Skuldatryggingaálag Ísland komið í 170 punkta!

Þetta er atriði sem lesa má í nýjustu útgáfu Peningamála Seðlabanka Íslands. Sjálfsagt taka flestir eftir vaxtaákvörðuninni. Sömu háu vextirnir áfram eða 7%. En skuldatryggingaálagið er mikilvægt atriði. En skuldatryggingar eru einmitt þ.s. nafnið bendir til, trygging fyrir tapi af því að hafa fjárfest í viðkomandi skuld. Fyrir aðila sem kaupir ríkisbréf lands X. Nú, álagið sveiflast til eftir því, hve mikil áhætta er talin á gjaldþroti viðkomandi aðila.

Lækkandi álag þíðir að áhættan er metin minni.

Þetta segir Seðlabanki Íslands:

"Skuldatryggingarálag á fimm ára skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands mælist nú 1,7 prósentur og hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008. Álagið hefur lækkað um 0,2 prósentur frá útgáfu Peningamála í nóvember og um 1,2 prósentur frá sama tíma í fyrra. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt vaxtamun fimm og tíu ára skuldabréfs ríkissjóðs í Bandaríkjadölum og sambærilegra bréfa ríkissjóðs Bandaríkjanna hefur einnig lækkað frá því í nóvember og mælist nú um 2%. Nýleg niðurstaða EFTAdóms varðandi Icesave-deiluna ætti að öðru óbreyttu að stuðla að áframhaldandi lækkun áhættuálags á innlendar fjárskuldbindingar og bæta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs."

Takið eftir, að álagið á 5 ára bréf hefur lækkað um 20 punkta frá nóvember sl. og 120 punkta frá sama tíma á sl. ári.

Fyrir 10 ára bréf sé álagið í dag 200 punktar.

Ath. þetta hefur verið að gerast þrátt fyrir að vera með ríkisstjórn, sem ekki hefur tekist að ná miklum árangri í því að skapa nýjar útflutningstekjur.

Veltið fyrir ykkur hve mikið þetta getur lækkað, ef tekst að auka þær tekjur að einhverju ráði?

Einnig kemur fram eftirfarandi:

"Frá útgáfu Peningamála í nóvember hefur langtímavaxtamunur gagnvart þýskum ríkisskuldabréfum lækkað um 0,9 prósentur og er nú um 4%. Vaxtamunur á skammtímaríkisskuldabréfum hefur hins vegar hækkað um 0,7 prósentur á sama tíma og mælist nú einnig 4%."

Það er mikið talað um - mun á milli vaxtakostnaðar Evrópulanda og vaxtakostnaðar Þýskalands.

Til samanburðar skv. Financial Times er vaxtamunur eftirfarandi landa sbr. við þýsk ríkisbréf:

  1. Grikkland.....9,15.
  2. Portúgals......4,90.
  3. Spánn..........3,85.
  4. Ítalía............2,96.
  5. Írland...........2,62.
  • Þýskaland.....1,63%
  • Ísland því......5,63%

Vaxtakostnaður Íslands ef það selur skuldabréf er því líklega á þessum slóðum.

Áhugavert er sérstaklega hve traust á Írlandi hefur aukist. Það var hærra en Spánn, en er nú verulega lægra hvað vaxtakröfu.

Skv. þessu nýtur Ísland ívið meira trausts en Portúgal - en örlítið minna en Spánn.

Með öðrum orðum - Ísland er á svipuðum slóðum, og svokölluð lönd í vanda á evrusvæði.

Nema að Írland nú hefur nokkuð meira traust en Ísland.

Það er hugsanlegt a.m.k. að lækkun álags Íslands hafandi í huga að þegar álagið var 1,2% hærra á sl. ári, þá var áhætta okkar einnig á svipuðum slóðum og áhætta Spánar; hafi mest að gera með það að vegna þess að evrukrísan hefur legið niðri um 6 mánaða skeið - séu fjárfestar rólegri almennt.

Frekar en það að þessi ríki séu svo mikið betur stödd - nema kannski Írland.

En ég mundi ekki segja að ástand Íslands sé í reynd áberandi skárra en á sl. ári, nokkurn veginn það sama mundi ég segja.

Áhugavert að sjá mynd sem ég sá á vef ZeroHedge.

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2011/09/pt%202.jpg

Eins og sést af þessum ferli frá vef ZeroHedge, þá er skuldatryggingaálagið orðið það lægsta sem það hefur mælst síðan fyrir hrun. Enn virðist það smávegis hærra en rétt áður en það fór að hækka hratt í septeber 2008.

  • Áhugavert er þannig séð, hve seint markaðir erlendis vöknuðu við vondan draum - eins og sést, þá kemur óttinn ekki fyrr en lokamánuðinn áður en bankarnir féllu.

Skýring á þessari lækkun skuldatryggingaálags?

Hún er augljós, en gengisfallið sem margir vilja skipta krónunni út fyrir - leiddi til snöggs viðsnúnings í gjaldeyrisneyslu þjóðarinnar. 

Þá á ég við, að halli á viðskiptajöfnuði varð að nægum afgangi - svo að landið gat staðið undir hækkuðum gjaldeyrisskuldum.

Skv. Peningamálum:

"Áætlað er að tæplega 4% afgangur verði á viðskiptajöfnuði á þessu ári þegar leiðrétt er fyrir áhrifum af reiknuðum hreinum þáttatekjum innlánsstofnana í slitameðferð og uppgjöri þrotabúa þeirra ásamt reiknuðum hreinum þáttatekjum lyfjafyrirtækisins Actavis."

Raun afgangur af viðskiptajöfnuði sé um 4%. Þetta virðist duga ríkinu.

Eins og sést á mynd sem dregin er upp á bls. 8 í Peningamálum. Þá virðist að Seðlabankinn stilli af jöfnuðinn við ca. þetta mark sl. 2 ár. En skv. þeirri mynd hefur sveifla verið lítil í kringum þetta bil síðan þá, jöfnuðurinn var greinilega nettó um 6% 2009. En þá hefur líklega verið þörf á hærri. 

Sem líklega þíðir að þetta sé ca. sá afgangur sem sé nauðsynlegur til að tryggja hagsmuni ríkisins.

Þið munið væntanlega hve snögglega gengið lækkaði sl. haust - eftir að sumarvertíðin í ferðamennskunni var búin.

Mér finnst það benda til þess, að þessu bili sé viðhaldið fremur stíft.

Genginu stýrt með þarfir ríkisins í huga!

 

Niðurstaða

Mér finnst það samt viss áfangi að áhættu álag á skuldir ísl. ríkisins sé komið niður fyrir 2% fyrir 5 ára skuld, og komið í 2% fyrir 10 ára. Það er auðvitað ekkert ódýrt fyrir ríkið að taka lán á ca. 5,6%. 

En þetta hefur gerst þrátt fyrir aðgerðalitla ríkisstjórn. Sem afskaplega lítið hefur gert til þess að auka gjaldeyristekjurnar. Hún hefur verið heppin þ.e. fengið makríl og góða loðnuveiði, auk þess að ferðamennskan hefur verið í góðri aukningu. 

Makríllinn og loðnan er lotterí móður náttúru. En ferðamennskan þar er aukningin vegna hagstæðari gengisstöðu fyrir erlenda ferðamenn. 

Án þessarar heppni, væri staða mála töluvert lakari. En skv. Seðlabanka er hagvöxtur lægri en reiknað var með. 2,2% segja þeir á sl. ári í stað 2,5%. Þó eru þetta sennilega ekki lokatölur. Heldur bráðabirgðaálit. Fiskverð fara lækkandi, og en samt telja þeir að heilt yfir minnki tekjur af fiskútflutningi einungis lítið eitt. Hagvöxtur þessa árs 2,1%.

------------------------------

Ef gjaldeyristekjustaðan væri hagstæðari, væri áhættuálag ísl. ríkisins enn lægra. Vegna þess að þá væri unnt að greiða skuldirnar hraðar niður.

Þrátt fyrir ríkisstjórnina hefur álagið minnkað - ef hafin væri miklu mun virkari atvinnuuppbyggingarstefna.

Þá ætti að vera unnt að lækka þetta álag umtalsvert hraðar - - svo mögulegt verði að lækka greiðslubyrði lána enn hraðar, með endurfjármögnun yfir í ódýrari vexti og hagstæðari greiðslukjör.

Þetta skiptir miklu máli, því lækkun greiðslubyrði myndi losa um fjármagn fyrir ríkið - - en sem dæmi. Þá er algert neyðarástand að skella á heilbrigðiskerfinu. Í ljósi hótana 260 hjúkrunarfræðinga um að hætta, og nýlegum fréttum þess efnis að 6 læknar ætli að hætta á bæklunardeild, svo einungis 1 læknir og 1 læknanemi verði eftir. Er ljóst að mikið liggur við, að skapa ríkinu betri stöðu.

  • Það má þó vera að of seint sé að bjarga heilbrigðiskerfin frá umtalsverðu hruni þetta ár. 
  • Það að standa sig ekki vel í gjaldeyrisöflun sé mjög mikill ábyrgðarhluti!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband