31.12.2012 | 17:30
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það gamla. Hvernig ætli það næsta verði?
Ég ætla ekki að setja fram ákveðna spá. En ég get séð fyrir mér 3. mögulegar sviðsmyndir. Þær snúast um atburðarás í Evrópu og Bandaríkjunum.
Hér set ég Bandaríkin í hlutverk meginorsakavalds. Eins og þegar undirlánskreppan hófst þar um mitt ár 2007 og gaus síðan upp í falli Leahmans fjárfestingabankans síðla árs 2008.
Sannarlega er möguleiki að rás atburða í Evrópu, hafi meir sjálfstæða tilvist en ég set þetta upp hérna, en miðað við nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum, er enn alger óvissa um samkomulag, þó báðir þingflokksformenn vonist til að hafa frumvarp sem lagt verði fram til atkvæða fyrir vikulok:
Það mundi þíða að skattahækkanir formlega taka gildi, sem og niðurskurður. Þó það verði "akademískt" ef samkomulag er samþykkt fyrir vikulok.
Sviðsmyndir
- Væri að Evrusvæðið sé raunverulega á leið upp úr verstu kreppunni, að undir lok árs fari að sjást tilhneygingar til hagvaxtar. Þannig að útlit fyrir árið þar á eftir sér bjart. Með öðrum orðum. Að bjartsýnismennirnir hafi rétt fyrir sér. Áætlunin sé að virka. Á sama tíma, verði samkomulag milli Demókrata og Repúblikana á Capitol Hill Washington sem tryggir að hagvöxtur í Bandaríkjunum, heldur áfram og verður sterkari nk. ár, eða a.m.k. ekki veikari en það ár sem liðið er.
- Væri að, samkomulag sannarlega náist á Capitol Hill, en eftir dúk og disk, þannig að efnahagstjón sé töluvert. En þó ekki það alvarlegt að bandaríska hagkerfið nemi staðar á árinu sem er að koma, heldur skrapi það lítinn vöxt á bilinu 0,5-1%. Hliðaráhrif á Evrópu, dýpki ívið kreppuna þar. Samtímis því að áhrif niðurskurðaraðgerða séu ívið meiri en í sviðsmynd 1. Fyrir bragðið komi evrukrísan aftur upp. Árið verði tími frekar djúprar kreppu, en viðbótar aðgerðir landanna dugi til þess að það verður ekkert "hrun" þannig að evrusvæðið sem slíkt hafi árið af. Öll aðildarlöndin haldist innan.
- Þriðji möguleikinn sé að áhrif deilunnar á Capitol Hill í Washington séu það alvarleg á framvindu mála í Bandaríkjunum, að bandaríska hagkerfið lendi í kreppu árið sem er að koma. Sá viðsnúningur í kreppu, framkalli verulega mikla dýpkun kreppunar í Evrópu. Þannig að ekkert aðildarland evru verði án kreppu. Það framkalli síðan mjög alvarlega fjármálakreppu á evrusvæði, þannig að það sé mikil óvissa hvort að evran hefur það af út árið eða ekki.
Þetta mun hafa mikil áhrif á hvernig pólitíkin gengur fyrir sig á Íslandi!
En ef Evrópa lítur þannig út um það leiti sem kosningar fara í hönd á Íslandi, að það versta á evrusvæðinu sé sannarlega búið. Þá mun það koma vel út fyrir Samfylkinguna, og aðra aðildarsinna. Og krafan um það að hætta samningum, muni ekki hafa þá mikinn hljómgrunn.
Vonir Samfylkingar og annarra aðildarsinna, geti þá hugsanlega ræst. Að aðildarsinnar haldi völdum. Haldi áfram að leiða viðræður um aðild.
--------------------------------------
Í sviðsmynd 2. Þá er efnahagur Evrópu greinilega verri en í sviðsmynd 1. Einnig verri árið sem er að koma en árið sem er liðið. Að auki, sem að við hér finnum einnig fyrir því. Að þ.e. að hægja á í löndunum í kring. Þannig að okkar efnahagur verður þá einnig slakari en sl. ár.
Þó án þess að útlit sé fyrir einhverja stjórnlausa eða stjórnlitla atburðarás. Þessi útkoma, getur verið ívið hagstæðari fyrir andstæðinga aðildar.
Styrkt fylgi þeirra flokka.
--------------------------------------
Þriðja sviðsmyndin er hin mikla óvissa. Þá eru allir í kreppu. Ekki gott að segja hvaða áhrif það hefði á kosningarnar. Þó hugsanlegt sé að sú mikla óvissa sem það ástand líklega myndi skapa í Evrópu, yrði vatn á myllu andstæðinga aðildar, í jafnvel enn ríkari mæli. En sbr. v. ástand í sviðsmynd 2.
Niðurstaða
Ég sé sem sagt möguleika á því, að árið verði skárra en það síðasta. Tek þó fram, að ég er næstum viss að kreppan á evrusvæði verði ívið verri en sl. ári. Að sviðsmynd 2. sé sennilegust. Þ.e. að samkomulag verði á Bandaríkjaþingi. En það verði þess eðlis, að mjög stífar aðhaldsaðgerðir verði innleiddar. Þannig að það hægi á hagvexti. Án þess að sá stöðvist alveg. Samtímis, hægi einnig á í Evrópu - í bland v. áhrif þess að hægir á Bandaríkjunum, og áhrif þess að evrusvæði vanmeti neikvæð áhrif niðurskurðaraðger til samdráttar.
Þriðji möguleikinn að árið verði virkilega spennandi, sé minna líklegur.
--------------------------------------
Að lokum; gleðilegt nýtt ár!
Þakkir fyrir það gamla :)
Ps: Skv. nýjustu fréttum, þá er búið að leggja frumvarpið fyrir Bandaríkjaþing, og eftri deild hefur samþykkt með miklum meirihluta. En ennþá á það eftir að fara fyrir Fulltrúadeildina þ.s. Repúblikanar hafa meirihluta. Það var þannig séð alltaf vitað, að frumvarpið myndi fara í gegnum "Senatorana."
Senate approves 'fiscal cliff' deal, crisis eased
"All eyes are now on the House which is to hold a session on Tuesday starting at noon (1700 GMT)."
Skv. þessu fundar Fulltrúardeildin kl. 5 í dag að "Greenwich" miðtíma, eða kl. 5 eins og á Íslandi. Þá kemur væntanlega í ljós hvort deilan er leyst snemma á nýárinu. Eða hvort hún þarf að fara fyrir hið nýja Bandaríkjaþing sem tekur til starfa formlega þann 3/1/2013. Þá þarf væntanlega að sjóða saman nýtt samkomulag. Og deilan getur dregist á langinn.
Sem yrði ekki gott.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2013 kl. 14:04 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
I think there is no avoiding the fiscal cliff and ultimately exceeding the debt ceiling. I would lay odds on Sviðsmynd #3.
Suzanne Kay Sigurðsson, 31.12.2012 kl. 17:46
Það sem þú ert í rauninni að segja, Einar Björn, er að framvindan í Evrópu og þar með evru sé algjörlega háð því hvað gerist vestan hafs.
Gleðilegt ár og þakka þér fyrir fróðlega pistla.
Kolbrún Hilmars, 31.12.2012 kl. 19:34
Tja Kolbrún, Bandaríkin eru svo stór áhrifaþáttur. Evrusvæði er nú sérdeilis viðkvæmt eins og við þekkjum fyrir ytri áföllum, vegna þess að þar er þegar - alvarleg kreppa.
Ljóst að, ef Bandaríkin annað af tvennu hafa minni hagvöxt en sl. ár eða fara alla leið í samdrátt, þá um leið minnkar það efnahagsumsvif innan Evrópu.
Sem hefur neikvæð hliðaráhrif um öll aðildarríki evru.
Rugg innan Bandaríkjanna, er risastórt áhættuatriði fyrir Evrópu, vegna stöðunnar sem er þar fyrir hendi. Ef mál væru á annan veg, þá væri ekki þetta mikið í húfi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.1.2013 kl. 06:55
They are a day late and a dollar short. They literally went over the fiscal cliff. The bill if passed by the House only increases taxes and does not address any budget cuts. I still believe with the debt ceiling looming # 3 is where we are headed.
Suzanne Kay Sigurðsson, 1.1.2013 kl. 19:49
Það virðist stefna í Sviðsmynd 2. Kannski 3. En tökum þetta eitt skref í einu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.1.2013 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning