Beppe Grillo nokkurs konar Jón Gnarr Ítalíu?

Það merkilega við niðurstöður kosninganna á Ítalíu um daginn. Er að mótmæla- og grínhreyfingin "Movimento 5 Stelle / M5S" eða 5. Stjörnu Hreyfingin. Er allt í einu orðin að stærsta stjórnmálaflokki Ítalíu með 25% atkvæða. Beppe Grillo, er þekktur háðfugl á Ítalíu, og einnig þekktasti bloggari Ítalíu. Og einkenndist baráttan skilst mér, af stöðugu gríni og spaugi á kostnað - "hinna spilltu gömlu flokka"?

Eitthvað kemur slík tegund af gagnrýni manni kunnuglega fyrir sjónir.

Five-Star Movement leader and comedian Beppe Grillo gestures during a rally in Turin February 16, 2013

Eitt af því sem hreyfingin neitar, er að koma fram í sjónvarpi. Sem sagt, engin sjónvarpsviðtöl.

 

En líklega kemur þetta til vegna þess, að ítalskar sjónvarpsstöðvar hafa víst bannað Grillo aðgang, eftir skefjalausa gagnrýni hans á innlenda stjórnmálamenn í gegnum árin. Kannski ekki síst vegna áhrifa sjónvarpsstöðva í eigu Berlusconi. Samstaða félaga í hreyfingunni með sínum formanni.

 

Þeir sem allt í einu eru komnir á þing fyrir hreyfinguna, eru ósamstæður hópur - fólks sem hingað til hefur ekki verið þekkt í þjóðlífinu á Ítalíu.

Hreyfingin er kennd við 5 megin stefnumál:

  1. Auðlindin vatn í eigu ríkisins.
  2. Fólk geti ferðast milli staða með sjálfbærum hætti.
  3. Þróun.
  4. Internet væðingu.
  5. Umhverfismál.


Spurning sem brennur á vörum margra - er hvort 5 Stjörnuhreyfingin, geti hugsað sér þátttöku óbeint eða beint, í stjórnarsamstarfi!

En fræðilega getur hún myndað meirihluta með vinstrifylkingu Bersani. En viðbrögð Grillo. Virðast slá töluvert á þær vonir, sbr:

"Writing on his blog, Mr Grillo...criticised Pier Luigi Bersani, leader of the Democrats, as the “talking dead”, describing him as a “political stalker who has been making indecent proposals to the Five Star Movement for days, instead of resigning as anyone else would have done in his position”."

Hugsanlega er Grillo að vísa til þess sannleiks, að kosningaúrslitin eru í reynd töluvert áfall fyrir vinstrifylkinguna, þ.s. hún fékk töluvert færri atkvæði en í kosningunum á undan.

"The Democrats lost 3.5m votes compared with the last elections in 2008 and only narrowly defeated Mr Berlusconi who lost an even larger share of the electorate as Italians voiced their anger at the entire political establishment."

Grillo getur einnig verið að meina, að Bersani sé hluti af "gömlu klíkunni" og henni hafi verið úthýst af kjósendum.

Þó slík afstaða sé ekki sérstaklega hjálpleg núna - þegar 5 Stjörnuhreyfingin, hefur nú þau þingsæti sem upp á vantar. Svo fræðilega sé unnt að mynda starfandi þingmeirihluta.

  • Einn möguleikinn er sá - að 5 Stjörnuhreyfingin brotni upp, eins og Borgarahreyfingin íslenska gerði, enda margir af þingmönnum ekki að því virðist, með margt annað sameiginlegt. En hatur á gömlu flokkunum og gömlu stjórnmálamönnunum.

"Mr Grillo’s intervention stirred an angry online response from many of his supporters who argued that if the Five Star Movement were to drive its agenda of political cost-cutting and anti-austerity measures through parliament – as Mr Grillo also said he wanted to do – then it had to take the logical first step of getting a centre-led government into office."

"Others backed Mr Grillo, saying the outcome would anyway be an unpopular and dysfunctional “grand coalition” between Mr Bersani and Mr Berlusconi, which would eventually collapse, leading to fresh elections and total victory for their movement."

Sú hugmynd, þ.e. samstarf vinstri og hægri, þ.e. Bersani og Berlusconi, er uppástunga gamla bragðarefsins - að mynda stjórn með takmarkað umboð til að koma fram tilteknum málum, í samstarfi beggja flokka.

"Analysts noted that an obscure Senate rule would allow the Five-Star Movement lawmakers to stay out of the room during a confidence vote allowing a government to be installed. Mr. Grillo has said he is interested in supporting legislative proposals on a case-by-case basis, so there would be room for convergence on some points."

Þetta er áhugaverð regla, að þingmenn 5 Stjörnuhreyfingarinnar, geti yfirgefið salinn - meðan greidd eru atkvæði um stuðning við nýja ríkisstjórn.

Sem virðist hugmynd, um að koma vinstrifylkingunni til valda.

""If there are convergences on the program, I could vote in favor of a Bersani government," Serenella Fuksia, a newly elected Five-Star senator from the Marches region, said in another radio interview Wednesday. "We're not in parliament to waste time," she added."

Það virðist því hugsanlegt - að klofningur verði í þingliði 5 Stjörnuhreyfingarinnar.

Eitt virðist ljóst - að enn er ekki ástæða til að bóka, aðrar þingkosningar. Sem öruggan atburð.

 

Aðrar kosningar geta endurræst evrukrísuna!

Markaðurinn er líklega að bíða og sjá, hvað gerist á næstu dögum. Þ.e. hvort útlit er fyrir myndun stjórnar eða ekki. Þannig að mjög neikvæð áhrif komi ekki fram strax. Þó reyndar sé þegar búið að vera nokkuð verðfall. Er það þó ekki enn, neitt óskaplega mikið.

En eitt sem menn óttast er eftirfarandi:

  • "The great fear is that the European Central Bank (ECB) will find it impossible to prop up the Italian bond market under its Outright Monetary Transactions (OMT) scheme if there is no coalition in Rome willing or able to comply with the tough conditions imposed by the EU at Berlin’s behest. Europe’s rescue strategy could start to unravel.
  • Andrew Roberts, credit chief at RBS, said: “What has happened in these elections is of seismic importance.
  • “The ECB rescue depends on countries doing what they are told. That has now been torn asunder by domestic politics in Italy.
  • “The big risk is that markets will start to doubt the credibility of the ECB’s pledge.”"

Ástæða þess að evrukrísan datt niður á sl. ári - er loforð Seðlabanka Evrusvæðis um kaup á ríkisbréfum ríkja í vanda - gegnt tilteknum skilyrðum. 

  1. En þar er einmitt hnífurinn í kúnni, að slík björgun er skilyrt.
  2. Og líklegt að "ECB" verði ekki kleyft að bjarga Ítalíu - - ef hún sekkur í pólitíska ringulreið!

Ítalía er það stór biti innan evrunnar - - að stjórnleysi þar, er mjög hættulegt ástand.

 

Niðurstaða

Ástand mála á Ítalíu er orðið spennandi. Og full ástæða til að fylgjast mjög náið með fréttum þaðan á næstu dögum. Enda Ítalía algert lykilland innan evru. Evran líklega ekki fær um að hafa það af, án Ítalíu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú gerir þú of mikið úr Gnarr. Beppe Grillo er að minnsta kosti fyndinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.2.2013 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband