Farsinn í kringum Gérard Depardieu nær hámarki - International Red Cross S-Evrópa svæði í hættu

Fyrst um farsann í kringum leikarann góðkunna, Gérard Depardieu, en sl. sunnudag fékk hann algerar stjörnumóttökur í Rússlandi. Kominn með nýja vegabréfið. Fékk málsverð með Putin. Þeir föðmuðust. Ríkisfjölmiðlar Rússlands fjölluðu um Depardieu sem einn af helstu vinum Rússlands.

image

Magnað hve Putin mjólkar þetta atvik: French Icon Gets Star Treatment—and Job Offer—in Russia

Hann fékk frá borgarstjórn Saransk íbúð, og boð um vinnu "cultural minister" sem hann góðfúslega hafnaði. Var hvarvetna tekið með kostum og kynjum hvar sem hann var um helgina innan Rússlands.

Ekki gleyma málsverðinum með Putin, þ.s. þeir föðmuðust, og ræddu síðan með aðstoð túlks. Allt sjónvarpað.

Putin hefur tekist að nota tækifærið til að koma 13% flata fjármagnsskattinum sínum á framfæri, og hvetur ríka Evrópumenn að flytja sig um set yfir til Rússlands.

Rússland sem skattaparadís, hefur ef til vill ekki verið það fyrsta sem maður hugsar, er nafn Rússlands kemur upp í hugann.

 

Síðan alvarlegri mál - en I.R.C. telur S-Evrópu vera orðin að félagslegu hættusvæði!

Red Cross to focus on southern Europe amid eurozone crisis

As euro crisis lingers, Red Cross global work takes a hit

Það sem hefur verið að gerast, er að neyðin í löndum S-Evrópu er orðin slík, að Rauðakross deildirnar í viðkomandi löndum. Hafa smám saman verið að hætta þátttöku í alþjóða prógrammi Alþjóða Rauða Krossins, og þess í stað - beina nú öllum kröftum sínum heima fyrir.

  • Rauði krossinn í Grikklandi, er víst á brún gjaldþrots. En framlög almennings hafa víst hrunið þarlendis, enn ein birtingarmynd hrunsins í því landi.
  • Deildin t.d. á Spáni, beinir nú öllum kröftum innan eigin lands.
  • En Alþjóða Rauði Krossinn, sé með það í undirbúningi, að koma Evrópu deildum sínum til aðstoðar.

Skv. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hafi Evrópubúum undir fátækramörkum Framkvæmdastjórnarinnar, fjölgað í - - 120 milljón manns.

Það er ekkert smáræði. Munum, íbúar Evrópu eru rúmlega 500 milljón. Hlutfallið er því skelfilegt.

Alþjóða Rauða Krossinn, óttast að alvarleg uppþot geti brotist út t.d. í ár, því ljóst er að ástandið er versnandi áfram. Samfélögin þegar í viðkvæmu ástandi.

Fjöldi fólks nú háður beinni matar aðstoð.

 

Að lokum, ríkisstjórn Spánar hefur verið að mjólka lífeyrissjóð opinberra starfsmanna!

Spain Drains Fund Backing Pensions

Wall Street Journal vekur athygli á, að eign sjóðsins í formi ríkisbréfa. Sé nú komin í 90% af eiginfé. Bréf sem ekki sé unnt að segja með sanni, að geti ekki verðfallið.

Ég get sjálfu sér skilið af hverju spænsk stjv. mjólka þennan sjóð, en þetta ár skv. frétt þurfa þau að selja enn meira af ríkisbréfum þ.e. 207ma.€ í stað 186ma.€.

Bankarnir hafi síðan kreppan hófst aukið eign í formi ríkisbréfa Spánar 6 falt. Nú stendur til að spænsk stjv. veiti þeim aðstoð upp á ma. tugi.

Það sé farið að þrengja að stjv. hvað varðar innlenda valkosti, þegar kemur að því að fjármagna ríkishallann. Og samtímis, sé erlend eftirspurn mjög verulega minnkuð miðað við þ.s. áður var.

Erfitt að sjá, að stjv. Spánar geti mjólkað lífeyrissjóðinn frekar. Bankarnir, eiga erfitt með að halda áfram sinni þátttöku.

Þannig að þ.e. útlit fyrir að Mariano Rajoy geti ekki varist mikið lengur þrýstingnum frá Seðlabanka Evrópu, um það að samþykkja þá pillu - að óska aðstoðar til Björgunarsjóðs Evrusvæðis; svo skilyrði ECB sé uppfyllt. Þannig að kaup án takmarkana fari í gang.

Einhvern veginn er ég alveg viss, að því mun fylgja frekari kröfur á Spán, en eigandi "ESM" eða björgunarsjóðsins, eru aðildarríkin. Og það eru þau sem þá setja skilyrði. Og þ.s. um er að ræða þeirra skattfé. Þá ræður innanlandspólitík í hverju landi fyrir sig. Hvers er krafist.

En vinsældir þess að leggja fram slíkt fjármagn, hafa farið þverrandi. Svo eins og ég sagði, líkur á íþyngjandi skilyrðum virðast miklar. Sem er akkúrat ástæða þess, að Mariano Rajoy hefur verið að draga lappirnar nú um 6. mánaða skeið.

 

Niðurstaða

Farsinn í kringum  Gérard Depardieu er eiginlega hálf sorglegur.

-------------------------------

Það kemur mér í reynd ekki á óvart, að Rauði Krossinn hafi áætlanir um aðgerðir til aðstoðar systur samtökum sínum, innan einstakra aðildarlanda Evrópusambandsins. Sérstaklega í S-Evrópu þ.s. ástandið er verst. 

Það er auðvitað áhugavert - - ef Evrópa verður eitt af alþjóðlegum "hjálpar svæðum" Rauða Krossins.

En ég hef bent á lengi hve alvarlegur samfélagsvandinn er orðinn. Og fer áfram versnandi.

-------------------------------

Hreinlega sorglegt að fylgjast með þeim vanda stöðugt vinda upp á sig sem spænsk stjórnvöld eru að takast á við. En þetta virðist eitthvað svo fullkomlega vonlaust. En stjv. Spánar, eru þó ákveðin að berjast við kreppuna. Ég sé þó ekki hvernig þau komast hjá því að verða undir.

Þó svo að viss árangur hafi náðst. Vöruskiptajöfnuður er orðinn jákvæður. Dugar það ekki til, í ljósi skuldaaukningarinnar. Mun stærri afgangur sé nauðsynlegur. Þá þarf enn frekari lækkanir á lífskjörum, til að minnka innflutning enn frekar. Þegar er neyðin meðal fátækra Spánverja orðin það alvarleg. Að Rauði Krossinn á Spáni, beitir öllum kröfum heima fyrir. Og að auki fær líklega aðstoð frá alþjóða stofnuninni, síðar á árinu.

Það er eins og menn séu rétt núna í seinni tíð, loks að vakna til vitundar um það, hve rosalega alvarleg kreppan er orðin í Evrópu.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ákveðin þversögn í því að menn sem telja sig þurfa að flýja heimaland sitt vegna kommúnískrar ofstjórnar skuli leita til Rússland. Kannski er þetta bar einhver farsi hjá Gérard Depardieu, eitthvað leikrit sem hann spilar til að gera grín að pólitíkusum.

Ef fréttir Rauða Krossins eru réttar, að nærri fjórðungur íbúa Evrópu sé komin undir fátækramörk, er ekki að undra þó menn þar á bæ hafi áhyggjur. Þetta er klassískur grunnur undir uppþot og stríðsátök.

Vandi Spánar er fjarri því leystur, svo er einnig um önnur þau lönd evrunnar sem eru í vandræðum, reyndar flest evrulönd. Þessi vandi verður ekki talaður niður, eins og Barroso heldur fram. Til að leysa þann vanda er grundvallaratriði að ráðamenn landa ESB viðurkenni rót hans. Án þess mun engin lausn finnast, þó hugsanlega hægt sé að tefja fyrir algjöru hruni í einhvern tíma með skrúðmælgi.

Gunnar Heiðarsson, 8.1.2013 kl. 07:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eiga víst að v. tölur Framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar, nýframkomnar. Sem Rauði Krossinn er að vekja athygli á. En 20% íbúa aðildarlanda undir fátækramörkum. Er auðvitað mjög svakalegt.

Ég held það sé örugglega hærra hlutfall en í Bandar., en þó hafa aðildarsinnar farið mikinn í að halda á lofti litlu félagslegu öryggi í USA, talið það mikið betra í Evrópu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.1.2013 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband