Um eflingu Íslands þrátt fyrir andstreymi!

Skv. áskorun frá Frosta Sigurjóns, ætla ég aðeins að fjalla um kosti og galla Íslands. Eins og við þekkjum þá er Ísland örríki - ath. ekki smáríki - í Norður Atlantshafi. Mitt á milli Evrópu og N-Ameríku. Örríki er mun réttara en lýsingin smáríki, því þjóðin er innan við milljón manns.

Að Ísland er örríki er mjög vanmetið af Íslendingum sjálfum. En okkur finnst mjög gaman að bera okkur við Norðurlandaþjóðir. En sem dæmi eru Íslendingar 17 falt fámennari en t.d. Danir. Þó er Danmörk talin smáþjóð. Það er gríðarlegur munur á þjóð sem er rúmlega 5 milljón eða þjóð sem er rúmlega 300 þúsund.

Eitt atriði sem vert er að muna - er fjarlægð Íslands og fámenni?

Valdi kort sem sýnir NV-Evrópu. En þ.e. hentugt vegna þess hve mikið þessa dagana er hugsað til Evrópu. Það sem er vert að skoða er hve miklu nær löndin sem við berum okkur gjarnan við, eru kjarnalöndum Evrópu. Og þar með fjölmennasta hluta álfunnar.

Þetta skiptir mjög miklu máli - því flutningskostnaður til og frá Íslandi er miklu meiri en t.d. frá Írlandi til og frá kjarnalöndum Evrópu.

Það kemur tvennt til.

  1. Fjarlægð er meiri, en skip og flugvélar brenna eldsneyti, að auki þurfa hvor tveggja viðhald. Því kostar ávallt meir að flytja varning því lengri sem vegalengdir eru.
  2. Hitt er fámennið hér - en það má vera að skipti meira máli. En það hefur þá afleiðingu að flutningsmagn er minna. En þ.e. stærðarhagkvæmni í flutningum sem öðru. Að auki hefur umfang pantana áhrif á verð frá byrgjum. Þannig að Íslendingar tapa hvort tveggja á því að fá óhagstæðari verð frá byrgjum því pantanir eru smærri, og einnig á því að hingað er flutt með smærri og minna hagkvæmum skipum, sem og flugvélum. Því magnið er of lítið til að stærri flutningatæki beri sig. Auk þess að sennilegt er að fákeppni gæti á flutningum til og frá landinu, því fámennið þíðir einnig að auki að fáir aðilar þrífast til að þjóna þessum litla markaði.
  • Þessir tveir þættir víxlverka, og til samans valda öllum rekstri á Íslandi meiri kostnaði, þegar kemur að því að kaupa aðföng erlendis frá en einnig kostnaði þegar vara er flutt út á markað - leiðir til minni hagnaðar og dregur úr getu atvinnulífs til að greiða laun.
  • Ríkið tapar einnig, því minni hagnaður einnig þíðir minni skatttekjur og því einnig lægri laun hjá ríkinu.
  • Ekki má gleyma að flutningskostnaður einnig leggst á innfluttar neysluvörur, sem eru um 90% neysluvarnings hér fyrir utan matvæli - þannig að ofan á lægri laun en annrs væri unnt að greiða tapar almenningur einnig lífskjörum út á dýrari vörur.

Margir gagnrýna svokallaða "láglaunastefnu" hérlendis - en ég hef veitt því athygli, að margir af þeim einstaklingum virðast ekki gera sér grein fyrir ofangreindum vanda íslenskrar atvinnustarfsemi í samanburði við lönd sem eru A)Mun fjölmennari og B)mun nær mörkuðum - en Ísland.

Ég ætla ekki að fullyrða akkúrat hvaða prósentu launamunar fyrir sbr. störf miðað við t.d. Svíþjóð þetta útskýrir - - en ég er þess fullviss. Að þetta skýrir töluvert háa prósentu þess launamunar.

Er eitthvað sem getur þessu breytt? Ef Ísland myndi komast í þungamiðju heimsflutninga. Þá yrði gjörbylting. Þó svo að fjarlægðir yrðu áfram þær sömu. Ef það myndi fara svo að Ísland yrði miðstöð fyrir svokallaðar "umskipunarhafnir" þá myndi flutningsmagn í gegnum landið aukast gríðarlega mikið. sem myndi þíða að mun fleiri aðilar myndu hafa áhuga á að sigla hingað eða fljúga hingað til að flytja varning. Sem sagt - aukin samkeppni. Síðan myndi stórfellt aukið magn í flutningum einnig lækka verulega kostnað við flutninga vegna noktunar á mun hagkvæmari flutningatækjum sem þá myndu borga sig. Þá myndi það forskot sem t.d. Norðurlönd hafa á Ísland vegna flutningskostnaðar í samhengi Evrópumarkaðar, minnka mikið.

  • Þetta er væri fyrir okkur ekki síður stór hagnaður fyrir okkur ef tilkoma þessara hafna ætti sér stað, en það að þá myndu skapast í landinu störf og tekjur af sjálfum höfnunum og annarri starfsemi.
  • Það er engin tilviljun að sögulega séð, hafa ríkustu svæðin mjög oft verið þau, sem verða þungamiðjur heimsverslunar. Meðan þau sem eru fjarri þeim þungamiðjum, eru mun fátækari.

 

Þrátt fyrir þennan stóra ágalla hefur Íslendingum vegnað vel!

Þetta á sérstaklega við í samanburði við aðrar dvergþjóðir í heiminum sem eru eylönd. En þau eru vanalega miklu mun fátækari en Ísland og Íslendingar. Jafnvel miðað við Evrópu eru Íslendingar engir aukvisar þ.e. þjóðarframleiðsla per haus ca. svipuð og Danmerkur. Töluvert lægri en Svíþjóðar. Þó eru laun verulega lægri en í Danmörku - sem stórum hluta eins og útskýrt skýrist af ofangreindu.

  • Við vitum mjög vel hverju við eigum þetta að þakka - þ.e. fiskimiðum og orkuauðlindum. 

En fjarlægðarkostnaður vs. smæð landsins þ.e. agnarlítill heimamarkaður auk þess að hérlendis er lítið úrval jarðefna.

Gerir það að verkum, að mjög fátt annað borgar sig að framleiða hérlendis, en:

  • Sjávarafurðir: Við framleiðum fiskflök og annað úr afurðum hafsins, vegna þess að þær er að fá úr sjónum í kringum landið.
  • Orkufrekur iðnaður: Við framleiðum ál, málmblendi, kýsilmálm - sem sagt, nýtum orkuna. Löðum framleiðendur hingað þrátt fyrir fjarlægð okkar frá mörkuðum og fákeppni í flutningum. Með því að bjóða nægilega lágt orkuverð svo þeir hafi áhuga á að vera hér - þrátt fyrir þá ágalla. Eitthvað þarf að vera lágt á móti til að bæta upp það óhagræði - höfum valið að það sé verðið á orkunni.

Það eru margir á Íslandi sem skilja ekki þann sannleik - að lága orkuverðið er forsenda þess að slík framleiðsla komi hingað; og skapi störf.

Íslendingar myndu tapa miklu meir en myndi nema gróða þeirra af því, að hækka mun verulega verðlag á orku, því myndi landið verða ósamkeppnisfært. 

Við erum að keppa við Bandaríkin, þ.s. verðlag á rafmagni er ca. 1/4 af því sem er í Evrópu.

Að nota einungis verðlag í Evrópu sem sbr. er því mjög villandi.

Við fáum einungis starfsemi hingað, ef verðlagið er enn lægra en í Bandaríkjunum. 

Í reynd hefur mikil lækkun á orkuverði í Bandaríkjunum sl. 6 ár, þrengt að okkur. En sú lækkun stafar að gríðarlegri aukningu í gasvinnslu þar - þannig að gasverð er í dag ca. 1/3 sbr. þá.

Er eitthvað sem getur þessu breytt? Við getum ekki stýrt orkuverði í Bandaríkjunum. Né afurðaverði á heimsmörkuðum.

  • En, við samt sem áður, getum tekið upp markvissa stefnumörkun um uppbyggingu iðnaðar hérlendis.
  • Til skamms tíma, er ágætt að fá flr. kýsilmálmverksmiðjur og annað af því tagi sem nýtir beint orkuna.
  • En til lengri tíma, þyrfti að byggja upp framhaldsvinnslu úr því áli sem er hér framleitt.

Við getum ekki stýrt orkuverði í Bandaríkjunum eða annars staðar, né verðlaginu fyrir hrá-ál. En við getum sjálf, ákveðið að framleiða hluti úr áli.

Það væri leið til þess, að auka mjög framleiðsluverðmætið - skapa hátæknistörf sem veita hærri laun, og einnig að skapa hér þekkingu.

Slík atvinnuuppbyggingarstefna eða iðnaðarstefna, þarf að vera langtíma sbr. stefna S-Kóreu. Sem á rúmlega 30 árum hefur gert S-Kóreu að ríku samfélagi.

Við getum vel gert eitthvað svipað. Þ.e. byggt upp starfsemi í kringum núverandi stóryðju. Jafnvel, hugsað uppbyggingu iðnaðarsvæðis í samhengi nýrrar stóryðjuuppbyggingar.

 

Hugbúnaðarstarfsemi!

Það er líklega sú starfsemi hérlendis sem minnst verður fyrir búsifjum vegna fjarlægðarkostnaðar og fámennis. Þó eins og í orkufreka iðanaðinum er um ramman reip að draga vegna samkeppni. En það eru ekki nema nærri hver einasta rýk þróuð þjóð í heiminum að leitast við að byggja upp hugbúnað og hátækniiðnað. Við höfum að sjálfsögðu ekki nærri eins mikið fjármagn og milljónaþjóðir.

Við eigum kannski ekki beint að reikna með því að sigra heiminn - - á hinn bóginn. Má samt vera að í slíkri uppbyggingu liggi tækfæri fyrir höfuðborgarsvæðið.

En Frosti vill meina að höfuðborgarsvæðið hafi sumt fram yfir aðra staði, hér sé mjög fljótlegt að eiga viðskipti, þægilegt að hafa samkipti, í reynd stutt á milli aðila. 

Tja, hafandi í huga að í borginni er þéttasta net menntastofnana á landinu. Þá er langsamlega mesti þéttleiki þekkingar hérlendis, akkúrat hér á höfuðborgarsvæðinu.

Er eitthvað sem getur þessu breytt? Aftur getur markviss stefnumörkun skipt máli. En ef lykilatriði í uppbyggingu iðnaðar er að samhliða byggja upp verkmenntaskóla.

Þá á það einnig við, að hátæknigreinar á háskólastigi þarf stórfellt að efla.

 

Uppbygging mannauðs

Þetta líklega þarf að vera rauður þráður í allri uppbyggingunni - en það er ekki síður að efla mannauðinn að efla "verkmenntun" en það er að efla menntun á háskólastigi í tæknigreinum.

  • En þegar við erum að tala um "háskólanám" þá er ekki allt slíkt, jafn verðmætt.
  1. Það sem okkar fjármagn er takmarkað.
  2. Verðum við að fókusa okkar krafta.
  • Ef við ætlum að auka framleiðslugreinar.
  • Þarf að efla verkmenntun.
  • Ef við ætlum að efla hátækniiðnað.
  • Þarf að efla tæknimenntun og rannsóknir á háskólastigi á því sviði.

Við eflingu iðnskóla, þá finnst mér að iðnnám eigi að hefjast strax í t.d. 13. ára bekk. Þannig að mögulegt sé fyrir þá sem bóknám síður hentar. Að fókusa á iðnmenntun þá þegar. Það þíddi ekki að bóknám hætti alfarið. En því yrði þrengri stakkur sniðinn. 

Hentugast að þetta yrði gert innan grunnskólanna. Sem myndi þíða stórfellda aukningu smíðakennslu.

Til þess þarf að verja að sjálfsögðu umtalsverðu fjármagni.

--------------------------------

  1. Vegna þess að það er þröngt í búi núna.
  2. Er kannski ástæða til þess, að draga verulega úr því hvað við framleiðum mikið af háskólanemum, í öðrum greinum en þeim sem stuðla beint að gjaldeyrisöflun. Fyrir utan tilteknar mjög nauðsynlegar þjónustugreinar.

Ég er að stinga upp á því - að taka kannski af fjárlögum greinar t.d.:

  • félagsvísindagreinar nærri því eins og þær leggja sig,
  • trúarkennslu,
  • lögfræði,
  • viðskiptafræði.

Þær greinar verði háðar þá skólagjöldum!

En kostað til náms í verkfræðigreinum og öðrum hátæknigreinum, auk greina er tengjast lækningum og menntun.

  • Má hugsa þetta sem tímabundið ástand. 

Auðvitað yrði óskaplegt ramakvein, sérstaklega v. þess að þetta eru mjög fjölmennar greinar, sem ég sting þarna upp á að - gera í reynd nærri óframkvæmanlegt fyrir fólk að sækja í um nokkurra ára skeið.

Það yrði a.m.k. mjög mikil fækkun stúdenta í þær greinar.

Form af stýringu stúdenta í nám!

Með þessu myndu allir sem geta, fara í þær greinar sem kostaðar verða áfram.

Sem myndi þíða verulega aukningu á framboði á nýútskrifuðum tæknifræðingum af öll tagi, sem og læknum - hjúkrunarfólki, einnig kennurum.

Það er einnig ákveðinn tilgangur í því, að stýra fólki í þessar greinar - svo fyrirtæki sem vilja efla sig í tæknigeiranum hafi nóg af útskrifuðu fólki, ný útskrifaðir læknar og hjúkrunarfólk komi í stað þeirra sem ætla að hætta á næstunni, nóg verði af kennurum.

-------------------------------- 

Það sem ég er að tala um er að nám á Íslandi verði í mun meira mæli en áður, fókusað í þá átt sem þjónar eflingu útflutningsgreina.

Til þess að það sé mögulegt, þyrfti þá að minnka kennslumagn a.m.k. að einhverju leiti á sviðum, sem eru minna bráðnauðsynleg.

 

Niðurstaða

Eins og ég útskýrði að ofan. Þá búa Íslendingar við töluvert mótstreymi. Vegna smæðar þjóðarinnar og vegna fjarlægðar landsins frá öðrum löndum. Þeir tveir þættir að stórum hluta skýra tiltölulega lág laun hér samanborið við umfang þjóðarframleiðslu. Sem margir hafa réttilega bent á - en haldið að sé að kenna einhverri "láglaunastefnu."

Þrátt fyrir þetta hefur okkur vegnað vel í samanburði við mjög margar þjóðir. En núverandi vandi skapar þrýsting á okkur, um að gera enn betur.

Þær skuldir sem landið hefur lent í vegna óskaplegra gallaðrar hagstjórnar á sl. áratug og vegna framferðis stórra aðila í atvinnulífinu sem keyrðu landið um koll ofan í mistök stjórnvalda þess tíma. Skapa nýjan þrísting á okkur að standa okkur enn betur en áður í atvinnuuppbyggingu.

Og ég tel að það sé mögulegt - að gera betur. En þeir möguleikar verði ekki skapaðir nema með "markvissri stefnumótun" sem að auki verði framfylgt "yfir eitthvert verulegt árabil."

En við þurfum að átta okkur á því, að ný uppbygging getur tekið 15 - 20 ár að skila sér að fullu. Tja eins og það tók 30 ár fyrir S-Kóreu og Japan einnig, að ná sér almennilega á strik.

Þeim löndum tókst það. Ég held að við eigum að taka okkur þeirra uppbyggingu sem fyrirmynd. Hvað er að því að sækja sér fyrirmyndir til annarra landa? Þó það séu ekki Evrópulönd?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband