Er ekki Evrópa komin að endimörkum skattpíningar?

Ég kom í gær fram með þann punkt í athugasemd á eyjunni, sjá: Hátekjuskattur François Hollande dæmdur ólöglegur – Skyldi Depardieu nú snúa heim?.

Punkturinn sem ég kem fram með er sá, að þó ríki hafi sannarlega rétt til að leggja á skatta. Þá í ástandi frelsis eins og nú er ástatt í Evrópu og Ameríku, og víðar. 

Þá er ekki unnt að forða því að fólk flytji annað. Það sé hið raunverulega endamark skattheimtu, að skattstofninn hefur fætur.

Ekki sé snjallt að ganga lengra fram gagnvart tilteknum hópum, en þeir tilteknu sjálfir geta sætt sig við. Fer auðvitað eftir hve óánægjan er mikil, hún þarf að vera mikil til að fólk ákveði að fara.

Eða koma ekki aftur, þegar það fer til náms erlendis. En mig grunar sterklega að Ísland sé a.m.k. komið í efri mörk þess mögulega - varðandi skattheimtu. Jafnvel yfir þau mörk.

Menn verða að muna hvað það þíðir, að allir eru jafnréttháir. Oft sagt háir sem lágir. Það þíðir þá einnig, að allir hafi rétt til að mótmæla því ef þeir telja á sinn hlut gengið. Jafnt háir sem lágir.

------------------------------

Í gær var umræðan um 75% skattinn hans Hollande forseta Frakklands. Þar er verið að skattleggja mjög afmarkaðan hóp - og sá hópur sannarlega er í mjög góðri aðstöðu til þess að flytja sig í næsta lands. Á jafnvel gjarnan útibú eigin fyrirtækja í næsta landi, eða jafnvel húsnæði. Eða næga peninga til að útvega sér slíkt með skömmum fyrirvara.

Það er einmitt þ.s. virðist vera að eiga sér stað í Frakklandi, að þessi tiltekni afmarkaði skattstofn, sannarlega mjög vel stæðs fólks - sættir sig ekki við 75% skattheimtu.

Þó sannarlega sé það rétt - að slíkur skattur gerir þá ekki að öreigum.

Og það sé einnig laukrétt, að samfélagið vanti fjármagn.

  • En ég sé ekki að meirihlutinn, geti þvingað vilja sinn upp á "minnihlutann."
  • Að auki, sé ég ekki að það sé snjallt, fyrir meirihlutann - að sannfæra þennan afmarkaða sannarlega auðuga minnihluta, um það að fara yfir til næsta lands.
  • Meirihlutinn hljóti að missa spæni úr öskum sínum við það. 

Ég held að sú hugmynd sem virðist njóta töluverðs fylgis nú á vinstri vængnum í Evrópu, að það sé til nægur peningur til að halda uppi öllum þeim samfélagskerfum sem eiga í vandræðum, vegna þess að land eftir land er í þeim vanda að skuldir eru að safnast of hratt upp; sem neyðir þau í niðurskurð, m.a. á þeirri samfélagsþjónustu - - > Sé í reynd ekki eins snjöll og viðkomandi halda.

Það er hugmyndin - að skattleggja hina ríku.

Vandinn augljóslega er, að sannfæra skattstofninn, um réttmæti "ofurskatta" til þess, að ekki þurfi að skera niður, þá umfangsmiklu þjónustu við almenning sem hefur verið byggð upp í gegnum árin.

------------------------------

  • Ef þeirra upplifun er "þetta er ósanngjarnt."
  • Þeir upplifa skattana sem "rán".
  • Siðferðislega ranga, ekki rétta.
  • Þeim finnst þeir vera upplifa ranglæti ekki réttlæti.
  • Þeim tekst ekki að sannfæra samfélagið að skipta um skoðun, afnema þennan skatt.
  • Þá fara þeir - ekki satt?
  • Aðrir geta vælt, "aumingjar" þið eigið að borga.
  • En er það ekki veikt?


Ítreka -> þ.e. ekki þvingun í boði. Menn geta farið hvert sem þeir vilja.

Menn geta öskrað sig hása um réttlæti - siðferði. En í ástandi þ.s. frelsi ríkir, þ.s. svo auðvelt er að fara annað. Er ekki unnt að beita einstaka hópa meiri hörku - en þeir sjálfir telja réttlætanlegt.

Einungis er unnt að knýja fram aðra útkomu, með því að afnema frelsið sjálft.

 

Portúgal ætlar að hækka tekjur af tekjuskatti um 30%

Portugal braces for fiscal earthquake

Best að halda til haga, að forsætisráðherra Portúgals er þarna að fylgja "Plani B" en upphaflega átti að spara fyrir þeim kostnaði, sem nú á að sækja í buddur skattgreiðenda. 

En seint á árinu urðu miklar mótmælaaðgerðir, þegar forsætisráðherrann ætlaði - að lækka verulega greiddan lífeyri aldraðra sem ríkið heldur uppi ásamt því, að lækka verulega laun opinberra starfsmanna.

Þetta voru mestu mótmæli sem sést hafa í landinu síðan að ríkisstjórn Salazar einræðisherra féll um miðjan 8. áratuginn. Ríkisstjórninni brá við þetta, og gafst upp á málinu.

------------------------------

En landið er í björgunarprógrammi, og því fylgir mjög stífur rammi. "Plan B" er þá mestu skattahækkanir sem átt hafa sér stað í Portúgal, sennilega síðan það varð lýðveldi á 8. áratugnum.

Tek fram, að sú skattprósenta sem er verið að hækka í - virkar ekki hærri en þ.s. við hérlendis búum við!

Evran er skv. vef Seðlabanka í: 169,92kr.

  • "...raising the effective average rate by more than a third from 9.8 to 13.2 per cent."
  • "Anyone receiving more than the minimum wage of €485 (82.411kr.) a month, including pensioners, will also pay an extraordinary tax of 3.5 per cent on their income."
  • "...in Portugal, where the average monthly wage is around €800 (135.936kr.), taxpayers described as “high earners” tend to be middle-class professionals rather than business tycoons."
  • "A couple in which each partner earns about €3,500 (594.720kr.) a month – two senior university professors, for example – could now find themselves in the top tax bracket,"
  • "The highest income tax rate is be increased in January from 46.5 to 48 per cent and will apply to couples earning more than €80,000 (13.593.600kr eða 1.132.800kr/mán.) a year..."
  • "They will also pay an additional 2.5 per cent “solidarity tax” on their income."
  • "Total tax revenue has fallen considerably below target this year..."
  • "Income from value added tax, the government’s biggest source of tax revenue representing about 36 per cent of the total, has been falling since 2008, despite a sharp increase in the rate – the main rate is now 23 per cent."

Áhugavert að hafa sbr. v. eitt af fátækari ríkjum Evrópu.

Takið eftir hve meðallaun eru lág. Einnig, hve lágmarkslaun einnig eru lág. Og í reynd hve lítið bilið er á milli lágmarkslauna og meðallauna.

Þessi laun sem fara nú í hæsta skattþrep, sem virðist í kringum 50% eru sbr. v. Ísl. sérfræðilaun. T.d. lækni, sem er sérfræðingur.

  • Þetta er ekkert annað en sambærileg skattpíning við það sem hér tíðkast. 

Fyrir utan að lágmarkslaun eru lægri, því koma skattar inn - á lægra tekjuþrepi.

Á hinn bóginn, eru meðaltekjur verulega hærri á Íslandi.

------------------------------

Það verður áhugavert að sjá, hvaða áhrif þessar skattahækkanir hafa.

Líklega í ljósi þess að landið er í kreppu og samdrætti - með hækkunum skatta minnka þær tekjur sem almenningur á eftir í buddunni enn meir; sem væntanlega magnar enn frekar það tap sem hefur verið í gangi, vegna minnkandi tekna af söluskatti.

Þá virðist mér að þessi aukna skattheimta, líklega auki hraðann á samdrættinum í hagkerfinu.

Þannig að ríkið verði líklega um mitt fjárlagaár, að tilkynna um "aðgerðaplan C".

En forsætisráðherrann er í harðri baráttu við það verk, að standa við björgunaráætlunina.

Hann sannarlega hefur einbeittan vilja - - en hann hefur á sama tíma, vaxandi mótvind.

Eins og sást af mótmæla-aðgerðum fyrr á árinu, virðist orðið lítið eftir af þolinmæði almennings, gagnvart dýpkandi kreppu og stöðugt rýrnandi lífskjörum - - og um það sést ekki enn nein sólarglæta.

 

Niðurstaða

Ég hef einnig heyrt þessa umræðu hér á Íslandi, t.d. í útvarpsþættinum Speglinum. Að þessi peningur sem upp á vantar til að ríkin í Evrópu ráði við skuldir sínar. Samfélögin geti haldið uppi sama þjónustustigi og áður. Sé til. Það þurfi að sækja það fé.

Að skattleggja hina ríku - er með öðrum orðum, hugmynd sem nýtur verulegs fylgis.

Menn segja þetta - réttætismál.

Tala um að ekki sé annað en sjálfsagt mál, að þeir sem eigi peninga - - borgi fyrir að halda uppi samfélögunum.

------------------------------

Fljótt á litið virðist þetta vera sanngjarnt sjónarmið. En vandinn kemur, þegar á að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd. 

En þó svo að þeir sem stjórna í það skiptið, þ.e. þeirra flokkar. Séu með stuðning hópa sem styðja þessa grunnhugmynd. Þá, hafa þeir hópar, þeirra peninga menn vilja "taka." Einnig sínar eigin skoðanir á því, hvort slíkar aðgerðir séu réttlátar eða ranglátar.

Þeir sem hafa góðar tekjur, eru sérfræðingar eða millistjórnendur sem hafa skilað árangri; þeir eiga oft mjög auðvelt með að fara annað. Sama á við um þá sem eru ríkari eða jafnvel "ofsaríkir."

Þeirra sérfræðiþekking - er alþjóðlega eftirsótt.

Hvaða afleiðingar hefur það fyrir samfélög - - ef þeirra færustu sérfræðingar, flytja úr landi.

Eða, að ef fólk sem er að afla sér þekkingar að slíkum sviðum, kýs að vera áfram erlendis?

Tapar ekki allt samfélagið á því?

Er þá ekki skammsýni, að skattleggja tekjur þeirra svo mikið - - að þessir hópar telji sér ekki fært að vera í viðkomandi landi?

  • Ísland er þegar að glíma við þetta vandamál - - skattheimta er líklega umfram þessi mörk. En rétt er að muna, að þó laun séu hærri en í Portúgal. Stendur þessu fólki, til boða verulega betri kjör í nálægum löndum. Þó svo að þarlendis séu skattar í ívið hærri í prósentu. Bæta hærri laun það upp. Þ.e. því villandi sbr. Stefáns Ólafssonar, sem bendir á að skattprósenta hér sé í reynd aðeins lægri en í þeim löndum. Þegar launamunurinn, bætir það upp og gott betur. Það sem skiptir máli, er hvað er eftir í buddunni - þegar búið er að taka skattinn af. 
  • Ísland sé ekki samkeppnisfært lengur við þau lönd. Þó þau hafi ívið hærra skatthlutfall. Þegar tekið er tillit til þess. Að laun fyrir þau tilteknu störf eru lægri hér.
  • Það er sterk vísbending fyrir hendi, um flótta sérfræðinga héðan til Norðurlanda.

Við þurfum á okkar besta fólki að halda. Það sama gildir um Frakkland. Og sannarlega einnig um Portúgal.

Þessi skattastefna hlýtur að vera komin að endimörkum, hér sem og innan Evrópu. En árið nk. getur verið það ár, þ.s. þessi hugmynd nær hámarki. Ef tekið er mið af því sem er að gerast í Löndum S-Evrópu, sem og Frakklandi.

Ég á erfitt með að sjá annað, en að sú stefna komi til með að auka enn á þann samdrátt sem ríkir í Evrópu. Árið getur orðið verra samdráttarár en þ.s. nú er að líða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar Björn, verða skattglaðar ESB þjóðir ekki bara að sæta því að hafa samþykkt frjálst flæði fjármagns og fólks?

Var þetta frelsisdæmi ef til vill aldrei hugsað til enda - í upphafi?

Kolbrún Hilmars, 30.12.2012 kl. 18:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ætli það sé ekki rétt hjá þér. Þegar á bjátar. Leita peningarnir til þeirra lands, þ.s. meir öryggi virðist. Síðan leitar fólkið til þeirra landa þ.s. sem störfin eru til staðar. Á meðan magnar hvort tveggja kreppuna í jaðarlöndunum, flótti peninga og flótti fólks. Samtímis, vilja kjarnalöndin sem lánuðu það fyrir skuldunum. Fá endurgreitt. Og heimta aðgerðir, sem magna upp flótta peninga og fólks. Þar með þá kreppu, sem er í þeim löndum.

Það kaldhæðna er að veröldin hefur séð þetta leikrit áður. Skuldug lönd eru pínd í djúpa og síðan dýpri kreppu. Á endanum tapa þeir sem eiga skuldirnar, samt verulega peningum sínum. En ekki fyrr en, að löndin sem skulda hafa nærri verið keyrð í jörðina, eru samþykktar eftirgjafir skulda að hluta. Þannig að loks eigi þau lönd von á að rísa aftur.

Sáum þetta síðast, þegar S-Ameríka og hluti Afríku landa, var í skuldavanda á 9. áratugnum og e-h fram á þann 10. Ekki fyrr en eftir skuldaendurskipulagningu, sem fól í sér hlutaafskrift í mörgum tilvikum. Endaði sú skuldakreppa. Sem hafði staðið þá í rúman áratug.

Þ.e. aðallega v. þess, að menn stöðugt tala um ESB sem velferðarklúbb. Að maður tekur svo rækilega eftir því. Að meðferð skuldugra S-Evr. landa er ekkert betri en meðferð skuldugra Afríku- eða S-Ameríkulanda var á árum áður. Eða skuldugra SA-Asíu landa í kreppunni þar á miðjum 10. áratugnum.

Það mætti ætla að velferðarklúbburinn myndi koma betur fram. En það virðist ekki þegar á reynir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.12.2012 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband