Bretland á leið í kreppu aftur - - á breska ríkisvaldið nú að eyða peningum?

Ég var að lesa áhugaverða ritgerð eftir fyrrum forstjóra Pimco, en nú sjálfstæður fræðimaður - nefnilega: Does Central Bank Independence Frustrate the Optimal Fiscal-Monetary Policy Mix in a Liquidity Trap?. Í þeirri ritgerð er tekin sagnfræðileg greining en samtímis hagfræðileg, tekin dæmi af því hvernig gullfóturinn virkaði fyrst sá klassíski fyrir Fyrra Stríð, síðan sá síðari sem tók við af því afloknu. Síðan er farið yfir það, hvernig nokkur lönd yfirgáfu gulltengingu á mismunandi tímum - í heimskreppunni.

Hann tekur sömu afstöðu og Krugman, nefnilega að við tilteknar aðstæður sem ríkja í dag - - sé rétt að prenta mikið af peningum, og ríkið eigi að eyða þeim.

Að auki - þurfi það ekki endilega að auka raunverulega skuldsetningu ríkisins, því ef Seðlabankinn kaupir jafnóðum þau ríkisbréf sem ríkið gefur út, þá sé ríkið í reynd að skulda sjálfu sér - - en ríkið eftir allt saman á Seðlabankann. Að auki sé skuldin við sjálft sig, í þeim gjaldmiðli sem Seðlabankinn ræður yfir.

  • Það áhugaverða við lestur ritgerðarinnar, er að það virðist sem að "sjálfstæði seðlabanka" sé ávallt afnumið - - þegar kreppurnar verða mjög slæmar.
  • Aftur á móti, sé yfirleitt snúið til baka til sjálfstæðra seðlabanka, eftir að kreppum er lokið - sérstaklega þegar verðbólga lætur á sér kræla í efnahagsuppgangi - - þeim falið að sjá um baráttuna gegn verðbólgu.
  • Þetta virðist hafa gerst nokkrum sinnum á 20. öld.

Sjálfstæðir seðlabankar komi greinilega ekki í veg fyrir kreppur - - en þeir séu ágætis tæki til að berja á verðbólgu, meðan efnahagsmál eru í sæmilega góðu lagi.

En aftur á móti, hlutir fara ílla úrskeiðis, þá virki hefðbundnu meðulin ekki lengur.

Og þá þarf að taka til drastískari aðgerða - - sem yfirleitt mæti harðri andstöðu áhrifamikilla menntamanna hvers tíma - sem menntaðir hafa verið skv. ríkjandi kenningamódelum.

Ekki fyrr en vandræðin séu komin á alvarlegt stig - - verði sú uppreisn, sem skófli ríkjandi hugmyndum til hliðar - - þannig að unnt sé að beita þeim meðölum. Sem virka við - óvenjulegar aðstæður!

 

Paul McCulley segir að nú sé til staðar "liquidity trap"!

  • Eitt sem kemur fram í sögugreiningunni - - er að elítan vill stöðugt verðlag, og að mál séu leyst með því að lækka laun, frekar en að tekin sé verðbólga til að ná fram sömu niðurstöðu.
  • Því að elítan vill ekki að peningarnir hennar, tapi virði.
  • Núverandi tímar eru um sumt svipaðir 4. áratugnum einnig að því leiti, að einnig áratuginn á undan þ.e. þann 3. var í gangi uppgangur; og mikil aukning ríkidæmis hinna auðugu.
  • Þeir, vilja að sjálfsögðu ekki, að peningarnir þeirra séu - minnkaðir að verðgildi.

Eins og fyrsti hluti sögugreiningar hans sýnir, virkaði sú aðferð að lækka laun um leið og á bjátaði - best, þegar réttur til verkfalla var takmarkaður, rétt til að kjósa höfðu bara efnamenn - ekki lýðræðisumhverfi í okkar skilningi, lögreglan send á skrílinn ef hann var með uppsteyt.

Það á eftir að koma í ljós enn, hvort núverandi samræmd aðhaldsstefna ESB, muni eins og aðhaldsstefna sú er tengdist gullfætinum, leiða til kreppumögnunar - hratt vaxandi fátæktar og að lokum víðtæks óstöðugleika, uppreisnar kjósenda gegn ríkjandi hugmyndafræði.

---------------------------------

Hvað á hann við með "liquidity trap" - > þ.e. þegar í kjölfar þess að stór hagkerfisbóla hefur sprungið - hagkerfið er allt þrungið af ofvöxnum skuldum.

Þá er ég að tala um - almenning og einkafyrirtæki.

Þetta sannarlega á við í dag, eins og það átti við í Japan eftir hrunið þar síðla árs 1989, og virðist hafa einnig átt við í heimskreppunni í kjölfar hrunsins 1929.

  • Punkturinn er að hans mati sá, að við þær aðstæður - - dugi "0" vextir seðlabanka, engan veginn til að "örva hagkerfið" því - eftirspurn eftir lánsfé sé ekki til staðar.
  • Þegar almenningur og atvinnulíf samtímis, er að skera niður skuldir.
  • Við erum sannarlega í þessum fasa hérlendis - Bretland mjög áberandi svo.
  • Þessa sést mjög vel merki einnig, innan Evrópu.

Punktur hagfræðinga eins og McCulley, er að við þessar aðstæður.

Verði ríkið að eyða fé! Og gera mjög mikið af því.

Hann bendir sérstaklega á velheppnaða að hans mati eyðslu nasista er þeir tóku völdin, þó kaldhæðið sé að beita þeim sbr. - en þeim hafi tekist að minnka atvinnuleysi úr 6 milljónum í 800 þúsund. Á tíma sem rúmast innan eins kjörtímabils.

Að mati hans og Krugman, er ekki hætta á verðbólgu - meðan almenningur og einkahagkerfið er enn, að leggja áherslu á að greiða skuldir; í stað þess að fjárfesta eða eyða peningum.

Ríkið sé í reynd við slíkar aðstæður, eingöngu að eyða þeim umfram sparnaði sem er þá til staðar innan heildarkerfisins.

  • Einfaldast og öruggast sé að þetta sé gert með beinni seðlabanka-fjármögnun. Þ.e. ríkið gefi út skuldir, og Seðlabankinn kaupi.
  • Ríkið skuldi þá - eins og ég benti á að ofan - sjálfu sér í reynd.

 

Bretland getur verið á leið í 3. niðursveifluna þetta ár, í kreppunni!

Höfum í huga, að stefnan í Bretlandi er langt í frá eins harkaleg og stefnan á evrusvæði. Þ.s. meðan breska ríkið sker niður - - er "Bank of England" að prenta á fullu. 

McCulley, vill þess í stað að ríkið hefji - massífa eyðslu.

En Bretland er mjög augljóst í alvarlegum efnahagsvanda.

Mjög skuldsettur almenningur, er að greiða niður. Fyrirtæki víða, eru einnig enn að leggja áherslu á uppgreiðslu skulda, að lækka þær.

"Bank of England" hefur mildað niðursveifluna - - með því, að tryggja bönkum stöðugan aðgang að pundum, á "0" vöxtum. Þannig haldið fjármagnskostnaði últra lágum.

Þó svo þetta - mildi álagið fyrir þá sem skulda. Þannig að skuldarar í Bretlandi hafa ekki orðið fyrir vaxtasjokki eins og skuldarar í S-Evrópu.

Þá sé það ekki að ganga hjá ríkinu, að minnka sinn halla - með því að skera niður. Eða hefur ekki gert það fram að þessu.

Að einhverju verulegu leiti, er sú útkoma af völdum þess - - að hagkerfið hefur verið annaðhvort í mildum samdrætti eða mjög nærri kyrrstöðu.

Miðað við það hve útbreidd skuldsetning er víða stórfelld innan Bretland - - virðist manni, að á þessum dampi geti Bretland verið. Í mörg - mörg ár.

  • Umræðan um beitingu róttækari aðgerða, þ.e. láta það lönd og leið - að minnka hallann á ríkinu.
  • Þess í stað, að fara í stórfellt eyðsluplan.
  • Að sjálfsögðu, er brot á þeirri hugsun, að ekki eigi að eyða um efni fram - ekki að safna skuldum.

****Ekki síst, líklega ekki möguleg, meðan að Bretland er enn meðlimur að ESB - -> En þá þarf Bretland, að hunda með öllu tilmæli Framkv.stj. ESB um tilhögun ríkisfjármála.

Það er óskaplega umdeilt - hvað skal gera í slíkri stöðu.

En ef maður tekur Japan sem dæmi, getur slík kyrrstaða staðið ákaflega lengi.

Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess, að breska einkahagkerfið sé við það að - koma hagkerfinu á einhvern verulegan skrið, í náinni framtíð.

Og skuldsettur almenningur, virðist ekki líklegur til að drífa hagvöxt heldur, um töluvert árabil til viðbótar.

 

Hvað ætti breska ríkið þá að eyða í?

Það klassíska eru samgöngumannvirki.

Mér skilst af ímsum sem skrifa í Bretlandi, að bresk samgöngumannvirki séu í verulega lakara ásigkomulagi, en þ.s. telst vera standardinn núna á meginlandi Evrópu.

Ákveðin kaldhæðni í því - en einmitt sá lakari standard, getur þítt að breska ríkið geti aukið framtíðar skilvirkni síns hagkerfis, þannig framtíðar skatttekjur; með því að endurnýja úr sér gengin samgöngumannvirki - leggja nýja vegi o.s.frv.

Fleira kemur til greina að sjálfsögðu - það má byggja skóla, ef skólabyggingar eru lélegar eða vantar fleiri skóla. En ef samgöngumannvirki er eitt sem getur aukið skilvirkni til lengri tíma litið - þá er menntun atriði nr. 2.

  • Hið mun betra ásigkomulag samgöngumannvirkja á meginlandinu, þíðir á móti - að á meginlandinu verður líklega lítill gróði af því, að leitast við að örva hagkerfin með því að fjárfesta í samgöngumannvirkjum.
  • En slík fjárfesting, lýtur að sjálfsögðu eins og margt annað, lögmálinu um "dimnishing return."
---------------------------------

Fræðilega, getur ríkið farið í eigin atvinnurekstur, þ.e. farið að reka eitt og annað í samkeppni við atvinnulífið - - notað prentaða peninga, til að starta nýjum verksmiðjum og öðrum slíkum hlutum.

Með öðrum orðum, ný iðnvæðing - en fyrir prentað fé.

Fræðilega unnt að selja síðar - þegar hagerfið tekur við sér.

En ef margir eru á móti prentun, er það ekkert við hliðina á því ramakveini sem myndi hefjast, er ríkið allt í einu myndi fara að, reysa verksmiðjur fyrir peninga ríkisins - svona eins og Sovétið sáluga gerði.

  • Best að muna, að iðnvæðing Sovétsins virkaði um tíma, meðan að það var skortur á verksmiðjum - landið var lítt iðnvætt.
  • En auðvitað má velta fyrir sér, hvort "De-industrialization" sú sem átt hefur sér stað í Evrópu, sl. 2 áratugi, v. samkeppninnar v. Asíu.
  • Skapi svigrúm, fyrir tímabundin - inngrip ríkisins í atvinnulífið með slíkum hætti.

Nefni þetta fyrst og fremst sem eitt af því fræðilega mögulega - því ég er alveg viss, að þetta gerist ekki - nema menn stari mjög á mjög djúpt efnahagshrun, þá þegar. Og flokkar sem eru hlinntir slíkum ríkisafskiptum, væru komnir til valda.

Ekki síst, að slík aðgerðaáætlun er ekki möguleg, nema að viðkomandi ríki sennilega fyrst hverfi alfarið út úr ESB.

---------------------------------

Ef um allt þrýtur, er eitt lokaúrræði eftir, þ.e. að efla herinn!

Fara í hernaðaruppbyggingu. Stríðsrekstur eins og hann var rekinn á 20. öld, felur í sér mjög djúp ríkisinngrip í allt atvinnulíf.

Og stöðuga peningaprentun.

  • Bretland getur sennilega eytt í samgöngumannvirki.
  • Bandríkin einnig.
  • En Evrópa - tja, vöntunin þar er líklega einna helst innan hagkerfisins sjálfs, þ.e. í formi þeirrar "af"-iðnvæðingar, sem hefur verið í gangi sl. 20 ár. 

En allsherjar atvinnu-uppbygging. Væri ekki einungis brot á öllum nútíma samkeppnisreglum, og sjónarmiðum um lágmörkun ríkisafskipta. Heldur, mjög sennilega, einnig brot á reglum Heims Viðskipta Stofnunarinnar.

Hugsanlega ekki möguleg, nema að - eftir að niðurbrot heimskerfisins sé þegar orðinn hlutur.

Ef kreppan verður það djúp.

 

Niðurstaða

Við erum sennilega stödd inni í einni af hinum stóru sögulegu kreppum. Mig grunar að sú kreppa, sé langt í frá búin að ná botni. Ég held t.d. að Evrópa muni ekki eins og vonast er eftir. Fara að lötra inn í hagvöxt fyrir árslok. Heldur, muni í besta falli samdráttur verða að stöðnun. En í því ástandi. Muni skuldastaða ekki geta náð sjálfbærni. Þær muni áfram hlaðast upp. Samtímis muni atvinnuleysi ekki geta heldur minnkað. Heldur líklega áfram aukast.

Spurning hvort að það verði eins og átti sér stað á 4. áratugnum, uppreisnir gegn ríkjandi stefnu?

Menn fyrir rest, fari í aðgerðir til að örva hagkerfin?

----------------------

En ég á erfitt með að trúa því, að slík stefnumörkun nái fram innan evrusvæðis - í samkomulagi heildarinnar.

En andstaða við slíka peningalega örvun, sé of sterk í tilteknum löndum - sem a.m.k. enn eru ekki í alvarlegum vanda.

Hætta sé á að togstreitan milli Norður og Suður, haldi áfram að magnast. Þangað til að aðskilnaður Norður og Suður á sér stað. Þá einhvers konar uppbrot atburður.

  • Bretland þyrfti sennilega að fara úr ESB, ef það vill beita "stimulus" með þeim hætti, sem Krugman og McCulley leggja til.

Það má vera, að tímaramminn varðandi evruna verði lengri en þetta ár - kannski einnig lengri en það næsta.

Eftir allt saman tók það tíma fyrir gullfótinn að hætta alfarið, Frakkland t.d. yfirgaf hann ekki fyrr en 1938. 9 árum eftir hrunið á Wallstreet. Ekki fyrr en eftir þá ákvörðun, að hagvöxtur hófst aftur í Frakklandi.

Ég á erfitt með að sjá aðra útkomu en þá, að kreppan eða stöðnun, og vaxandi skuldir. Haldi áfram, þangað til að einhver stór lykilatburður - starti stefnubreytingu.

-------------------------

En hingað til - er hagvöxtur megin leiðin til að lækka skuldir.

Megin B leiðin, er verðbólga. 

  • Hvað með Ísland: Fræðilega getur ríkið farið í framkvæmdir fyrir prentaðar krónur skv. formúlu Krugman og McCulley. Það er enn til staðar eitt og annað, sem má bæta í okkar samgöngukerfi, til að auka skilvirkni.
  • Sennilega eru hagkvæmustu jarðgöngin á Austurlandi. Þ.e. tengingar fyrir Reyðarfjörð og Seyðisfjörð. En þá geta hafnir á A-landi farið að þjóna sem inn-/útflutningshafnir fyrir allt NA-land alla leið til Akureyrar, og SA-land alla leið að Höfn í Hornafirði.
  • Það getur lækkað kostnað íbúa á þeim svæðum, miðað við að fá sömu þjónustu frá Reykjavík. Þannig lyft upp þeirra lífskjörum.
  • Ríkið getur einnig lagt Sundabraut fyrir Reykjavíkursvæðið, sem myndi bæta mjög samgöngur.
  • Ég held að snjallara væri að reisa risaspítala á Vífilstaðalandinu. 
  • Meðan einkahagkerfið er enn í doða - getur þetta verið fær leið.
  • Jarðgangagerð er þó sennilega auðveldari, og vegagerð - - en byggingaframkv. hafa þann galla, að kosta verulegan gjaldeyri. Meðan að vegaframkvæmdir og jarðgangagerð, kosta mun minna af honum. Það getur verið krítískt atriði fyrir Ísland.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband