um þann punkt er áhugavert að lesa þetta: Millions of Europeans Require Red Cross Food Aid

 

Það væri mjög skynsamleg lausn ef Þýskaland myndi hverfa úr evrunni!

En líklega er samt betra fyrir Þýskaland, að fá einhver lönd með sér. Mynda nýjan klúbb. Það mætti hugsa sér að Holland, Austurríki, Finnland, Lúxembúrg. Kannski Pólland síðar meir og Tékkland ásamt Slóvakíu - en þessi lönd eru mjög tengd við Þýska hagkerfið.

Þannig verði til þýskt "dóminerað" svæði. Frakkland væri ekki með.

--------------------------

Með því að ríkustu löndin fara út. Þá myndi evran gengisfalla sennilega nálægt 30%.

Hafandi í huga að skuldir evruríkja eru einnig í evrum. Þá myndu skuldirnar virðisfalla einnig.

Að auki, þá myndi nást í einu vetfangi - samkeppnishæfni fyrir atvinnuvegi S-Evr. ríkja.

Tvær flugur slegnar:

  1. Bundinn endir á skuldakreppuna.
  2. Hagvöxtur myndi líklega skila sér fljótt, með atvinnuvegi samkeppnishæfa. 

Það væru engin smá viðbrigði. Að ef kreppan væri þannig slegin af.

--------------------------

Rétt að árétta að, Þýskaland sjálft myndi græða á virðisfalli evruskulda. Ef við gerum ráð fyrir að Þýskaland, myndi ekki skipta skuldum sínum úr evrum. Heldur láta þær virðisfalla miðað við hinn nýja gjaldmiðil. 

Sá gróði þá kemur á móti hugsanlegu tjóni, v. þess að skuldir annarra evruríkja verða minna virði á móti - en mörg þeirra skulda Þjóðverjum.

  • Þó svo að Þýskaland tapi að einhverju leiti á óhagstæðara gengi.
  • Þá á móti, græðir það á því, ef kreppan í S-Evr. er slegin af.
  • En S-Evr. hefur verið sólgin í Þýskar vörur. Og það má reikna með því, að með efnahagslegum viðsnúningi. Aukist kaup S-Evr. búa aftur á þýsk framleiddum varningi.

Ég er því alls ekki á því að um augljóst "nettó" tap sé að ræða fyrir Þýskaland.

Ef horft er lengra fram, en allra fyrstu árin eftir umskiptin.

Að auki, ber að muna eftir hættunum sem því fylgir, að ef kreppan í S-Evr. heldur áfram að keyra niður þeirra lífskjör.

Þegar eins og kemur fram í grein Der Spiegel að ofan, eru 3 milljónir Spánverja. Háðir reglulegum matargjöfum frá Rauða-krossinum.

Ástandið er orðið það slæmt í Evrópu, að umfang hjálparstarfs hefur ekki verið meira. Tja, síðan allra fyrstu árin eftir Seinna Stríð. Þegar var gríðarlegur flóttamannavandi. Ríki Evrópu voru í rúst meira eða minna. Fólk á faraldsfæti milljónum saman.

  • Svo steikt er ástandið orðið. Að það þarf að fara aftur á verstu hamfaraár Evrópu. Til að finna verra ástand. Og það fer enn versnandi.
  • Þessu fylgir augljós hætta - - sem væri unnt með hraði. Að taka úr sambandi. Og í því felst örugglega gróði fyrir Þjóðverja. Sem ekki er unnt að setja í peninga. En er örugglega mikill.

 
Niðurstaða

Áhugaverður nýr flokkur. Það verður að koma í ljós síðar. Hvort hann velgir Kristilegum Demókrötum undir uggum. En óánægjan meðal þýskra hægri manna er klárlega vaxandi. Og þessi nýi flokkur ætlar sér að róa á þau mið. Bjóða upp á aðrar lausnir við þær hefðbundnu.

Þ.s. að baki honum stendur ráðsett fólk. Ekki einhverjir angurgapar með villt augnaráð. Þá er það ekki óhugsandi. Að hann nái að taka til sín fylgi frá hægri væng Þýskra stjórnmála.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband