Framókn græðir á Icesave!

Eins og fram kom á Stöð2 þá mælist Framsóknarfl. með 21% fylgi í þeirra nýjustu könnun. Sem unnin er dagana eftir að sigurinn í Icesave málinu liggur fyrir. Ég ætla ekki að halda því fram að þarna sé komin örugg fylgissveifla. En þetta sýnir ef til vill hvað Framsóknarflokkurinn getur átt inni. Ef hann heldur vel á spöðum fram að kosningum - með kosningabaráttu sem er vel rekin og skv. góðum málsstað.

Óvenjuhátt hlutfall þeirra sem neita svara þ.e. 45% í könnun Stöðvar 2, gefur líklega einhverja óvissu um hvert akkúrat fylgi flokkanna er. Í könnun Gallup, er fj. neita að svara eða neita að taka afstöðu, 39,9%.

Sem gerir ekki mikinn mun - skýrir því líklega ekki fylgissveifluna milli kannana. Ef til vill eru margir að bíða eftir kosningastefnu flokkanna.

Á hinn bóginn sýna rannsóknir á kjósendahegðan í gegnum áratugina, að vanalega skiptast óákveðnir og neita að svara á milli flokkanna, í ca. sömu hlutföllum - - sem er sannarlega ekki 100% öruggt.

 

Dálítið sérstak að tvær kannanir koma fram sama dag, í annarri ef Björt Framtíð næst stærsti flokkurinn, en í hinni seinni er Framsóknarflokkurinn í því hlutverki!

Það virðist skýrast af því að könnun Gallup er unnin yfir lengra tímabil, og sennilega er ekki að mæla þá fylgissveiflu sem á sér stað í nýliðinni viku.

Skv. Gallup: Björt framtíð næststærsti flokkurinn

Framsókn: 14%

Sjálfst.fl.: 36%

Samfylking: 16%.

Björt Framtíð: 19%

Vinstri Grænir: 8%.

Áhugavert að Samfó + BF gefa: 35% sem er 5,2% yfir kosningafylgi Samfó 2009, svo þarna er þá BF að fá fylgi einhvers staðar frá utan raða Samfó.

Skv. Stöð2: Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu

Framsókn: 21%

Sjálfst.fl.: 32%

Samfylking: 12%.

Björt Framtíð: 16%

Vinstri Grænir: 11%.

Í þessari könnun er Samfó + BF: 27% sem er 2,8% innan við fylgi Samfó í kosningunum 2009.

Áhugavert að Icesave málið minnkar e-h fylgi BF. Ekki undarlegt að það minnki fylgi Samfó.

  • Best að taka fram - að það er ekkert undarlegt að Framsóknarflokkurinn sé ekki að njóta andstöðunnar við Icesave - fyrr en núna.
  • Það sem kjósendur voru eðlilega nagandi neglurnar yfir dómsniðurstöðunni fram á sl. mánudag, það varð ekki ljóst að Framsókn hafði rétt fyrir sér allan tímann, fyrr en nú.

Þannig séð má vel vera, að þetta verði því ekki skammtímasveifla - þ.e. kjósendur vita nú að stjórnarandstaða Framsóknarfl. sparaði þeim stórfé, og örugglega varði það að lífskjör þeirra súnkuðu ekki enn meir niður, en þau þó hafa gert.

Þó ríkisstjórnin hæli sér af því að vera velferðarstjórn, þá með andstöðu sinni við Icesave, hefur Framsóknarflokkurinn líklega gert velferð kjósenda meira gagn, en seta ríkisstjórnarflokkanna í ráðherrasætum.

 

Niðurstaða

Hin snögga fylgishreyfing sem mælist í könnun Stöðvar2 er trúverðug, vegna þess að núna liggur fyrir loks niðurstaða Icesave málsins. Framsóknarfl. er eini flokkurinn sem frá upphafi hefur fylgt staðfastri andstöðu við málið. Hann einn hefur algeran trúverðugleika þegar að því máli kemur.

Þannig að rökrétt að sá flokkur njóti nú ágóðans, af létti kjósenda.

Að sama skapi er eðlilegt, að ekki fyrr en nú - gat Framsókn farið að njóta þess ágóða.

Því niðurstaða máls liggur ekki fyrir fyrr en nú á síðustu dögum.

Það er a.m.k. hugsanlegt, að þessi fylgissveifla sé ekki dægursveifla, en það verður að koma í ljós á næstunni. Það er verkefni Framsóknarflokksins að halda vel á spöðunum fram að kosningum, svo hann geti náð því að halda í þetta fólk, sem er svo greinilega ánægt í dag - með afstöðu Framsóknarfl. við Icesave málið, staðfastlega frá byrjun þess til enda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn; jafnan !

Í hverju; verðskuldar þessi glæpa flokkur, sína fylgisaukningu, fjölfræðingur góður ?

Óuppgerð Samvinnutrygginga svikamál; auk fjölda annarra, hljóta að ráða för, í sjónarmiðum þeirra, sem haldin eru skammtímaminninu, sem virðist, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 13:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, eigum við ekki að segja að vegferð fyrri stjórnenda sé hvatning til núverandi, að standa sig miklu mun betur í því að sinna hagsmunum þjóðarinnar. Ef e-h í stíl þeirra sem stjórnuðu í tíð HÁ væri endurtekið, ætti flokkurinn eftir það enga framtíð. Þetta er fólk sem trúir á að Frasóknarstefnan eigi framtíð, það er sérstaklega að horfa til enn eldri tíðar en þeirrar sem margir enn muna; og veit því vel að vondar endurtekningar mega ekki eiga sér stað. M.a. þess vegna sem svo ítarlega hefur verið hreinsað til innan flokksins. Að sjálfsögðu eru þarna úti fjölmargir sem verða lengi að fyrirgefa og munu þurfa að sjá ítrekaðar sannanir nýrrar og skárri breytni, til að fyrirgefa að fullu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.2.2013 kl. 13:59

3 identicon

Sæll á ný; Einar Björn !

Hætt er nú við; að þau S.D. Gunnlaugsson, þurfi nú að sýna betur, alvöru sinnar málafylgju - og reka ALLA klíku Halldórs Ásgrímssonar OPINBERLEGA, úr flokki sínum, svo örla kynni á einhvrju trausti til Sigmundar, og hans slektis, á ný, síðuhafi góður.

Ekki síðri kveðjur; þeim hinum - og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 15:00

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll aftur, þess vegna tel ég að Framsóknarflokkurinn eigi aftur að vera í stjórnarandstöðu. Ég er að skrifa nýja færslu. En í ljósi þeirra tíðinda að Árni Páll er nýr formaður Samfylkingar. Er klárt í mínum huga. Að Árni sem algerlega sannfærður aðildarsinni. Mun sjá stöðuna rétt með þeim hætti, að eina vonin til að halda aðildarmálinu áfram - sé að undirbjóða alla í kappinu fyrir því að stjórna með Sjálfst.fl. Af því leiddi, að ef SDG myndi taka þátt í slíkum undirboða slag. Þá yrði hann að svíkja líklega öll loforð flokksins. Af því leiddi að sjálfsögðu. Að hann myndi geta lagt flokkinn niður eftir nk. kjörtímabil. Því eftir slíka samstjórn, væri kjósendur endanlega búnir að afskrifa Framsókn. Svo ef SDG er alvara með að vilja byggja upp traust á flokknum á ný. Virðist mér ljóst, að SDG sé tilneyddur til að velja málefnin ofar í þetta sinn. En mig grunar að ef það val verður ofan á. Þá myndi Framsókn fá mjög gott fylgi. Þegar næst á eftir verður kosið. Þá verði þessi fullkomna fyrirgefning komin. Og mig grunar reyndar að það yrði áður en kjörtímabili er lokið. Því ég held að þessi tveir flokkar saman muni framkalla nýtt hrun. Í kjölfar þess, að Framsókn væri virkilega með pálmann í höndum. Og við tæki sennilega mörg löng ár undir stjórn Framsóknar og þá hugsanlega yrði hann jafnvel sterkasti af 4 flokknum.

SDG hefur eftir kosningar framtíð flokksins í sínum höndum. Því ég er 100% viss nú að með Árna, mun Samfylking undirbjóða mjög rækilega til að komast í slíka stjórn. Eina ráðuneytið sem hún verður að hafa eru Utanríkismál. Og eina málið sem hún gefur ekki eftir, er það að samningar um aðild haldi áfram. Allt annað, og ég meina allt annað, verði hún til í að gefa eftir.

Í slíka pólit. undirboða keppni sé ekki rétt að fara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.2.2013 kl. 16:19

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þeir FRAMSÓKNARMENN SEM ALLIR LANDSMENN HAFA SKÖMM Á VEGNA GRÆÐGI OG SPILLINGAR ERU BUNIR AÐ RÚSTA ÞEIM FLOKKI.

  ÞEIR ERU EFST Á LISTA ALMENNINGS UM SPILLTA STJÓRNMÁLAMENN OG VÆRU REKNIR ÚTÍ YSTU MYRKUR Í ÖÐRUM LÖNDUM.

 EF sjálfstæðismenn eru svo ílla settir að ætla að vinna með þeim mun ÞAÐ VERA VATN Á MYLLU SAMFILKINGAR OG ALLRA SEM VILJA FRAMBOÐ .

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.2.2013 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband