Ný von í Evrópu?

Það er dálítið verið að tala upp í erlendum fjölmiðlum örlítið jákvæðari teikn um efnahagsframvindu Evrópu sem verið hafa uppi allra síðustu mánuði. En það sem mig grunar að sé í gangi er það. Að síðan evrukrísan hefur legið niðri frá mánaðamótum júlí/agúst 2012 þegar Seðlabanki Evrópu kom fram með loforð um að kaupa án takmarka skuldir ríkja í vandræðum gegnt tilteknum skilyrðum. Í kjölfar loforðs Mario Draghi um miðjan júlí sl. um það að gera hvað sem unnt væri til að bjarga evrunni. Þá sé eðlilegt að ætla að það eitt að sú krísa sé í lægð. Létti örlítið yfir fólki.

Hún hafi verið sjálfstætt rekakkeri, sem hafi verið að hvetja fólk til að halda aftur af sér um fjárfestingar, eða eyðslu o.s.frv. Þannig, að örlítið mildari samdráttur mældur allra síðustu mánuði.

Geti verið algerlega rökréttur, í kjölfar þess að sérstök viðbótar bælandi áhrif evrukrísunnar séu frá - í bili a.m.k.

Bjartsýnismenn vilja túlka mál svo, að minnkun samdráttar nú allra síðustu mánuði, sýni að kreppan sé að ná botni, sé merki þess að viðsnúningur sé að hefjast - þannig að hagkerfi evrusvæðis verði komið í örlítinn hagvöxt á seinni helmingi  2013.

Það er spá Seðlabanka Evrópu - - og t.d. frétt Financial Times í sl. viku, vitnaði einmitt ítrekað í það, að viðsnúningi væri spáð sbr.: Manufacturers start year on solid footing

Önnur frétt um þetta er í Wall Street Journal, þ.s. menn velta fyrir sér hvort það sé viðsnúningur í nánd eða hvort þetta sé skammtímasveifla innan áframhaldandi kreppuástands: Euro-Zone Data Suggest Stabilization

 

Mig grunar að margir séu að vonast mjög stíft eftir UPPGANGI

Það sem þessir tveir fréttapistlar benda á eru niðurstöður fyrirtækisins MARKIT.com, varðandi svokallaða Pöntunarstjóra-vísitölu. Sem mjög margir fylgjast með. Best að setja þær niðurstöður upp:

Bendi á að tölur innan við 50 eru samdráttur/ofan við 50 er aukning.

  • Final Eurozone Manufacturing PMI at 11-month high of 47.9 
Þetta er þ.s. báðir pistlarnir eru að benda á, að samdráttur í pöntunum til iðnfyrirtækja hafi minnkað, sé sá minnsti mældi í 11 mánuði. Ath. þetta er samt samdráttur ofan í samdrátt fyrri mánaða.

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Jan.)

  1. Ireland 50.3 9-month low
  2. Netherlands 50.2 4-month high
  3. Germany 49.8 11-month high
  4. Austria 48.6 2-month high
  5. Italy 47.8 10-month high
  6. Spain 46.1 19-month high
  7. France 42.9 4-month low
  8. Greece 41.7 2-month high

Skv. þessum tölum er allt í einu komin aukning í iðnframleiðslu í Hollandi eftir dálítinn samdráttartíma um nokkurra mánaða skeið. Smávægileg aukning heldur áfram í iðnframleiðslu á Írlandi.

Það sem mest er bent á, snarlega dregur úr samdrætti í iðnframleiðslu í Þýskalandi, þ.s. staðan er nærri jafnvægi þ.e. minnkun það lítil að þetta er ca. stöðnun. OK - húrra :)

Takið samt eftr því, að allt þar fyrir neðan eru samdráttartölur - þó Austurríki, Ítalía og Spánn sýni nokkuð minni samdrátt en fyrri mánuði. Er þetta samt sérstaklega á Spáni töluverður samdráttur.

Síðan áhugavert, að aukning er í samdrætti pantana til iðnfyrirtækja í Frakklandi - úps. Það eru mjög slæm tíðindi. En þetta bendir til djúprar kreppu í Frakklandi - - stórt úps!

Og Grikkland heldur áfram að vera í tómu tjóni, þó einhver minnkun samdráttar sé að ræða er þetta enn mjög ör minnkun pantana þ.e. 8,3% milli mánaða, það ofan á langt samdráttartímabil.

  • Þannig að tölurnar eru skýrar - heilt yfir er kreppa. Þó hún sé nokkuð mildari en þegar evrukrísan var í hámarki.
  • En er það ekki einmitt eðlilegt, að með Seðlabanka Evrópu að baki evrunni sem hefur róað markaði hvað evruna sjálfa varðar, með þá hættu frá að hún myndi snögg hrynja jafnvel; þá hefur það einhver jákvæð áhrif, til minnkunar samdráttar, að sú hræðsla skuli frá? 
  • Það þarf alls ekki vera neitt meira sem er í gangi!
  • Ég meina - ekki viðsnúningur.

Enda eru ríkin í S-Evrópu ekki enn búin að klára innri aðlögun, þ.e. lækkun launa til að kostnaðarjafna við Þýskaland, síðan að ná fram nægum afgangi af útflutningi svo skuldir verði sjálfbærar.

Það má því reikna með áframhaldandi samdrætti í S-Evr. um nokkurt skeið áfram. Hve lengi akkúrat kemur í ljós.

Þetta hægir einnig á í N-Evrópu v. tapaðra viðskipta frá S-Evrópu. Í staðinn er vonast eftir því að vísbendingar um aukin hagvöxt í Kína og Indlandi, skapi ný útflutningstækifæri. En tölur benda til aukins vaxtar aftur í Asíu.

Síðan virðist vonast eftir uppgangi í Bandaríkjunum, en sá er í töluverðri óvissu, vegna deilna á Bandaríkjaþingi um skuldaþak sem virðist farin í farveg endurtekninga á 3. mánaða fresti, meðan að Repbúblikanar þrýsta á um útgjaldaniðurskurð - því meira sem verður af honum, því meir mun sá niðurskurður toga niður hagvöxt ársins þar.

  • Það er einmitt stóra vonin - aukinn útflutningur. 
  • Öll Evrópa ætlar sér að verða eins og Þýskaland. 
  • En ber heimurinn það, að Evrópa fari í þann sama farveg sem heild? 
  • Eða er líklegt að það takist að framkalla slíka útkomu? En benda má á, að Japan er farið að virðislækka sinn gjaldmiðil. Af því leiðir að Japanir gætu nú gerst skæðir keppinautar.
  • Ég á erfitt með að sjá að Asía sé til í að skipta um hlutverk - eða sé til í það akkúrat núna, að verða mjólkurkýr fyrir vesturlönd. Í stað þess að þau noti vesturlönd sem mjólkurkýr.
EUR to USD (Euro to US Dollar) Exchange Rates: Charts and historical data

  • Að auki hefur evran verið í hækkunarferli undanfarna mánuði, og er orðin aftur frekar há gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Málið er, að þetta skaðar samkeppnishæfni Evr. útflutningsfyrirtækja - er ekki þ.s. S-Evr. ríkin þurfa á að halda. Er í reynd samdráttaraukandi.

Það verður forvitnilegt að sjá, hvernig stöðugt hækkandi evra undanfarið - víxlverkar við vanda S-Evr. ríkja, en eðlilegt er að ætla að þetta sé óhagstætt fyrir þau. Og dragi úr möguleikum þeirra til að skapa viðsnúning með útflutningi. Þ.e. áætlunin að herma eftir Þýskalandi.

En erfitt er að sjá hvað annað geti skapað hjá þeim viðsnúning með skuldum vafið atvinnulíf, skuldum vafinn almenning, gríðarlegt atvinnuleysi og ríkissjóði sem eru að skera niður og minnka umsvif.

Svo kemur Japan allt í einu sem skrattinn úr sauðaleggnum, ný stjv. Japans eru að keyra á gengislækkun - til að skapa japönskum fyrirtækjum bætta samkeppnisstöðu. Og það er virkilega slæm tíðindi fyrir áætlanir Evrópumanna um sókn inn á Asíumarkaði.

Að auki skaðar gengishækkun evrunnar einnig útflutning til Bandaríkjanna, sem í staðinn kaupa þá frekar líklega japanskar vörur ef þær verða verulega samkeppnisfærari.

------------------------------

Ég á með öðrum orðum, erfitt að sjá viðsnúning í hagvöxt. 

En kannski er mögulegt að Evrópa nánar tiltekið evrusvæði, smám saman lyfti sér úr samdrætti í stöðnun.

 

Niðurstaða

Málið er að það er rétt að reikna með því að lægð í evrukrísunni, hafi jákvæð áhrif á efnahagsmál. En þegar hún var í hámarki fyrri hl. sl. sumars. Þá er öruggt að óttinn í tengslum við evruna var að framkalla viðbótar efnahagsskaða. Nú 6 mánuðum síðar. Er eðlilegt að minni ótti, meira öryggi - skapi minni samdrátt. Óttinn um stórfellt hrun fór frá, og það eitt dregur örlítið úr svartsýni og minnkar nokkuð samdrátt.

Það þarf með öðrum orðum ekki að vera svo - að minni samdráttur upp á síðkastið sé teikn um viðsnúning.

---------------------

Ég bendi einnig á tölur MARKIT að ofan, t.d. er mjög áhugavert að Frakkland. Í því landi skuli samdráttur pantana nú vera næst mestur.

Ef ég væri áhugamaður um evruna, væri ég nokkuð uggandi um þá stöðu Frakklands. Því Frakkland er eitt hinna nauðsynlegu landa þ.e. án þess getur evran líklega ekki haft það af.

Þær tölur benda til mjög verulegs efnahagssamdráttar í Frakklandi.

  • Þetta getur hleypt evrukrísunni af stað aftur.
  • Eins og er vandi Spánar gaus upp á sl. ári, þá hleypti það evrukrísunni á flug sl. vor og sumar.

Frakkland getur einmitt verið næsta land. Og ofangreindar tölur geta bent sterklega til þess. 

Þá geti lognið um evruna sem varað hefur um 6 mánaða skeið, tekið snögglega endi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband