29.12.2012 | 18:12
75% skattur Hollande forseta, stenst ekki stjórnarskrá segir stjórnlagadómstóll Frakklands!
Þetta er sennilega eftirtektarverðasta frétt dagsins. Telst örugglega vera umtalsvert pólitískt áfall fyrir Hollande. Á hinn bóginn, er stjórnlagadómstóllinn ekki strangt til tekið að banna að skatthlutfall á tekjur yfir tiltekinni upphæð sé 75%. Heldur, taldi að hann skatturinn myndi bitna með ósanngjörnum hætti á sambúðarfólki. Hollande er þegar búinn að lýsa því yfir, að lögin um hinn nýja skatt verði endurskrifuð.
Reuters útskýrir málið: French court rejects 75 pct millionaires' tax
"The Council, made up of nine judges and three former presidents, is concerned the tax would hit a married couple where one partner earned above a million euros but it would not affect a couple where each earned just under a million euros."
Með öðrum orðum, hjón eða sambúðarfólk, geti lent í þessum skatti eða ekki. Eftir því hvernig tekjurnar dreifast þeirra á milli. Hvort annað er mjög tekjuhátt eða bæði cirka svipað.
Eins og fram kemur í Financial Times: French court says tax is unconstitutional
"The 75 per cent rate itself only hits about 1,500 people and will raise only a few hundred million euros."
Þá er ákvörðunin um þennan skatt, fyrst og fremst pólitísk. Skatturinn sem slíkur skipti franska ríkið afar litlu máli. Einungis lítið brotabrot af broti af skatttekjum þess.
Hætt er þó við því að þessi skattstofn sé afskaplega hreyfanlegur - t.d. hafa á síðustu mánuðum nokkrir þekktir franskir einstaklingar flust úr landi. Síðast var það yfirlýsing Gérard Depardieu hins þekkta franska leikara, að hann væri farinn til Belgíu.
Svo segir í annarri frétt Financial Times: Entrepreneurs follow Depardieu out of France
"Olivier Dauchez, a lawyer at the Paris firm Gide Loyrette Nouel, whose clients include many top French companies, says there is a history of people leaving France for tax reasons but today it is different.
Before, it was people who had already made their fortune, he said. The striking new factor is that many of those leaving or who are thinking of leaving are those who are still creating wealth."
En auk þess voru skattar á fjármagnstekjur hækkaðir, sem og skattur af söluarði - þegar eignir sem og hlutabréf ganga kaupum og sölum. Skv. frétt, hefur sölum fækkað hressilega.
French buyout bosses join flight to London
"French buyouts have more than halved this year to 6.2bn, while UK private equity deals were up 33 per cent to 19.4bn, according to data from the Centre For Management Buyout Research."
Auk þess grunar mig, að svipað geti gerst á markaði fyrir fasteignir þá í stærri kantinum, eignum sem hýsa starfsemi. Sem og aðrar stærri húseignir.
Færri eignir skipti um eigendur. Fyrirtæki hafa minna upp úr því að losa eignir til að útvega sér fjármagn.
--------------------------
Það verður áhugavert að sjá hver áhrifin af hinni nýju skattastefnu stjórnarinnar verða, en skv. mælingum óháðra aðila - - hefur verið undanfarna mánuði innan Frakklands samdráttur í umsvifum atvinnulífs, sem fer mjög nærri þeim samdrætti sem sömu mánuði á sér stað á Spáni.
Niðurstaða
Hollande er með áhugaverða tilraun í gangi. Þ.e. ætlar sér að afsanna þá fullyrðingu, að ofurskattar leiði til þess að skattstofninn flýr. Hann hefur svarað gagnrýni með því að höfða til föðurlandsástar ríkra. Vandinn við eignaríka sem og þá sem hafa miklar launatekjur sem og fjármagnstekjur. Er að margt af þessu fólki á mjög auðvelt með að koma sér fyrir annars staðar. Mun auðveldar en almenni launamaðurinn.
Á sama tíma tók Hollande til baka hækkun eftirlaunaaldurs í 62 ár sem Sarkozy innleiddi.
Ég velti fyrir mér hvort áhrif stefnunnar í Frakklandi sé ekki þegar farið að gæta - en skv. óháðum aðilum sem lesa í þróun veltu í viðskiptum, hefur samdráttur verið í viðskiptalífinu innan Frakklands síðan í haust. Sem er mjög nálægt því eins slæmur og á Spáni. Í reynd ívið meiri en samdráttur yfir sama tímabil á Ítalíu.
Það verður mjög áhugavert að sjá hagtölur yfir lokafjórðung ársins þegar þær liggja fyrir snemma á nk. ári, sennilega á bilinu febrúar til mars.
En mig grunar að Frakkland á nk. ári, komi að hlið Ítalíu og Spáni. Sem lönd í vanda.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning