2.1.2013 | 03:45
Óvissan á Bandaríkjaþingi heldur áfram! Samkomulag áramótanna, einungis frestaði megindeilunni um 2 mánuði!
Skv. fréttum fékk samkomulagið kaldar móttökur í Fulltrúadeildinni. Og fyrst samþykkti meirihlutinn að vísa málinu til baka. En "senatorarnir" létu þá vita. Að þeir myndu hafna öllum breytingatillögum. Svo að skv. þeim fréttum, stendur Fulltrúadeildin fyrir því. Að samþykkja eða hafna.
Og talið líklegt af fjölmiðlum, að þá verði samþykkt með semingi.
"Fiscal cliff" plan headed for crucial vote Tuesday
US economy dragged back to fiscal cliff
What has been agreed and what has not
Þ.e. samt ekki unnt að halda því fram, að það sé öruggt að þannig farið mál.
Enda Fulltrúadeildin greinilega skv. fyrri samþykkt kvöld 2. janúar, andvíg samkomulaginu.
Sjá áhugaverða greiningu: Analysis: "Fiscal cliff' deal called a dud on deficit front
- Skv. þessari fréttaskýringu, varð miðpunktur umræðunnar í Efri Deild, um skattamálið.
- Á endanum, voru skattalækkanir Bush stjórnarinnar, endurnýjaðar fyrir ca. 99% skattgreiðenda, en einungis þeir sem hafa tekjur umfram 400.000 dollara, fengu hækkun skatta.
Það sem er þó mun mikilvægara, er að það virðist að frestað hafi verið um 2 mánuði, að láta niðurskurð þvert yfir línu innan stofnana alríkisins koma til framkvæmda.
Þannig að Bandaríkjaþing stendur frammi fyrir mjög áhugaverðri deilu í febrúar.
- Deilu um skuldaþak vs. deilu um niðurskurð!
Hvað gerist í febrúar?
Greinilega hefur samkomulagið um áramótin verið afskaplega lítið í sniðum. Því deilan um niðurskurð er óafgreidd. Og með því að fresta því máli. Þá rekst sú deila óhjákvæmilega í deiluna um lyftingu svokallaðs skuldaþaks.
Þannig, að þá erum við með nærri fullkomið "deja vu" þ.e. deilu sem er nærri því nákvæmlega eins, og deilan sem skók heiminn haustið 2011. Fyrir utan, að í þetta sinn - er staða Repúblikana sterkari. Því án samkomulags, kemur hinn drakoníski sjálfvirki niðurskurður til framkvæmda sem samþykktur var haustið 2011 að myndi taka gildi um þessi áramót, og til stóð að semja um fyrir þann tíma.
En Alríkið er nú á neyðar-aðgerðapakka, meðan ekki hefur enn verið samþykkt af bandaríska þinginu að heimila Alríkinu að skuldsetja bandarísku þjóðina frekar.
- Maður var að vonast eftir því, að samkomulag áramóta, myndi afgreiða málið.
- Í stað þess, var deilunni ítt áfram um 2 mánuði.
-----------------------------------
Samkomulagið inniheldur því einungis skattahækkanir - - sem er ekki beint þ.s. Repúblikanar lofuðu sínum kjósendum að undirgangast.
Fyrir utan þá skattahækkun, sem þeir sem hafa meir en 400þ. dollara í tekjur, og sambúðarfólk með yfir 450þ. dollurum, sem fá ekki Bush skattalækkanirnar endurnýjaðar. Þá taka eftirfarandi hækkanir skatta einnig gildi:
- "The end of a 2 percentage point cut in payroll taxes for workers first $113,700 of income. The tax rate rises to 6.2 per cent."
- "A permanent increase in taxes on capital gains and dividends from roughly 15 per cent to 20 per cent but only for individuals making more than $400,000 and couples earning more than $450,000..."
- "Increased tax rates on estates worth more than $5m, from 35 per cent to 40 per cent."
Eins og sést, er greinilega mest aukning skatta á þá sem hafa tekjur umfram 400þ.dollara eða sambúðarfólk með yfir 450þ.dollara í tekjur.
En tekjulægsti hópurinn fær einnig smávægilega skattahækkun.
Miðað við þetta, virðist að Demókratar hafi haft betur í þessari rimmu.
-----------------------------------
Það má búast við því, að ef Fulltrúadeildin samþykkir þennan "ósigur" Repúblikana. Þá ætli menn að sækja til baka - þegar deilan um skuldaþakið verður tekin fyrir í febrúar. Skv. fréttum.
Það getur orðið áhugaverð rimma.
Niðurstaða
Greinilega hefur það verið froða yfirlýsing Obama forseta um áramótin, þ.s. hann fagnaði samkomulaginu í Efri Deild bandaríska þingsins, sem mikilvægum áfanga. Þar virðist sem að smærri deilan, þ.e. um skattamálið - hafi verið afgreidd. Meðan að stærri deilan, um að hvaða marki á að skera niður útgjöld alríkisins, er óafgreidd. Og einungis frestað fram í febrúar.
Ef við gerum ráð fyrir því að Fulltrúadeildin samþykki samkomulag helgarinnar í þessari viku. Þá getur komið smá rólegur tími í janúar. Þangað til að deilurnar hefjast á ný í febrúar.
Þá skv. fréttum á samtímis að taka fyrir deiluna um skuldaþakið, en við erum þar með að sjá endurtekningu á deilu um skuldaþak, mjög svipaða þeirri sem skók heiminn haustið 2011. Nema, að í þetta sinn standa Repúblikanar sterkar að vígi, þ.e. enn er til staðar svipan sem samþykkt var haustið 2011. Og án samkomulags, kemst hún til framkvæmda.
Það verður sennilega ekki frekari frestun í boði. Miðað við þetta, geta markaðir vart tekið samkomulaginu með miklum fögnuði. Því óvissunni hefur í reynd ekki verið lyft.
Eins og haustið 2011, mun sú óvissa líklega skaða hagkerfin beggja vegna Atlantsála.
Það verður að koma í ljós, hvort Repúblikanar - hafa misst kjarkinn. Eða hvort, þeir ætla að bíta í skjaldarrendur í febrúar. Og láta stál mæta stáli.
En miðað við það hve sterka stöðu mér virðist þeir hafa í þessari deilu, þá ættu þeir a.m.k. ekki að vera fljótir að gefa eftir.
Útlit fyrir áhugaverðan febrúar.
En um svipað leiti, ættu uppgjör fyrir sl. ár að byrja að berast. Frá aðildarríkjum evru. En ef eins og mig grunar, að þau uppgjör sýni meiri samdrátt því meiri halla á ríkisútgjöldum. Gæti spennan á Bandaríkjaþingi, átt stefnumót nýtt gos á evrusvæði.
----------------------------------------
Ps: Merkilegt hve markaðir í dag tóku vel samkomulagi Bandaríkjaþings. Eftir að ljóst var að Fulltrúadeildin hafði staðfest fyrir sitt leiti samkomulag helgarinnar. En ljóst er að varðandi "fiscal cliff" umræðuna, er einungis búið að afgreiða einn þátt. Þ.e. skattalega þáttinn. En hinni stærri deilu um niðurskurð ríkisútgjalda var frestað einungis um 2 mánuði. Sem þíðir eins og ég tók vendilega fram, að þá mun sú umræða eiga stefnumót við umræðuna um skuldaþakið. Ljóst að það stefnir í umtalsverða spennu þegar dregur nær febrúar.
Sannarlega mildar það til skamms tíma a.m.k. efnahagslegu áhrifin af því, ef það verður samþykktur harkalegur niðurskurður í febrúar til mars; að skattalækkanir Bush stjórnarinnar voru endurnýjaðar fyrir 99% skattgreiðenda. Því það heldur uppi þá neyslu, sem þá kemur á móti minnkun umsvifa ríkisins.
Á móti kemur, að það liggur alls ekki fyrir, hver harkalegur sá niðurskurður verður fyrir rest. Og deilan þegar hún gýs upp á ný í febrúar. Getur alveg, skapað næga óvissu til þess að neytendur kjósi að halda að sér höndum.
Ég hefði talið að markaðir ættu að vera rólegir meðan ekki liggur fyrir hvað gerist. Þ.e. hvorki hækka né lækka. Það sé í reynd biðstaða. Kannski voru þetta einungis fyrstu viðbrögð - ég hef tekið eftir því, í gegnum evrukrísuna. Að oft bregðast markaðir vel við fyrsta kastið, en síðan dregur óvissan þá niður aftur þegar hún er bersýnilega enn til staðar eins og í þessu tilviki.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óraunsæi þjóðarleiðtoga heimsins er sláandi. Gagnstætt því sem gert var á síðustu öld fást Sádarnir ekki til þess að auka dælingu á olíu vegna þess að nú vita þeir að endimörk þeirrar nýtingatr nálgast hratt og hrunið verður því verra sem menn reyna meira að pissa í skóinn sinn.
Ómar Ragnarsson, 2.1.2013 kl. 10:07
Einn vandi Sauda er að eigin neysla á olíu hefur stórfellt aukist. Á sama tíma, eru ímsar gamlar olíulindir líklega þegar í minnkun. Þeir séu að ströggla að viðhalda þeim möguleika, að geta aukið dælingu. Það sé sennilega á undanhaldi hjá þeim.
Á hinn bóginn virðist mér líklegt að "shale oil/gaz" verði næsta tískan víða um heim. Ef þ.e. rétt að á mörgum stöðum víðar, megi ná fram eigin vinnslu á olíu a.m.k. gasi.
Kostnaður, líklega hitnar Jörðin á bilinu 6-8°C út öldina. Kannski seinkar "peak oil" um 30 ár. En á móti, taka Jarðarbúar áhættu sem engin leið er að reikna út akkúrat hver verður.
Þetta verður samt líklega gert. Og það getur hugsanlega framkallað skammvinnt efnahags - "boom." En þá er það síðasta "húrraið" fyrir olíuvinnslu.
Spurning hvort það verður þess virði, að hafa keypt sér þann tíma. En á þessum 20-30 árum, verða líklega lönd í Afríku töluvert ríkari sennilega ná "midde income" stigi, og samtímis eflist Indland og Kína.
En þessi lönd eru samtímis líklega þau lönd, sem eiga mest í húfi. Ef umhverfisáhrif af þessari miklu aukningu "CO2" í lofthjúpnum verða mikil.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.1.2013 kl. 18:19
Allt sem kemur frá Obama er froðusnakk. He is still in campaign mode, wanted to take us careening over the fiscal cliff. Has absolutely no concern for the debt ceiling. Spouts the same meaningless rhetoric about not taxing the middle class. Back to Hawaii for more golf.
Suzanne Kay Sigurðsson, 2.1.2013 kl. 20:48
Það sem þingið og forsetinn urðu sammála um var að halda áfram að eyða dollar fyrir hver sextíu sent sem ríkissjóður aflar í tekjur í gegn um skattkerfið; - að hinir "hæstvirtu" myndu áfram látnir borga brúsann - án þess að vita af þvi. Deilan á Capitol Hill snýst í augnablikinu um hvort á að láta almenning borga bullið með verðbólgu sem hlýst af stjórnlausri seðlaútgáfu eða með skattahækkunum sem verða innleiddar með áður óþektum hætti. Velferðarkerfi fjármálastofnana er öruggt með allt sitt.
ÖLL mestu fjármála og menningarveldi sögunnar hafa fallið af stalli eftir ákvarðanir eins og þær sem nú er búið að taka í DC
Guðmundur Kjartansson, 2.1.2013 kl. 22:07
Guðmundur - - Ég óttast mun meir um stöðu Evrópu en USA, því möguleikar Bandar. til vaxtar eru mun betri.
Sögulega séð er hagvöxtur meginleið ríkja til að losna úr skuldavanda. Á hinn bóginn, ef vandræði eru með hagvöxt - - er verðbólga sögulega séð algengasta útleið B.
En sögulega séð, er það mjög sjaldgæfur atburður að löndum í samdrætti takist að minnka skuldir, yfirleitt vaxa þær þá þrátt fyrir niðurskurð á niðurskurð ofan. Ástæða þess, er líklega sú að þegar einkahagkerfið er í samdrætti v. umfangs ríkisins innan heildarhagkerfisins er ríkið fyrir hagkerfið eins og fyrirtæki í fyrirtækjabæ, þannig að í slíku ástandi þá valdi niðurskurður ríkisins einfaldlega enn meiri samdrætti eins og þegar samdráttur fyrirtækis í fyrirtækjabæ setji bæinn þegar í vanda nema e-h annað sé að vaxa í staðinn til að fylla skarðið sem skilið er eftir, þannig að hraði samdráttar eykst þegar atvinnulífið er ekki fært að fylla eyðuna sem ríkið yfirgefur og skuldir minnka ekki í hlutfalli v. þjóðarframleiðslu. Þannig, að menn leita í verðbólgu í örvæntingu eftir að allt annað hefur brugðist.
Ég held að Bandar. þurfi ekki að fara verðbólguleið, og það muni ekki gerast. En líkur á slíkri útleið í Evrópu virðast mér sterkar.
En mér virðist, að ef fréttir um mikinn uppgang á hinum nýju gas og olíusvæðum Bandar, ásamt því að verðlag á gasi í Bandar. er í dag einungis 1/3 af því sem það var fyrir nokkrum árum; að þau efnahagslegu snjóboltaáhrif sem sú þróun virðist vera að skapa. Muni lyfta heildarhagkerfinu inn í hagvöxt á ný - - sennilega innan núverandi kjörtímabils Obama.
Obama muni því komast upp með sína hegðun.
Bandaríkjunum, muni duga að fara bil beggja leið í niðurskurði - þ.e. slíkum sem verði stýrt þannig að sá dreifist á næstu 4-10 ár.
Á meðan, að hagvöxtur muni smám saman aukast. Lagt saman ætti hvort tveggja smám saman að eyða upp hallanum.
-------------------------
Bandaríkin þurfi ekki að fara í paník út af ástandinu, eins og tja - Evrópa sannarlega hefur fulla ástæðu til. Vegna miklu mun lakari forsenda til framtíðar hagvaxtar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.1.2013 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning