26.12.2012 | 17:07
Mikið starf framundan - að taka til eftir ríkisstjórnina?
Ég set þessa stuðandi spurningu fram, ekki síst vegna þess hve ríkisstjórnarflokkarnir hafa stöðugt tönnslast á að þeir væru í tiltekt. Til að halda öllu sanngjörnu. Þá sannarlega hefur ekki allt mistekist. Það hefði verið mögulegt að mjög mörgu leiti, að framkalla margvíslegar verri útkomur.
Ríkisstjórnin hefur sannarlega, dregið úr útgjöldum ríkisins. Þó aðferðin - sem þeir nefna "aðhald" - sem felst í því að skipa stofnunum að minnka útgjöld. Sé stórfellt gölluð.
Og þ.e. einmitt, ekki síst það, sem ég á við. Þegar ég set upp spurninguna að ofan!
- Aftur til að halda hlutum sanngjörnum, er sparnaður þvert yfir línuna - - eðlileg neyðaraðgerð.
- Þegar útgjöld þarf að snögg minnka.
Á hinn bóginn, er þetta ákaflega slæm leið - - ef hún er framkvæmd. Ár eftir ár, eftir ár.
Þetta er aðferð, sem einungis á að nota, fyrst í stað - svo menn hafi tíma til að undirbúa aðgerðir, sem eru meir krefjandi, og ætlað að lækka útgjöld með varanlegri hætti. Þetta seinna fór aldrei fram.
- Við vitum, að endurnýjun tækja - (sjúkrahúsin eru einungis sá liður sem hefur komist í fjölmiðla).
- Að viðhald bygginga.
- Þarf að vera jafnt og stöðugt - - annars safnast upp kostnaður.
- Sem augljóslega - - fellur á þá sem stjórna kjörtímabilið á eftir.
Ég held að við verðum að gera ráð fyrir því, að vegna viðhalds og endurnýjunar - - sem ekki hefur farið fram þessi 4 ár. Sé nú til staðar umtalsverð uppsöfnun á kostnaði. Sem þarf að taka á.
Hagvöxtur rúmlega 2%
Ég las mig í gegnum Peningamál nóv. 2012, skv. þeim er viðskiptajöfnuður landsins áætlaður kringum 2% af þjóðarframleiðslu, þetta ár og það næsta, einnig þar-næsta.
Skuldatryggingaálag ríkisins var 191 punktar. Sem er mjög áhugavert, en það var 228 punktar í september skv. CMA Global Sovereign. Sýnir þrátt fyrir allt, hve traust landsins hefur aukist.
Takið eftir hvað CMA segir: "The cost of protection in Iceland tightens to 228bps from 290bps, but liquidity remains very thin." Það er einmitt málið. Borðið fyrir báru, er ákaflega þunnt. Ástandið er í járnum, og mjög lítið má út af bregða. Við þurfum að gæta okkar.
Hagvöxtur var 2,6% á sl. ári, líklega að þeirra mati a.m.k. rúml. 2% þetta ár.
Það er ca. prósent minni vöxtur en þeir áður töluðu um. Enn miða þeir við 3% til rúml. 3% vöxt, árin þar á eftir. Þó ég sjái ekki hvernig það getur staðist. Miðað við óbreyttar forsendur. En þeir segja vöxtinn byggðan á aukningu innlendrar neyslu þ.e. fyrirtækja-fjárfestingu sem og neyslu almennings.
- Þeir halda því fram nefnilega, að "lágir" vextir þeirra hvetji til fjárfestingar - - þó vextir séu hér 7% en ekki 0% eins og í Bretlandi eða Bandaríkjunum.
- Hvernig fá þeir það út að vextir séu lágir eins og í nágrannalöndum?
- Með sérkennilegri röksemdafærslu - þ.s. þeir draga verðbólguna frá, og tala á þeim grunni eins og að verðbólgan með "dularfullum hætti" vikti á móti vöxtunum þó svo það sé slaki en ekki þensla í atvinnulífinu, þannig að útkoman sé - - lágt nettó aðhald vaxta: ergo, cirka álíka lágir vextir og öðrum löndum.
- Hér er engin verðbólga af völdum þenslu. Heldur er verðbólgan v. gengissveiflu seinni hl. árs, og vegna þess að ríki, sveitarfélög hafa hækkað gjöld enn einu sinni á þessu ári. Að hækka vexti, til þess að berjast við þá meintu þenslu. Og halda því síðan fram, að vextirnir bitni einungis á atvinnulífinu að frádreginni þeirri verðólgu; er augljóst kjaftæði.
Mig grunar því sterklega að þeir vanmeti neikvæð áhrif vaxtastefnunnar á atvinnulífið, og á þróun skulda fyrirtækja sem og almennings.
Þeir tala síðan um það, að bilið á viðskipta-jöfnuðinum muni þrengjast þ.e. minnka, vegna þessarar auknu neyslu sem þeir gera ráð fyrir.
Þeir virðast hættir að gera ráð fyrir auknum útflutningstekjum af nýrri stóriðju.
-------------------------------
- Áhugavert í þessu er, að það staðfestist að ferðamennskan hélt uppi hagvexti á þessu ári, minnkun - já minnkun útfl. tekna, jafnaðist upp af auknum útflutningi á þjónustu og gott betur. Sem er megni til ferðamennska.
Þeir að sjálfsögðu nefna, að horfur fyrir nk. ár í Evr. séu slakar, hagspár alþjóðlegar hafi versnað, þeir samt gera ráð fyrir því að álverð sem lækkaði í ár muni hækka aftur, greinilega reikna þeir ekki með því að það verði umtalsverð frekari versnun viðskiptakjara vegna kreppunnar í Evr.
- En getur aukning ferðamennsku haldið áfram að bera uppi hagvöxt? Í versnandi alþjóðlegu árferði? En ferðamenn, þeir stýrast af eigin efnahag. Sögulega séð, minnkar ferðamennska ávallt í óhagstæðu efnahagslegu árferði í alþjóðlegu tilliti.
Mér virðist sjálfum, áframhaldandi hagvöxtur ekki sérdeilis sjálfbær, meðan að útflutningsgrunnur þjóðarbúsins hefur ekki verið aukinn.
Hann hljóti að nema staðar, nema að stórefling útflutningsmiðaðra fjárfestinga fari fram.
Að því þurfi að stefna, að auka útflutning. Því miður, verði líklega að miða við að ná því fram fyrir lok kjörtímabilsins. En reikna má með því, að það taki tíma að semja við aðila. Að auki tekur uppbygging einnig tíma. Þannig, að í allra besta lagi væri slík aukning að byrja að skila sér við kjörtímabils lok.
Ef ríkisstjórnin fengi brautargengi eitt kjörtímabil enn, þ.e. sitt annað. Þá þyrfti að halda þeirri uppbyggingu áfram, svo að landið smám saman hefji sig upp.
Það þarf að fara í skipulega - uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil kalla þetta - iðnvæðingu.
Eins og ég hef áður sagt, þá finnst mér við hafa einna helst tækifæri í því, að framleiða úr áli hér innanlands til útflutnings. Þar séu stærstu augljósu van-nýttu tækifærin.
Gjaldeyrishöft!
Eftirfarandi breyting á lögum um höft, fór fram í apríl 2012:
Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.
"2. gr.: Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c."
Síðan í mars sl. sagði Árni Páll aflandskrónuvandann kominn í 60% af þjóðarframleiðslu.
Heyrðist í fjölmiðlum upphæðin, 1000ma.kr á umfangi aflandskrónuvandans.
Svo kom frétt sl. maí, sjá: Aflandskrónuvandinn minnkar um 200 milljarða
Þar segir, að Seðlabankanum hafi tekist í gjaldeyrisútboðum. Að minnka skaflinn í 400ma.kr. Ég man eftir því, að áður var ávallt sagt að skaflinn væri ca. 600ma.kr.
Var þá nýi skaflinn "undanskilinn" sem ríkisstjórnin bjó til með herðingu hafta?
- Mér hefur ekki tekist að finna út með netleit - heildar-umfang skaflsins akkúrat nú v. árslok.
Ríkisstjórnin gerði okkur í raun og veru töluverðan grikk, með herðingu haftanna!
En í eðli sínu skv. þá hleðst stöðugt upp peningur þ.e. nýr skafl inni á biðreikningum hjá Seðlabanka, vegna þess að nú fá erlendir eigendur skulda ekki sjálfvirkt fé sitt fært úr landi.
Þannig, að upphæðin nú ætti ekki lengur að vera 400ma.kr. - ef þessi nýi skafl er tekinn með.
- Með þessari aðgerð, varði ríkisstjórnin - - lífskjör!
- Það er, gengi krónunnar hefði óhjákvæmilega verið lægra.
Vandi, er að í staðinn - - verður aflandskrónuvandinn erfiðari, skaflinn stærri sem þarf að taka af, dýrara í framkvæmd að losa höftin; og líklega því eru þau lífskjör ekki sjálfbær.
Ég skil þó af hverju ríkisstjórnin gerði þetta, því annars hefði krónan hækkað minna sl.sumar, og síðan hefði líklega krónan lækkað hlutfallslega enn meir í haust en hún þó gerði.
Lífskjör þetta haust væru líklega "lægri" en sl. haust - - sem hefði verið mjög óheppilegt vægt sagt, rétt fyrir kosningar.
En í staðinn, sem hlýtur að vera áhugamönnum um upptöku evru til gremju, er draumurinn um upptöku hennar fyrir bragðið einnig, fjarlægari.
En eins og talsmenn ESB hafa ítrekað sagt okkur, inn í ERM II komust við ekki, án þess að losa fyrst höftin.
Í reynd ganga þeir lengra í nýlegum yfirlýsingum, þeir segja að inn í ESB komust við ekki án þess að losa höftin.
----------------------------------
Því er ég að velta fyrir mér hvað Samfóar í ríkisstjórninni voru að hugsa. Þegar þeir ákváðu að herða höftin.
Eins og ástand mála er orðið, virðist ljóst að höftin verða ekki tekin niður fyrr en eftir mörg ár.
Ráðdeild ríkisstjórnarinnar virðist hafa tryggt þau áfram, vegna þess hve núverandi form þeirra stöðugt hækkar kostnaðinn.
Sjá eina hugmynd um losun þeirra: Aflandskrónuvandinn verði leystur með skuldabréfaútgáfu
Sem yrði óhemjudýr aðferð fyrir ísl. skattgreiðendur.
Ég held barasta, að við verðum að fara skoða hugmyndina hennar Lilju, um nýja krónu, getum t.d. kallað það "Ríkisdal" sem er fornt heiti á gjaldmiðli Dana sbr. "Rigsdal."
Niðurstaða
Ríkisstjórnin mun leitast við að byggja upp "glansmynd" af árangrinum. Sannarlega tóku þau við erfiðasta búi eftir hrunið sem nokkur ísl. ríkisstj. hefur þurft að glíma við. En á móti. Hafa langt í frá allar ákvarðanir verið skynsamar.
Ráðdeild hennar hefði getað verið verri!
------------------------------------
Ástæða þess að höftin voru hert. Er sú að ríkisstjórnin stóð frammi fyrir því. Að lífskjör myndu lækka á þessu ári. Og það gat ekki gengið, þegar svo stutt var í kosningar. En greiðslubyrðin er erfið í ár, en þetta ár hófum við greiðslur af AGS lánum.
Ég varaði við því í eldri bloggum. Að AGS lánapakkinn ætti eftir að verða okkur dýr. Úrræði ríkisstjórnarinnar, að herða höftin - þar með hækka skaflinn sem þarf að losa síðar.
Vegna þess, að sú atvinnu-uppbyggingaráætlun, sem ríkisstjórnin hafði áætlanir um, við upphaf kjörtímabils. Gekk að mjög litlu leiti upp. Megni til, vegna andstöðu VG við meginatriði þeirrar áætlunar.
Sem fól í sér, 2 risaálver. Eitt á Reykjanesi. Annað við Húsavík. Þetta var rétta meginhugsunin, að auka útflutning. Í reynd er atvinnu-uppbygging við lok kjörtímabils á byrjunarreit.
------------------------------------
Slaki í uppbyggingu, skaðar hagkerfið að öllu leiti en einnig lífskjör almennings, en við þekkjum hve óskaplega erfið staða ríkisins enn er. Þar vitum við að er "uppsafnaður vandi" einnig að verulegu vegna andstöðu VG. En ríkisstjórninni tókst ekki að koma sér saman um, endurskipulagningu ríkisgeirans. Þ.e. næsta stig minnkunar útgjalda. Þess í stað heldur hún sér enn við "neyðaraðgerðina" að skera þvert yfir.
En menn gátu ekki hugsað sér, að draga úr kröfunum - hætta einhverri tegund þjónustu, o.s.frv.
Óhjákvæmilega vitum við, skapar uppsöfnun kostnaðar v. viðhalds sem ekki fer fram, endurnýjunar tækja sem ekki fer fram o.s.frv. - - framtíðar útgjaldavanda sem verður að taka á.
Viðbúið að næsta stjórn, þurfi að framkv. frekar stórfelldan niðurskurð - v. þessa.
En mér virðist ljóst, að það verður aukinn viðhaldskostnaður og aukinn kostnaður v. endurnýjunar, sem verður að gera ráð fyrir. Þannig, að í staðinn þurfi þá að loka ívið flr. stofnunum, en annars hefði þurft.
------------------------------------
Lífskjör eru enn verulega slakari en þau voru fyrir hrun. Verða það fyrirframséð áfram enn um árabil. Nema að það takist. Að starta nýrri uppbyggingu.
Þau hefðu getað verið ívið betri - ef uppbyggingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í upphafi, hefði raunverulega verið framkvæmd, sem var ekki - eins og við vitum öll.
Skuldirnar þær halda okkur niðri og einungis á mörgum árum smá skána mál eftir því sem skuldirnar lækka, ef ný uppbyggingaráætlun er ekki framkvæmd á næsta kjörtímabili.
Ísland á ýmsa möguleika. Eins og ég hef áður sagt, líst mér best á að reisa hér framleiðslu á því áli sem héðan er flutt ónýtt - ég hef fjallað um þann punkt í mörgum færslum, kem m.a. inn á hann í henni þessari: Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!
Að sjálfsögðu eigum við einnig að nýta aðra möguleika sbr. auka við loðdýrarækt, fiskeldi og hvað það eina, sem unnt er!
Draumur um olíutekjur - kemur ekki inn nærri strax. Ekki sennilega fyrr en kjörtímabilið þar á eftir í fyrsta lagi.
En hugsanlegt er, að vegna uppbyggingar á A-Grænlandi. Geti hafist uppbygging á þjónustu á Norðurlandi á næsta kjörtímabili. En þ.e. háð hraða uppbyggingar þeirra náma á A-Grænlandi af hálfu þeirra einkaaðila sem sjá um þær framkvæmdir, og einnig því hvort þeir eru yfirleitt áhugasamir um að reka þjónustu héðan. En þ.e. ekki fyrirframgefið að sú þjónusta komi hingað.
Eitt af verkefnum nýrrar ríkisstjórnar, að ná tækifærum hingað - ekki láta þau fara annað, vegna sinnuleysis!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.12.2012 kl. 04:15 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hræðslumælikvarði.
Stýrivextirnir ættu að vera kalt 0,00% Eina ástæðan fyrir núverandi stýrivaxtaprósentu er að hafa Hrægammana góða. Dreyfa smá fóðurbæti á garðann í von um gott veður hjá þeim.
Ég sé stýrivextina sem eins konar barometer eða Hræðslumælikvarða Seðlabanka, annars væru þeir 0 prósent.
Seðlabankinn gefur til færzlu úr landi gjaldeyri sem við eigum ekki (Allur tekinn að láni) vaxtagreiðslur vegna glæpsamlega hárra stýrivaxta. Þessi blóðtaka væri nánast ekki til staðar, ef rétt væri staðið að ákvörðun stýrivaxta.
Kolbeinn Pálsson, 26.12.2012 kl. 19:55
Engin tiltekt hefur orðið hér og mun ekki verða a.m.k. næstu 4 mánuði.
Hér er ráðist á allar innlendar starfsgreinar svo batinn verði eins hægur og mögulegt er. Ferðamannaiðnaðurinn, álverin, fiskveiðikerfið, virkjanaiðnaðurinn, innlendir bjórframleiðendur, þúsundir fyrirtækja (og einstaklinga) í gegnum tafir á úrlausnum gengistryggðra lána o.s.frv. Eflaust mætti halda svona lengi áfram. Þetta er gert svo ástandið hér á landi með hverjum ársfjórðungnum sem líður verði ekki mikið hlutfallslega betra og betra en á meginlandi Evrópu, því þannig myndi áhugi Íslendinga á ESB hverfa.
Eina leiðin til að viðhalda áhuga landans á ESB er að halda aftur af efnahagsbatanum, sem á miklu meira inni. Öllu innlendu atvinnulífi er haldið í gíslingu með mikilli óvissu, sama í hvaða átt er litið. Slíkt leiðir til að fjárfestingar og ráðningar á vinnuafli eru í lágmarki. Hér er mikið slegið um sig varðandi lækkun atvinnuleysis. Pólitískt ryk. Atvinnuþátttaka frá Hruni fer enn lækkandi og atvinnuþátttaka er einn helsti þáttur í langtímahagvexti. Slíkt væri ekki raunin ef atlagan að öllu innlendu atvinnulífi væri ekki svona grafalvarleg. Staða ríkissjóðs væri að öllum líkindum betri í dag án þessarar atlögu. Sorglegt að horfa upp á þetta.
Bragi, 27.12.2012 kl. 04:06
Vöxtur útfrlutningsgreina er nauðsynlegur. Undanfarin ár hefur safnast upp vaxtaberandi skuldir í erlendri mynt og útflutningsgreinar ná ekki að að skaffa nógan gjaldeyrir til að greiða einungis vextina. Það er búið að vera algert flopp hjá Ríkisstjórninni og peningamálastefnu Seðlabanka Íslands.
Eggert Guðmundsson, 27.12.2012 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning