14.1.2013 | 21:53
Aðildarmálið sett á ís - eða hvað?
Það er óhætt að segja að ákvörðun ríkisstjórnarinnar á mánudagsmorgun, hafi verið stór pólitísk tíðindi. Hér má sjá yfirlísingur ríkisstjórnarinnar: Samkomulag um breytta meðferð aðildarviðræðna við ESB fram yfir komandi Alþingiskosningar. Eins og ég skil þetta - - er þetta "frysting/frestun viðræðna."
-----------------------------------
- Ekki verður um frekari vinnu að ræða við mótun samningsafstöðu Íslands í þeim fjórum köflum sem enn eru ófrágengnir. Þetta eru sjávarútvegskaflinn (13), kaflar 3 og 4 um þjónustuviðskipti og staðfesturétt sem hafa tengingu yfir í sjávarútvegskaflana og landbúnaðarkaflinn (11).
- Ekki verður lögð áhersla á sérstaka ríkjaráðstefnu á útmánuðum og þeir tveir kaflar sem samningsafstaða hefur verið lögð fram í en ekki opnaðir bíða þá í óbreyttri stöðu.
- Varðandi þá 16 kafla sem nú standa opnir munu samninganefnd Íslands og sérfræðingar halda áfram uppi samskiptum við ESB um þá, án þess þó að kallað verði eftir frekari ákvörðunum framkvæmdar- eða löggjafarvalds.
- Utanríkisráðherra mun upplýsa framkvæmdastjórn ESB og formennskuríkið Írland með viðeigandi hætti um þennan umbúnað viðræðnanna.
-----------------------------------
- Takið eftir í lið C, að engar nýjar ákvarðanir verða teknar sbr. engar stjórnvaldsákvarðanir. Þannig, mér virðist ekki mikið unnt að gera. Menn geta skipst á upplýsingum, en ekki tekið nokkra ákvörðun.
Össur leggur mikið upp í úr því, að í lið C. að embættismenn, muni enn geta haldið áfram vinnu. En án þess að stjv. séu til staðar, að leysa úr málum er þau koma upp. Þá sé ég ekki, að það muni mikið gerast. Ég held að yfirlýsing Össurar sé augljós pólitísk froða: Össur ánægður með ákvörðunina
En það er augljós ósigur Samfylkingarinnar, að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin, enda brast t.d. Baldur Þórhalls reiður við, er hann frétti af málinu sbr.: Kallast þetta ekki að fara inn í kosningabaráttuna með buxurnar á hælunum?
- Ég held að hann skilji þetta rétt - sem ósigur síns flokks.
Egill Helgason bendir á, að líklega muni þessi niðurstaða enn auka á fylgi Bjartrar Framtíðar, flokkur sem virðist nú vera fyrst og fremst, "outlet" fyrir óánægða Samfóa: Reiði í Samfylkingunni vegna ESB hvernig á að taka upp viðræður aftur?
- Egill hefur hárrétt fyrir sér, að þetta auðveldi næstu ríkisstjórn það verk, að svæfa málið. Ef þ.e. hennar vilji.
Skv. frétt, er þessi ákvörðun tekin að beiðni VG - það er alveg örugglega rétt: Hægt á viðræðum við ESB að frumkvæði VG.
Egill Helga, bendir á að þetta sé líklega besti dagur Steingríms J. í langan tíma - - ég held einnig, að þar hitti Egill naglann á höfuðið.
En Steingrímur, berst við það verk, að tryggja pólit. framhaldslíf VG.
En sallast hefur mjög úr þingliði VG undanfarið, útlitið í skoðanakönnunum mjög slæmt.
VG var orðið ljóst, að e-h varð að gera, ekki veit ég hvað formönnum stjórnarflokkana fór á milli í "prívat" - en öflugt hefur það verið. Fyrst að "JÓKA" beygði sig í duftið.
Mér dettur helst í hug, að hótunin hafi verið "stjórnarslit" - en manni virðist vart minni hótun duga.
- Nú velti ég fyrir mér, hvað Samfó mun hugsa fram að kosningum.
- En skv. málflutningi Samfóa nýverið, er tillögu Framsóknarfl. um frestun viðræðna var hafnað.
- Er engin trygging fyrir því, að ESB muni kjósa að starta viðræðum á ný, ef ákveðið verður að setja þær um tíma á "ís." Þetta var þeirra röksemd. En yfirlýsing Framkvæmdastjórnar, virðist segja að þetta hafi líklega verið rangt: ESB enn áhugasamt um aðild Íslands
- Skv. þessu, virðist Framkv.stj. einmitt gefa vilyrði fyrir því, að viðræður geti hafist aftur. Sem virðist, nokkurn vegin fella þau mótrök Samfóa, nokkurra vikna gömul.
En sjálfsagt þíðir það samt einhverjar tafir, þ.s. þeir sem hafa verið að sinna málum Ísl., fara væntanlega til annarra verka á meðan. Ekki víst að akkúrat þeir einstaklingar verði lausir síðar. Svo þá þarf að, útskýra mál fyrir nýjum mönnum.
Þetta sýnir hvílíkt pólitískt froðusnakk, Samfó býður fólki upp á reglulega.
ESB er áhugasamt um aðild Íslands, þó svo ekki muni kannski rosalega mikið um okkur, erum við þó meðlimir er myndu borga með okkur þ.s. þjóðarframleiðsla er ofar meðaltali ESB - þó Ísl. hafi lent í kreppu.
Niðurstaða
Hætt er við því, að Björt Framtíð muni nú valta yfir Samfylkinguna í næstu skoðanakönnun. En þangað virðist óánægjufylgi fara frá Samfó. En þegar ég skoðaði fylgi Samfó í síðustu þingkosningum, og samanlagt fylgi í síðustu könnun Samfó og BF. Munar einungis 1,6%.
Ég á fulla von á að, nú séu aðildarsinnar "reiðir."
Sem er auðvitað, okkur sjálfstæðissinnum "visst gleðiefni."
Ósigur Samfó í aðildarmálinu er augljós - hvernig sem menn eins og Össur, leitast við að matreiða málið.
Augljóst er að aðildarviðræðurnar eru komnar að fótum fram. Meginspurningin verði, hvort viðræðurnar verði einfaldlega ekki áfram á ís. En ég bendi á að Tyrkland hefur formlega verið í aðildarviðræðum við ESB í meir en 20 ár, án þess að hreyfing hafi verið á því ferli í mörg ár.
- Það er reyndar mjög hentugt - - að það var ríkisstjórnin sjálf, sem setti viðræðurnar á ís.
- Ef einhverjir aðrir hefðu tekið sömu ákvörðun -- hefðu viðbrögð Össurar verið allt allt önnur.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2013 kl. 12:39 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859315
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar, fínar pælingar hjá þér þó að þetta sé besti dagur SJ. þá á versti dagurinn hans sennilega eftir að koma í síðustu kosningum var helmingur af fylgi VG kjósendur sem treystu því að VG myndi berjast gegn ESB, þeir voru sviknir þeir kjósa ekki aftur VG 50% farin, síðan er flokkurinn klofinn í herðar niður og hann fær kannski 50% af fasta fylginu sínu þá eru 25% eftir af þessum 19% sem hann fékk í síðustu kosningum sem sagt kominn undir 5%, Glæsilegt hjá SJ.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 22:38
Að VG detti af þingi, ég hef ekki verið alveg þetta svartsýnn fyrir þeirra hönd. Hef hugsað e-h á þá leið, að flokkurinn detti í 8-10%. En hver veit, kannski er þetta rétt hjá þér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2013 kl. 23:04
Einar, er nú ekki rétt að vera bjartsýnn og óska þess heitt og innilega að VG fari undir 5%, það væri viðeigandi eftir blygðunarlausustu svik íslenskra stjórnmála í áratugi.
Þorgeir Ragnarsson, 15.1.2013 kl. 10:25
Já ég veit, samtímis og þeir voru að auglýsa sig upp sem helsta varnarflokk ísl. sjálfstæðis, var forystan að semja v. Samfylkingu.
Svo kannski eiga þeir slíka útreið skilið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.1.2013 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning