Að ætla sér að laga stöðu heimila er ekki popúlismi!

Það sjálfsagt ætti engum að koma á óvart. Að menn séu þegar farnir að rísa upp og fordæma hugmyndir sem fram komu á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Þar er sett fram almenn stefnumörkun um "leiðréttingu skulda heimila" - "afnám vísitölu" og "lækkunar skulda ríkisins."

Eyjan vakti í dag athygli á gagnrýni Jóns Steinssonar: Grein Jóns Steinssonar á Eyjunni.

Þar tekur Jón að sér hlutverk svokallaðs "strámanns." 

Þ.e. sú tegund gagnrýni, að afflytja þær hugmyndir sem verið er að kasta rýrð á, og síðan gera gys að þeirri skrumskælingu.

  • Málið er, að ályktunin er þannig séð listi yfir það sem þarf að gera.
  • Á sama tíma er ekki útskýrt akkúrat hvernig.
  • Hugmyndir um það eru í mótun.

 

Það þíðir þó að sjálfsögðu ekki að ekkert sé unnt að gera!

Hérna er hugmynd sem ég koma á framfæri á þinginu:

----------------

Tillaga að leið til þess að afskrifa lán fólks í vanda:

1. Ríkið stofni umsýslustofnun til þess að taka yfir og afskrifa húsnæðislán fólks í vanda, eða felur Íbúðalánasjóði þetta nýja hlutverk. Samkvæmt sérlögum um úrræðið fær viðkomandi stofnun rétt til að gera eignarnám í láni einstaklings, sem skv. skriflegum samningi milli þess einstaklings og viðkomandi stofnunar sú stofnun hefur fengið beiðni um að yfirtaka.

2. Einstaklingar leita sjálfir til viðkomandi stofnunar, og sækja um úrræðið.

3. Úrræðið felst í því, að viðkomandi stofnun kaupir lán viðkomandi af þeim banka sem á viðkomandi lán og afskrifar síðan – réttur til þess að grípa til eignarnáms er einungis til vara. Skapa stofnuninni styrkari samningsstöðu.

4. Skv. samningi milli viðkomandi stofnunar og viðkomandi einstaklings, þess skuld stofnunin hefur samþykkt að taka yfir; þá afsalar einstaklingurinn á móti fasteign eða íbúð sinni til eignar yfir til viðkomandi stofnunar.

5. Viðkomandi einstaklingur þrátt fyrir það býr enn í viðkomandi fasteign eða íbúð skv. samningi milli viðkomandi og viðkomandi stofnunar, gegnt leigu sem er tekjutengd þess gætt að viðkomandi hrapi ekki niður í skilgreind fátækramörk.

6. Samningur milli stofnunar og viðkomandi einstaklings hafi 10 ára gildistíma. Má íhuga lengri eða skemmri.

7. Þegar gildistími rennur út fær viðkomandi einstaklingur 3 valkosti. A)Að kaupa aftur sína fyrri eign gegnt nýju láni. B)Leigja áfram en gegnt markaðsleigu. C)Flytja úr sinni fyrri eign.

8. Úrræðið stendur til boða í 1 ár.

・ Ég tel að 10 ár sé nægur tími til þess, að stjórnvöldum verði mögulegt að framkalla efnahagslegan viðsnúning yfir það tímabil, þannig að lífskjör sem og húsnæðisverð líklega verði hagstæðara að því tímabili loknu.

・ Þá á ég við, að þegar eign er seld aftur, verði það gegnt hærra söluverði en kaupverð eignar 10 árum áður.

・ Að taka yfir húseign gegnt því að taka yfir lán til þess að afskrifa það, lágmarkar áhættu ríkisins. En úrræðinu mun fylgja kostnaður.

・ Sá kostnaður lágmarkast að auki eftir því hve vel gengur að framkalla efnahagslegan viðsnúning yfir hið 10 ára tímabil.

Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnason

----------------

Þessi tillaga verður skoðuð af framkvæmdastjórn flokksins, skv. þeim loforðum sem ég fékk. Hef ekki hugmynd hvort henni verður beitt - en hugsa má ýmsar útfærslur.

 

Síðan er það áhugavert viðtal við Júlíus Sólnes frá 2010: Breyta vísitölunni - Sjá Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes

  • 1200 milljarða skuldir heimila. 20% lækkun kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
  • En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
  • Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
  • Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
  • Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
  • Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
  • Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
  • Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!

Þetta er fræðilegur möguleiki eins og Júlíus Sólnes benti á. Má hugsa sér að endurreikna vísitöluna afturvirkt eins og gert var 1989 miðað við einhverja breytta forsendu.

Það kostar ekki ríkið "krónu." 

  • Spurning hvort unnt sé t.d. að fjarlægja úr vísitölunni, hækkanir gjalda á vegum ríkis og sveitarfélaga.
  • Má hugsanlega rökstyðja, að það sé ósanngjarnt að skuldir heimila hækki vegna hallarekstrar ríkisins og/eða sveitafélaga.
  • Vísitalan skuli einkum miðuð við þróun verðlags neysluvara.
  • Þó er spurning - góð spurning, frá hvaða tíma skal reikna. 

 

Svo er einn mjög stór galli á hugmyndinni um upptöku evru?

Mun taka mjög langan tíma - en líklega tekur a.m.k. 15 ár að ná skuldastöðu ríkisins í viðundandi horf, lengur ef ílla gengur að ná fram aukningu gjaldeyristekna.

Að auki verður nauðsynlegt að taka niður gjaldeyrishöft, en ERM II aðild er ekki möguleg fyrr en höft hafa verið afnumin. Og öll markmið um stöðugleika þ.e. lág verðbólga, lágir vextir að auki en þeir mega ekki vera nema lítið eitt hærri en í þeim löndum þ.s. þeir eru lægstir.

Það er þannig séð áhugavert þegar menn segja lága vexti ómögulega innan krónu. En hvernig gengur það upp, þegar viðkomandi segja á sama tíma. Að við eigum að taka upp evru?

En að sjálfsögðu er króna gjaldmiðill alveg fram að skiptum. Og því þarf að ná fram lágu vöxtunum meðan hún er enn til staðar. Sem og lágu verðbólgunni. Og þeim stöðugleika sem til þarf.

Þannig að ég skynja ákveðna mótsögn í þessum málflutningi. Því ef lág verðbólga - lágir vextir - stöðugleiki; er allt saman ekki mögulegt innan krónu. Þá hvernig getum við tekið upp evru?

En menn geta treyst því algerlega að við fáum enga eftirgjöf skilyrða.

-----------------------

Eitt enn. En skv. reglum þarf að viðhalda tengingu við evru í 2 ár þ.e. gengið má ekki sveiflast einu sinni 1% frá evrunni á því tímabili.

Ég velti fyrir mér, hvað gerist ef það verður stór hagsveifla á þeim tveim árum?

Mun Ísland geta mögulega varið tengingu, gegn markaðinum, ef markaðurinn kemst að þeirri niðurstöðu að tengingin sé fallin?

Mig grunar að það sé ekki mögulegt. Fræðilega getur Ísland fengið lán frá ECB á slíkum tímapunkti, en ég held að það myndi einungis þíða skuldsetningu okkar og að tengingin myndi samt falla.

  • Það sem til þarf held ég er stór eignasjóður - nægilega stór til þess að stór hagsveifla á röngum tíma, raskar ekki trúverðugleika Íslands.
  • Bendi á að norski olíusjóðurinn er ekkert annað en stór gjaldeyrissjóður. Sá tryggir stöðugleika norsku krónunnar. Því markaðurinn er alveg salla rólegur ef verður stór sveifla á verði olíu á heimsmörkuðum. Veit vel að Noregur á nægan pening. Engin hætta á snöggum vandræðum.
  • Ísl. stöðugleikasjóður þarf ekki endilega að vera svo rosalega stór. En t.d. 3 ár af viðskiptahalla, ef við ættum fyrir þrem árum af halla, þá held ég að það myndi duga. Til að viðhalda trúverðugleika þó það skelli á snögg kreppa.
  • Það tekur sennilega a.m.k. 10 ár að safna slíkum sjóði. Evra vart innan nk. 20 ára, hef ég ítrekað sagt a.m.k. síðan 2010.

Þannig að það er ekki raunverulegur valkostur sem Árni Páll stöðugt staglast á, að taka upp evru.

Spurning við hvern - ásökunin um popúlisma raunverulega á?

 

Niðurstaða

Málið er að hinn raunverulegi popúlismi er sú fullyrðing að við getum gengið í ESB og tekið upp evru. Svona eins og það gerist næstum því daginn eftir. Þegar sannleikurinn er sá að það er í reynd enginn - þá meina ég alls enginn raunverulegur valkostur við ísl. krónu næstu 15-20 árin a.m.k.

En þessi sannleikur mun ekki koma í veg fyrir að við sem aðhyllumst þann realisma að krónan sé hér áfram um langan aldur enn, og viljum því einbeita okkur á að auka stöðugleika krónukerfis; munum fá á okkur statt og stöðugt mánuðina fram að kosningum ásökunina um popúlisma.

Eitt af því sem verður að glíma við - eru skuldir heimila. Ef það á að geta skapast ný þjóðarsátt um stöðugleika á Íslandi. Það er raunveruleiki er ekki verður umflúinn.

Sumir vilja ekki sjá heiminn eins og hann er - virðist mér.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband