16.1.2013 | 20:34
Líkur á gengislækkun á árinu!
Ég er að vísa til þeirrar lækkunar á þorskverðum sem virðist vera að eiga sér stað í Evrópu, eins og var fyrirsjáanlegt þegar í október sl., er ljós var ákvörðun Norðmanna og Rússa. Að auka veiðar á þorski úr 750þ.tonnum í eina milljón, í Barentshafi. Þetta er skv. ráðleggingu haffræðinga en stofninn á þeim slóðum virðist aftur kominn í þann styrk, er hann hafði á árum áður.
Fréttir um lækkun verða koma fram í Morgunblaðinu miðvikudag 16/1.
Skv. Helga Anton Eiríkssyni, forstjóra Iceland Seafood í Frakklandi, virðist þegar hafa orðið um 30% verðlækkun á þorski í Frakklandi. Einum mikilvægasta markaðinum í Evrópu.
Frá sl. ári hefur verðfall á saltfiskmarkaði á Spáni, og Portúgal. Verið í gangi. Segir hann að miðað við mitt sl. ár, hafi verð á saltfiski lækkað 15-20% ofan á þær lækkanir er fram voru komnar á sl. ári.
Af hverju verðfall?
Eins og ég hef áður útskýrt, er gengi krónunnar háð því markmiði að tryggja nægan afgang af gjaldeyrisinnkomu þjóðarinnar. Svo að opinberir aðilar sem ekki sjálfir hafa gjaldeyristekjur, geti greitt af eigin gjaldeyrisskuldum.
En það væri ekki björgulegt, ef erlendir aðilar myndu fara að gera lögtak í eignum innlendra sveitafélaga, eða ef ríkið yrði tilneytt til að verja fé af AGS lánapakka til að greiða af öðrum lánum.
Þó AGS peningarnir hafi verið hugsaðir sem einhverskonar varasjóður til vonavara, til að tryggja að þessi möguleiki sé til staðar - þannig að nýtt áfall leiði ekki til nær tafarlauss greiðsluþrots ríkisins.
Þá gengur sú leið ekki upp til lengdar, þ.e. því mikilvægt að tryggja ríkinu stöðugt nægan gjaldeyri, sveitafélögunum sem skulda í gjaldeyri - einnig.
----------------------------
Svo, ef gjaldeyristekjur þjóðarinnar minnka, þá þarf gengi krónunnar af hreinni íllri nauðsyn að lækka - já ég veit það skaðar lífskjör almennings, en tjón almennings af ríkisþroti væri enn meira.
Aðrar gjaldeyristekjur geta hugsanlega komið í staðinn!
Ef það verður enn aftur nk. sumar, veruleg aukning í tekjum af ferðamennsku. Getur það hugsanlega vegið nægilega á móti minnkun tekna af sölu fiskafurða. Svo að ekki verði a.m.k. um minnkun heildargjaldeyristekna landsmanna.
En þá virkilega þarf sú aukning að vera umtalsverð - því að lækkun á fiskverði er greinilega þegar orðin meiri en sú er varð sl. haust.
Spurning um álverð - en t.d. skv. nýrri hagspá Alþjóðabankans, verður hagvöxtur í heiminum lakari þetta ár, en sl. ár.
Að auki, er spá þeirra um þetta ár, lakari en spáin fyrir þetta ár var er þeir gerðu hagspá á sl. ári.
Sjá - Global Economic Prospects
Að vísu virðist að hagvöxtur í Asíu hafi aukist á seinni hl. sl. árs, á meðan að ástand mála í Bandaríkjunum og Evrópu heldur áfram að vera óvisst.
Það verður að koma í ljós hvort álverð hækkar eða stendur ca. í stað.
En hækkun að sjálfsögðu, myndi koma sér vel - þegar fiskverð fer lækkandi.
Engin leið að spá í það hvort er líklegra.
----------------------------
Varðandi Evrópu sérstaklega, þá hefur dregið nokkuð úr svartsýni á evrusvæði, líklega vegna þess að evrukrísan hefur legið í lægð a.m.k. tímabundið eða þetta er raunveruleg breyting.
Þetta líklega eitt hefur töluverð sjálfstæð áhrif, til að draga úr svartsýni.
Enda var mjög mikið hræðsluástand v. stöðu evrunnar ca. í júlí sl. er Mario Draghi kom til skjalanna, og róaði ástandið.
Það ástand eðlilega, skapaði skaða á hagkerfum heimsins sem og Evrópu, meðan óttinn var í hámarki.
Nú þegar hann er mikið minnkaður, er kannski ekki undarlegt - - að ívið minni svartsýni mælist nú.
Ég er að meina, að það þarf ekki að vera vísbending þess að kreppan í Evrópu sé ca. að ná botni, og viðsnúningur til hagvaxtar sé framundan á seinni hl. árs.
Enda virðist mér við skoðun á einstökum löndum, að svokallaðri innri aðlögun, þ.e. lækkun lífskjara - endurbætur á skipulagi vinnumarkaðar til að auka skilvirkni; til þess að skapa viðsnúning vonandi fyrir rest. Sé ekki að fullu lokið.
- Áhugavert er einnig, að skv. nýjustu hagtölum mælist í reynd verulegur samdráttur í Evrópu, skv. fyrstu vísbendingum um 4. ársfjórðung sl. árs.
- Margir óttast að þetta bendi til, verulega djúprar kreppu í upphafi þessa árs.
- Þýskaland, sýndi 0,5% samdrátt á 4. ársfjórðungi skv.: German economy slows sharply - höldum til haga, að sama tíma sl. ár sýndi mæling 0,3% samdrátt 4. ársfjórðung 2011. Síðan rétti Þýskaland við fyrsta fjórðung 2012 upp í rámar mig 0,2% hagvöxt. Eitthvað svipað getur gerst nú aftur, á 1. fjórðungi þessa árs. En þá má vera að í þetta sinn - nái Þýskaland ekki upp fyrir "0."
- Fleiri vísbendingar eru uppi, að verulega djúp kreppa hafi verið v. lok sl. árs í flr. ríkjum. Sem gefur óvissu um hver þróun upphafs þessa árs verður.
- Eitt er þó, að það virðist að aðhaldsaðgerðir hins opinbera sé þetta ár að meðaltali 1% af þjóðarframleiðslu á evrusvæði, í stað 1,7% sl. ár. Sem mér skilst að þíði að neikvæð áhrif á hagvöxt af niðurskurði, minnki á bilinu 0,4-0,6%.
Ég legg áherslu á að óvissa ríkir um framvinduna - enn er verið að skera niður í löndum í vanda, minnka eftirspurn. Það hefur hliðaráhrif á önnur ríki t.d. Þýskaland, v. samdráttar í eftirspurn eftir varningi almennt m.a. innfluttum frá Þýskalandi.
Helsta von þess, að hugsanlega mælist einhver örlítill mældur hagvöxtur - fyrir árslok.
Liggur sennilega einna helst, í von um aukningu innan alþjóðakerfisins, utan Evrópu. Þannig að útflutningur Evrópuríkja til þriðju landa, geti aukist.
En óvissan í Bandaríkjunum, getur skaðað þá útkomu - verulegur útgjaldaniðurskurður þar, ef hann kemur skarpt inn. Getur hægt verulega á hagvexti þar þetta ár, sbr. væntingar nú.
Og átt sinn þátt í því, að draga úr vexti heimskerfisins, og haft neikvæð hliðaráhrif á framvindu mála innan Evrópu.
Niðurstaða
Heildarniðurstaðan af þessu, virðist mér vera. Að vegna verðfalls á fiskmörkuðum. Séu miklar líkur á lækkun gengis krónunnar á þessu ári. Þannig sterkar líkur á einhverri lækkun lífskjara.
Á hinn bóginn, getur verið að hagstæð þróun annars staðar - ef það verður útkoman. Vigti á móti. Ferðamannavertíðin verði aftur sterk. Álverð hækki.
Aftur, er sú hagstæða þróun sem menn vonast eftir - ekki síst innan Evrópu. Óviss.
Ekki síst er það óvissan um það, hvernig leyst verður úr deilum á Bandaríkjaþingi, sem getur framkallað neikvæða víxlverkan.
- Við verðum grunar mig því heppin, ef lífskjör ná því að standa í stað þetta ár.
- Hagvöxtur verði rétt svo mælanlegur.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning