5.2.2013 | 00:53
Hræðsla við Berlusconi og spillingarmál tengt Mariano Rajoy, myndaði snöggan skjálfta á mörkuðum á mánudag!
Þetta sýnir eiginlega hve viðkvæm staðan á evrusvæði í reynd enn er. Að á mánudag varð verðfall á öllum heimsmörkuðum, og verulegt bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Best að taka fram að þrátt fyrir verðfall mánudagsins. Standa markaðir enn miklu hærra en tja, fyrir hálfu ári síðan.
Hverjar eru ástæðurnar?
- Spillingarmál á Spáni tengt ríkisstjórn Mariano Rajoy, hefur skapað umtalsverðan óróa. Leiddi til fjölmennra mótmælaaðgerða í Madríd í sl. viku. Og um helgina, neitaði forsætisráðherra Spánar öllum ásökunum. En þessi stormur er ekki a.m.k. enn frá.
- Hitt er, að skv. nýjustu skoðanakönnunum. Virðist Silvio Berlusconi vera komin hársbreidd að því, að ná að jafna metin gagnvart megin keppinautnum. Ítölskum krötum, munurinn kominn í einungis 4%. Og það er í reynd mögnuð sveifla. Þíðir að markaðir eru farnir að ókyrrast.
Skoðið mynd í frétt Daily Telegraph - en hún sýnir verðþróunina frá miðju sl. ári fram í febrúar, og þ.e. greinileg ný uppsveifla í vaxtakröfu fyrir spænsk og ítölsk ríkisbréf:
European markets and euro fall amid investor concern over Spain and Italy
Spanish Premier Vows Transparency on Finances
Rajoy storm blasts Spanish bonds
Italian elections: Il Cavaliere goes all-in
- Hneyxlið á Spáni stendur í tengslum við "fjármögnun kosningabaráttu" sem er tja verð ég að segja, fremur klassísk tegund af hneyksli. En ég man eftir nokkrum slíkum t.d. frá Frakklandi.
- Nú skekur slíkt hneyksli Spænsk stjórnmál. Ekki enn ljóst hvort þetta kemur til með að veikja að ráði stjórn Rajoy eða ekki.
Skv. þessu virðist vera gríðarleg reiði á Spáni - "By Sunday a petition demanding his resignation had collected 769,000 signatures on the activist website Change.org, one of several online campaigns calling for a cleanup of Spain's political institutions."
Engin leið að spá í það hvaða afleiðingar þessi reiðialda hefur - en í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er í spænsku samfélagi, vegna hins hrikalega atvinnuleysis. Þá getur Spánn verið mjög nærri ástandi sem kalla mætti PÚÐURTUNNA. Þannig að tiltölulega lítill atburður geti hleypt af stað miklum óeirðum.
Greinilega óttuðust markaðir á mánudag, að þessi atburðarás geti veikt getu ríkisstjórnar Spánar til að fylgja fram niðurskurðaráætlun sinni.
- Skv. Open Europe: "Crucially, these polls also show that the gap between the centre-left coalition led by Pier Luigi Bersani and Berlusconi's centre-right coalition has narrowed to only 4% (the two blocs are on 32.9% and 28.9% respectively)." = 4% munur.
Athugið að þessi niðurstaða könnunar frá sl. viku, inniheldur ekki viðbrögð kjósenda gagnvart nýjasta útspili Berlusconi. Þar sem hann lofar, að endurgreiða landsmönnum mjög óvinsælan skatt tekinn á sl. ári. Skila fénu - með öðrum orðum: Fyrsta atriðið er nýja loforðið.
-----------------------------------------
Loforða listinn skv. nýjustu uppfærslum
- Refund Italians for a levy on first homes (IMU) re-introduced by Mario Monti's technocratic government. Berlusconi had already pledged to scrap the tax, but has now raised the stakes further.
- Scrap Italy's Regional Tax on Productive Activities (Irap, which is levied on businesses) within the next five years.
- Launch a full tax amnesty.
- Finalise a bilateral agreement with Switzerland allowing the Italian government to tax Swiss-based financial activities of Italian citizens. Berlusconi claims this would grant a one-off revenue of 25-30bn, and some 5bn a year.
- Scrap public financing of Italian political parties.
- Halve the number of parliamentarians (there are currently 630 MPs and 315 Senators).
- Cut public spending by a total 80bn in five years.
-----------------------------------------
Fækkun þingmanna - afnám ríkisstuðnings við stjórnmálaflokka - og afnám þessa sérstaka eignarskatts.
Hljómar mjög klæðskerasniðið til að höfða til óánægðra kjósenda. Sem víst nú er nóg af.
Nú virðist sem að markaðir séu farnir að gera ráð fyrir þeim möguleika, að Silvio Berlusconi vinni sigur þá í 4 sinn á hans ferli. Hann hefur reyndar lofað því að vera einungis ráðherra efnahagsmála.
Lofaði víst svokölluðu Norðurbandalagi, að fá forsætisráðherrann. Svo þeir samþykktu að taka eina ferðina enn þátt í kosningabandalagi með flokki Berlusconi.
Eitt er víst - að það er hreint magnað hvað karlinn er að afreka í þessari kosningabaráttu. En þegar hann hóf hana, var hann meir en 10% að baki kosningabandalagi ítalskra krata við ítalska vinstri-sósíalista. Nokkurs konar VG Ítala.
En þarna virðist nú vera kosið milli tveggja framtíðar ríkisstjórna - - þ.e. vinstri stjórn með krötum og vinstri-sósíalistum. Hljómar líkt því sem Ísland hefur búið við undanfarin ár.
Og hinsvegar hægri sinnað flokkabandalag, með öðrum orðum - hægri stjórn.
Miðjuflokkabandalag sem styður Mario Monti. Virðist ekki ætla að ná lykilstöðu þeirri, sem draumur var uppi um að tryggði Mario Monti áfram pólitísk áhrif innan næstu ríkisstjórnar Ítalíu.
Skv. fréttum, virðast samskipti Monti og vinstri bandalagsins, ekki vera góð. Þeir mjög gagnrýnir á hans stjórnarfar. Þó vonir hefðu verið um, að Monti myndi vinna með þeim. A.m.k. vonir evrópskra Evrópusinna.
Samtímis, hellir Berlusconi sig yfir stjórn Monti og hvernig hann segir stjórn hans hafa verið að keyra Ítalíu inn í vaxandi kreppu og atvinnuleysi.
Í staðinn fyrir það sem greinilega var vonast eftir í höfuðstöðvum Brussel valdsins, þá virðist ekki stefna í það að Mario Monti verði ráðherra í næstu ríkisstjórn.
Og það burtséð frá því hvort vinstri bandalagið verður ofan á eða það hægri.
Báðar fylkingar virðast vera að skapa sér sem mesta fjarlægð, við miðjufylkingu Monti. Sem virðist ekki ætla að fá meira en á bilinu 10-15%. Það er ekki alveg þ.s. vonir stóðu til.
Niðurstaða
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist með þetta hneykslismál á Spáni. En þó ég reikni ekki með því að þetta felli ríkisstjórn hægri manna á Spáni undir forsæti Mariano Rajoy. Þá getur málið hleypt það miklum óróa inn í spænskt samfélag. Að ríkisstjórninni verði erfitt um vik að stjórna.
Síðan er það pólitísk endurkoma Silvio Berlusconi. Karlinn virðist sannarlega hafa 9 pólitísk líf. Búinn skv. könnunum sl. viku að ná fylgismun niður í 4%. Karlinn er örugglega kominn með vatn í munninn. Því skv. þessu. Er vel hugsanlegt að hans flokkabandalag, verði ofan á. Naumlega þó.
Það er sennilega enginn evrópskur pólitíkus hataðri af evrópsku pólitísku elítunni í Brussel en hann. Ekki vegna þess að hann hafi verið sérstaklega slæmur stjórnandi - ef út í þ.e. farið. Þá hefur hans tíð hvorki verið neitt óskaplega slæm né er um að ræða einhvern stóran afrekalista. Ég hugsa að það sé þetta stöðuga kvennafar sem á honum er - hans augljósa kvenfyrirlitning. Sem gerir hann svo hataðan. Hann virðist mörgum vera - fyrirbæri úr fortíðinni. Sem neitar að hverfa úr nútíðinni.
En hvað um það. Það áhugaverða verður. Hvað Silvio gerir ef hann kemst til valda. En hann hefur farið nokkuð mikinn um það. Að hann vilji snúa frá núverandi stefnu. Og leggja áherslu á hagvöxt.
Miðað við söguna. Er eðlilegt að menn séu smávegis skeptískir. En hans stjórnir eru ekki eins og ég sagði þekktar fyrir mikil afrek. Á hinn bóginn, er þetta hans hinsta tækifæri til að setja mark sitt á ítölsk stjórnmál - lokaséns til að skapa sér annan orðstír en þann er hann hefur fram af þessu haft.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning