Andstaðan við aðild vinnur á skv. nýlegri skoðanakönnun!

Ég hef verið að fylgjast með því hvort aðildarsinnar veiti því athygli. Að nýleg skoðanakönnun í reynd sýnir fram á að áhugi á hugsanlegri aðild hefur minnkað. Ég er að sjálfsögðu að tala um nýlega könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sbr: Nærri helmingur vill ljúka aðildarviðræðum við ESB

Sjá eldri könnun frá des. 2011: Um þriðjungur vill draga umsókn að ESB til baka

Sjá einnig umræður á eyjunni - merkilegt að sjá þá sem tjá sig með þeim hætti eins og að útkoman í hinni nýju könnun sé sigur fyrir þeirra málsstað: Ríflegur meirihluti vill klára aðildarviðræður við ESB

Það sem fæstir mundu eftir var að rúmu ári var gerð svipuð könnun, og þá voru niðurstöðurnar:

  • 65,3% vildu ljúka viðræðum.
  • 34,7% draga viðræður til baka.

Það var eðlilega látið mikið með þær niðurstöður fyrir réttu ári síðan, enda sýndi könnunin þá greinilegan vilja þjóðarinnar til þess að - halda viðræðum áfram.

Um daginn voru niðurstöðurnar eftirfarandi:

  • 48,5% vilja ljúka viðræðum.
  • 36,4% vilja að umsókn sé dregin til baka.
  • 15,2% vilja að hlé sé gert á viðæðum.

Eins og væntanlega flestir taka eftir - er aukaspurning í seinni könnuninni.

Væntanlega vilja þessir 15,2% ekki að viðræður haldi áfram.

Líkur eru á því þó það sé ekki endilega fullvíst, að þeir hefðu valið liðinn, að draga umsóknina til baka ef ekki hefði verið boðið upp á þann kost er þeir völdu.

  • 52,6% vilja þá að umsóknin sé dregin til baka eða frestað, og sett í þjóðaratkvæði hvort halda skal áfram eða ekki. 

Þarna er því í reynd um umpólun að ræða - - þ.e. að fleiri eru andvígir umsókn en fylgjandi henni.

Reyndar er munur á milli þeirra sem styðja umsóknarferlið eða eru því andvígir - ekki mikill!

Cirka helmingur á móti helming!

  • Skv. þessu er þjóðin klofin í herðar niður um aðildarspurninguna.

 

Andstaðan virðist klárt vera að vinna á!

Líklega ræður miklu eða jafnvel öllu um þessa sveiflu, ástandið í Evrópu.

En augljóst er orðið, að kreppan í Evrópu minnkar trúverðugleika þeirrar fullyrðingar, að aðild sé leið fyrir Ísland til efnahagslegra framfara.

Að auki hefur almenningur séð það, að þegar þ.e. kreppa í aðildarríki evru, þá verður almenningur fyrir búsifjum, en ein röksemdin fyrir aðild hefur verið sú meinta þörf, að losna við þá áþján sem fylgi krónunni - að því sem er sagt, að hún reglulega setji tjónið á herðar almennings.

Það að almenningur sér nú, að það er vissulega verið að setja tjónið á herðar almennings í löndum eins og Grikkland, Portúgal, Spáni og á Írlandi. Á sama tíma, og fátt bendir til þess að það dragi úr efnahagsvandræðum í Evrópu í bráð.

Að sjálfsögðu hefur mikil áhrif á áhuga ísl. almennings á aðild, sem einhvers konar lausn á vanda Íslands. Að auki sér almenningur hér, að atvinnuleysi í þeim löndum á evrusvæði sem eins og Ísland eru í skulda- og efnahagsvandræðum, er einfaldlega miklu - miklu meira.

  • Fólk getur skipt um skoðun, er það sér að loforðin um betra líf - standast líklega ekki.
 

Niðurstaða

48,5% vilja ljúka viðræðum <----> 52,6% vilja þá að umsóknin sé dregin til baka eða frestað, og sett í þjóðaratkvæði hvort halda skal áfram eða ekki. Aðeins fleiri en helmingur svarenda sem taka afstöðu með öðrum orðum andvígir því að viðræðum sé lokið. 

Í könnuninni des. 2011 vilja 65,3% ljúka viðræðum, en 34,7% hætta þeim. Þetta er veruleg breyting á afstöðu ísl. kjósenda til aðildarviðræðna.

Sannarlega augljóst áhyggjuefni fyrir Íslendinga sem áhugasamir eru um aðild, eða hafa áhuga á því eins og talað er um - að kíkja í pakkann. 

Þessi þróun eðlilega á að hleypa andstæðingum aðildar kapp í kinn.

Því við erum að vinna á!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband