Glæpamennska í bankaheimum ekki séríslensk - kýpversku bankarnir einnig uppvísir að svikum!

Ef fólk man eins langt eftir og síðustu 2 árin fyrir hrun. Þá beittu Ísl. bankarnir margvíslegum bolabrögðum til að plata fólk til að færa peninga sína á reikninga sem nutu einskis öryggis þegar til kastanna kom, eða til þess að taka þátt í einhverjum "ávöxtunar"-plönum sem virtust fyrst og fremst vera sett fram, til að plata almenning og fjárfesta. Margir létu gabbast. Sátu eftir með sárt ennið.

Ástæða þessara gylliboða, að bankarnir voru í lausafjárvandræðum, sem á endanum felldu þá - og síðustu 2 árin beittu þeir öllum trixum til að útvega sér lausafé.

Settu m.a. upp margvísleg sparnaðar - og fjárfestingaplön sem hönnuð voru fyrst og fremst sem gylliboð.

Kýpversku bankarnir virðast einnig hafa verið að plata fólk til að - láta þeim peninga í té!

Að ýmsu leiti má tala um Kýpur sem Ísland suðursins þ.e. eyland með færri íbúa en eina milljón, með alltof ofvaxið bankakerfi. 7 og hálf þjóðarframleiðsla skilst mér.

Cyprus investors fear bank bailout losses

"Hundreds of Cypriots protested outside the Bank of Cyprus headquarters on Thursday...Protesters shouted “come out, you thieves!” - "The demonstration highlighted the plight of some 17,000 investors in €1.2bn of convertible bonds issued by Bank of Cyprus and Popular Bank (Marfin), the second-largest lender." - "Much of the issue was bought by customers of the two banks who were attracted by an unprecedented 7 per cent annual interest rate." - "“The bank told me it was the best investment I could ever hope to make,” said Andreas Anastasi, a pensioner living in Nicosia. “But they haven’t paid any interest since last summer and now a big part of my savings will be wiped out.”" - "Aspasia Hajisotiriou, another protester, said: “People are very upset, they are talking about taking legal action. We were misled into buying these bonds.”"

Þetta eins og ég sagði - minnir mann á trixin sum þeirra a.m.k. sem ísl. bankarnir beittu.

Þarna hafa greinilega svokallaðir "ráðgjafar" bankanna eins og hérlendis átti sér stað, spilað þann leik - að "ráðleggja" viðskiptavinum að kaupa "köttinn í sekknum."

Alveg eins og t.d. í samhengi svokallaðra "Icesave" reikninga - er boðin ávöxtun sem hver skynsamur maður ætti að sjá, að gengur ekki upp. En sem því miður laðar alltof marga að.

----------------------------------

Ástæða mótmælanna er auðvitað sú, að skv. áætlun AGS er útlit fyrir að bankarnir á Kýpur þurfi endurfjármögnun ca. á stærð við þjóðarframleiðslu Kýpur.

En ríkið á Kýpur skuldar þegar um 90% af þjóðarframleiðslu - eftir áralanga óstjórn.

Augljóst að 100% þar ofan á getur ekki mögulega gengið upp.

Þess vegna krefst AGS að sjálfsögðu, að áætlanir um endurfjármögnun feli í sér tafarlausa afskrift.

  • Ein leið, er að það verði brotið blað í sögu slíkrar fjármögnunar í sögu evrukrísunnar, og þeir sem eiga hlutafé látnir blæða - þ.e. eign þeirra færð niður sennilega nærri "0."
  • Sem skýrir af hverju nokkur hundruð kaupenda hluta tiltölulega nýlega, voru að mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar eins af kýpversku bönkunum. 

Þessi leið verður líklega valin, vegna þess að aðildarríki evru - eru ekki til í að afskrifa lán kýpverskra stjórnvalda í sinni eigu.

Svo skárra virðist að láta hluthafa blæða.

Þetta er þó áhugavert skref - því hingað til hefur alltaf valin sú leið, að verja eigendur tjóni.

En þarna virðist ekki valkostur alveg eins og er bankarnir hrundu hér, var augljóst að Ísland gat ekki borið tjón - eigenda. Kýpur getur hugsanlega eins og Ísland sloppið skárr út, vegna þess að eins og á Íslandi virðast kýpversku bankarnir svo brjálæðislega útbólgnir að ekki er mögulegt að láta allan reikninginn á kýpversku þjóðina.

  • Brjálæðisleg bankaspilling er þá ekki bara á Íslandi.
  • En ath - -> Þetta er evrulandið Kýpur.
  • Svo brjálæðisleg bankaspilling getur einnig þrifist í evrulandi.
  • Ekki aldeilis rétt, að slík bóla hefði ekki verið möguleg ef Ísland hefði verið meðlimur að ESB og innan evru. Þvert á móti grunar mig, að okkar "banksterar" hefði vel getað notfært sé það umhverfi, til að vaxa a.m.k. síst minna sbr. að kýpv. bankarnir eru 7,5 þjóðarframleiðslur. Svo, hvað er þá að segja að okkar menn hefðu ekki samt náð 10 þjóðarframleiðslum?

 

Niðurstaða

Kýpur er forvitnilegt land. Því þ.e. eyland eins og Ísland, að auki þar búa innan við milljón manns. En ekki síst, sem meðlimur að evru. Virðist Kýpur afsanna ýmsar fullyrðingar evrusinna. Sem hafa blákalt haldið því fram - að það hafi verið krónan sem gerði ofurvöxt bankanna mögulegann.

En ég man ekki betur, en að þeir sem töpuðu mestu fé vegna hruns þeirra, hafi verið Þýskir bankar. Sem fjármögnuðu mikið til þann ofvöxt. Að sjálfsögðu með lánum í evrum.

Hver er munurinn á 7,5 þjóðarframleiðslum og 10? Ekki nema 1 ár af útþenslu miðað við hraða útþenslu ísl. bankanna, síðustu 2-3 árin.

Mér virðist Kýpur einnig afsanna þá fullyrðingu, að innan evru hefðu ísl. "banksterarnir" ekki getað praktiserað þá brjálæðislegu spillingu sem þeir komust upp með, þangað til að allt féll yfir þá.

Sjá einnig frétt Der Spiegel: Berlin Opposition to Cypriot Aid Weakens

Ps: Umfjöllun Der Spiegel um Ungverjaland, sem er áhugaverð:  Hungarian Leader Adopts Policies of Far-Right

Ps2: Mjög áhugavert video frá Rússlandi af 4 eldgosum sem eru í gangi samtímis á Kamsjatka. Ath. þetta er 360° video. Unnt að nota músina og bendilinn til að færa til sjónarhorn. Mjög flott fyrir áhugasama um eldgos: http://www.spiegel.de/static/360grad/kamtschatka/

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband