Forvitnileg ný skýrsla AGS um Grikkland!

Skýrsla AGS um Grikkland er mjög forvitnileg. En skv. henni, felur gríska prógrammið í sér mjög óvenju erfiða aðlögun þá í sögulegu ljósi þeirra aðlögunarferla sem AGS hefur áður átt þátt í. Og taka starfsmenn sérstaklega fram, að aðgerðir sem grísk stjórnvöld hafi gripið til í því skyni að minnka útgjöld séu: "Fiscal efforts remain very impressive."

Mér finnst í þeirri ályktun starfsmanna AGS liggja ákveðið svar þeirra, við þeirri gagnrýni sem oft heyrist. Að grísk stjv. séu ekki að standa sig. Ekki skera nógu mikið niður o.s.frv.

Punkturinn sé sá, að þau hafi skorið mjög mikið. En málið sé einfaldlega að, gjáin sem þau þurfi að brúa með útgjaldaaðgerðum sé óskaplega víð. Svo dæmið gangi upp.

Sem eðlilega setur spurningamerki við það, hvort þetta sé raunverulega mögulegt!

 

Sjá skýrslu AGS um Grikkland!

"Overall, the cumulative output decline has now reached about 19½ percent..." - bls. 5.

AGS segir að gríska hagkerfið hafi samanlagt nú minnkað um 19,5% síðan kreppan hófst. Þetta er ívið lægra en þ.s. gríska fjármálaráðuneytið sagði um mitt sl. ár, er sagt var að heildarsamdráttur væri orðinn 25% ca. En hvað um það. Ljóst að mikill samdráttur hefur orðið í Grikklandi.

 

"The ULC-based REER (Real Effective Exchange Rate) has now fallen by 14 percent through September from its peak in 2009." - bls. 6.

Raunlaun skv. þessu hafa lækkað um 14% segir AGS. Veruleg launalækkun átti sér stað á sl. ári. Megnið af raunlaunalækkun, virðist hafa gerst á sl. ári. Eins og að breytingar sem þvingaðar voru í gegn í fyrra, hafi losað einhverja stíflu.

 

"...prices have been falling since 2010. The GDP deflator has already turned negative in the first three quarters of 2012 on the back of falling wages and a weaker terms-of-trade." - bls. 7.

Þegar sleppt er út opinberum hækkunum sbr. hækkun á rafmagni til orkunotenda, þá hafi verið verðhjöðnun í Grikklandi samfellt síðan 2010.

 

"The trailing 12-month cash central government primary balance was close to zero
through end-October (compared to a deficit of 3 percent of GDP one year ago)."
- bls. 7.

Grikkland virðist vera að ná nokkurn veginn frumjöfnuði fjárlaga í jafnvægi, en þ.e. mikilvægur áfangi. En það styrkir samningsaðstöðu grískra stjv. ef segjum, prógrammið kemst eina ferðina enn í vandræði. Ef grísk stjv. þurfa ekki lengur á því að halda. Að fá fjármögnun fyrir eigin rekstri. Þau standi með öðrum orðum undir rekstrarkostnaði. En það gerir hugsanlega hótun að einhliða yfirgefa evru, að einhliða lýsa sig greiðsluþrota; mun trúverðugri en fram að þessu.

 

"Still, the trailing 12-month deficit reached 5 percent of GDP through end-September (compared with 10 percent during the same period in 2010–11)." - bls. 8.

Skv. þessu er viðskiptahalli Grikklands minnkaður um helming, þ.e. úr 10% af þjóðarframleiðslu í 5% af þjóðarframleiðslu. 

Ég verð þó að segja, að eftir 3 ár í svo djúpri kreppu - vekur það áhuga. Að enn skuli vera viðskiptahalli "yfir höfuð."

Sýnir hve víð sú gjá var orðin, sem Grikkland þurfti að brúa. Í hve djúpan skít Grikkir komu sér.

En að auki sýnir þetta, að gríðarleg óvissa hlýtur enn að vera um prógrammið - - þ.s. að sjálfsögðu, til þess að ná fram sjálfbærni. Þarf Grikkland "rýflegan afgang."

Þannig, að skv. þessu er Grikkland enn - - hvergi nærri sjálfbæru ástandi!

 

"...while Greece has made significant progress with fiscal adjustment, some 6 percent of GDP additional primary adjustment is still needed to reach the program target." - bls. 8.

Þetta finnst mér áhugaverð tala. En skv. þessu. Er enn eftir að skera niður til viðbótar 6% af þjóðarframleiðslu, af gríska ríkinu.

Svo - nóg er enn eftir að framkvæma af samdráttar-aukandi niðurskurði. Fyrir utan þær miklu viðbótar launalækkanir sem enn þarf að framkvæma, til að brúa þá víðu gjá á viðskiptajöfnuðinum sem enn er eftir.

 

"Similarly, despite considerable progress with external adjustment and cost competitiveness, there is still some distance to go, with only about half of the estimated 20–30 percent pre-program real effective exchange rate overvaluation eliminated." - bls. 8.

Þarna segja þeir, að sá innlendi kostnaður sem hafi verið áætlað af prógramminu að þyrfti að brúa, svo innlendir atvinnuvegir næðu því að vera samkeppnisfærir á ný. Hafi enn einungis verið brúaður af hálfu.

Svo a.m.k. annað eins af launalækkunum við þær sem þegar hafa orðið, er eftir að framkvæma. Ef raunlaunalækkun hefur verið 14% fram að þessu. Þá þíðir það væntanlega að þeir eru að tala um 28% raunlaunalækkun - heilt yfir.

 

"Meanwhile the current account will benefit from the recently agreed debt relief deal for Greece (to an amount of about 2 percent of GDP per year on cash basis), and from steeper import compression (as domestic demand contracts faster, and as faster gains in competitiveness encourage import substitution). Overall, the current account is now expected to achieve balance on an accrual basis by 2015." - bls. 14.

Þeir áætla að launalækkanir muni nú ganga fyrir sig hraðar en áður var áætlað. Að jöfnuður gagnvart útlöndum, muni ná jafnvægi 2015 þrátt fyrir 5% halla 2012, að hluta vegna nýrrar hluta eftirgjafar skulda Grikklands af hálfu einkaaðila og að stærri hluta vegna samdráttar lífskjara - - er minnki innflutning.

Það verður áhugavert að sjá, hvernig almenningur bregst við þessu. En þegar eru lífskjör í Grikklandi mjög verulega skroppin saman. Sérstaklega hjá þeim sem eru atvinnulausir. Sem margir hverjir í dag fá engar bætur.

 

"Thus, cumulative proceeds are now set at €6 billion by 2014, €10 billion by 2016, and €23.5 billion through 2020 (including the €1.6 billion realized to date)." - bls. 20.

Sala eigna gríska ríkisins á að skila fyrir rest 23,5ma.€. Helmingi minna en upphaflega var gert ráð fyrir.

 

"Overall, the envelope of about €50 billion was found adequate with sufficient buffers to deal with stress scenarios and to address potential needs in banks’ foreign subsidiaries." - bls. 24.

50ma.€ er talin næg endurfjármögnun gríska bankakerfisins. M.a. er gert ráð fyrir að NPL (Non Performing loans) geti náð 50%.

 

"The new path reaches the targeted primary surplus of 4½ percent of
GDP two years later, in 2016. The benefit of the expanded timeline is immediate: in 2013 the targeted adjustment in the primary balance drops from 3 percent to 1½ percent of GDP (4½ to 3 percent of GDP, when measured by the structural primary
balance)"
- bls. 25.

Grikkir fengu 2 ár til viðbótar til að ná 4,5% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, sem minnkar kröfu um útgjaldaniðurskurð í 1,5% af þjóðarframleiðslu per ár 2013, 2014, 2015 og 2016.

 

"Extending the timeline helps Greece benefit from a mild expected cyclical recovery of revenues, reducing the total needed measures to 7¾–8¾ percent of GDP (€13½ billion through 2014, and a further €2–4 billion in 2015–16, depending on the strength of the cyclical recovery)." - bls. 25.

Ehem, núverandi plan gerir ráð fyrir viðsnúningi til hagvaxtar 2014. Sá verði komin í nærri 3% 2015, og haldist síðan í rúml. 3% frá 2016.

Tja, vægt sagt á ég óskaplega erfitt með að trúa því að þetta gangi eftir.

En ef það gerist ekki - - þá verður ekki þessi "tekjuaukning" ríkisins vegna þess meinta viðsnúnings.

Hugmyndin er í grunninn er sú, að vegna þess hve gríska hagkerfið hefur dalað mikið síðan er það náði hápunkti, eigi það inni - - stórfelldan slaka.

Það sé því rétt að reikna með "cyclical recovery" þ.e. að pendúllinn sveiflist til baka. 

Þetta finnst mér afskaplega hæpin ályktun, þ.s. hápunkturinn sem Grikkland var statt á - - var ósjálfbær hagkerfisbóla. Eftir allt saman, var hagkerfið langt í frá að standa undir þeim lífskjörum er þá voru sbr. þann mikla viðskiptahalla er var til staðar.

------------------------

Mér finnst mun sennilegra, að það verði enginn "cyclical recovery" þ.e. að gríska hagkerfið, sé ekki með einhverja stóra innistæðu af slíku tagi.

Með því að leita til baka, niður í viðskiptajafnvægi. Geti verið komin grundvöllur hagvaxtar. En sá verði ekki í líkingu, við uppsveiflu vegna þess að hagkerfið eigi inni stórfelldan vöxt - vegna myndunar stórfellds slaka.

  • Málið er að sterk útflutningshagkerfi, þau hafa slíkar sveiflur gjarnan, þ.e. detta snögglega niður og koma síðan sterkt upp á ný.
  • En Grikkland, einfaldlega hefur ekki sterkt útflutningshagkerfi. Heldur afskaplega veikt.
  • Það mun þurfa að búa slíkt til - á ný.

Hagvöxtur muni því sennilega ekki koma inn með hraði.

Heldur frekar, hægt inn - - og kannski síðar smám saman aukast. Eftir því sem nýir atvinnuvegir nái styrkari fótfestu.

Hagkerfið sé svo skaðað!

Mynd tekin af bls. 26. Sýnir fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir grískra stjv. - yfirlit. 

Eins og sést, þá verður skorið niður árin 2013 og 14 3,23% af þjóðarframleiðslu í félagstryggingakerfinu. Sem líklega mun ekki vekja mikla kátínu meðal Grikkja, sem háðir eru aðstoð ríkisins.

Samanlagt þau tvö ár útgjalda-aðgerðir gríska ríkisins upp á 7,15% af þjóðarframleiðslu.

 

New Fiscal Measures..................2013–14............2015–16
Expenditure Measures..................5.10..................0.04
Compensation of employees.........0.79..................0.01
Social security transfers...............3.23..................0.04
Subsidies...................................0.09..................0.01
Intermediate consumption............0.75................-0.01
Gross fixed capital formation.........0.24.................0.00
Revenues Measures.....................2.06.................0.02
Direct taxes................................0.90.................0.01
Indirect taxes and sales................0.61................0.00
Social security contributions..........0.38................0.00
Total..........................................7.15................0.06

Ég velti fyrir mér - - hvernig þeim dettur í hug. Að gríska hagkerfið sé að snúa yfir til hagvaxtar á sama tíma, og gríska ríkið er að beita aðgerðum til að minnka útgjöld upp á 7,15% af þjóðarframleiðslu.

Ég held það sé gersamlega augljóst, að Grikkland hljóti að vera í öflugum samdrætti a.m.k. 2013 og 2014 einnig. En útgjaldaaðgerðir virðast minnka mikið, næstu 2 ár þar á eftir.

Spurning hvort að hagkerfið geti þá farið að rétta af - tveim árum síðar?

Það eitt, að útgjaldaaðgerðir minnki þetta mikið, ætti að minnka samdrátt verulega a.m.k.

Svo þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að þá fari að gæta einhvers mælanlegs vaxtar.

 

Risks to the program are still on the downside. Greece is attempting to achieve an
unprecedented amount of fiscal and current account adjustment under a fixed exchange rate, with a massive debt overhang, and weak confidence. Key risks include:

  1. Political failure. A key risk for the program is diminishing support for reforms, particularly as Greece endures another year of deep recession. The latest opinion polls show dwindling support for the coalition parties and growing support for Syriza and other anti-program parties. This could go beyond implementation delays, and lead to a political crisis, triggering debt default and/or euro exit.
  2. Delayed recovery of confidence. Even without a complete political failure, political instability and the risk of disorderly default/euro exit may have a stronger effect on confidence and investment than now projected. In this instance, growth would undershoot projections, and fiscal adjustment would struggle against these headwinds. These impacts could make the process self-reinforcing, leaving Greece in a high-debt low-growth trap.
  3. Transmission mechanism. The program now takes a more conservative view on fiscal multipliers, but they could yet be higher than currently projected, especially if the external environment is weaker, or if bank deleveraging proceeds at a more rapid than expected pace (e.g., due to crowding out, as treasury bills are retained on banks’ balance sheets). Separately, gains from structural reforms remain uncertain, as it could take longer for wage adjustment to translate into price adjustment, given still strong vested interests, and it could take longer for stronger competitiveness to translate into higher net exports. - bls. 38.

Mér finnst 2 líklegast, að Grikkland snúi til baka, eins og ég sagði að ofan, til vaxtar sem verði mun hægari en prógrammið geri ráð fyrir, og það gerist einnig síðar en prógrammið gerir ráð fyrir. Sem eins og sagt er, myndi læsa Grikkland inni í skuldafangelsi - þrátt fyrir þær afskriftir sem fengist hafa fram að þessu.

------------------------------

Það er einnig ákaflega líklegt að áhrifin frá lið 3 komi til skjalanna. Þau verði stór þáttur í því. Að viðsnúningur verði slappur - og sennilega lengi að ná einhverri "fart" að ráði.

------------------------------

Áhættan í lið 1. má alls ekki vanmeta, þ.e. að pólitíkin taki óvænta stefnu. Almenningur fái sig fullsaddan. Flokkar andvígir prógramminu komist til valda. Og þeir taki Grikkland út úr evru.

 

"The alternative scenario considered in the DSA gives some indication of the potential needs.

  • In this scenario, to return Greece to the program debt trajectory would require about 3 percent of Greek GDP per year (€6 billion) in fiscal transfers between 2013 and 2020 (which could be delivered through a variety ofchannels, including lower interest rates on GLF and EFSF loans).
  • Alternatively, it would require an upfront haircut of about 25 percent on EFSF loans, GLF loans, and ECB SMP bond holdings."

Þeir hafa sjálfir reiknað út "slæma sviðsmynd" sem myndi krefjast ofangreinds.

Mér finnst það reyndar miklu líklegra en ekki, að Grikkland muni einmitt þurfa 3. skuldaniðurfærsluna, áður en yfir lýkur.

Gert ráð fyrir því að Grikkland lafi innan evru - með þeim aðgerðum.

 

STAFF APPRAISAL
67. The Greek program continues to present a mixed picture with stark contrasts.

  • The fiscal adjustment has been extraordinary by any measure and labor market reforms have produced significant wage adjustment.
  • There should be no doubt on part of Greece’s European partners that it is enduring exceptionally painful adjustment in order to stay within the euro area.
  • However, the manner of the adjustment leaves much to be desired. The fiscal adjustment has relied far too much on cuts in discretionary spending and increased taxation of wage earners, while the rich and selfemployed have continued to evade taxes on an astonishing scale and bloated and unproductive state sectors have seen only limited cuts.
  • Moreover, labor has shouldered too much of the burden as lower wages have not resulted in lower prices, because of failure to liberalize closed professions and dismantle barriers to competition.
  • While the economy is now re-balancing apace, this is happening mainly through recessionary channels, rather than through productivity boosting reforms.
  • Meanwhile, the mounting sense of social unfairness is undermining support for the program. 

Áhugaverð gagnrýni starfm. AGS.

  1. Annars vegar ábending til aðildarlanda Evrusvæðis, að Grikkland sé að ganga í gegnum mjög óvenjulega erfiða aðlögun til þess að tolla innan evrunnar.
  2. Síðan á hinn bóginn um rekstur prógrammsins, að það hafi hingað til alltof mikið bitnað á almenningi - almenningur hafi tekið á sig megnið af aðlögunarkostnaðinum; merkilegt að sjá þessa gagnrýni.

Miklu meiri árangri þurfi að ná, í því að endurhæfa skattakerfið. Í því að draga úr spillingu. Í því að opna svokallaðar "lokaðar sjoppur" þ.e. starfsgreinar með aðgangstakmörkunum, sem eru víst margar á Grikklandi en þeir hópar berjast um hæl og hnakka við það að halda sinni forréttindastöðu.

Ef ekki takist að ná þeim árangri, muni prógrammið líklega ekki ná að skila tilætluðum árangri - er lokaályktun starfsmanna AGS.

 

Niðurstaða

Eins og ég skil AGS, þá minnkar viðskiptahalli Grikklands í 3% af þjóðarframleiðslu vegna hinnar seinni eftirgjafar af skuldum einkaaðila er átti sér stað á sl. ári í gegnum endurkaup gríska ríkisins á eigin skuldum, sem fjármagnaðar voru með láni.

Eins og gefur að skilja þarf afgang svo land geti greitt af erlendum skuldum. Þó að landið eigi að ná jafnvægi 2015. Mun þurfa þá frekara átak til að ná afgangi.

Mér finnst sú hugmynd að Grikkland snúi við til hagvaxtar 2014 æði fjarstæðukennd, ekki síst vegna þess að árin 2013 og 2014 stendur til að grísk stjv. standi í útgjaldaaðgerðum til að ná fram viðsnúningi í útgjöldum ríkisins upp á rúml. 7% af þjóðarframleiðslu dreift á þau 2 ár.

Að auki, finnst mér einnig fjarstæðukennt, að við taki frekar kröftugur hagvöxtur frá 2015.

Þetta prógramm var náttúrulega búið til í samstarfi við stofnanir ESB. Og mér finnst afskaplega líklegt, að pólitískur þrýstingur hafi a.m.k. ráðið nokkru, um það þegar líkleg framvinda mála í Grikklandi var ákveðin.

En líklega vilja evrópskir pólitíkusar í lengstu lög fresta því, að viðurkenna fyrir eigin skattborgurum. Að þeir hafi lagt Grikklandi til fjármagn sem a.m.k. muni tapast að hluta.

En í 3. afskrift skulda Grikkland. Verður líklega engin undankoma fyrir opinbera eigendur skulda Grikklands - - en AGS er alltaf undanskilið skv. reglum um þá stofnun sem teljast til alþjóðalaga. Svo það verðu þá, pólitískt mál innan evrusvæðis hvernig því tapi væri skipt niður.

-----------------------------------

Auðvitað er vel hugsanlegt að almenningur gefist upp á einhverjum tímapunkti. En þarna geri ég ráð fyrir því, að Grikkland verði áfram innan evru. Til þess muni þurfa afskrift 3.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nú virðist þú vera ansi klár í esb vandræðum - eitt langar mig til að vita og þú getur kannski fundið út úr því - hvernig eru atvinnuleysisbætur í esb?

Rafn Guðmundsson, 19.1.2013 kl. 00:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fer mjög mikið eftir því í hvaða landi þú ert staddur. En hvert land ákveður þessi mál fyrir sitt leiti. Enda ekki enn búið að gera slíkar bætu að einu hinna sameiginlegu mála, en það getur átt eftir að breytast v. kreppunnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2013 kl. 00:51

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

en í dag - hvað með þau lönd sem við berum okkur við - danmörk, svíþjóð, england - spánn og grikkland væri líka að skoða

Rafn Guðmundsson, 19.1.2013 kl. 01:00

4 Smámynd: Bragi

Grikkland er búið að vera, bara spurning um hvað gerist fyrir evrusvæðið í heild sinni og ESB þegar menn hætta að tefja málin.

Bragi, 19.1.2013 kl. 02:06

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bætur eru klárt rausnarlegri í Svíþjóð og Danmörku en hér, en mun lakari í Grikklandi. Ekki viss um hvernig bótaréttur í Bretlandi er sbr. v. Ísl. Á Spáni eru bætur greiddar af fylkjunum/svæðisstjórnunum - ekki viss að bótaréttur sé staðlaður milli þeirra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2013 kl. 02:12

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bótaréttur er líka takmarkaður í ýmsum löndum ESB. Þú hefur réttinn í ákveðin skamman tíma og svo máttu éta það sem úti frýs. Á Spáni er raunatvinnuleysið t.d. Miklu hærra vegna þess að þeir eru ekki taldir með, sem detta út af listanum.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2013 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband