Enn eitt landið mun skuldsetja sig til að endurfjármagna einkabanka!

Ég er að tala um Kýpur. En skv. frétt Financial Times, mun fyrirhuguð "fjármögnun" sem "ESM" þ.e. björgunarsjóður evrusvæðis mun veita, nærri 2-falda ríkisskuldir Kýpur. Sem þegar eru rúml. 90%, sem væntanlega þíðir. Að ríkið mun þá skulda ca. 180% af þjóðarframleiðslu.

  • Skv. frétt FT hefur frágangi nýs prógramms verið frestað um 2 mánuði, eða fram yfir kosningar í Kýpur sem verða í nk. mánuði.
  • Að auki, virðist AGS sem ætlast er til af stofnunum ESB að taki þátt, vera tregt í taumi í þetta sinn - - "I wonder why":)
  • En að sögn fréttar, krefst AGS þess - - að afskrifað verði þegar hlutfall af ríkisskuldum Kýpur.
  • Að auki er krafa uppi, að kröfuhafar bankanna - verði einnig látnir blæða; af hálfu hluta aðildarríkja ESB þ.e. sérstaklega sé það krafa ríkisstjórnar Finnlands og Þýskalands.

En stofnanir ESB taki það ekki í mál - þ.s. að þeirra mati, geti það skapað óvissu innan fjármálakerfis Evrópu. Skapað hræðslu meðal eigenda skulda evr. banka í öðrum löndum.

------------------------------------------------

Cyprus bailout delayed two more months

  • "The International Monetary Fund was insisting on significant amounts of debt relief before it agreed to participate in the programme, the officials said."
  • "Cyprus’s sovereign debt already stands close to 90 per cent of economic output and officials estimate the bailout will amount to about €16bn, nearly doubling Nicosia’s debt load and making it second only to Greece’s in the eurozone."
  • "Some €10bn of the total will go to recapitalising Cypriot banks, which suffered huge losses from Greece’s sovereign debt default last year."
  • "The IMF considers such debt levels unsustainable."
  • "While it has been able to give Athens some leeway because Greece’s collapse could have systemic effects, the fund’s officials do not view Cyprus as a systemic risk."
  • "Top officials in the European Commission and the European Central Bank, the two EU representatives on the troika, are resisting drastic bank measures out of fear it could panic senior bondholders and deposit holders elsewhere, especially in Spain, where confidence in the financial sector remains tenuous."
  • "“They are taking it to the extremes; they’re taking a rather fundamentalist position,” said one official of the IMF camp. “Cyprus is not as systemic as Greece, but it is still systemic.”"

------------------------------------------------

Áhugaverð deila í gangi!

Eins og stofnanir ESB virðast vilja setja dæmið upp, þá myndi lán til Kýpur vera nokkurs konar - endurtekning á tilhugun veitingu láns til Írlands. Þ.e. megnið af björgunarláni - skal fara í bankaendurfjármögnun.

Nema, í þessu tilviki myndi skuldsetning ríkisvalds fara í verulega hærri hæðir miðað við þjóðarframleiðslu. Svo, ég skil mjög vel að samningamenn AGS hristi hausinn yfir skuldsetningu - er myndi vera nærri 180%.

En stofnanir ESB virðast þverneita að íhuga að skera af skuldum Kýpur - - þ.s. er skuldir Grikklands voru afskrifaðar að hluta á sl. ári; þá var því heitið að það yrði einasta skiptið sem slíkt ætti sér stað á evrusvæði.

Aldrei aftur - var sagt.

Því skal kýpversku þjóðinni, drekkt 50 föðmum undir, í ósyndalegu skuldafeni. 

  • Stofnanir ESB virðast ekkert vera að læra af reynslunni.

Kýpur er að sjálfsögðu miklu minna hagkerfi en Grikkland - - þannig, að ég skil þá afstöðu AGS. Að það sé ekki veruleg hætta á ferðum, ef tekin sé ein stór afskrift strax á Kýpur.

Enda er fyrirframljóst, að skuldsetningin sem annars er fyrirhugað að lendi á Kýpurbúum, er augljóslega ósjálfbær.

Og Kýpur myndi stefna í að flestum líkindum, mjög djúpan samdráttarferil - eins og þann er við sjáum sl. 3 ár í Grikklandi.

---------------------------

En almenningi væri látinn blæða - - til þess að skapa þá greiðslugetu sem til þarf.

En þá þyrfti að lækka lífskjör - - mjög skarpt.

Sennilega um prósentu tugi.

  • Augljóslega á að láta eigendum bankanna - blæða. Eins og N-Evrópulöndin vilja núna.
  • Þó þau hafi ekki lagt það til, er Írland var í vandræðum á sínum tíma.
  • Þá myndi þurfa miklu mun smærra lán - en við erum líklega samt að tala í þeirri sviðsmynd um veitingu neyðarláns.
  • Sem þá fer í að tryggja fjármögnun ríkisins til - tiltekins lágmarks tíma. Meðan það er að aðlaga eigin kostnað, að þeim efnahagssamdrætti sem er í gangi.
  • Þá væntanlega, væri inni í hluta lánsins - eiginfjár innspýting í bankakerfið. Sem getur verið, tímabundin - - ríkið geti selt sinn hlut aftur, seinna. 

En t.d. helmingi smærra lán. Þíðir náttúrulega. Að lífskjör hrynja saman minna. Almenningur finnur samt mikið fyrir samdrættinum, að það harðnar á dalnum. En ekki samt að því marki sem annars verður.

Tja, vegferð Kýpur gæti þá orðið eitthvað í líkingu við rás atburða hérlendis. Ísland er þrátt fyrir allt ekki alveg eins ílla statt og t.d. Grikkland eða Portúgal eða Spánn.

Má deila um sbr. v. Írland. 

 

Niðurstaða

Það er áhugavert hve evrópskir bankamenn virðast eiga einlæga vini að, innan Seðlabanka Evrópu og Framkvæmdastjórnar ESB. En eina ferðina enn, ef þær tvær stofnanir fá því ráðið. Skulu eigendur banka varðir tjóni 100%. Sá kostnaður lagður á almenning í einu landinu enn.

-----------------------

Nema að nú er ekki lengur einhugur um slíka stefnu - hluti aðildarlanda ESB vill ekki lengur að eigendur banka, fái allt sitt upp í topp. Meðan að fulltrúar AGS heimta að þegar í stað verði skorið af skuldum Kýpverska ríkisins. Annars verði skuldsetning of mikil.

Þarna virðist merkilegt nokk - - AGS vera nær hagsmunum almennings en stofnanir ESB. Sem þó ef marka má einlæga aðildarsinna, eru stofnanir sem hafa ekkert annað að gera heldur en að - gæta að almanna hagsmunum. Þó þær þvert á móti virðist vera að gæta að sérhagsmunum eigenda evr. banka.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband