Bandaríkjaþing tekur heiminn á þeysireið

Það stefnir í allsherjar rússíbana milli Demókrata og Repúblikana. Deila sem getur staðið fram í febrúar jafnvel mars 2013. Eins og mörg ykkar hafa heyrt. Stefnir í að Bandaríkin falli fram af svokölluðu "fiscal cliff." Þarna er um að ræða, ávöxt deilu sem átti sér stað haustið 2011. Þá var ákveðið að fresta vandanum fram á næsta ár. Nefnilega þetta ár. Haustið 2011 notfærðu Repúblikanar sér, að Bandaríkjaþing þarf að heimila Alríkisstjórninni. Að skuldsetja þjóðina. Svokallað "skuldaþak" eða "budget ceiling" er til staðar. Þessu fylgir lítið drama ef ríkjandi forseti hefur meirihluta í báðum deildum. En þegar svo er ekki, hefur það áður gerst. Að andstæðingar notfæra sér þetta mál. Til að ná fram tilslökunum af einhverju tagi.

Vandinn er að Bandaríkjaþing hefur líklega ekki verið svo harkalega klofið í mjög langan tíma.

  1. Til þess að fá hækkun á skuldaþaki haustið 2011, neyddist Obama til að samþykkja. Að janúar 2013 komi til framkvæmda, sjálfvirkar niðurskurðar aðgerðir þvert á línuna hjá alríkisstjórninni.
  2. Einnig í janúar 2011, renna út skattalækkanir Bush stjórnarinnar - sjá frétt Reuters sem setur upp ágætt yfirlit yfir mikilvægar dagsetningar: Timeline: Key dates ahead as U.S. nears edge of "fiscal cliff"

Til að kóróna allt saman - - standa Bandaríkin aftur frammi fyrir nýrri deilu um "skuldaþak."

Þess vegna lýsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna því yfir, að frá og með janúar myndu neyðaraðgerðir komast til framkvæmda hjá alríkisstjórninni.

Í fréttinni, er haft eftir sérfræðingum, að fræðilega geti alríkið haldið út, sennilega til loka febrúar jafnvel eitthvað inn í mars.

Annars standi alríkið frammi fyrir því að - hafa ekki peninga til að greiða á mikilvægum gjalddögum.

Sem vægt sagt, liti ílla út - Debt Ceiling Nears as Budget Talks Stymied

Eins og kemur fram í frétt Wall Street Journal, þá gengu ásakanir á víxl milli formanna þingflokks Demókrata og Repúblikana:  Obama Calls Leaders as 'Cliff' Looms

Það virðist einnig, að "fiscal cliff" umræðan sé ekki einu sinni á dagsskrá, fyrstu 2 þingdagana a.m.k. frá 27/12:

* December 27. Senate reconvenes after holiday break. Spends day debating measures unrelated to the fiscal cliff.

* December 28. Senate expected to continue debating measures unrelated to the fiscal cliff.

* December 30. House of Representatives expected to reconvene.

Mér skilst, að síðasti mögulegi funda-dagurinn, sé 2. janúar. Því þann 3. eigi nýtt þing að taka til starfa, þ.e. það sem kosið var skv. þingkosningunum í nóvember.

Þetta kemur fram hér: House may extend session to January 2: Republican aide

 

Það virðist nær 100% öruggt að "fiscal cliff" skellur á 1. janúar 2013, en síðan tekur við "game of chicken" milli fylkinga sem getur staðið yfir - ég veit ekki hve lengi, og algerlega með ófyrirsjáanlegum afleiðingum!

  1. Eitt er ljóst, að hvernig sem fer - hefur þetta neikvæðar efnahagsafleiðingar fyrir heiminn.
  2. En óvissan ein og sér, er skaðleg.
  3. Þó svo, að þessu lykti á nk. tveim mánuðum, með einhverju stóru samkomulagi. 
  • Repúblikanar vilja í reynd, endurnýja skattalækkanir Bush stjórnarinnar. Og það eru Demókratar, sem blokkera þá endurnýjun - svo þeir geti samið um það á móti einhverju öðru.
  • Meðan að Repúblikanar, heimta mjög harðar niðurskurðar aðgerðir. En þeir vilja síður að það bitni á hernum. En eins og mál nú líta út. Er niðurskurðurinn þvert á allt.
  • Svo ætla Repúblikanar, að beita fyrir sig skuldaþakinu, sem þarf að endurnýja.

Fræðilega er þarna samningsgrundvöllur milli fylkinga - þ.e. hækka skuldaþakið, gegn niðurskurði sem væri unnt að dreifa yfir lengri tíma, semja um það að hvaða marki skattalækkanir eru endurnýjaðar.

Vandinn er sá, að verstu öfgamennirnir, eru alveg til í að láta alríkið verða "default" þ.e. lenda í þeirri aðstöðu, að eiga ekki pening fyrir mikilvægum gjalddögum.

Þeir vilja miklu mun grimmari niðurskurð, en Demókratar eru í reynd tilbúnir að framkvæma. Öfgamennirnir, geta séð það sem leið til að ná sínu fram - - að láta málin dragast.

Þeim virðist alveg sama, hvað gerist í Evrópu eða Asíu.

Þegar á fyrstu dögum ársins, koma skattahækkanirnar og síðan útgjaldaniðurskurðurinn formlega a.m.k. til framkvæmda. 

Þó vera megi, að stofnanir takir sér tíma til að skipuleggja framkvæmd hans, meðan þær bíða eftir því - hvort eða ekki, það verður einhvers konar mildandi samkomulag eftir dúk og disk, eftir allt saman.

  • Það má vera, að það sé þannig séð, unnt að tefja tímann einn eða 2 jafnvel 3 mánuði.
  • En á meðan, þá nagar óvissan allt umhverfið - ekki bara innan Bandaríkjanna.

-----------------------------

Það er auðvitað engin leið að spá fyrir, hvernig það samkomulag mun líta út.

  • En því lengra sem líður, því meiri verður skaðinn.

Ég hef mestar áhyggjur af Evrópu - þ.s. aðilar virðast aftur farnir að sofa of rólegir.

En raunverulega, hefur ástandið þar ekkert batnað, þvert á móti er það stöðugt að versna.

Það eina sem er skárra, er ákveðin sýn aðila á markaði eða tiltrú byggð á væntingum þess efnis, að viljinn sé til staðar innan stofnana ESB og aðildarríkja, til að leysa málin.

Seðlabanki Evrópu, skóp þessa nýju sýn með loforði sem Mario Draghi gaf rétt fyrir mánaðamót júlí ágúst. Síðan þá, hefur markaðurinn lifað á þessu loforði, þó ekki hafi í reynd það komist til framkvæmda. Og ekkert sérstakt endilega sem bendir til þess, að kaup án takmarkana verði nokkru sinni framkvæmd. Vegna þess, að fyrst þarf viðkomandi land, að undirgangast skilyrði aðildarríkjanna þ.e. óska formlega aðstoðar til "ESM" eða björgunarsjóðs evrusvæðis. Hingað til, hafa spænsk stjv. hummað þetta fram-af sér, og hafa komist upp með það fram til þessa.

En á meðan, halda skuldirnar áfram að hlaðast upp, kreppa viðkomandi landa að versna - þó svo að Spánarstjórn, sé loks 2012 að takast að skapa ákveðin viðsnúning. En Spánarstjórn, hefur tekist að minnka bilið um ca. helming skilst mér, þ.e. kominn afgangur af vöruskiptum þó ekki nægilega stór til að duga fyrir fjármagnsstreymi. 

Hálfnuð innri aðlögun, þíðir auðvitað að hinn helmingur hennar er enn eftir.  Það er visst afrek af Rajoy þó að hafa afrekað svo miklu - - en til þess að afreka rest. Þarf hann enn að beita niðurskurðarhnífnum, lækka laun enn frekar, og ekki síst - auka frekar á atvinnuleysi.

Það er engin leið að vita fyrirfram, hvort spænskt samfélag þolir atvinnuleysi sem líklega nær 30% fyrir rest, jafnvel rúmlega 30%.

-----------------------------

Ástandið er þegar verulega erfitt í S-Evrópu. Ekki má gleyma því, að Ítalía stendur einnig frammi fyrir samdrætti næsta ár, og viðbót í tölur yfir atvinnulausa.

S-Evrópa má eiginlega ekki við því, að það bætist á samdráttinn. Vegna hliðaráhrifa "fiscal cliff" og "budget ceiling" deilnanna í Bandaríkjunum.

En nær 100% öruggt virðist nú, að það verður einhver ótiltekinn viðbótar efnahagsskaði.

Sem mun skila einhverri ótiltekinni dýpkun kreppunnar í Evrópu.

"Congressional Budget Office" hefur spáð að Bandaríkin geti farið yfir í 0,5% samdrátt hagkerfis nk. ár, ef allt fer á versta veg.

Það getur verið spá, sett fram til að hræða menn. Hugsanlega ofmetin.

En það er einnig hugsanlegt, að áfallið sé vanmetið.

  • Ef það næst samkomulag, sem er að einhverju marki mildandi.
  • Þá virðist mér samt full-ljóst, að það verður efnahagsskaði.

Spurning hvort Bandaríkin slefa það, að halda sér yfir "0" í vexti, eða undir "0" í samdrætti.

En á hvorn veginn sem fer, mun þessi minnkun umsvifa miðað við væntingar sem hafa verið til staðar, aukinn vöxt á næsta ári - skaða heimshagkerfið.

En seinni part þessa árs, virtist að bandar. hagkerfið væri byrjað á uppsveiflu í vöxt nær 3% í staðinn fyrir milli 1,5 til rúml. 2% sem það hefur verið í, síðan ca. seinni parti árs 2009.

Markaðir höfðu hækkað töluvert m.a. vegna þeirra væntinga um bætta heilsu bandar. hagkerfisins, en nú má reikna með því - - að næstu vikur muni verð falla, svartsýni taka við af bjartsýni.

Aðilar munu fresta ákvörðunum um fjárfestingar, kaup og sölur fara fram síðar - o.s.frv.

Meðan menn bíða hvað verður!

Það eitt er nóg, til þess að það fari þegar í upphafi árs að hægja á hagkerfinu í Bandaríkjunum, og líklega "spillir" það nánast um leið yfir á hagkerfi Evrópu.

Óvissan ein og sér skaðar, og því lengur sem líður - munu aðilar verða svartsýnni um framvinduna, og skaðinn mun magnast.

  • Engin leið að spá fyrir um það, hvenær hið klofna þing, nær fram samkomulagi.

-----------------------------

Skaðinn af þessu getur dugað til þess, að öll Evrópa fari yfir í samdrátt, þá meina ég einnig Þýskaland og Austurríki, sem eru í dag nánast einu ríkin innan evru - sem ekki eru komin enn yfir í mínus.

Jafnvel þó svo, að samkomulag náist seint um síðir í febrúar til mars jafnvel.

Þá get ég séð fyrir mér skaðann bæta hugsanlega allt að 2 prósentum á niðursveifluna í Evrópu, án samkomulags getur það orðið verra.

 

Niðurstaða

Útlit er fyrir að Bandaríkjaþing muni að rugga heiminum vel og rækilega á næstunni. Það verði sannkölluð rússíbanareið. Þ.s. allt verður undir. Tehreyfingar fólkið vill ná fram mjög harkalegum niðurskurði. Það getur mikið til náð því fram, með því einu að halda áfram að hindra samkomulag. Það hefur einnig tak á stjórnvöldum, með því að halda áfram að blokkera hækkun skuldaþaks alríkisins.

Á móti hafa Demókratar einungis það spil, að Tehreyfingin vill fá endurnýjun skattalækkana Bush stjórnarinnar sem annars falla út.

En það er ekki endilega eins öflugt spil, og hin tvö.

Hingað til virðist sveigjanleikinn á þeim bæ ekki hafa verið til staðar. Þ.e. krafan verið, allar skattalækkanirnar inn. Allan niðurskurðinn einnig.

Hætta virðist á verstu niðurstöðu - að báðar fylkingar blokkeri það sem hin vill. En Demókratar virðast vera orðnir mjög illir viðskiptis gagnvart mótherjunum innan Tehreyfingarinnar. Má vera, að nú séu vilji þeir einnig - sverfa til stáls.

Engin leið að sjá hve lengi fylkingarnar munu teyma hluti. Hve langt fram á bjargbrún, heimurinn er tekinn.

-----------------------------

Fyrstu mánuðir ársins verða áhugaverðir.

Hve áhugaverðir - kemur í ljós síðar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru 435 þingmenn í Fulltrúadeild Bandaríkja þings og 100 þingmenn í Öldungardeildini. Samtals 535 í báðum deildum.

Það eru 55 þingmenn sem caucus sem fylgjendur TEA hreyfinguni (Taxed Enough Already).

Mér þykir ólíklegt að 55 þingmenn geti stoppað allar aðgerðir Bandaríkjaþings, nema að demókratar og aðrir repúblíkanar vilji ekki koma sér saman um hvernig á að leysa þetta svokallaða Fisical Cliff og svo kemur the Debt Ceiling stuttu eftir áramót.

Það góða við að ekkert gerist í að koma í veg fyrir þetta Fisical Cliff, er að það verður automatiskur niðurskurður á ríkisútgjöldum og innflæði í ríkisjóð eykst samkvæmt kenningum Obama. En það verður tíminn að leiða í ljós hvort Obama hefur rétt fyrir sér.

Kveðja frá Las Vegas

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 27.12.2012 kl. 23:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Samstæður hópur getur haft mikil áhrif, ef flokkurinn hefur ekki meirihluta í viðkomandi deild, án hans.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.12.2012 kl. 05:01

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef þetta Fiscal Cliff er eins slæmt og fréttamenn segja, og sumir stjórnmálamenn, þá hljóta 395 demókratar og repúblikanar að koma sér saman með lausn á þessu.

395 vs. 40 í Fulltrúardeildini.

85 vs. 15 í Öldungardeildini.

Seems like a slam dunk to me, ef þetta Fiscal Cliff er eins slæmt og sumir vera láta.

Ekki trúi ég að 480 þingmenn láti 55 stjórna landinu, eða kanski er verið að berjast um unsustainable spending sem kemur the U:S:A. í skuldir sem the US getur aldrei greitt skuldunautum sínum.

Samkvæmt Congressional Budget Office a non partican office, ef ekki er gert eitthvað í að lækka kostnað ríkisins þá verða skuldirnar komnar í 24 triljónir dollara þegar Obama yfirgefur Forsetastólinn. Skuldin er að nálgast 17 triljónir dollara í dag.

Auðvitað gengur þetta ekki mikið lengur US Government fær 46% í lán til að greiða daglegan kostnað ríkisins. Ekki langt í að allar tekjur fara í að greiða vexti og ekkert eftir til að reka ríkisbáknið. Grikkland dettur manni í hug.

Ekki veit ég af hverju að það var ekki búið að ganga frá þessu fyrr, en þetta hefur þingið vitað í 10 ár, the Bush Tax Cuts were never permenent af því að demókratar fóru fram á það.

Svo held ég að Obama haldi að hvað sem gerist þá verður skuldini skellt á repúblíkana og þá lítur hann vel út í skoðunakönnunum og þá er hann ánægður enda er hann egotist og það má vel vera að svo fari.

En ef hann er eins mikill maður fólksins og hann vill að allir haldi þá væri hann búinn að ganga frá þessu fyrir löngu síðan og væri með mikið hærri tölur í skoðanakönnum, hærri en þær eru núna..

En við hverju er að búast, Obama sendi Financial Budget fyrir þingið fyrr á árinu eða á síðasta ári, skiptir svo sem ekki máli hvenær hann sendi það fyrir þingið.

Atkvæði í Öldungardeildini með demókrata í meirihluta; 97 á móti 0 með og 3 voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, ekki góð meðmæli fyir Obama í fjármálum.

En svona gengur þetta í henni Ameríku og mér alveg sama hvernig þetta fer, er sjálfur að verða peningasuga á Ameríska ríkinu næsta vor (kominn á ellilaun) ef ég svo kýs. Bara vorkenni ungafólkinu sem endar með að taka við öllum þessum skuldum og þurfa greiða skuldina þegar að því kemur. Grikkland kemur mér helst til hugar.

Just my ¢2 worth of observance of the Fiscal Cliff situation.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.12.2012 kl. 19:17

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bandaríkin eru í betri stöðu en Evr. vegna tvenna þátta: A)Hagstæðari fólksfj. þróun, er enn að fjölga. B)Bandaríkin búa enn yfir auðlindum. Mig grunar t.d. að það sé mikilvægt að verð á gasi sé skilst mér í dag 1/3 af því sem það var fyrir nokkrum árum. Það getur dugað til að starta á ný starfsemi á tilteknum svæðum innan Bandaríkjanna. Sem nýtir alla þá ódýru orku.

Vegna þessara tveggja þátta, held ég að Bandaríkin séu ekki að verða Japan eða Evrópa. Þau öfugt v. Evrópu og Japan, geti enn vaxið frá skuldunum.

Aftur á móti verði full ástæða til að vorkenna framtíð Evrópu, unmennunum þar. Ath. aldraðir þar, þeirra kjör munu einnig skerðast.

Í Bandaríkjunum ættu kjör eftirlaunaþega að sleppa að mestu við skerðingu, því að möguleikar til hagvaxtar séu nægir í framtíðinni, þannig að skuldavandinn sé leysanlegur.

Mín skoðun er að það þurfi að ná fram samkomulagi, sem dreifir niðurskurði á flr. ár. Það þíðir að hallinn verður meiri til skamms tíma en hann fræðilega getur verið ef skarpar er niður skorið.

En ég held að í Bandaríkjunum, sé til skamms tíma mikilvægara markmið að viðhalda hagvexti. Þ.s. það raunverulega virðist sem, að það séu forsendur fyrir því að reikna með því að hagvöxtur sé í aukningu í náinni framtíð. Og síðan verði hann jafn og stöðugur þaðan í frá.

Meðan að Evrópa sennilega hefur ekki þann lúxus, að geta dreift álaginu. Verður líklega að taka "skarpan niðurskurð."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.12.2012 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband