26.2.2013 | 19:30
Framsóknarflokkur í lykilstöðu íslenskra stjórnmála á ný!
Þetta virðist blasa við eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem tekin var svo einörð afstaða í aðildarmálinu. Að samstarf við aðildarsinnaða flokka virðist ekki raunhæfur möguleiki.
Það gefur Framsóknarflokknum óvænt - pálmann í höndina.
Því þar með er Framsóknarflokkurinn kominn með sína gömlu stöðu, að vera ráðandi afl í íslenskum stjórnmálum.
Ég á við, að það er Framsóknarflokkurinn sem skv. þessu, ræður því hvort þ.e. vinstristjórn eftir kosningar eða hægri.
Aðildarsinnar munu mjög líklega ekki geta myndað starfhæfan meirihluta án Framsóknar - og á sama tíma, virðist Sjálfstæðisflokkur skv. ályktun landsfundandar í reynd hafna öðrum samstarfsmöguleikum.
Áhugaverð eru viðbrögð Össurar:
"Einangrunarhyggja Sjálfstæðisflokksins eru athyglisverð í ljósi þess að Framsókn hefur tekið mun mildari afstöðu. Hún vill líka ljúka viðræðum og leyfa þjóðinni að kjósa, svo fremi meirihluti þjóðarinnar samþykki framhald þeirra í þjóðaratkvæði. Það er því Sjálfstæðisflokkurinn einn sem hefur einangrað sig kyrfilega frá Evrópu um leið og formaðurinn tók enn eitt flipp-floppið varðandi evruna."
Mér finnst klárt mega lesa úr þeim orðum, að Össur geti gleypt kröfu Framsóknarflokksins, um 2-falda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó svo að áður hafi Samfóar ávallt hafnað því, að láta fyrst framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja þjóðarinnar - til þess að standa í aðildarviðræðum í fyrsta lagi.
Þetta er ekki furðulegt - - því vegna þess hve kyrfilega Sjálfst.fl. lokar þar með á hugsanlegt stjórnarsamstarf með aðildarsinnuðum flokkum; þá er ekkert um annað að ræða fyrir forsvarsmenn Samfóa, en að mæta þeim kröfum sem Framsókn setur fram.
Sjálfst.fl. hefur stórfellt styrkt samningsstöðu Framsóknarflokksins.
Meðan að á sama tíma, hann hefur veikt sína eigin.
Í framhaldinu, veikist einnig til muna samningsstaða Samfylkingar sem og annarra aðildarsinnaðra flokka.
En aðildarmálið er mál 1, 2 og 3 hjá þeim flokkum. Miðað við afstöðu Sjálfst.fl. og líkleg kosningaúrslit.
Er Framsókn eini hugsanlega möguleikinn - - þannig að það er þá ekki val um annað, en að mæta kröfum Framsóknarmanna!
Sjá niðurstöður glænýrrar könnunar MMR!
"814 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára tóku þátt í könnuninni og tóku 78 prósent afstöðu."
- Framsóknarflokkurinn næst stærstur.
- Samfylking dottin niður í að vera 4. stærst.
- 28,1% skv. þessu myndu kjósa BF + Samfylkingu, sem miðað kosningafylgi Samfó 2009 sem var 29,8% þíðir að 1,7% vantar upp á sameiginlegt fylgi þeirra flokka. Með klofnun aðildarsinna í flr. flokka, virðist ekki eiga sér stað nein fjölgun aðildarsinna.
- Áhugaverð, léleg fylgisstaða Sjálfstæðisflokks.
Þetta er þó dagana fyrir landsfundi VG og Sjálfst.fl. um sl. helgi.
Verið getur að þeir hafi haft e-h jákvæð áhrif á þá flokka fylgislega séð.
Niðurstaða
Mér virðist að skv. nýjustu tíðindum. Geti Framsóknarmenn horft mjög bjartsýnir til næstu kosninga. Staðan hefur ekki verið þetta sterk - síðan í tíð Steingríms Hermannssonar. Þegar Framsókn gat horft hvort sem var til hægri eða vinstri. Það er þ.s. felst í því að vera miðjuflokkur. Að flokkar til hægri eða vinstri koma hvort tveggja í senn til greina í augum Framsóknarmanna.
Sigmundur Davíð, á að sjálfsögðu að ræða við Sjálfstæðisfl. og aðildarsinnaða flokka eftir kosningar.
Enda felst hámörkun samningsstöðu flokksins í því, að leiða fram keppni hinna flokkanna um að fá Framsókn til liðs við sig.
Ef rétt er haldið á spilum, á flokkurinn að geta komið í gegn - öllum stefnumálum sínum.
---------------------
Taka sér nægan tíma í stjórnarmyndun.
Semja mjög ítarlegan stjórnarsáttmála, þ.s. allt er neglt niður.
Það er engu að treysta - nema það standi svart á hvítu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2013 kl. 07:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið mellan í íslenskum stjórnmálum og það breytist ekki.
Óli Már Guðmundsson, 27.2.2013 kl. 00:26
Verða þá nýju flokkarnir smámellur, eins og þeir sem halda umboðslausri stjórn að völdum núna.
Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2013 kl. 04:27
Ef Framsókn er ekki til í að vinna með hægri eða vinstri til skiptis. Þá er Framsókn ekki miðjuflokkur. Ef það væri tekin sú afstaða að vinna aldrei með vinstriflokkum. Væri Framsókn þá svokallaður smáborgaraflokkur sem nóg er til af í Evrópu. Ef hann vinnur bara með vinstrifl., þá væri hann orðinn að vinstriflokki. Ef Framsókn ætlar sér að vera lykilflokkur ísl. stjórnmála. Á hann einmitt að vera í því hlutverki sem nú lýtur út að hann komist aftur í, eins og var lengi á árum áður. Að vera hin eiginlega miðja í ísl. stjórnmálum - ásinn á hjólinu, sem allt snýst um.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.2.2013 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning