Ég held að aukið lýðræði geti verið þáttur í að leiða fram kosti Íslands!

Þetta er framhald af umræðunni um kosti og galla Íslands. Ég held áfram með umfjöllun um smæðarvanda Íslands, sjá fyrri umfjöllun: Um eflingu Íslands þrátt fyrir andstreymi!. En sá vandi hefur fleiri afleiðingar en þær er ég nefndi í minni fyrri grein. Að mörgu leiti má líkja Íslandi við sveitafélög í milljónaþjóðfélögum. En í borgum af sambærilegri fjölmenni og Ísland. Má víða um heim finna stað sambærilega þætti - þ.e. frekar fámennur hópur sem stjórnar, sem þekkist vel innbyrðis. Atvinnulíf byggt upp af frekar fáum þáttum, og hinir fáu stóru atvinnurekendur gjarnan einnig með veruleg pólitísk ítök.

Við kynntumst spillingarhættunni sem þessu getur fylgt á sl. áratug, þegar þ.s. mætti kalla "division of the spoils" einkenndi einkavæðingar ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.

En allra síðustu árin, höfum við komist í tæri við annan veikleika, þ.e. okkar stofnanir vegna smæðar samfélagsins eru veikar á svellinu gagnvart stjórnvöldum; þegar þau leitast við að keyra fram mál í sterkri andstöðu jafnvel við meirihluta almennings.

Samtímis því að veikir fjölmiðlar, reynast lítt til fallnir til þess að leiða upplýsta gagnrýna samfélagsumræðu. Sá veikleiki var einnig til staðar er spillingin reið húsum.

 

Ein hugsanleg leið til þess að bæta ástandið - getur fallist í vissum þætti beins lýðræðis!

Ég er að hugsa um 65. gr. tillögu Stjórnlagaráðs, sbr:

Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.

Fyrir utan að rétt er að miða við 15% í stað 10%. Þá er ég á því að þessi grein sé ágæt.

Og ég er að meina, að Framsóknarflokkurinn ætti að gera tillögu um. Að þessi grein verði færð yfir í gömlu stjórnarskrána.

Þannig sé staðið við stefnu flokksins um - "aukið lýðræði."

Ég geri ekki athugasemd við það, að t.d. Alþingi hafi rétt til þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslur sem einnig verði lagalega bindandi. Finnst það fínt - einnig.

-------------------------

Ég vil í reynd ekki ganga lengra til beins lýðræðis en það, að veita almenningi "STÖÐVUNARVALD."

En ég held það sé mikilvægur þáttur í því að:

  1. Draga úr göllum smæðarinnar -
  2. Og leiða þess í stað fram kosti hennar. 
  • Ég tel að þetta muni minnka til muna spillingarhættu!

Það kemur til þannig, að þegar þjóðin hefur stöðvunarvald. Þá er ekki eins þægilegt lengur fyrir spillta stjórnmálamenn - að endurtaka sbr. "Division of the spoils" er átti sér stað í tíð DO og HÁ. Þjóðin getur þá gripið inn í - þegar kemur að ákvörðunum sem krefjast lagabreytinga.

En ekki síður, að þegar áhrifamenn innan viðskiptalífsins vita af því, að þjóðin hefur þetta vald. Þá einnig vita þeir, að mun síður sé unnt að tryggja sérhagsmuni fárra ríkra í gegnum spillta stjórnmálamenn. Þá hafi þeir sig síður fram við það að beita sér með slíkum hætti.

  • Ekki síst minnka þá hættu að afdrifaríkar ákvarðanir séu teknar í almennri andstöðu.

Við verðum að muna, að við erum einnig að hugsa um framtíðina. Það er tækifæri í dag fyrir lok þessa þings. Að ná þessu atriði fram. Við getum ekki vitað að næsta þing bjóði upp á eins gott tækifæri til þess.

Nú er það enn í fersku minni, hvernig ríkisstjórnin kom fram við þjóðina, hennar hagsmuni.

En ekki gleyma heldur því, að stjórnmálamenn geta gerst handbendi erlends valds, og þá getur þjóðin stöðvað þær aðfarir. Þetta getur skipt miklu máli í framtíðinni.

  • Ég held að þetta stuðli að meiri sátt í samfélaginu.

Vegna þess einmitt, að minna auðvelt verður að keyra mál fram í almennri andstöðu. Þá leiði það fram að leitast verði við að upplýsa og sannfæra. Þannig að mál fari fram í betri sátt.

Svo ekki verði þjóðaratkvæðagreiðsla gegn málinu.

 

Málið er, að þegar búið er að taka út ókostina. Ættu kostirnir að vera eftir!

Það að Ísland er lítið. Einnig þíðir að auðvelt er að taka ákvarðanir. Við getum vegið og metið þætti með hraði. Því fljótlegt er að ná í alla, sem til staðar eru og hafa þekkingu.

Það þíðir þá væntanlega einnig, að stjv. ættu að geta unnið mjög vel með atvinnulífinu - í sókn þess eftir frekari framförum.

Atvinnulífið á gott með að ná tengslum við ráðamenn, og öfugt.

Það eru einnig jákvæðar hliðar á því.

-------------------------

Við þurfum þó að taka á "KENNITÖLUFLAKKI": sú hugmynd sem ég hef nokkrum sinnum nefnt, er að per hver 10 ár verði aðila heimilt að verða gjaldþrota einu sinni án sérstakra vandræða, en annað gjaldþrot innan hvers 10 ára tímabils. Leiði til viðurlaga!

Það gæti t.d. verið 3. ára svipting rétti til þess, að eiga eða reka fyrirtæki. Fyrir fyrsta brot. Síðan t.d. 6 ára svipting. Ef viðkomandi brýtur 10 ára regluna einhvertíma seinna.

Ég vil ekki setja reglu sem er of "íþyngjandi" og þannig hindra nýsköpun eða heilbrigða áhættusækni.

Heldur eingöngu taka á svindlinu.

-------------------------

Auk þess vil ég, að sett sé í lög, að einungis megi greiða arð skv. því hver arður af rekstri raunverulega er áður en greitt eru skattar og gjöld.

En arðgreiðslur eru komnar langt út fyrir allt meðalhóf á seinni árum. 

Eiginlega orðnar form spillingar sbr. græðgivæðing.

-------------------------

  1. En ég tel að það sé mikilvægur þáttur í því, að byggja Ísland upp.
  2. Að viðskiptalífið njóti trausts.
  3. Ekki síður en  stjórnmálin.

Aukið traust almennings, getur skapað mjög margvísleg jákvæð hliðaráhrif - ekki síst bætt samskipti milli atvinnulífs og verkalýðshreyfingar, sem og stjv. og verkalýðshreyfingar.

En samvinna þessara aðila verður í framtíðinni mikilvægt atriði.

 

Niðurstaða

Við viljum öll leiða fram það góða þjóðfélag sem okkur dreymir um að Ísland sé. Og ég held að það virkilega sé mögulegt. Að sjálfsögðu skiptir aukin velmegun miklu. En einnig það að skapa traust og sátt innan samfélagsins. Það er milli stjórnvalda og almennings. En einnig milli almennings og atvinnulífs.

Í þeirri miklu uppbyggingu sem þarf á Íslandi. Verður traust samvinna aðila vinnumarkaðarins ásamt velvilja almennings. Mikilvægt atriði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband