Standards&Poors spáir töluverðri lækkun húsnæðisverðs á Evrusvæði!

Hlekk á skýrslu S&P má sjá - hér - bloggfærslu aðalhagfræðings S&P í Evrópu má sjá - hér - en verðlag á húsnæði skiptir miklu máli. Þar sem lækkun dregur úr neyslu. Að auki, getur lækkun skapað vandræði hjá húsnæðiseigendum ef skuldir eru verulegar. Auk þess, að neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu banka geta verið nokkur.

  • Takið eftir að S&P virðist nota (sviga) til að tákna mínustölu þ.e. samdrátt.

"The plight of Europe's homeowners looks set to continue this year as house prices keep falling in most European markets."

  1. "Spain is still suffering a sharp correction. We forecast prices will fall by 7.8% this year, with little relief in sight." 
  2. "The free fall in Ireland's housing market, where residential property prices
    have halved in value since 2007, now appears to be stabilizing. But here, like Spain, swathes of unsold housing stock will delay a recovery."
  3. "Portugal, meanwhile, despite suffering similar economic woes, did not see a housing bubble, so
    house price declines now are more limited."

  1. "...the downturns in the Dutch and French housing markets appear to be accelerating. We forecast they'll see nominal price declines of nearly 6% and 5%, respectively, this year, as rising unemployment, decelerating wages, and the prospect of austerity measures frightens off buyers."
  2. "Only Germany is bucking the European trend, with a moderate 3% rise in residential prices forecast this year and next, on the back of wage increases and comparatively lower unemployment than in other European countries. Still, Germany's rising market could hardly be described as a boom. It follows years of stagnation between 1999 and 2008, when most other markets rose considerably."
----------------------------------

Það eru rosalega slæmar fréttir fyrir Holland, að ef þ.e. rétt að húsnæðisverð er komið í lækkunarferli.

En hafa ber í huga, að húsnæðisskuldir eru hvergi innan Evrusvæðis hærri sem hlutfall af tekjum húsnæðiseigenda, en í hollandi.

Sjá staðfestingu á því í gögnum Eurostat - hér.

Takið eftir sbr. á skuldahlutfalli húsnæðiseigenda í Hollandi vs. í Írlandi þ.e. 250,45% vs.  206,35%.

  • Þetta hefur ekki verið vandamál, því Holland hefur verið í hagvexti - en ca. mitt sl. ár varð viðsnúningur yfir í samdrátt.
  • Vísbendingar uppi um áframhald þess samdráttar inn í nýárið.
  • Ef ég væri ráðherra húsnæðismála í Hollandi, þá hefði ég áhyggjur af þróun húsnæðisskulda.

Það er a.m.k. hugsanlegt, að kostnaður lendi á hollenska ríkinu - því koma þurfi almenningi til bjargar. Sem betur fer fyrir hollenska ríkið er skuldastaða þess ekki alvarleg. Svo sennilega getur það komið til skjalanna.

En þó líklega myndi við það skuldir þess þá fara yfir Maastricht hámarkið.

Í tengslum við þessi mál gæti skapast töluverð dramatík, eins og t.d. varð hér í kjölfar hrunsins.

----------------------------------

Lækkun húsnæðisverðs í Frakklandi er ekki síður áhyggjuefni, því á sl. ári var Frakkland mjög nærri því að lenda í kreppu. En endaði með vart mælanlegan hagvöxt - þó yfir "0."

Nú í ár koma til framkvæmda ýmsar útgjaldaaðgerðir ríkisstjórnar Frakklands - sem líklega draga frekar en hitt þrótt úr hagkerfinu.

Samtímis ef það stenst, að það verður þessi lækkun húsnæðisverðs - getur orðið veruleg minnkun í neyslu almennings.

Lagt saman, væri kreppa á þessu ári í Frakklandi - því afskaplega líkleg útkoma.

----------------------------------

Lækkun húsnæðisverðs á Spáni, ætti engum að koma á óvart. En Spánn býr enn við slæma timburmenn, eftir þá gríðarlegu húsnæðisbólu sem stóð yfir á Spáni á sl. áratug, þegar á Spáni var um tíma byggt meira af húsnæði en í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu - samanlagt er bólan var í hámarki. Eins og við könnumst við hér á Íslandi, er víða um Spán nýlega byggt húsnæði eða hálfbyggt, sem litlar líkur eru á að seljist í bráð.

Þetta er auðvitað vísbending um frekari minnkun neyslu almennings, ásamt vaxandi skuldavandræðum. Svo eins gott, að endurfjármögnun bankanna sem stendur til - gangi upp.

Ofan á Sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar er halda enn áfram af kappi, og áframhald þess að atvinnulíf sé að skera niður starfsemi - fyrir utan útflutningsgeira sem er í nokkrum vexti. 

Þá virðist ljóst að kreppan á Spáni líklega verður ekki a.m.k. skárri þetta ár en síðasta. Ekki endilega víst að hún versni frekar.

En tja - hugsanlega nær atvinnuleysi 30% fyrir árslok.

 

Niðurstaða

Þetta er auðvitað bara spá um þróun, sem sjálfsagt er að taka með einhverjum fyrirvara. En líkur eru á þessari útkomu. Hún virðist manni, rökrétt - með tilliti til aðstæðna.

Ég held að Frakkland geti verið land, sem mjög áhugavert verður að veita fyllstu athygli á þessu ári.

En skuldir ríkisins eru nú rétt rúmlega 90% af þjóðarframleiðslu.

Verulegur samdráttur landsframleiðslu, getur fært þá stöðu frekar hratt nálægt 100%.

Frakkland er rétt að hefja sambærilegt aðlögunarferli, við þ.s. hefur verið á Spáni sl. 3 ár. Og á Ítalíu af töluverðum krafti sl. ár - sbr.:

 

Eins og sést fækkaði sölum á húsnæði mikið á Ítalíu á sl. ári. Þetta er enn ein vísbending þess töluverða hagkerfissamdráttar er varð þarlendis 2012.

Monti heldur því fram, að þessari aðlögun sé lokið eða ca. svo. En það getur verið kosningaáróður.

---------------------------------- 

Ástæða þess að ég hvet til þess, að fylgst sé með Frakklandi er sú, að það land er mjög mikið lykilland innan Evrusvæðis. Það myndi grafa mjög mikið undan evrunni sem slíkri, þeirri stofnanauppbyggingu sem tengist henni, ef Frakkland er á leið í "vandræði."

Ný evrukrísa væri sennilega óhjákvæmileg, ef verður verulegt tap á tiltrú í tengslum við Frakkland þetta ár.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er sennilega líkleg spá. sennilega farnast okkur ekkert betur

Rafn Guðmundsson, 17.1.2013 kl. 22:44

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gæti verið að orsökin að vandamáli Evrópu liggi á bak við það sem er fjallað um í þessu:

http://www.youtube.com/watch?v=eAaQNACwaLw

Rúmlega klukkutíma spjall um The Bank of The World.

Hef ekki myndað neina afstöðu til hvort ég er sammála eða ósammála af því að ég var að klára að skoða þetta bara rétt áðann.

En margt af því sem er notað til að styðja þessa theoríu sem þetta myndband fjallar um er factually correct.

Datt í hug að setja þetta inn í þessa athugasemd, kanski eru einhver sambönd þarna á milli sem er að gerast í fjármálum í Evrópu?

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 18.1.2013 kl. 15:50

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rafn, það mjög vel verið getur verið rétt hjá þér. A.m.k. mun kreppa í Evrópu bitna verulega á okkur, hafa neikvæð hliðaráhrif.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.1.2013 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband