13.2.2013 | 23:03
Fríverslun milli Bandaríkjanna og ESB?
Það sem vekur athygli mína í lesningu umfjöllunar heimsfjölmiðla um hugmyndir Obama forseta og Barroso Framkvæmdastjóra ESB, er hve lágir tollarnir eru sem eru nú innan heimskerfisins.
Ath. Ísland nýtur að sjálfsögðu einnig þessara tolla skv. "Most favoured nation status" reglunni, sem er ein meginregla Heimsviðskiptastofnunarinnar - sjá: Trade without discrimination
"Under the WTO agreements, countries cannot normally discriminate between their trading partners. Grant someone a special favour (such as a lower customs duty rate for one of their products) and you have to do the same for all other WTO members."
Þetta er mjög mikilvæg regla, en "WTO" er ætlað að stuðla að stöðugt frjálsari heimsviðskiptum.
Þessi regla er eitt aðalvopnið í því skyni.
Þannig að ljóst er, að við Íslendingar njótum sömu kjara gagnvart Bandaríkjunum og ESB, og þau veita hvoru öðru sbr:
"Rocky road lies ahead in trade pact talks
The tariffs between the two partners are actually low, averaging only about 4 per cent, according to the European Commission, the EUs executive arm."
Takið eftir, meðaltoll-álagning um 4%. Sennilega á þetta við iðnaðarvörur.
Þetta er bakgrunnurinn, þegar EES sleppir, þegar EFTA sleppir, þegar ESB sleppir.
Skv. reglunni, hafa þá Kínverjar - Japanir - S-Kóreubúar; einnig þessi sömu réttindi. Í reynd allir meðlimir Heimsviðskiptastofnunarinnar.
- Gott að hafa þessar straðreyndir í huga - þegar menn básúna það að Ísland eigi allt undir því að vera meðlimur að EES, kannski átti það við fyrir löngu síðan, en ekki lengur.
- Að sama skapi, er það ekki krítískt að ganga í ESB.
- Tek fram að ég er ekki að leggja til uppsögn EES. Einungis að benda á, að þróun heims viðskipta hefur minnkað mikilvægi þeirra samninga.
- Að auki mun Evrópa hafa mjög lélegan hagvöxt næstu áratugina. Lélegri en önnur svæði.
Þessu tilraun til að skapa fríverslun þessara tveggja aðila. Getur því verið mjög mikilvæg! Ef af þessu verður!
Ef Bandaríkjunum og ESB tekst að samræma viðmið þ.e. reglur um öryggi matvæla, staðla, og reglur um viðskipti almennt.
Þá líklega verða þær reglur mjög ríkjandi í heimsviðskiptum þaðan í frá.
En það getur þó reynst þrautinni þyngra.
Bandaríkin framleiða mikið af matvælum sem eru genabreitt. Samtímis því að Evrópa setur slíkum matvælum mjög strangar skorður.
En samtímis, er erfitt að sjá að slíkur samningur geti komist í gegnum Bandaríkjaþing. Ef bandar. matvælaframleiðsla fær engin umtalsverð aukin verslunarfrýðindi innan Evrópu.
Bandaríkin og ESB hafa tekist mjög harkalega á um þessar reglur, innan Heimsviðskiptastofnunarinnar, þ.e. bæði reglur um genabreytt matvæli og reglur sem takmarka aðgang fyrir kjöt sem er frá hormónabættum gripum.
Að sjálfsögðu yrði þá Evrópa að heimila bandarísk heimilistæki, sem í dag eru útilokuð hérlendis skv. reglum EES.
--------------------
EFTA á að leita eftir aðgangi að slíku svæði ef það verður til. Ég sé enga ástæðu af hverju Bandaríkin t.d. ættu að hafna slíkri málaleitan. Að auki, liggur beint við að önnur NAFTA lönd einnig gangi í það.
Ég sé það fyrir mér að þær reglur sem Bandaríkin og ESB hafa mótað sameiginlega, myndu þá gilda sem "template" þ.e. aðrir gangi inn í það regluverk. Ekki yrði um nýja samninga.
Á hinn bóginn, sé ég ekki Bandaríkin samþykkja annað en að sameiginlegt regluverk verði léttara, en þ.s. ESB viðhefur innan sambandsins. Þannig að slíkt svæði yrði þá með léttara regluverki en nú er innan ESB og EES.
En Bandaríkjaþing myndi ekki samþykkja, að viðskipti innan Bandaríkjanna verði heft í mjög íþyngjandi lagaramma.
Það atriði getur þó einnig reynst þrautinn þyngra.
En líklega verður það mótun hins sameiginlega regluramma - - sem verður langsamlega erfiðastur.
En ESB og Bandaríkin hafa um langt árabil nú, verið mjög á öndverðum meiði um mikilvæg atriði.
Barroso - ""These negotiations are not about compromising the health of our consumers for commercial gains," Mr. Barroso said. "We will not negotiate changes that we do not want of the basic rules, on either side, be it on hormones or on GMOs.""
Framkvæmdastjórnin gefur sér 2 ár til að ná þessum samningi - það verður mjög forvitnilegt.
En afstaða Barroso getur vart annað þítt, en að hafnað sé tilslökun vegna meginþáttar bandar. landbúnaðarframleiðslu - en nánast allt korn í dag innan Bandar. er erfðabreytt.
Fyrri tilraunir beggja aðila hafa hingað til strandað, vegna deilna sem ekki hafa reynst vera leysanlegar.
Niðurstaða
Obama ætlar sér stóra hluti í utanríkismálum. En afstaða ESB til landbúnaðarafurða. Getur reynst útiloka samkomulag. En ég á erfitt með að sjá það að þingmenn kornbeltis Bandaríkjanna samþykki samkomulag. Sem útilokar bandarísk korn frá markaði Evrópu. Sama um kjötframleiðslusvæðin.
Hingað til hefur strandað ávallt á landbúnaðarafurðum.
En ef af verður. Þá getur þetta orðið upphaf að miklu stærra. Það er sameiginlegu verslunarsvæði N-Atlantshafsþjóða.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2013 kl. 08:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning