13.1.2013 | 20:20
Gylfi Arnbjörnsson gerir sig að fífli!
Gylfi Arnbjörnsson kom með yfirlýsingu í fjölmiðlum á sunnudag, þ.s. hann gagnrýnir harkalega grein aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands í sem sjá má á vef visi.is: Hin óumflýjanlegu efnahagslegu þyngdarlögmál.
Hlekkur á gagnrýni Gylfa: Seðlabankinn ræður ekki við krónuna.
"Gylfi undrast skrif aðalhagfræðings bankans, sem í blaðagrein í Fréttablaðinu á fimmtudaginn sagði meðal annars að óráðlegt væri að hækka laun of mikið á of skömmum tíma. Reynslan af kjarasamningunum 2011 sýndi að of miklar launahækkanir skiluðu sér í mikilli verðbólgu. Gylfi segir að þvert á móti skýrist há verðbólga að stærstum hluta af falli krónunnar.
Það er algerlega ný söguskýring að fall krónunnar t.d. í desember 2012 þegar Landsbankinn var að laga sína afkomu, sé eitthvað sem viðkemur verkalýðshreyfingunni, segir Gylfi. Ég stend bara í forundran yfir þessari söguskýringu Þórarins (aðalhagfræðings).
Hitt er svo aftur það að Seðlabankinn ræður ekki við krónuna þótt hún sé í böndum. Það er vandamál sem við erum að glíma við og það er það sem við þurfum að fá að ræða við atvinnurekendur og ekki bara þá heldur líka stjórnmálaflokkana. Hvernig við getum náð tökum á þessu, því Seðlabankinn ræður ekki við verkefnið."
Sannleikurinn er sá að óábyrg stefna verkalýðshreyfingarinnar er eitt mesta efnahagsvandamál Íslands í gegnum árin!
Sá grunnsannleikur sem Gylfi af sínu fullkomna ábyrgðaleysi tekur ekki tillit til, er þess sannleika að síðan hrunið átti sér stað hefur ísl. ríkið verið verulega skuldsett - þ.e. ca. 100% af þjóðarframleiðslu, hátt hlutfall þeirrar skuldar í erlendum gjaldeyri.
Gengið verður að sjálfsögðu að taka tillit til þeirrar staðreyndar, að ríkið þarf að geta greitt af erlendum skuldum - þannig að nægur afgangur af gjaldeyristekjum þarf nauðsynlega að vera til staðar.
- Nefna má einnig, að fjöldi annarra innlendra aðila skuldar í gjaldeyri sem ekki hafa eigin gjaldeyristekjur fyrir því - ekki síst fj. sveitafélaga. Það væri ekki björgulegt, ef erlendir kröfuhafar myndu fara að gera lögtak í eignum sveitafélaga.
- Ekki væri heldur björgulegt, ef ísl. ríkið neyddist til að greiða af skuldum til að forða snöggu greiðsluþroti, með þeim peningum sem teknir voru að láni hjá AGS - - það myndi aldrei ganga upp til lengdar.
Hvernig virkar Ísland?:
- Það verður að muna það grundvallaratriði að Ísland er gríðarlega óskaplega háð innflutningi, ca. 90% alls neysluvarnings er innfluttur, auk þess ca. sama hlutfall af aðföngum fyrirtækja.
- Annað sem þarf að muna er að gjaldeyristekjur okkar eru takmarkaðar.
- Þetta tvennt þíðir, að ef Íslendingar lifa um efni fram. Það er, kaupa meira inn en gjaldeyristekjur eru til fyrir - skiptir ekki megin máli hvort þ.e. neysla fyrirtækja - þegar um er að ræða aðrar fjárfestingar en þær sem stuðla að eflingu gjaldeyristekna, eða neysla almennings, þá gengur á gjaldeyrisforðann.
- Þ.e. gersamlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur, að innflutningur sé tryggður.
- Krónan fellur ávallt, þegar það ástand blasir við - að innflutningur er ekki tryggður nokkra mánuði fram í tímann.
Ég bendi einnig á, að þegar krónan féll stórt v. hrunið. Þá stóð landið frammi fyrir mikilli óvissu vegna einmitt innflutnings. Gjaldeyrisforðinn var nær uppurinn. Óvissa hvort unnt væri að tryggja innflutning nauðsynlegra grunnnauðsynja.
- Það sem krónan gerir trekk í trekk, er að gengisfalla - þegar innflutningur landsmanna kemst í hættu.
- En sú hætta getur bæði skapast vegna þess, að snögglega minnka gjaldeyristekjur sbr. þegar hrunið átti stað, og þá blasi við að mjög hratt gengur á forðann og innan skamms verði hann alfarið uppurinn.
- Eða vegna þess, að innlend neysla er orðin of mikil. Þ.e. meir mánuð eftir mánuð er keypt inn en tekjur eru til fyrir.
- Við Íslendingar ættum að geta lært að stjórna neyslunni - þ.e. lært að kaupa ekki meira inn en við raunverulega eigum pening fyrir - einstaklingar sem fyrirtæki.
Gylfi segir aftur á móti vandann, einungis þann að Seðlabankinn ráði ekki við krónuna, skv. því:
- Tekur hann ekkert tillit til þess vanda, að það verður að tryggja nægan gjaldeyrisafgang, svo ríkið verði ekki gjaldþrota.
- Hann tekur ekkert tillit til þess, að v. þess að megnið af öllu hér er innflutt, þá fer aukinn kaupmáttur ávallt megni til í innflutning.
- Ekki virðist að Gylfi, sé með nokkrum hætti að taka tillit til þeirrar þarfar, að það verður að forða landinu frá gjaldþroti.
- En til sbr. þá var sambærilegt ábyrgðaleysi innan verkalýðshreyfingarinnar á 8. áratugnum, en miðað við hvernig hann nálgast mál núna, virðist sem að ASÍ sé áhugasamt að endurtaka þann áratug, þegar verkalýðshreyfingin trekk í trekk, krafðist launahækkana umfram þ.s. raunverulega var mögulegt fyrir atvinnulífið að standa undir - - og í hvert skipti, var gengið fellt í kjölfar kjarasamninga.
- Síðan var dæmið endurtekið 12 mánuðum seinna, en þá var stöðugt verið að gera kjarasamninga til eins árs. Þetta þíddi regluleg víðtæk verkföll. Að sjálfsögðu, mun Gylfi segja - - að sú verðbólguskrúfa sem þá myndi eiga sér stað - væri krónunni að kenna.
- Það virðist með öðrum augum, eiga að setja kíkinn fyrir blinda augað. Ekkert læra af sögunni.
Samanburður Þórarins G. sýnir fram á, að Ísland væri í dag sambærilegt við Grikkland, ef Ísland hefði gengið inn í Evru!
Skv. skýringu Gylfa. Er vandinn eingöngu - óstöðugur gjaldmiðill. Sem trekk trekk taki launin af almenningi. Það sé því nauðsynlegt - að taka þetta hagstjórnartæki í burtu, þ.e. sjálfstæðan gjaldmiðil.
Gylfi virðist ekki hið minnsta tillit taka til þess vanda - að peningarnir eru ekki til.
Ef maður rifjar upp þann vanda sem myndaðist innan Evrusvæðis, og hefur skilað núverandi skuldakreppu. Þá er grunnorsök hans að, laun hækkuðu meir í öllum öðrum aðildarlöndum evrusvæðis en í Þýskalandi.
Ég bendi ykkur á samanburð þann sem Þórarinn G. gerir í grein sinni, þ.s. hann dregur upp mynd sem sýnir svart á hvítu þróun launakostnaðar á Íslandi sbr. v. aðildarríki Evrusvæðis, og sbr. v. Þýskaland og Grikkland. Hann bendir á að launakostnaður hafi hækkað hér meir en í Grikklandi.
Þetta er myndin sem Þórarin setur fram, og þar má sjá að eininga-launakostnaður á Íslandi hækkaði í reynd meira en í Grikklandi, en þó var það í Grikklandi þ.s. einingalaunakostnaður hækkaði mest, af öllum aðildarlöndum evru. Þetta þíðir að verðbólga var lægst á evrusvæði í Þýskalandi, þ.e. verð hækkuðu meir í öllum öðrum aðildarlöndum evrusvæðis. Innlendar kostnaðarhækkanir voru því meiri í öllum aðildarlöndum evrusvæðis - mestar í Grikklandi. Það er ekki spurning - - að Ísland væri í sbr. vanda v. Grikkland. Jafnvel þó að ekki hefði orðið bankahrun. Sennilega hefur verkalýðshreyfingin í Grikklandi, haft sbr. skynsama forystu við þá sem í dag, fer fyrir ísl. verkalýðshreyfingu.
Meira að segja rámar mig í að Gylfi hafi samþykkt þá greiningu sem er orðin almennt viðurkennt, að Grikkir hafi skapað sér að miklu leiti þann skuldavanda sem þeir búa við sjálfir, með því einmitt að laun hækkuðu í Grikklandi umfram getu atvinnuvega (en skuldavandi Grikkja er ca. 50/50 v. óráðsíu ríkisvalds og uppsöfnunar vegna viðskipta halla), sem leiddi til viðskiptahalla árum saman - sama þróun átti sér stað á Spáni þ.s. einnig skapaðist viðskiptahalli og sá bjó til uppsafnaðan skuldavanda á nokkrum árum; sem í dag þessar þjóðir eru að ströggla við að skapa forsendur þess að unnt verði að endurgreiða.
- Málið er - að innan evru, er ef e-h er, enn mikilvægara að gæta að sér, með viðskiptajöfnuðinn.
- Því að evran er þannig, að skuldir í henni eru sbr. v. að skulda í erlendum gjaldeyri. Þannig að þjóðir sem skulda í evrum eingöngu, eru þá með gjaldeyrisskuldastöðuna 100% að hlutfalli skulda. Þetta kemur til v. þess, að evran eins og erlendur gjaldeyrir, lýtur ekki stjórn hvers einstaks aðildarlands, heldur aðila utan landamæra viðkomandi lands - í þessu tilviki, Seðlabanka Evrópu.
- Það er ekki unnt að redda sér snögglega með gengisfellingu heldur - ef launakostnaður fer upp í rjáfur eða ef hagkerfið verður fyrir snöggri skuldaaukningu eða snöggu tekjutapi.
Þetta gerir það að verkum, að ef e-h er, þarf að vera enn nærgætnari með uppsöfnun skulda - og stöðu jafnvægis viðskipta gagnvart öðrum löndum.
Gylfi virðist aftur á móti - viðhafa þá 100% óábyrgu hugsun, er ríkti meðal margra innan evrusvæðis árin fyrir hrun, þ.s. því var haldið fram af mörgum - -; að viðskiptajöfnuður einstakra landa skipti ekki máli.
Döh - ég skil ekki þá hugsun. Því það eru ekki öll löndin sem borga skuldir hvers og eins lands, heldur ber hvert land innan evrusvæðis áfram eitt fulla ábyrgð á eigin skuldum.
Eða það hefur kreppan rækilega sýnt fram á.
Ég á a.m.k. erfitt með að skilja nálgun Gylfa, hvernig hann leiðir að því er best verður séð, fullkomlega hjá sér þá þörf, að gæta að viðskiptajöfnuðinum - - nema með því, að hann telji hann ekki mikilvægt atriði.
Hann vill inn í evru - svo væntanlega heldur hann enn, að skuldir skipti ekki máli.
Er hægt að láta aðild að evru ganga upp! Svar já!
Tek fram, að fátt bendir til þess að áhugamenn um evruaðild - hafi skilning á því, hvernig sú nálgun yrði að vera.
Það þarf að sjálfsögðu að gæta mjög að viðskiptajöfnuðinum - sem þíðir, að þ.s. að innan Evru þarf að gæta þess, að laun hækki ekki hraðar en í Þýskalandi.
En á sl. áratug, v. þess að laun hækkuðu í Þýskalandi einungis í takt v. aukningu framleiðni, þá stóð í reynd einingalaunakostnaður í Þýskalandi í stað, meðan að sá hækkaði í öllum öðrum aðildarlöndum evru.
Þetta leiddi til þess, að Þýskir atvinnuvegir, smám saman sigruðu í samkeppninni v. atvinnuvegi hinna landanna - meira að segja sbr. v. Frakkland.
Það vantaði sem sagt þann skilning, að innan evru - yrði stærsta og öflugasta hagkerfið að vera "benchmark" þ.e. viðmið.
- Þ.e. ekkert sem bendir til þess, að ísl. verkalýðshreyfing - skilji þetta atriði.
-----------------------------
Það þarf að vera til staðar skilningur v. verkalýðshreyfinguna, að ef snögg minnkun verður í þjóðartekjum landsmanna - - þá lækki laun helst snögglega.
En næsta staðreynd er sú, að innan evru - yrði Ísland að sjálfsögðu áfram ákaflega sveiflukennt hagkerfi.
-----------------------------
Svo er það þriðja atriðið - Neysla:
- Ef Íslendingar myndu verða eins sparsamir og Þjóðverjar sannarlega eru, þá líklega myndi krónan verða ívið stöðugari, en það einnig myndi auðvelda mjög verulega, að láta dæmið ganga upp innan evru.
- Áfram verður viðskiptajöfnuðurinn, lykilstærð. Og með aðhaldi að launum - yrði þá að stýra innlendri neyslu, að stærstum hluta. Í stað þess að gera það með gengi.
-----------------------------
Fjórða atriðið er: Að það væri mjög gott, að ef landið ætti varasjóð. Ég bendi á að olíusjóður Norðmanna, veitir mjög mikið aukið öryggi fyrir Noreg. Þannig að snöggar tekjusveiflur atvinnuvega, ógna ekki stöðu landsins. Þar með ekki stöðu gjaldmiðilsins.
Margir segja að stór gjaldeyrissjóður sé nauðsynlegur ef við höfum krónu - - en sannleikurinn er sá, að gjaldeyrissjóður landsmanna gegnir fyrst og fremst því hlutverki að tryggja innflutning.
Ekki til að verja krónuna. En, Ísland er áfram mjög háð innflutningi innan evru.
Þ.e. hugsanlegt, að ílla gangi að snögg lækka laun - ef snöggt áfall verður.
Þá myndi vera hætta á því, að landið myndi tapa tiltrú fjárfesta, eins og við sáum í S-Evr. 2010.
- Stór eignasjóður. Myndi því vera ákveðin trygging fyrir því. Að snöggt ytra áfall. Valdi ekki álíka snöggu tapi á tiltrú - er þá myndi skila sér í snöggum fjármagnsflótta, og síðan hugsanlega falli innlends peningakerfis.
- Stór eignasjóður - vil ég meina, að væri ef e-h er, enn nauðsynlegri. Ef Ísland tekur upp evru. En hann mætti hugsa sem okkar eigin "björgunarsjóð" - en hann myndi kaupa tíma. Segjum að ef við eigum fyrir innflutningi í 3-5 ár. Þá hrynur ekki um leið, traustið á landinu, ef stórt áfall á sér stað.
- Ekki síst að slíkur eignasjóður - myndi stórfellt auðvelda að mæta ERM II stöðugleika markmiðinu þ.e. 2 ár án gengishreyfinga gagnvart evru - - sem annars gæti reynst virkilega, mjög þung þraut. En án slíks sjóðs, gæti það dæmi mistekist mjög auðveldlega, ef kemur hagsveifla á röngum tíma. En "loss of confidence" atburður, myndi líklega leiða til stöðutaka markaðarins gegn tengingunni, sem mjög ólíklegt væri að Ísland væri fært um að verjast. Stór eignasjóður, myndi gera þá útkomu - miklu mun munna líklega.
- Að sjálfsögðu þarf að mæta öllum öðrum stöðugleika markmiðunum - einnig. Skuldamarkmiðið mun taka mörg ár einnig. En einnig það, að safna nægilega digrum eignasjóði.
- Ég hef talað um 20 ár sem eðlilegt viðmið.
-----------------------------
Af öll 4 atriðin væru til staðar - væri unnt að taka upp evru!
- Ég er að tala um margra ára verkefni - að skapa þær forsendur!
- Tek fram, að sömu forsendur - - ef þeim er mætt, myndu stórfellt auka stöðugleika okkar gjaldmiðils.
Niðurstaða
Gylfi Arnbjörnsson, virðist orðinn að einu mesta efnahagsvandamáli landsins. En hætta er á því, að hann keyri nú af stað hrinu verkfalla. Sem við höfum alls ekki efni á. Í því skyni að sækja kauphækkanir sem gersamlega er augljóst. Að landið á ekki til neitt fjármagn til fyrir.
Eitt í því er, að ef verkföll standa yfir þegar kosningar nálgast í vor. Væri það sennilega vatn á myllu stjórnarandstöðu.
Kannski heldur hann, að það sé tækifæri í því - að ríkisstjórnin muni nauðbeygð, samþykkja hækkanir af því tagi.
En það mun ekki skila nokkurri raunverulegri lífskjarahækkun - heldur virðist nær algerlega öruggt, að þá mun gengið síga.
Til þess að tryggja jöfnuðinn gagnvart útlöndum - svo landið verði ekki gjaldþrota.
Sem Gylfi, mun nota eina ferðina enn - - til að lýsa yfir frati á krónunni.
En þetta mun þíða - að verðbólga getur verið yfir 10% í maí, ásamt því að vertryggð lán munu hækka.
-----------------------------------
Sumir benda á hagnað sjávarútvegsfyrirtækja - - OK. Ef starfsmenn þeirra, mega hækka - einungis þeirra starfsmenn. En ef þessi tilteknu fyrirtæki hafa umtalsverðan hagnað - þá þíðir það ekki að fyrirtæki í algerlega óskildum rekstri, geti einnig hækkað laun að sama skapi.
Ef verkalýðshreyfingin væri til í að, afnema hinar flötu launahækkanir yfir línuna. Þannig að einungis þær atvinnugreinar þ.s. er til e-h borð, myndu hækka laun.
Þá væri fræðilega unnt að, skila a.m.k. rauntekjuhækkun - sumra launahópa.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2013 kl. 00:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Félagar þínir í Framsóknarflokknum hljóta að vera stoltir af greiningu þinni að stefna verkalýðshreyfingarinnar sé stærsta efnahagsvandamál Íslands í gegnum árin. Atkvæðin hljóta að hlaðast inn í Reykjavík suður með þig á listanum.
Við skulum bara halda því til haga að á síðustu 42 árum, s.s. frá því ég fæddist 1971, hefur Framsóknarflokkurinn verið um 30 ár í ríkisstjórn, þar af 13 ár í forsæti.
Og hverjir voru í ríkisstjórn mestallan 8. áratuginn þegar þú sakar verkalýðshreyfinuna um að hafa valdið gengisfellingum með innistæðulausum kjarasamningum? Jú Framsóknarflokkurinn í rúm 8 ár, eða frá miðju ári 1971 fram í miðjan október 1979, þar af í forsæti í 4 ár!
Flokkurinn var í forsæti 1979 þegar lög um efnahagsmál voru sett í lok áttunda áratugarins sem verðtryggðu skuldir, sem og innlánsfé, vegna úrræðaleysis í efnahagsmálum. Flokkurinn réði ekki við verkefnið. Þessi athöfn er stærsta efnahagsvandamálið á Íslandi. (Eða var þessi lagsetning kannski verkalýðshreyfingunni að kenna?)
Síðan var flokkurinn í ríkisstjórn óslitið allan 9. áratuginn frá 1980 til 1991, og svo í 12 ár með Sjálfstæðismönnum frá 1995 til 2007.
Og verkalýðshreyfingin er efnahagsvandamál að þínu mati! Hvílík þvæla.
PS: Annars er málfarið í þessum texta svo slæmt að það er pína að lesa hann. Heilu setningarnar slitnar í sundur með punktum. Og þú ert á framboðslista til Alþingiskosninga!
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.1.2013 kl. 00:20
Stöðugleiki næst ekki með nærgætni ríkisins eins að sínum rekstri - heldur þarf stöðugleika markmið, að vera sameiginlegt þjóðfélagslegt átak.
Stöðugleika verður ekki náð, nema að sé gætt að öllum atriðum - samtímis.
Það er því ekki unnt að ná stöðugleika, ef verkalýðshreyfingin krefst launahækkana, umfram það sem þjóðfélagið á fyrir. Slíkt hefur aldrei stuðlað að hækkun kaupmáttar - þ.e. þ.s. var lærdómur 8. áratugarins.
Ef verkalýðshreyfingin, hefur ekki áhuga á stöðugleika. Þá er það hennar mál - en þá eru kvartanir hennar um verðbólgu grjótkast úr glerhúsi.
Að auki, sú hegðan sem stuðlar að auknum óstöðugleika, hjálpar ekki við það að sannfæra þá sem eiga peninga, um það að verðtrygging sé óþörf.
Ef verkalýðshreyfingunni er alvara um, að vilja hana á brott. Þá á hún með réttu, að hjálpa stöðugleikanum í stað þess að vera ógnun við hann.
--------------------
Eitt enn, þú lest ekki nákvæmlega - en ég sagði verkalýðshreyfinguna ekki vera mestu efnahagsógn landsins, heldur einungis eina af þeim mestu.
En það á við með réttu, svo lengi sem hún ógnar stöðugleikanum með sinni hegðan.
Ísland þarf að breyta sinni hegðan, þá öll þjóðin. Enginn undanskilinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2013 kl. 00:54
Verðtrygging Framsóknarflokksins er mesta ógnin við "stöðugleika". Ekki verkalýðshreyfingin eða stefna hennar. Á meðan stjórnvöld afnema ekki verðtryggingu á neytendalán og taka á efnahagsmálum hækjulaust verður enginn "stöðugleiki". Að velta ábyrgðinni á verkalýðshreyfinguna er óábyrgt þegar leikreglurnar eru ákveðnar af stjórnvöldum, t.a.m. Framsóknarflokknum.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.1.2013 kl. 09:05
Hver ber ábyrgð á sínum þætti. Ef verkalýðshreyfingin er með óraunsægjar kröfur. Þá er það að sjálfsögðu á hennar ábyrgð - ef svo er. Við þekkjum vel afleiðingar þess, að endurtaka trekk í trekk óraunsægjar launahækkanir. Sáum það mjög vel á 8. áratugnum.
Verðtrygging, var að miklu leiti, afrakstur þess áratugar - verkalýðshreyfingin á a.m.k. því hluta af ábyrgðinni af þeirri útkomu, sem leiddi til verðtryggingar eftir áratug af neikvæðum raunvöxtum eiddi upp nær öllu sparifé landsmanna.
Ef verkalýðshreyfingin, vill hana á brott. Þá er mjög mikilvægt að hún taki fullan þátt í því verki, að tryggja lágmörkun verðbólgu hérlendis - hennar þáttur er þá, að halda launakröfum í því hófi sem unnt er að láta ganga upp; samtímis þá hámörkun stöðugleika.
Eins og ég sagði, það þarf alla með. Verkalýðshreyfinguna einnig - í það verk. Ef hún spilar mótleik, getur hún unnið gríðarl. hagkerfislegt tjón, skaðað almenning mjög umtalsvert á sama tíma.
Þ.s. þ.s. ég á við, er ég tala um að ef hún ástundar óskynsemi, þá stuðli það að efnahagsvanda. Allt sem gengur ekki upp - stuðlar að efnahagsvandræðum.
Verkalýðshreyfingin er það mikilvægur þáttur í þessu, að hún má ekki skorast undan, sinni skildu að sinna hagsmunum almennings. Ef hún gerir það ekki, er algerlega sanngjarnt að kalla hana "tjónvald" eða ásaka hana um, að vera efnahagslegan skaðvald.
-----------------------
Einungis með því, að vinna að stöðugleika - er unnt að sýna fram á óþarfa verðtryggingar.
Rétt að verðtrygging er skaðleg almenningi, þess vegna er svo mikilvægt að verkalýðshreyfingin, taki að fullum þunga þátt í því að skapa slíkan aukin stöðugleika, að unnt sé að afnema hana.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2013 kl. 12:42
Erlingur Alfreð, þú afsannar ekki neitt sem Einar Bj. segir með því að benda á að Framsóknarflokkurinn hafi gert eða ekki gert eitthvað fyrir 30-40 árum.
Ef verðtrygging verður lögð niður þurfa að koma í staðinn breytilegir vextir, settir upp á þann hátt að þeir tryggi almennt jákvæða raunvexti, annars fer fjármálakerfið, lífeyrissjóðirnir og sparifé landsmanna forgörðum.
Breytilegir vextir munu líklega þýða aukið óvissustig og hraðari sveiflur í afborgunum lána en með verðtryggingu, í okkar sveiflukennda þjóðfélagi.
Þorgeir Ragnarsson, 14.1.2013 kl. 13:35
Ég var svo sem ekki að reyna afsanna neitt í pistli Einars, heldur meira að benda á að ef verkalýðshreyfingin væri efnahagsvandamál mætti segja hið sama um Framsóknarflokkinn vegna aðgerða hans, eða frekar aðgerðaleysi, á síðustu 40 árum eða svo, sérstaklega þegar hann hefur setið í ríkisstjórn stóran hluta þess tímabils og virkilega haft tækifæri til að hafa áhrif.
Bankar notast nú þegar við breytilega vexti á verðtryggðum lánasamningum vegna þess að flestir þessara samninga eru með endurskoðunarákvæði á fimm ára fresti. Afnám verðtryggingar mun kalla á aðgerðir frá stjórnvöldum til að minnka sveiflur í stað þess að velta þeim vanda á heimilin. Seðlabankinn getur ekkert gert til að jafna sveiflur því vaxtabreytingar bíta ekki í verðtryggðu þjóðfélagi, vandanum er endalaust fleytt áfram á almenning.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.1.2013 kl. 15:37
Erlingur, í þessu sambandi hefur verið minnst á 8. áratuginn, hann er einmitt sönnun þess að ekki er öruggt að stjórnvöld muni grípa til neinna skynsamlegra aðgerða eins og þú virðist gera ráð fyrir.
Á þessum tíma var ekki gripið til neinna aðgerða fyrr en eftir dúk og disk.
Þorgeir Ragnarsson, 14.1.2013 kl. 15:47
"Afnám verðtryggingar mun kalla á aðgerðir frá stjórnvöldum til að minnka sveiflur í stað þess að velta þeim vanda á heimilin. "
Og hvaða aðgerðir ættu það að vera?
Stjv. geta ekki stýrt sveiflum á veiðum, eða afurðaverði erlendis, eða í ferðamennsku. Né geta þau stýrt öðrum ytri áföllum.
Stjv. geta gætt að sér í eigin fjármálum - sem getur gert þeim kleyft að framkv. í hallærum, en skuldast. ríkisins í dag leyfir það ekki. Við getum einungis miðað út frá þeirri stöðu sem er.
Erlendis erum við að verða vitni að miklu niðurskurðarferli velferðar - - eins og erlendis, leyfir skuldastaða ríkisins ekki. Að það beri að einhverju verulegu leiti, blak af almenningi; ef áföll verða.
Svo ég veit ekki hvernig, ríkið á að fara að því - að setja ekki byrðarnar á almenning.
Sannleikurinn er sá, að ávallt þegar e-h stórt á bjátar. Lendir almenningur í því.
---------------
Þess vegna ekki síst, er svo mikilvægt að verkalýðshreyfingin gæti að sér núna, þegar staðan er svo viðkvæm sem hú er - - ef hún fer af stað með óraunhæfar væntingar, tekst að þvinga fram launahækkanir sem fyrirfram vitað er að enginn grundvöllur er fyrir.
Þá er það einmitt almenningur - sem mun súpa það bitra seiði í formi afleiðinga þeirrar ákvörðunar, núverandi verkalýðsforystu.
Verkalýðshreyfingin er of mikilvægur þáttur, til þess að Ísland hafi efni á að, hún spili gegn stöðugleika í landinu þar með gegn velferð.
------------------
Að koma á stöðugleika, eins og ég sagði, er verkefni þjóðfélagsins alls - - ríkinu einu og sér, er það um megn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2013 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning